Fálkinn - 11.12.1937, Side 7
F A L K I N N
7
syngja. Hann söng lágt og studdi
hönd undir kinn, liann vildi ekki
aft söngurinn heyrðist inn, röddin
var d,júp og innileg. Þaft ljómafti í
augunum á gamla fjósamanninum.
Og eldakonan var i sífellu aS þurka
sjer um nefiS. Augu Dunju voru
gljáandi af hrifningu. Hann var ekki
búin að syngja lagið, þegar boð kom
inn til þeirra, að nú væri beSið
eftir að þeir kæmu út í lystihúsið í
garðinum.
Þetta var óvenjulega fallegur
dagur.
í garðinum höfðu verið settai
raðir af stólum og bekkjum. Allra
augu mændu á kunningjana þrjá,
þegar þeir komu. Allir þrír voru
þeir klæddir í gróf verkamannaföt
eins og daginn áður, og það var
horft á þá með forvitnisaugum, þeg-
ar þeir komu niður stiginn. Fyrstur
gekk Alexei, á eftir honum kom
söngvarinn, Fedja, og síðast Sergei,
hár og magur með bogið nef. Feit
kerling grannskoðaði þá gegnum
slangargleraugun sín og rithöfund-
urinn fjekk ómótstæðilega löngun tii
að reka út úr sjer tunguna fram
an í hana. Húsbóndinn, sein virti.st
vera í besta skapi, tók á móti þeim
og fylgdi þeim inn í lystihúsið. Svo
sneri hann sjer að geslunum.
— Dömur mínar og herrar! Þess-
ir þrír menn eru hingað komnir
til þess að leita sjer atvinnu. Jeg
hitti þá lijerna af einberri tilviljun
fyrir þremur dögum. Eftir fáein
augnablik munuð þið heyra dálítið,
sem veldur því, að þið sjáið þessa
menn í nýju ljósi. Eftir að hafa
beyrt til þeirra munuð þið geta
dæmt um, hvílikar perlnr þjóðar-
hafið dylur í djúpi sínu. Dömur
mínar og herrar ....
Rithöfundurinn murraði letilega
undir lystihúsinu. Fedja reyndi að
kyrra hann.
— Auðvitað þarf hann að stagi-
ast á upptuggum. Jeg er engin kór-
stelpa ....
Óðalsherrann hafði riú lokið ræðu
sinni og sneri sjer að þeim.
— Viljið þið nú gera svo vel að
byrja. Eigum við ekki að fá lag fyrsl
og svo kvæðin á eftir.
Sergei opnaði hljóðfærið. Þá lang-
aði mest til að hlæja, alla þrjá. Það
hafði verið miklu skemtilegra og
vistlegra í eldhúsinu.
— Syngið þjer Volgasöngmn,
sagði húsbóndinn. Eins og þjer
sunguð liann í gær.
Rithöfundurinn beygði sig yfir
hljóðfærið og hló hæðnislega.
— Syngdu, Fedja lilli, syngdu!
Og hlýddu á dóm fíflsins og kulda-
hlátur múgsins.
Sergei spilaði eitthvað sem líktist
forspili og Feodor byrjaði að syngja
.... Honum þótti vænt um þetta
lag, og liann söng það eins og ó-
svikinn ferjumaður mundi hafa
sungið það á Volgubökkum, með
reiði og sorg, með rússneskri sorg,
víðri og óendanlegri eins og Volga er
sjálf. 1 fyrstu var söngurinn lágur
og brátt stigu tónarnir, það var eins
og þeir brytust fram þröngan dal og
frain á sljettur — gleði sigursins —
en svo lækkaði söngurinn aftur og
hvarf i ókunnugt djúp.
Tónar hljóðfærisins dóu út. Áheyr-
endurnir sátu hljóðir en brátt buldi
við lófaklappið og masið. Húsbónd-
inn hafði hæst. Hann bað Feodor
um að syngja Marseillaisen.
— Hann er ljómandi, „Frarn til
orustu“ með rússneskum texta!
hrópaði hann. Hann er dýrðlegur.
Þjer spilið vel, sagði hann og sneri
sjer að Sergei. Lofið þjer okkur að
heyra meira, fyrir alla lifandi muni.
Nú rak hvert lagið annað. Allir
voru hrifnir og áfjáðir í að heyra
álit hinna. Maður með lakkskó og
einglyrni blæstur í máli, hallaði sjer
að dömunni, sem hjá honum sat.
— Dýrðlegt .... alveg óviðjafn-
anlegt, sagði hann, að vísu dálítið
óskólað, en getur verið von á öðru,
alveg ómenlaður bóndadrengur ....
Alexei var mjög þungur á brúnina
þegar hann kom fram til þess að
að lesa upp. Hann var hálf argur
út í þetta fólk, sem sat þarna fyrir
framan hann eins og dómendur.
Það botnar ekki vitund i þessu,
hugsaði hann. Það er alt of feitt og
heimskt til þess Líttu á snápinn
þarna, hversvegna á hann að eiga
betri daga en jeg? Hvað er hann?
Og hversvegna á hann að dæma mig
og jeg ekki hann. Jeg hefði gaman
af að gefa honum utanundir.
Hann stóð þarna dimmur á brún-
ina og þungbúinn og starði á fólkið.
Án þess að lyfta augnalokunum las
hann langt ádeilukvæði eftir sig.
Allir klöppuðu ákaft. Nikolaj Ivan-
ovitsj prófessor flutti sig fram á
fremstu röð.
— Og hafa ekki fengið neina
mentun! heyrðist einhver segja.
Skáldkona ein, sem þarna var
stödd, talaði i ákafa við gamlan grá-
slcegg með gleraugu. Óðalshérrann
náði ekki upp i nefið á sjer af á-
riægju. Hann fór til Feodor og Sergei
og bað þá um að syngja og spila
rneira. Spurningunum rigndi yfir
frúna og hún svaraði öllu ítarlega
og nákvæmlega. Sonurinn og dótt-
irin sátu í fyrstu röð og klöppuðu
af kappi.
Alexei dró Feodor afsíðis og
sagði: — Nú er nóg koinið af þess-
um ganranleik. Syngdu aríuna úr
Boris Godunov eða serenade úr
Faust .... Sýndu þeim, að þú erl
ekki ólærður bóndadrengur.
Hann laut niður að Sergei: —
Láttu það heyra Campanellu Lisztsl
Og svo gekk hann fram og sneri
sjer að áheyrendunum:
-— Dömur mínar og herrar. Nú
byrjar annar þáttur!
Sergei byrjaði á tónverki eftir
sjálfan sig. Áheyrendurnir hlustuðu
.... það var skrítið að sjá hann,
sveitastrákinn þarna — með löngu
og mjóu fingurna, það var eins og
hann gæti fengið hljóðfæri til að
tala og syngja.
Húsbóndinn Ieit forviða á konuna
sína og liún á hann. Fíni, ungi
maðurinn rýndi óaflátanlega gegnum
einglyrnið sitt. Skáldkonan teygði
á hálsinum á sjer, hallaði svo undir
flatl og stirðnaði i þessum stelling-
um. Einhver hvislaði..............
Hver kaflinn í tónsmíðinni rak
annan, garðurinn fyltist af voldug-
um tónum, og lokahljómarnir flutu
í eilt eins og perlandi sog — löngu
Lngurnir á hljómlistarmanninum
runnu alla nótnaráðina á endíi og
slaðnæmdust í regindjúpum bassa-
tónum.
Einhver hrópaði bravó.
Það var hrópað og öskrað, þegar
Alexei kom fram, baðaði út hend-
inni og bað um þögn.
— Næst syngur Feodor vinur
minn serenade úr Faust .... byri-
aðu, Fedja! kallaði hann.
Það kom á daginn að hann var
ekki aðeins afburða söngvari heldur
líka leikari. Þarna stóð Mefistofeles
sjálfur í bóndafötum .... Óviðjafn-
anleg svipbrigði, full af kaldhæðni,
djöfullegur hlátur, og augnaráðið,
'kaldhæðið og lævíslegt, alvitandi og
an trúar á nokkurn hlut.
Enginn af leikurunum á stóru leik-
húsunum hefði getað leikið þetta
svona vel. Á öftustu sætunum var
fólkið farið að standa upp til þess
að sjá betur.
Óðalsherrann fór til prófessors-
ins.
'—- Hvaða maður er þetta eigin-
lega, spurði prófessorinn. Hann er
blátt áfram snillingur.
— Hann er óbreyttur sveita- t
strákur.
— Það er gersamlega ómögulegt.
— Þarna sjáið þjer hvílíkir snill-
ingar leynast með þjóðinni.
•— Hann verður að komast að
leikhúsunum. Hvað heitir hann?
— Hvað veit jeg. Húsbóndinn
ypti öxlum. Feodor, held jeg það
sje.
Leikur og söngur listamannanna
hafði töfrað áheyrendurna vegna
fegurðar og snilli. Alt umhverfið
virtist lítilsvert, gamli garðurinn,
húsið og allir þeir sem þarna sátu
og höfðu verið svo drjúgir af sjálf-
um sjer rjett fyrir skömmu. Þegar
laginu var lokið ætlaði alt af göfl-
unum að ganga.
— Bravó-ó-ó! Dacapol
— Það er ótrúlegt. Það getur ekki
verið satt.
Þetta geta ekki verið ólærðir
sveitamenn. Hafið þjer nokkurn-
tíma heyrt annað eins?
— Er nokkur hjer, sem veit, hvað
þeir heita?
Húsbóndinn var nú kominn inn í
lystihúsið og var að tala við „verka-
mennina“ sína þrjá.
— Göfugu gestir, sagði Alexei, um
leið og hann kom fram. — Þið
viljið ekki trúa okkur, en það er
satt samt, að jeg hefi verið bakari,
að Feodor vinur minn er skóara-
sonur . . en hver ert þú, Sergi?
Hann sneri sjer að tónskáldinu,
Svarið drukknaði i nýjum húrra-
hrópum.
Húsbóndinn bað þá alla þrjá að
vera kyrra og borða kvöldverð með
sjer. Nú áttu þeir að borða inni i
stofunni, en heldur ekki þar fengu,
gestirnir lausn á gátunni. Það var
getið til um hverjir þetta væru, en
allir gátu vitlaust.
Seint um nóttina var ekið fram
vagni, sem átti að flytja snillingana
á burt — enginn vissi hvert. Allir
gestirnir þyrptust út i garðinn.
Um leið og þeir fóru rjetti hús-
bóndinn upp hendina og þeir sögðu
nöfn sin:
Gorki — Sjaljapin — Rachman-
inov.
Ekillinn kipti í taumana, og vagn-
inn hvarf út i náttmyrkrið.
— Sjáðu nú til, Fedja minn, sagði
Alexei, þú ert að minsta kosti snill-
ingur þrátt fyrir skítuga og bætta
skyrtu. Haltu áfram og syngdu en
settu ekki ljós þitt undir mæliker . .
Vagninn rann hljóðlega áfram.
Iíunningjarnir voru í besta skapi.
— Aldrei skal jeg gleyma Me-
istófelisi í verkamannsskyrtu og
rifnum buxum. Fedja hló. Hver
veitt! Kanske er þetta fyrsti sigur-
inn minn.
Alt i kringum þá sváfu grund-
irnar enn og skógarnir voru sveip-
aðir þokuslæðu, en langt undan i
austri sáust fyrstu sólargeislarmr
roða bimininn.
Flotamálaráðuneyti Bandaríkjanna
hefir beðið um fjárveitingu til þess
að láta smiða nýja tegund sjóflug-
vjela, sem verða stærri en hinar
frægu Sikorski-sprengjuvjelar. Vega
þær 50—60 tonn og breiddin milli
vængjabrodda er 57 metrar og kosta
um eina miljón dollara hver. Þær
eiga að geta flogið 8000 sjómílur án
þess að lenda. Það fylgir sögunn',
að fjárveitingin muni fást og að
Bandaríkin muni alls veita um 10
miljarda krónur til vígbúnaðar.
vegna stríðshættunnar við Japana,
sem stórum hefir ágerst siðan Roose-
vel hjelt ræðu sina í Chicago um
ndðjan október og lýsti yfir sarnúð
sinni með Kínverjum.
Drekkið Egils-öl ]
• ■*•«•*•©•■««*. © •««*-•'•W ••■••» •■*••» o -w. « O •«* ♦ -V- O-v-®
REYNISTAÐARBRÆÐUR.
Frh. af bls. 5.
skúf“. 5. Hvaða fatnað og far-
angur sáuð þjer þar úti í kring-
um tjaldið? „Tvær síðhempur
hræðranna, flaniels svuntu
rauða, skrinu, þrjá hnakka“.
6. Vantaði ekkert undan tjald-
inu eður úti fyrir þvi, þegar
þjer komuð aftur að sækja lík-
in? „Lík Bjarna og þá litlu
liönd, sem hann áður á þreif-
aði“. 7. Var þá nokkuð um
hreytt i tjaldinu eða úti fyrir
því? „Að ábreiðan, sem lá yfir
liki Bjarna rjetthvörf var út-
hvörf“. 8. Hverja menn vitið
þjer hafa farið yfir Kjalhraun
frá þvi þjer fyrst funduð likin
til þess þjer komuð aftur að
sækja þau? „Enga aðra en Jón
a Reykjum, Sigurð son hans og
Björn á Reynistað“........ 12.
Funduð þjer fyrir austan al-
menningsveginn í Kjalhrauni
nokkra lestarslóð nú í sumar?
„Nei“. 13. Funduð þjer nokkrar
fjárslóðir í Kjalhrauni í sumar?
„Já“. 14. Voru þær fyrir sunnan
likplássið á rjettum vegi? Já,
en hvort þær voru nýjar eða
gamlar, veit hann ekki“.
í næsta rjettarhaldi 10. jan.
1783 er mjög grafist eftir því
hvort ekki hafi sjest neitt af
þeim munum, sem s.aknað var,
hjá Jóni Egilssyni eða fjelög-
um hans. Er þessi spuming m.
o. lögð fyrir lieimafólk Jóns:
5. spurning: Hafið þjer ekki
sjeð eða orðið vör við hjá Jóni
Egilssyni á Reykjum eða hjá
Sigurði syni hans nokkra þá
fjármuni, sem kynnu liklega
að vera af líkum sona klaustur-
haldarans Vídalíns, sem fund-
ust í Kjalhrauni, svo sem skrínu,
lykla, sem vantar fjóra, skúffu
í aðra nýju skrínuna, sendibrjef
til klausturhaldarans Vídalíns
eða annara, reikningana fimm,
tvær peningabudjiur úr íslensku
skinni, báðar með stórum töl-
um á dráttarböndunum, mussu-
föt beggja með metalhnöppum,
bláar peysur beggja, sú eina
með stórum tinfyltum hnöppum
með silfurloki, lítið kúluvöxn-
um, en hin önnur með tin-
hnöppum, .... tvær bláar húf-
ur, þess eldra sonarins með þykk-
um og löngum silkiskúf, hin
með lítilfjörlegum tvinnaskúf,
eða nokkuð annað smátt eða
stórt af munum þeim .... sem
hjá eða á fyrnefndum líkum
hefði eftir yðar þanka kunnað
að vera.
Eklcetrt slíkt sanlnaðist við
rjettarlialdið.
I þriðja rjettarlialdi er m. a.
eitt vitnið, sem var að leitinni
með Jóni Egilssyni spurt:
Hvað nærri þeirri horg, sem
líkin fundust hjá á Kjalhrauni
sáuð þjer Jón Egilsson fara í
leit um sumarið 1781? Svar:
„í hallanum fyrir vestan borg-