Fálkinn


Fálkinn - 11.12.1937, Side 13

Fálkinn - 11.12.1937, Side 13
 F Á L K I N N 13 ERNST BOHLE heitir einn af forstjórum þýska ul- anríkisráðuneytisins, sem nýlega var i kynnisför í London. Hjer sjest hann (t. h). ásamt Winston Churc- bili. SPÁNARBÖRNIN í BÍÓ. Danir rjeðust í það að taka til fóst- urs til bráðabirgða fjölda barna frá Bí skalöndunum, er Franco hóf sóku sína þar og fólk flýði undan honum Þessum börnum var svo komið fyrir í einskonar „brökkum" utan borgar- innar, en það reyndist ílt að tjónka við þau, því að þau kunnu illa vist- irni og voru hin ódælustu á alla iund. Og nú er fje það uppjetið, sem móttökunefndin hafði til umráða til þess að aila önn fyrir börnunum og nefndin veit ekkert hvað hún á að gera. Henni reynist erfitt að ná i meira fje, og miklir erfiðleikar eru líka á j)vi að koma börnunum til Spánar aftur. Hefir þessi barnataka orðið að vandræðamáli. Hjer á myndinni sjást börnin á sýningu i bíó, sem eigandi Odeon- leikhússins. Herman Sörensen, bauð þeim á ásamt sendiherra spönsku stjórnarinnar. Þau eru að gæða sjer á „sætu vatni með sítrónkjarna“ eð i hvað það nú heitir, og ýmsu öðru góðgæti. -----x---- er staðfesíi til fullnustu það, sem Dench hafði áður gefið í skyn. Og meðan hún stóð þarna niðursokldn í hugsanir sinar og gleymdi öllu kringum sig, opnaðist hurðin og Grant Dallon kom sjálfur inn, hægt og rólega. Hann slaðnæmdist stundarkorn og horfði á bakið á Joyce, svo læddist liann aftan að henni eins og köttur, gægðist yfir öxlina á henni og las símskeytið sem lá á borðinu. Svo dauðahljólt hafði alt þetta gerst, að Joyce hafði ekki hugmynd um, að nokkur maður væri i stofunni annar en hún, fyr en henni varð litið upp og hún sá andlit Grants í speglinum framundan sjer, sem hjekk yfir arinhillunni. Hún varð svo óttaslegin, er hún sá augna ráð mannsins, að liún ætlaði að hljóða upp vfir sig, en áður en liún hafði komið upp nokkru hljóði greip Dalton fyrir kverkar henni og kastaði henni til hliðar, svo að hún gat ekki náð í símskeytið. Hann tók svo fast á henni, að hún gat ekki náð and- anum um stund. 33. Maður í morðhug. Joyce var ósjálfbjarga eins og barn í klóm þessa kraftamanns, sem hafði ráðist á liana, svo óviðbúið, að hún hafði ekki einu sinni getað rekið upp liljóð. Því að hann hjelt svo fast um bai'kann á henni, að hún gat ekki komið upp nokkru hljóði. Dalton kipti henni frá borðinu. — Þjer skal ekki verða gagn að þessu simskeyti, urraði hann og góndi á hana ógeðslegum augunum. Og ef þú vilt vita, hver það er, sem hefir steypt þjer i glöt- unina, þá er það Dench. Joyce lá við köfnun. Henni fanst blóðið vera að stirðna i æðurn sjer, fanst höfuðið bólgna og stækka — eins og það væri að springa. Andlilið á Granl fanst henni ægi- legt ásýndum, henni var ljóst, að mannin- um var alvara að drepa hana. Lif hennar var honum auðvitað ekki mikils virði, úr því að líf hans sjálfs var í hættu. Hún var alveg jafn bjargarlaus og mús i klónum á ketti.. Þetta hefir Dench afrekað, tautaði Grant, andlit lians var tryllingslegt og fing- (ur hans kreistu hana eins og þeir væru úr járni. En þá opnaðist leynihurðin i þilinu og Dench kom fram í dyrunum. Það var svo dimt i ganginum inn af dyrunum, að Dench fjekk stýrur í augun þegar hann kom fram í dagsljósið og var dálitla stund að fá fulla sjón. Og þó hann væri fljótur til viðbragðs varð Grant Dal- ton samt fljótari til. Hann slepti Joyce, hljóp aftur á bak og náði í tvær byssur, sem hjengu á þilinu. Annari miðaði hann á Dench en hinni beint á Joyce. — Hafðu þig hægan, Dench, sagði hann. Ef þú hreyfir, þó ekki sje nema litla fingur, þá skýt jeg ykkur bæði. En hún skal fara fyrst. Líttu á, hjerna hef jeg hana, og hjerna þig líka. Dench hreyfði sig ekki. Hætlan var of mikil — ekki fyrir hann sjálfan, heldur fj7rir Joyce. Grant sagði satt. Hvítt andlitið á honum var djöfullegt, uppmáluð grimdin. — Þú sagðir einu sinni, að jeg þyrði ekki að drepa, Dench, sagði hann. — En nú er um lífið að tefla fyrir mig, ef þið náið mjer, og maður hefir ekki nema eitt líf. Joyce, sem var svimandi og stóð á önd- inni og hjelt sjer i röndina á borðinu, fanst þetta eins og martröð. Hún gat ekki fengið sig til að trúa, að þetta væri raunvera. Dench var jafn kyr og hún sjálf, en það skildi á með þeim, að hann var fyllilega með sjálfum sjer og hann horfði grænu augunum fast og stöðugt á Granl. Hann stóð miðja vegu milli arinsins og borðsins, svo að liann var ekki eins nærri Grant og Joyce var. Hann var að velta þvi fyrir sjer, livort liann ætti að ráðast á Grant. Ef hann hefði verið einn með honum, hefði hann ekki skoðað liuga sinn um það, en áliætt- an var of mikil fyrir Joyce. Grant gat vel mistekist að hitta hann, en það gat ekki hjá því farið að hann liitti Joyce, sem stóð fast við byssukjaftinn. Rás viðburðanna truflaðist við það að hurðin var opnuð og Jeff kom inn. Hann stóð eitt augnablik kvr, lostinn skelfingu og var auðsjeð, að. liann trúði ekki sínum eigin augum. En þegar hann liafði áttað sig svo að hann hafði einráðið að lilaupa á Grant, sá morðinginn liann í speglinUm og grcnjaði til hans, dýrslega og ógnandi. — Standið þjer þar sem þjer eruð, Ball- ard. Ef þjer hreyfið yður eitt skref, þá skýt jeg hana hjerna fyrir augunum á yð- ur. Það eru hvorki þjer nje Dencli, sem verðið látnir ganga fyrir. .Toyce skal ríða á vaðið. Jeff staðnæmdist eins og hann hefði orð- ið að steini. Hann heyrði á rödd mannsins, að hann var brjálaður, og að hann mundi tvímælalaust ekki láta standa við orðin tóm. Hættan, sem Joyce var stödd í, lamaði hann a ðfullu. Hann fór að brjóta heilann um hvað liann gæti tekið til bragðs. Dench stóð enn kyr í sörnu sporum og jafn róleg- ur og áður. Af því að hann var ekki í eins miklum hugaræsing og Jeff, gat hann gert sjer grein fyrir, livert efni símskeytsins væri og skildi að hjer var um líf og dauða að tefla fyrir Grant Dalton. Hann skyldi að maðurinn var svo æstur og vitlaus, að hann vílaði ekki fyrir sjer að drepa livern sem væri, en liann tók líka eftir þvi, að fing- ur hans titruðu á byssulásunum. Þau voru fjögur þarna í stofunni. En á næsta augnabliki bættist einn maður við. Philipp kom rólegur inn í dyrnar og stað- næmdist þar. Hann starði á þau öll eins og naut á nývirki og varð jafn fölur og fað- ir hans var. Hann var miklu veikari að skapgerð en faðir hans og varð frá sjer numinn af hræðslu, er hann sá hvernig komið var. Grant sá hann á sama hátt og hann hafði sjeð Jeff áður — í speglinum. -— Settu bifreiðina út, skijiaði hann. stattu ekki þarna gónandi eins og fábjáni, búðu alt undir flótta í einni svipan. Jeg skal sjá um þessi þrjú á meðan. Tennurnar glömruðu í munninum á Phillip er hann sneri við, fullur skelfingar og fór út. Augnabliki síðar heyrðu þau hann hlaupa ofan stigann. Þjer hafið sigrast á okkur, Hawk, sagði Dench rólega.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.