Fálkinn


Fálkinn - 11.12.1937, Síða 5

Fálkinn - 11.12.1937, Síða 5
F Á L K I N N 5 Frá Hveravöllum. Fremri-Skúta, sem nú heiiir Gránunes. Það sagði mjer amma min, að Gránunes dragi nafn af grárri hryssu úr för j)eirra bræðra, sem fundist hefði jjarna lifandi sumarið eftir og með reiðing undir kviðnum en gjarðirnar höfðu etið sig inn í bein á hryggnum, svo henni var e'kki lí'fvænt. (Ekki veit jeg hvort þessi sögn er sönn. Á jn-iðja degi liefðu þeir komist upp hjá Kjalfelli, en þar i liraun inu fundust lik þeirra vorið eft- ir og beinin af flestu fje þeirra og héstum. Höfðu þeir verið á algerlega rjettri leið en á hag- leysu, sem sýnir að þeir hafa orðið tilneyddir að setjast að í miðjum áfanga. Nú víkur sögunni norður að Reynistað. Þegar líða tók vetur án þess að sendimenn kærnu gerðist þeim hjónum órótt. Kynlegar sagnir og feigðarleg- ar dramnvísur komust á gang. Einn klausturlandseti, Jón á Hryggjum, sem var lítill vinúr Jóns Austmanns, hafði sjeð svip hans er liann var að fje sínu í hriðarveðri. Varnaði Austmann honum að reka fjeð heirn alla nóttina. Björgu systur Bjarna dreymdi vísu: Enginn finna okkur má--------o. s. frv. Ragn- lieiður á Reynistað spurði Jón á Hryggjum eitt sinn er hann kom til kirkju, hvað hann hjeldi að liði um menn sína. „Eigi veit jeg það víst, svaraði Jón, en jiað hygg jeg að Jón Aust- mann sje kominn til andskot- ans“. Ragnheiður gekst nú fyrir jiví, að tveir menn voru sendir suður Kjöl til að njósna um ferðir Staðarmanna. Völd- ust til fararinnar Jón Bjarna- son í Stórúgróf, þólt kom- inn væri um sjötugt, og 19 ára vinnumaður á Reynistað, Riörn Tllugason, sem síðar kem ur mjög við málaferlin út af líkahvarfinu. Jón gamli var harðfengur og úrræðagóður og hestamaður mikill en þótti ær- ið brellinn á yngri árum. Þeir fjelagar liöfðu tvo til reiðar livor en báru liey á þeim fimta. Fóru þeir Kjöl suður í Hreppa og fréttu um ferðir Slaðarmanna og þótti þá sýnt um afdrif þeirra. (Jón Espólín segir að tveir menn hafi verið sendii gangandi aðeins suður á Kjöl á jólaföstu). Þeir Jón og Björn dvöldu syðra þangað til í fyrstu viku þorra. Þá riðu þeir norður aft- ur dagfari og náttfari á 4 dægr- um milli bygða, en það voru taldar fi þingmannaleiðir eða 21 fi km., en er i raun og veru ekki nema lfiO km. (frá Gull- fossi—Mælifelli). Það kemur vel heim við veðurbók H. F. að þeir hafi beðið svo lengi eftir færi, því upp úr 17. jan. gekk til NA-áttar með frosti og hreim viðri. í norðurleið fundu þeir 20 kindur norður af Hveravöllum cg komu þeim norður í Svart- árbuga, en þangað voru þær síðan sóttár. Nokkrar kindur fieiri slæddust niður í Svartár- cial og sagt er að liundur þeirra liafi komið niður að Rugludal í Blöndudal (Espólin segir það væri hestur). Annars er það ein kennilegt að sunnanfjeð skyldi leita norður á bóginn. Svo Icið veturinn og fram á vor 1781, að ekki var frekar að gerl. Þegar rakað var af hross- um um vorið við Staðarrjett kom graðhestur grár að lit hneggjandi sunnan Langliolt og heirn að rjett. Var hann úr för Staðarmanna. Brá Halldóri þá svo að hann lá rúmfastur i viku en Ragnlieiður harkaði af sjer. Um vorið 1781 er ferðir hóf- ust yfir Kjöl fann Tómas bóndi á Flugumýri tjaldlirauk Staðai’- inanna. Reið liann þá á undan lest sinni norður og sagði tíð- indi. Þólti þeim fjelögum ærin nálykt úr tjaldinu, en sáu ekki merki þess að neitt hefði verið hreyft. Þeir Tómas voru fjórir saman og sóru allir síðan að þeir hefðu fyrir víst sjeð 3 lík i tjaldinu og auk þess kvað Tómas sig hafa sjeð hönd koma upp með líki Bjarna og ætlaði að það væri hönd Einars litla. Var nú sent sem hraðast suð- ur á Kjöl með 4 kistur til að sækja líkin, en þegar þangað kom voru aðeins 2 lík i tjald- inu, Sigurður frá Daufá og Guðinundur að austan. Lík braéðranna voru þar ekki en merki þóttust menn sjá, hvar þriðja hefði legið að minsta kosti. Það upplýstist nú að Eyfirð- ingar, sem fóru um Kjöl skömmu á eflir Tómasi liöfðu og fund- ið tjaldið en sáu þar aðeins tvö lík. En næst eftir Tómasi og á uiidan Eyfirðingum liöfðu þrír menn farið norður Kjöl. Var [;ar Jón Egilsson á Reykium á Revkjaströnd og i fylgd með honum Sigurður sonur hans og Björn Illugason er suður reið með Grafar Jóni um veturinn. Ilöfðu þeir farið suður á land lil fjárkaupa. Fjell nú grunur á þessa menn um að vera valdir að líkahvarf- inu og mundú þeir liafa látið grei]iar sópa um það sem fje- mætt var i vösum Bjarna eða til þess að dvlja þjófnaðinn. hjá tjaldinu, en falið síðan líkin, Auk þess voru uppi getgátur um að líkunum hefði verið rænt svo að ekki fengju þau kirkju- leg til þess að skaprauna þeim Reynistaðarhjónum. Gísli Konráðsson segir nú að leitir væru gerðar af mörgum mönnum á slætti um sumarið en án árangurs. Þó fanst hestur Jóns Austmanns í kvísl sem Þegjandi heitir eða í feni við hana. Var hesturinn skorinn á háls og lágu reiðtýgin á þúfu þar hjá. Var af því haft fyrir satt að Jón Austmann, sem einn var fullharðnaður maður í ferð- inni, hafi ætlað að brjótast til hygða og sækja hjálp en orðið úti á leiðinni, líklega hrápað i Blöndugil, því mannshönd fansl í Blöndugili i bláum vetling og á fangamark Jóns. — Nú hefsl lokaþáttur þessara viðburða. Grunur gerðist svo svo sterkur á Jón Egilsson og förunauta hans, að um haustið 1781 stefndi Halldór á Reyni- slað þeim til þess að svara til saka um hvarf likanna og fór fyrsta rjettarhaldið fram á Stóru Seilu 27. sept. Af rjettarhöldunum lítur svo út sem málum sje nokkuð bland að um líkleitina í þáttum Gísla Konráðssonar. Af rjettarbókun- um virðist það því nær einsætt að leil liafi verið gerð snemma um vorið að öllum líkunum og leitað í tvo daga suður eftir Kjalhrauni. Báða þessa daga stilti Jón Egilsson svo til að hann leilaði með fram aðalveg- inum og fór alveg fram hjá likaborginni, en þóttist ekkert finna. í rjéttarhaldinu er Grafar Jón spurður: ,,Virtist þjer nokkur leitandi maður hafa getað svo farið tvívegis um veginn hjá líkaplássinu, að hann liafi ekki getað sjeð þau lík í snjóleysu og albjörtu veðri um daga og þann farangur, sem þar lá úti, rauðá flónelssvuntu, sortaða síðhempu, lmakkana, skrinuna samt fleira, sem alt lá úli hjá tjaldinu?“ Svar: „Varla var það mögulegt að heilskygn maður færi svo veginn norður eftir að hann ekki sæi það“. Hjer er vitanlega sveigt að Jóni Egilssvni, að liann hafi tvisvar farið fram hjá líkunum: hið fyrra skiftið í leitinni um vorið, hið síðara skiftið er hann rak fjeð að sunnan. En í þeirri för þóttist Jón liafa farið fyrir austan hraun, en hinsvegar báru þeir er likin sóttu, að þeir hefðu sjeð fjárslóð í leirflagi rjett vest- an við líkborgina, en enga slóð austan við hraunið. Höfðu og sum vitni það eftir Sigurði að liann hefði farið vestan við veginn. Tómas Jónsson var aðalvitni í málinu og er þetta aðalatriðið úr framburði hans: 1. spurning: Hvar funduð þjer líkin? Svar: „í Kjallirauni smman undir einni stórri borg fyrir vestan veginn“. 2. Hvað möíg lik sáuð þjer undir tjald- inu „Þrjú“. 3. Voru þar lík beggja sona klausturhaldarans, Bjarna og Einars? „Bjarna var þar til vissu, en um Einars veit liann ekki annað en að hönd hafi staðið upp við lík Bjarna, sem liann meinar verið hafi Einars“. I. Hvernig var þá lík Bjarna búið? „I blárri peysu með bláa húfu og rauðum silki- Frh. á hls. 7. O Frá Hvítárvatni.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.