Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1938, Side 9

Fálkinn - 11.06.1938, Side 9
F Á L Ií I N N 9 Þó að fjárhagur ítala sje bágbor- inn varði Mussolini miklu meira fje til þess að taka á móti Hitler er hann heimsótti hann snemma i maí, en Bretgr vörðu til konungs- krgningarinnar í fyrra. Til skrauts á götunum hafði verið varið ó- grynnum fjár og flotasýningin i Neapel var sú stærsta, sem hald- in hefir verið í veröldihni og var gamalt skip skotið þar í kaf, Hitl- er til heiðurs. Mussolini lagði kapp á að sýna bandamanni sínum, hve mikið stórveldi Italía væri orðið og hvers virði það væri að hafa hana á móti sjer og hve öflugur styrkur væri að hafa hana með sjer. En víst er talið, að þeir ein- valdsherrarnir hafi ekki gert neina nýja samninga í þessari heim- sókn og jafnvel talið, að hún muni hafa valdið Hitler talsverðum vonbrigðum. K tljer eru nokkrar myndir frá heim- sókninni. Efst sjást brynreiðarnar ítolsku, sem voru einn þátturinn í hersý'ningunnf, sem haldh'n var Hitler til heiðurs. Höfðu margar þeirra verið í styrjöldinni í Abess- iníu. Á myndinni á miðri síðu til vinstri sjest Hitler vera að kveðja kunningjaná í Berlín, áður en hann leggur af stað suður. Á myndinni á miðri síðu til hægri sjest Hitler vera að heilsa Mussolini í Róm en bak við hann stendur þýski sendi- herrann í Róm, Bulow Schwante en til vinstri eru Victor Emanuel konungur og Ciano greifi, utan- ríkisráðherra. Loks sjest á neðstu myndinni Via del Imperio, hin nýja gata, sem MuSsolini hefir lát- ið gera í Róm og öll var upplýst, er Hitler ók um hana frá járn- brautarstöðinni og til bústaðar síns í konungshöllinni. í fylgd með Hitler voru ýmsir hæstsettu menn úr stjórn Þýskalands og sterkur lífvörður frá Þýskalandi.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.