Fálkinn


Fálkinn - 11.12.1937, Qupperneq 3

Fálkinn - 11.12.1937, Qupperneq 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. í'insen og Skúli Skúlason. Framkvænulastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Sinii 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—(5. Skrifstofa i Oslo: A n t o n Schjöthsgade 1 4. Biaðið kemur út hvern laugardag. Askrittarverð er kr. 1.50 á inánuði: kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. lírlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. A uglijsingaverð: 20 aura millimetei Herbertsprent. Skraddaraþankar. Árið sem er að enda heíir verið viðburðarikt ár og ríkast þó af þeim viðburðuiii,"S,<fiii betur væri óskeðir. Það hefir verið ár ófriðar og ill- inda, hörmunga og hryðjuverka. Suður á ; Spáni hefir „borgarn- styrjöldin" $vonefnda geisað alt ár- ið og' jafnframt háfa stórveldin þóst vera önnum kafin alt árið að stilla til friðar. En þar er reipdrátturihn ávalt hinn sami, ýmist ein höndin upp á móti annari, eða yfirskyns- ástæður notaðar til þess að dragn allar aðgerðir á langinn. Spánar- styrjöldin er hólmganga kommún- isma og fasisnia og frámkoma þeirra stórvelda, sem riðin hafa verið við inálamiðlunina, liefir mótast af þess- ari staðreynd. Rússar og ítalir hafa jafnan gætt þess á víxl, að ekki gæti orðið neitt af sameiginlegum að- gerðum stórveldanna. Þessvegna er enn barist á Spáni. Og austur í Japan er önnur „borg- arastyrjöld“; — bræðravíg gula kyn- þáttarins, öllu grimmilegri en nokk- ur Evrópustyrjöld. Því að þar taka menn ekki fanga — þeir drepa sigr- aða menn, lil þess að spara sjer fangabúðirnar. Einnig þar eigast við alheimsstefnurnar kommúnismi ann- arsvegar og fasistiskur imperial- ismi hinsvegar. Og einnig þar þykj- ast stórveldin vilja gangast fyrir sættum og halda ráðstefnur, sem engu fá áorkað. Meðan heimurinn vill berjast eru allar sáttaráðsstefnur unnar fyrir gig. Og heimurinn vill berjast. Einstak- ar þjóðir vilja berjast til landvinn- inga og þjóðasambönd vilja berjast fyrir konimúnisma eða fasisma. Það er ekkert skemtileg mynd, at framtíðinni, sem verið hefir að „fram- kallast“ undanfarin ár og einkum á þessu ári. llelstu drættirnir i henni eru þessir: Allar þjóðir sem geta auka her sinn, flota, flugflota og gera gasgrimur handa Lverju manns- barni í landinu, til þess að verjast yfirvofandi eiturgasárásum. — Þjóð- '’erjar, Japanir og ítalir gera með sjer samning til þess að ganga á niilli bols og höfuðs á kommúnism- rnum. Þegar Japahir hafa gleypt eins mikið af Kína og þéim list og gert Kínverja óvigá, ]iá á að ráðast é Rússa, með tilstyrk hinna nýju Bandamanna. — Þjóðverjar gera til- kall til að fá aftur nýlendur sínar og eru viðbúnir að fara i stríð tii þess, ef þeim verður ekki slept góð- viljuglega. í sannleika er það ömurleg fram- tíð sem blasir við heiminum. Mið-Evrópuferð Karlakórs Reykjavíkur. í lok siðasta mánaðar kom Karla- kór Reykjavíkur heim úr jiriggja vikna söngför um Mið-Evrópu og Danmörku. Hjelt kórinn opinbera samsöngva í Kaupmannahöfn, Ber- lín, Prag, Wien, Leipzig og að nokkru Ieyti i Hamborg, og auk á hvert reipi. Það var margt, sem þeir töldu honum til gildis, og bar öllum saman um það: það var feg- urð raddanna, styrkleikur bassanna, mýkt tenóranna, blæauðgi söngsins, cn ekki sist hinn fíni og öruggi smekkur söngstjórans, Sigurðar Þórð- þess söng hann í austuriska og danska útvarpið. Förin var öll hin glæsilegasta frægðarför. Hvarvetna, þar sem kórinn kom, var lionum tekið ágætlega, full hús áheyrenda klöppuðu óspart lof í lófa, og blaða- dómar hældu frammistöðu kórsins arsonar og frábær leikni hans við scngstjórnina. í ferð með kórnum var hinn alkunni landi vor Stefán Guðmundsson óperusöngvari — Stefano Islandi — og var hinni björtu og hreimmiklu rödd hans tekið með fögnuði. Kórinn hafði og Um þessar mundir eiga 20 ára starfsafmæli við Slökkvilið Reykjavíkur, sem aðalslökkviliðsstjóri Pjetur lngimundarson og sem varaslökkviliðsstjóri Kristófer Sigurðsson. Gullbrúðkaup eiga þ. 15. þ. m. hjónin Ingibjörg Rögnvaldsdóttir og Jóhann Gíslason fiskimatsmaður frá Eyrarbakka, nú Kára- stíg 5, Reykjavik. ágætan píanóleikara í fylgd ineð sjer, Fritz Weissliappel, og gat hann s.jer hvarvetna góðan orðstír. Þessi ftrð, sem var hið mesta áræðnis- verk vegna ]iess hve kostnaðarsöm hún hlaut að verða, var fyrst og frenlst farin í listrænum lilgangi, ti) ]iess að sýna að islcnsk söng- menning þolir fyllilega samanbúrð við söngmenningu annara landa, þeim tilgangi hefir að fullu veri'o ráð, eins og niðurstaða ferðarinnar sýnir glögglega. En hún var líka farin i almennum tilgangi, til þess að vekja athygli á því, að það sjeu ekki skrælingjar, sem þetta land byggja, heldur mcnii, sem standa jafnfætis öðrum þjó'ðum um alla menningu, og þá jafnframt lil þess að vekja almenna athygli á landinu. Slikur atburður sem koma kórsins i stórborgir, þar sem Islendingar aldrei hafa komið fyrir almenning.s- sjónir, vekur ekki aðeins til um- húgsunar um framniistöðu kórsins heldur til umliugsunar um alt land- ið, landsmenn og háttu liess og þc-irra, og getur þvi haft margliátt- uð áhrif á sviðum, sem ekki er liægt að gera sjer í hugarlund. Söngförin er þvi landkynning svo góð, að naumast getur betri. Landsmenn allir eru þvi og í þakkarskuld við kórinn fyrir áræðnina. Besta sönnun þess, hver sigurför þetta var fékst í Vínarborg, hinni eilífu borg söngs og hljómlistar, þvi að þar áræddi kórinn að syngja fyrir Vínarbúum, sem eru állr.a manna söngnastir, hin dillandi fjör- ugu danslög Straussanna, með þejm óiangri, að Vinarbúar beint vikn- uðu af. Stefán Stefánsson, fyrv. bóksali og póstafgr.m. á Eskifirði, varð 80 ára 7. þ. m. I Markaðsskálanum í íngólfsstræti er opin Jiessa dagana sýning lista- verka eftir þau hjónin Barbara Moray Williams og Magnús Á. Árnason. Á sýningunni eru alls 96 myndir, 48 eftir hvort þeirra. Myndir þær, sem frúin sýnir, eru bæði trjeskurðar- myndir, koparstungur, raderingar, teikningar og vatnslitamyndir, og auk ]>ess eru þarna til sýnis 12 tækur, sem hún hefir myndskreytt, og tvær möppur með teikningum. Myndir þær, sem Magnús sýnir, eru eingöngu olíumálverk. Viðfangsefni þeirra beggja eru úr ýmsum áttum, mörg þeirra erlend, frá Englaúdi og Danmörku og víðar, en flestar mynd iinar eru þó frá íslandi, einkuin af myndum Magnúsar, svo sem frá Þingvöllum, frá Þórsmöríc, norðan af Vatnsnesi og úr Vatnsdal og víð- ar. Sýning þessi er fjölbreytt og merkileg, og ætti enginn listunn- andi að sitja sig úr færi að fara að sjá hana. Sýningin er opin til sunnudagskvölds 12. ]i. m.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.