Fálkinn - 22.01.1938, Page 3
F A L K 1 N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórcir:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavik. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10-—12 og 1—6.
Skrifstofa i Óslo:
A n 1 o n S c li j ö thsgadf 1 4.
Blaðiö kemur út hvern laugardag.
Áskriftarverð er kr. 1.50 á mánuði:
kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglfisingaverð: 20 aura millimeter
Herbertsprent.
Skraddaratiankar.
„Það er nú et'tir því hvernig á
það 'er litið“, segja karlarnir þegar
þeir eru að rökræða. Og svo segja
þjlír ekki meira. Enda er það svo
oft, sem ekki þarf að- segja meira.
Alt breytir um viðliorf eftir þvi
hvernig á það er litið. Við lítum
upp til minnisvarða Jóns Sigurðsson-
ar á Austurveili, en þeir á Útvarpinu
og Veðurstöfunni líta njður á liann
og myndin er ekki sú sama. Áður
fyr hjeldu menn þvi fram statt og
stöðugt að jörðin væri kyr og sólin
væri á sífeldum þeytingi kringum
hana. Svo koniu nýir vísindamenn
og sönnuðu að jörðin snerist kring-
um sólina og að vísu væri ekki sól-
ip kyr. Og við lærðum af þessum
riýju vísindamönnum, en hlógum að
gamla fólkinu sem var svo vitlaus!
að halda að jörðin slæði kyr.
Svo kemur Albert Einstein og
segir: „Jörðin snýst krlnguni sólina!
Eða jörðin stendur kyr og sólin og
allur himingeimurinn snýst kring-
um iiana. Það er alveg, eftir þvi
hý^rnig á það er iitið! — Við getum
hugsað okkur að skopparakringlan
hefði sál og þá mundi hún kanski
hugsa þegar hún skoppar: Ekki er
það jeg sem snýst, heldur snúast
hlutirnir kringum mig. Jég stend
grafkyr!
M.aður sem taiinn er hálfgerður
misindis'gripur í mánnfjelaginu get-
ur komist í hóp svo illra bófa að
hann þyki mesta ljúfmenni. Og góði
maðurinn gelur komist í slíkan úr-
valsmanna hóp, að hann þyki hrotti
og fúlmenni. Keflvíkingnum þykir
Reykjavik stór en Lundúnabúanum
jiýkir lnin lítil. Selnum er funheitt
i sjónum þegar sundmanninum er
kalt.
Það er hæg't að leggja svo marga
mælikvarða á hlutina o'g sjónarmið-
in eru svo mörg. Þessvegna er ekki
vert að skopast að þeim sem segja:
„Eftir þvi hvernig á það er litið“.
Það er fyrirvari sem öllum er holt
að laka. Og það er miklu sjaldnar
en menn gera sjer í hugarlund, að
hægt er að segja: „Þetla er nú svona
hvcrnig sem á það er litið“. Það er
svo fált í heiminum, sem ekki er
hægt að leggja mis'munandi mæli-
kvarða á. Og þeir eru svo fáir sem
geta haldið því fram, að einmitt
þeirra mælikvaði sje rjettur. Þvi er
sá vitrari sem hefir fyrirvarann á.
Hann hefir lærl einföld sannindi,
sem nauðsynlegt er að kunna,
hvei'nig sem á það er litið!
Um Eyjólf sterka á Litla-Hrauni
og sagnir um glímu við blámenn.
1 Huld 1, 45—46, hefir Brynjólfur
Jónsson frá Minna-Núpi skráð eftir
munnmælum eystra frásögn af viður-
cign Eyjólfs á Litla-Hrauni við blá-
mann einn ferlegan, er skipstjóri á
Éyrarbakkaskipi flutti hingað út
með með sjer, til þess að bera af
ísleiidingi, er fenginn væri á móti
honum. Sagan er svo stutt og vel
sögð, að rjett er að taka hana hjer
upp í heilu lagi:
„Eyjólfur hjet maður, er uppi var
um miðja 18. öld. Hann bjó á Litla-
Hrauni i Stokkseyrarhreppi. Hann
var orðlagður fyrir afl og hreysti,
og þar að auki var hann fyrh'taks
glímumaður. Kaupmaðurinn, sem þá
var á Eyrarbakka, átti eitthvert sinn
tal við skipherrann á skipi sinu um
íslendinga. Gerði skipherra litið úr
þeim, og sagðist skyldii koma með
þann mann frá útlöndum, sem cng-
inn íslendingur stæði fyrir, cn kaup-
maður hjelt íslendingum fram, sagð-
ist skyldu koma með þailn íslend-
ing, sem enginn útlendingur bæri
aí. Þeir veðjuðu um þetta. Sumarið
eftir kom skipherra með blámann,
viltan og tröllslegan. Kaupmaður
fekk Eyjólf lil að glima við hann.
Var Eyjóifur þó tregur til, því að
liann var við aldur, en bjóst við
vægðarlausum viðskiptum. Áður en
hann gekk til glímunnar, sivafði
hann sig með snæri um kropp og
útlimi undir ytri klæðunum. Gat
blámaður því hvergi klipið hann til
meiðsla. Lengi gerði Eyjólfur ekki
annað en verjast, og þóttist full-
reyndur; svo ólmur var blámaður-
inn. Loks kom Éyjólfur þó bragði
á hann og feldi hann. Ljet liann þá
knje fylgja kviði og þjappaði svo
að bringspölum blámannsins, að
blóð gekk af munni hans. Voru þeir
þá skildir, og blámaðurinn leiddur
fram á skip. Eyjólfur var aldrei
samur eftir viðureignina. Sagt er,
að kaupmaður hafi gefið Eyjólfi
veðfjeð og meira til fyrir þennan
sigur“.
Um Eyjólf á Litla-Hrauni er að
vísu fátt kunnugt, en engit að síður
er hann þó söguleg persóna. Hann
var sonur Símonar i Simbakoti á
Eyrarbakka (f. 1681) Björnssonar á
Háeyri (f. 1649) Jónssonar. Frá Eyj-
ólfi er komin fjölmenn ætt. Er kunn-
ugt um þrjá syni hans er ættir eru
Irá komnar:
1) Gísli bóndi á Kalastöðum við
Stokkseyri, faðir a) Magnúsar á
Kotleysu, b) Margrjetar, konu Þor-
gils Jónssonar á Kalastöðum, c)
Guðríðar, konu Jóns ríka i Vestri-
Móhúsum og d) Önnu, konu Þor-
steins í Hól við Stokkseyri. Dætur
Magnúsar Gíslasonar á Kotleysu voru
Katrín, — móðir Magnúsar Krist-
jánssonar mormóna, sem allmiklar
sögur fóru af á sinni tið (sbr. t. d.
ísl. sagnaþættir eftir Br. J. II, 32—
64), — og Guðrún, kona Þórðar
silfursmiðs í Brattsholti Pálssonar.
Börn Margrjetar Gísladótlur og Þor-
gils á Kalastöðum voru Gísli merk-
isbóndi á Kalastöðum, — faðir Jóns
hreppstjóra i Austur-Meðalholtum,
Gísla hreppstjóra á Stóra-Hrauni,
Gríms hreppstjóra í Óseyrarnesi,
Margrjetar, konu Páls Jónssonar
hreppstjóra á Syðra-Seli, og Þor-
gerðar, konu Páls Eyjólfssonar í
Eystra-íragerði,.-— Elín, móðir Þórð-
ar í Traðarholti,. Gróu á Skriðufelli
og þeirra systkina, og Guðmundur
á Litla-Hrauni, faðir Guðmundar, er
fór til Ameríku og lifir þar enn á
tíræðisaldri. Dætur Guðríðar Gisla-
dóttur og Jóns í Móhúsum.voru Sig-
ríðar þrjár. Átti hin elsla þeirra
Jón Jónsson óðalsbónda á Vestri-
Loftsstö'ðum og mörg börn; önnur
átti Svein á Læk i Krýsuvík og börn,
en Sigríður yngsta giftisl Adolf Pet-
ersen hreppstjóra á Stokkseyri, og
eiga þau marga afkomendur. Anna
Gísladóttir var móðir Jóns í Hól
og Gísla á Asgautsstöðum, föður
Önnu, fyrri konu Sturlaugs Jónsson-
ar í Starkaðarhúsum á Stokkseyri.
2) Guðmundur, sonur Eyjólfs á
Litla-Hrauni, var faðir Halldóru,
konu Brynjólfs Björnssonar i Litlu-
Sandvik. ðleðal barna þeirra var
Guðmundur Brynjólfsson í Litlu-
Sandvík, faðir Þorvarðar hrepp-
stjóra í Litlu-Sandvík, föður Guð-
mundar hreppstjóra og systkina
hans. En systkini Þorvarðar voru
Bjartii í Geirakoti og Þóra, kona
Jóns Símonarsonar í Litlu-Sandvik,
3) Símon Eyjólfsson sterka bjó í
Litlu-Sandvík. Sonur hans var Jón
bóndi i Óseyrarnesi og á Sclfossi,
sem fjöldi fólks er frá konlinn. Með-
al bárna Jóns voru a) Einar á Sel-
l'ossi, faðir Gunnars á Selfossi og
Eyleifs á Árbæ í Mosfellssveit, b)
Ingimundur i Norðurkoti í Grims-
nesi, faðir Jóns í Hólakoti á Álfta-
nesi og Eijiars uánboðsmanns í
Kaldaðarnesi, c) Snorri á Selfossi.
d) Sesselja, kona Simonar Þorkels-
sonar á Gamlahrauni. Meðal barna
þeirra voru Jón í Litlu-Sandvík,
faðir Simonar á Selfossi, Þóra, kona
Guðmundar Þorkelssonar á Garnla-
hrauni, og Elín, kona Jóhanns Þor-
kels'sonar í Mundakoti.
Af þessu ágripi mun vera ljóst, að
niðjar Eyjólfs sterka á Litla-Hrauni,
þeir sem nú lifa, skipta mörgum
hundruðum, og verður því ekki sagt,
að hann hafi látið sjálfan sig án
vitnisburðar. En ef vikið er aftur
að sögunni um viðureign hans við
hiámánninn, þá skortir þar vitan-
lega allar sannanir, svo sem eðlilegt
ei. Þó er ljóst að Brynjólfur frá
Minna-Núpi hefir tekið söguna eftir
niðjum Eyjólfs, því að i sögulokin
bætir hann við: „Eyjólfur var faðir
Gisla, föður Margrjetar, móður Gisla
Þorgilssonar, föður Gríms óðalsbónda
í Óseyrarnesi“. Má því ætla, að þarna
sje heimild hans fyrir sögunni.
Grímur í Óseýrarnesi var fjórði mað-
ur frá Eyjólfi og sagnir slíkar sem
þessar þurfa skemri tíma en hjer
er um að ræða til þess að taka á
sig kynjalegan svip. Hjer virðist
nefnilega vera um flökkusögn að
ræða, sem tengd hefir verið við
ýmsa menn með nokkuð mismunandi
atvikum, en aðalefni hinu sama.
Einna líkust er sagan af Jóni sterka
(Þjóðs. J. Á. I, 323 o. áfr.), er menn
munu hafa gaman af að lesa til
samanburðar. Jón sá á heima á
Eyrarbakka, en hjer er það kaup-
maðurinn, en ekki skipstjórinn, sem
sendir blámanninn á móti Jóni. Jón
sivefur sig með snærum, áður en
hann gengur á inóti blámanninum,
eins og Eyjólfur gerði, en frá við-
ureign þeirra er sagt með meira
ýkjublæ en í sögunni af Eyjólfi. Er
sagan af Jóni eftir eyfirskri frá-
sögn. Missögn af þessari sömu sögu
eftir borgfiskri frásögn er einnig til
(Þjóðs. J. Á. I, 574). Eftir þeirri
sögu var Jón vinnumaður kaup-
manns i Keflavik. Eitt sinn fór
hann með húsbónda sínum tit
Reykjavíkur og varð hann þá mis-
sáttur við skipherra einn, og þar
glímdi hann svo við blámann vorið
eftir og rjeð niðurlögum hans. Þá
er s'agan af Jóni Ásmundssyni
(Þjóðs. J. Á. I, 327 o. áfr.), sem
svipar mjög lil hinnar fyrri. Sá Jón
er ættaður úr Borgarfirði og glímir
við blámanu í Reykjavík, er kaup-
Magnús tíuðmundsson skipa-
smiður, verður 50 ára 2't. þ. m.
Frú Ingibjörg Blöndal, Nýlendu-
götu 6, verður A0 ára 21. þ. m.
í Lundúnaborg er nú verið að
skíra upp að nýju meira en 1300
götur, stræti og torg. Orsökin 1 iI
þess er sú, að mjög margar götur
heita sama nafninu, algengt að 5 eða
jafnvel 10 götur, sín i hverjum borg-
arhluta, heiti hið sama, og hefir
þetta oft valdið miklum villum og
glundroða.
maður sendir á hann, sem hann
hafði orðið missáttur við. Illífir hon-
um svört úlpa í stað snæranna í hin-
um sögunum. Loks er svipuð frá-
sögn af viðureign við blámann í
sögunni af Magnúsi sterka (Huld VI,
25 o. áfr.). Sú saga gerist austur á
Reyðarfirði, og enn sem fyrr er það
kaupmaður, sem hefir blámanninn
með sjer til þess að hefna sín á
Magnúsi, og giíman endar eins og
ella með ósigri blámannsins.
Sagnir þessar mæ.tti rekja miklu
ýlarlegar ef rúm væri til, og benda
á nánari tengsl þeirra sin i milli.
Það sýnir best, að hjer er um flökku-
sögn að ræða, að sögnin er að
fcngin úr ýmsum landshlutum, og
mismunurinn ekki meiri en svo, að
auðsjáanlega er um eina og sömu
sögu að ræða. En af þeim sögnum.
um glímu við blámann, sem hjer
hefir verið getið, er sagan af Eyj-
ólfi á Litla-Hrauni miklu liófsam-
legusl. í öllum hinum afbrigðunum
ei íslendingurinn 1. d. látinn drepa
blámanninn. Sagan af Eyjólfi virðisl
því einna frumlegust og standa veru-
leikánum næst, hvað sem kann ann-
ars að vera hæft i henni eða hafa
gefið tilefni til hennar. Þvi má og
bæta við, að söguhetjurnar i hinum
blámannasögunum virðast vera hrein-
ar þjóðsagnapersónur.
Guðni Jónsson.