Fálkinn - 11.12.1937, Side 8
F Á L K I N N
Ö
ina milli leirflagsins og tjald-
staðarins, þó nær honum“.
Það gegnir furðu live linlega
vitnin liafa verið spurð og af
l'ramburði þeirra sakborning-
anna er ekkcrt skráð, nema
þeir neituðu liarðlega öllum
sakargiftum. Þótti því ekki lög-
full sönnun komin fram í mál-
inu og dæmdi Vigfús Sclieving
íýslumaður að þeir ákærðu
skyldu fá að vinna synjunar-
eið - en málskostnað eða l>æt-
m skyldu þeir engar liafa. Þenn
an eið unnu þeir þó aldrei og
,lón Egilsson andaðist áður en
hann mælti fyrir aljnngisdómi
samkv. stefnu 1785. I forsend-
um hjeraðsdómsins segir svo
m. a.:
„Það er með eiðfestum vitn-
isburði Tómasar Jónssonar og
hans þriggja samferðamanna
bevisað, að undir því af þeim
i Kjalhrauni um sumarið 1781
fundna tjaldi .... liafi til vissu
verið andvana líkami Bjarna,
sömuleiðis eftir sumra þeirra
meiningu hins annars hróðurs-
ins Einars Halldórssonar......
Svo er jiað ennfremur vitnað,
að um vorið, þegar klaustur-
haldarinn sendi menn suður á
fjöllin til að leita eí'tir líkun-
um, hafi Jóni Egilssyni Idotnast
leitin samfleytt í tvo daga með
veginum í Kjallirauni, og að
hann hafi farið mjög nálægt
horginni, sem líkin voru undir.
Hvar fyrir ei ólíklegt virðist,
að hann annaðhvort jiá hefði
kunnað verða var við þau eður
og seinna um sumarið, þegar
hann ásamt Sigurði og Birni
fór þennan sama veg austur og
austan, þar eftir vitnanna sögn
eru frá almenningsvegi til líka-
jjlássanna einir 15 faðmar, en
úi moldarflaginu, sem slóðin
sást í eftir það fje, sem þessir
menn komu með að austan h. u.
1). 25 faðmar, liver og er fyrir
vestan veginn, en þeir heim-
komnir liafa ]jó nokkrum sagt,
að þeir liafi farið austan við
veginn, austar eður og austar í
hrauninu“.
Hér hefi jeg gert leturhreyt-
ingu á þeim orðum, sem virðast
taka af tvímæli um það að Jón
Egilsson liafi ásamt fleirum
tekið þátt í leit að öllum líkun-
um um vorið áður lieldur en
hann seinna um sumarið fór
Kjalveg til fjárkaupa austur og
að austan.
Sá grunur, sem þannig hlaut
að Ienda á Jóni Egilssyni og fje-
lögum hans þótti saint ekki
nægilegur til dómsáfellingar og
því var þeim dæmdur synjunar-
eiður, en hvorki skyldu þeir
hafa hætur eða málskostnað.
Það var vist li. u. h. 60 árum
eftir að þessir athurðir gerðust
að bein þeirra Staðarbræðra
fundust. Voru þau á grjótmel
einum eigi allskammt frá tjald-
staðnum. Hellur og grjót nokk-
nrt voru ofan á heinunum, þó
sum væru uppblásin. Það var
grasafólk að sunnan, sem fyrst
fann beinin og nokkru síðar
hóndi úr Skagafirði, Jóhannes
Jónsson, Sveinsstöðum, Tungu-
sveit, og sagði hann þeim Bagn-
heiði Benediklsdóttur, bróður-
dóttur Reynistaðarhræðra og
Einari Stefánssyni manni henn-
ar frá fundinum. Fengu þau
Jóhannes til að sækja beinin og
færa til kirkju að Reynistað.
Síðan var Jósep læknir Skafta-
son i Hnausum fenginn til að
skoða beinin og taldi hann þau
af manni um tvítugt og unglingi.
Þóttu þau j)á vist vera bein
Reynistaðarhræðra. Voru beinin
síðan greftruð að Revnistað 11.
nóv. 1816.
Eins og sagt var áðan var
Kjalvegur um margar aldir að-
alvegur milli sveita á Suður-
og Norðurlandi. En til marks
iun j)að, hve miklum óhug sló
á menn við þessa atburði er
|)að, að Kjalvegsferðir lögðust
j)ví nær algerlega niður í meira
en 100 ár. Vegurinn týndist hók-
staflega. Það var um síðustu
aldamót að Dan. Bruun leitaði
eftir hinum forna Kjalvegi og
kom ])vi til leiðar að hann var
varðaður. Nú fjölgar ferðum
vfir Kjöl, enda má orðið fara
Iangleiðina sunnan frá á bílum.
í suðurjaðri Kjalhrauns, skamt
norður af Kjalfelli, stendur litil
hraunborg rjett við veginn. Vest
ur undir lienni er örfoka leir-
flag en grátt og gróðurlaust
hraun á alla vegu. Sunnan i
borginni er gróinn hleltur og
uppi á borginni er græn þúst,
sem sker úr við ömurlegt og
fáleitt umhverfi. Út úr þúfunni
gægjasl hvít skinin bein og í
hrekkunni liggja beinabrot og
Iirosstennur.
betta er IJkaborgin og beina-
varðan græna.
er grafkuml Reynistaðarbræðra.
Jón Eyþórsson.
Lýsku ríkisjárnbrautirnar hafa
titkynt, að „eldingalestirnar“ niilii
Berlín og borganna Hamborg, Köln
og Miinchcn verði lagðar niður, en
gefur ekki neina ástæðu fyrir þessu.
Er það talið vist að lestirnar sjeu
svo dýrar í rekstri, að tilfinnanleg-
tu halli sje á þeim. „Eldingalest
irnar“ eru knúðar áfram með diesel-
vjel og fara 150 kilómetra á klukku-
stund.
-----x----
Spánn er ekki aðeins leíkvöllur
kommúnismans gegn fasismanum
heldur er hann líka orðinn her-
skóli, þar sem aðrar þjóðir kynn-
ast notkun nýjustu manndrápstækja.
Pannig komu í byrjun október þrír
háttsettir kínverskir hernaðarfræð-
ingar til þess að kynna sjer her-
mcnskuaðferðir stjórnarhersins á
Spáni. En um sama leyti komu nokkr
ir japanskir liðsforingjar til upp-
rtisnarmanna til þess að læra þar.
Hafa þeir einkum lagt stund á, að
kynna sjer rússnesk hergögn, sem
uppreisnarmenn hafa tekið herfangi.
Bað samtíðarinnar. 15.
Gmil Janninas.
Fáir liafa náð annari eins
frægð í kvikmyndum cins og
leikarinn Emil .Tannings. Og þó
var „j)vi aldrei um Álftanes
spáð“ í æsku hans, að j)að ætti
fyrir lionum að liggja að töfra
alla veröldina,. eða þann hluta
hennar, sem kemur í kvik-
myndahús.
Þó að Jannings sje jafnan tal-
inn Þjóðverji var faðir lians eigi
að síður Ameríkumaður og j)að-
an liefir Emil erft ýmislegt sem
einkennir hann, svo sem frá-
bært viljaþrek og ókúgandi
elju. Faðir hans var vjelasmið-
ur og Emil ólst upp í Þýska-
landi og fór til sjós í æsku. En
hann var afar bóklmeigður og
utmi sjerstaklega dramatiskum
bókmentum og las og las alt
sem hann komst yfir í tóm-
stundum sínum um horð. Stalst
til þess að lesa, sökkti sjer nið-
ur í klassiskar hókmentir, lærði
lilutverk utan að og æfði þau
þegar enginn sá til. Og' svo
vildi það til, að stýrimaður
komst að þessu og varð ekki
um sel. Hann rak þennan hóka-
hjeus af skipinu undir eins. Og
þar með var sjómensku Emils
Jannings lokið.
Honum lóksl að fá inngöngu
á leikskóla. Ivomst fyrst á leik-
skólann í Görlich og fjell þar
við litinn orðstir. Ilann vildi fá
að reyna sig aftur, en þá rak
leiðbeinandinn hann út með
þessum minnisverðu orðum:
„Þjer eruð hæfileikalausasti
þorskurinn, sem hingað hefir
stigið fæli sínum“. I annað
skifti fjekk Jannings vottorð
uin hæfileika sína og j)að var á
prenti. Hann hafði fengið sjer
leiðbeiningu hjá einkakennara
og reyndi sig á Ieiksviðinu, en
ljekk vinsamlegar ráðleggingar
í hlöðunum um að leita sjer
annarar borgaralegrar iðju. En
Jannings var ekki á þvi. Næstu
sjö árin flæktist liann á milli
hæja með umferðaleikurum.
Þangað til loks að hann lenti í
Globau. Annað eins leikhús og
þar hafði hann ekki sjeð í mörg
ár. Og þarna komst hann að og
ljek og vakti aðdáun. Og svo
hófst frægðarbraut hans á leik-
húsuiíum í Berlín.
Það var tilviljun að hann fór
að leika í kvikmyndum. A
gamla kaffihúsinu Grössen-
wahn kyntist hann þjóninum
,Rauða Rikliarði“, sem hafði
mikinn áhuga fyrir kvikmynd-
um. Ilann kom Jannings inn á
])á braut, sem liann hafði aldrei
ætlað sjer að fara, en sem gerði
hann svo frægan síðar. I fvrsta
skifti, sem Jannings sá sjálfan
sig í kvikmynd, þá flýði hann
út úr húsinu. En hann var sótt-
ur og settur inn aftur og kvik-
myndin slepti honum ekki eftir
]>að. Það var leikur Jannings,
sem ruddi þýsku kvikmyndun-
um hraut út í heiminn eftir
stríðið. Amerikumenn viður-
kendu yfirhurði hans sem lista-
manns og þeir sóttu hann til
Hollywood eftir að hann hafði
leikið fjölda hlutverka með svo
miklum ágætum, að allir undr-
uðust. Menn muna „Bláa engil-
inn“ og öll stórhlutverkin í hin-
um sögulegu kvikmyndum
Þjóðverja — Danton — Pjetur
mikla og þar fram eftir götun-
um. í Ameriku vann hann
hvern sigurinn öðrum meiri, en
samt sem áður leiddist honum
þar. Þegar hann kom heim aft-
ur til Þýskalands fjekst hann
ekki til að leika í kvikmyndum
fyrst í stað. En })að þótti ía-
sinna af honum að hætla aðal-
starfi sínu á hesta aldri (hann
varð fimtugur í júlí siðastliðn-
um) og eftir nokkurra ára hvíld
hyrjaði hann á nýjan leik og
fæst nú einkum við leikstjórn.
Hann hefir nú á hendi leik-
stjórn i Tohisfjelaginu ásamt
Willy Forst og myndin „Um
sólarlag“ ber vitni um það, að
Jannings er ekki farið að fara
aftur. Allra nýjasta mynd hans
heitir „Brotna krukkan“ og' er
gerð eftir sanmefndu leikriti
von Kleisls. Telur Jannings
sjálfur þetta bestu myndina,
sem hann hafi vcrið við riðinn.
TIL HOLLYWOOD.
Hjer á myndinni sjest hin pekta
trnnska leikkona, Darricle Darrieuz
Hún er hjer i íbúð sinni í París að
pakka niður í ferðakistur sínar, áður
en hún leggur af stað til Hollywood,
þar sem hún hefir verið ráðin við
amerískar kvikmyndir.