Fálkinn - 11.06.1938, Blaðsíða 14
ÍSLANDSGLIMAN 1938
SVÍAKONUNGUR ÁTTRÆÐUR.
Framh. frá 5. síðu.
Gustaf konimgur er veiði-
maður mikill og góð skytla.
Mesta yndið liefir hann af elgs-
veiðum og bíður þá oft til sín
öðrum þjóðhöfðingjum á þær
veiðar, t. d. Kristjáni X. Hann
er lítill reiðmaður og sjest sjald-
an á liestbaki nema þegar hann
þarf þess með við hersýningar.
Og hpnum er ilia við að sýna
sig á almannafæri. Þegar hann
fer í óperuna kemur hann ekki
inn í stúkuna fyr en Ijósin
hafa verið slökt i salnum. Og
iiann sjest aldrei á gangi á göt-
unum í Stokkhólmi. „Til livers
er það? Maður verður að ganga
með hattinn í hendinni og sí-
heilsandi.“ Hann tekur hifreið-
ina og ekur hart þegar hann
þarf að skreppa húsa á milli
eða hæjarleið. Hann er tígu-
legur í framgöngu og prúður
í klæðahurði. Og ef liann sjest
hlæja, þá er það af því. að
hann hefir lieyrl góða fyndni.—
Þau 30 ár sem Gustaf hefir
verið konungur Svía liafa verið
mikil framfaraöld hjá þjóð-
inni. Fyrir aldamótin voru Svi-
ar fyrst og fremst hændaþjóð,
sem lifði á frægðinni um „forn-
stora dar“ er Svíar rjeðu mestu
kringum alt Eystrasalt En nú
hefir þjóðin unnið það inn á
við sem hún tapaði út á við,
Svíar eru orðnir stóriðnaðar-
þjóð og framfarir miklar með-
al allra stjetta þjóðfjelagsins,
ekki sist þeirra, sem áður áttu
við hágust kjör að búa. Svíar
hafa upplifað ameríkanskan
hraða í iðnaði sínum og þeir
hafa auðgast stórlega. Ríkis-
skuldirnar eru aðeins 100 mil—
jónir og Svíar hafa fje aflögum
lianda öðrum þjóðum og hafa
stofnað vþldug alþjóða-kaup-
sýslufyrirtæki. Þegar Gustaf var
kronprins var hann einn af
stofnendum „Sveriges All-
mánna Exportförening“, sem
hefir lyft þjóðinni mjög og út-
flutningsverslun hennar. Og á
fyrstu stjórnarárum hans var
stofnað „Svenska Kullager“
(S. K. F.) sem nú er mesta út-
flutningsfyrirtæki í Sviþjóð.
Svíar liafa löngum verið há-
reistir í framkomu og liafl yndi
af að lála bera hátt á sjer og
sýna á sjer stíl og prýði. En
þetta var öðrum fyrirmunað
en yfirstjettunum. Nú er jöfn-
uðurinn orðinn meiri. Og Sví-
ar eru í dag háreisl fyrirmynd-
arþjóð, sem í mörgu gela gefið
nágrönnum sínum fordæmi til
fyrirmyndar. Þeir eru gagn-
þroskaðasta og sterkasta jjjóð
norðurlanda.
Leon Trotski er talinn með tekju-
mestu rithöfundum heimsins. Am-
eríkönsku hlöðin morga honum 10.-
000 krónur fyrir þúsund orða grein
og er það miklu hærri laun en Lloyd
George og Mussolini fá. Milli
blaðagreinanna er Trotski að skrifa
æfisögu Lenins.
Islandsglíman hefir löngum
verið álitinn einn merkasti
íþróttaviðburður ársins, þó að
hún allra síðustu árin hafi ekki
dregið að sjer athygli manna,
sem vera ber. Lítil þátttaka í
glimunni hefir eflaust átt sinn
þátt i því.
Að þessu sinni var þátttakan
góð, 13 keppendur. Af þeim
voru 5 Ármenningar, 7 Vest-
manneyingar o,g 1 Árnesingur.
Glíman fór vel fram og drengi-
lega, undantekningarlítið. Þátt-
takendur voru mjög misjafnir
kappglímumenn eins og ætla
Láirus Salómonsson.
rná. Ánnarsvegar úrvalskappar
Armanns, sem liafa lagt rækt
við glímuna í meira en áratug
og lekið þátt í fiestum kapp-
glímum, sem hjer liafa verið
liáðar á því tímabili, og hins-
vegar óharðnaðir unglingar frá
Vestmannaeyjum með tiltölu-
lega skamma æfingu að balci.
Annars er það um Vesl-
manneyingana að segja, að
þeirra framkoma öll var hin
hesta, þó að fæstir þeira sjeu
ennþá skæðir kappglímumenn,
en eflaust eiga þeir góða fram-
tíð sem glímumenn, ef þeir
lialda áfram að æfa sig undir
stjórn svo góðs kennara sem
Þorsteins Einarssonar.
Einrí Vestmanneyingur, Sig-
urður Guðjónsson, vakti á sjer
mikla athygli. Hann er harð-
frískur giímumaður, sterkur,
mjúkur og snarpur. Hann feldi
alla keppinauta sína nema Ár-
menningana þrjá: Lárus Saló-
monsson, Ágúst Kristjánsson og
Skúla Þorleifsson.
Það er skoðun mín, að Sig-
urður sje efnilegasti glímumað-
urinn, sem fram hefir komið
hjer síðan 1930.
Vagn Jóhannsson, sem var
vinsæll og vel kunnur glímu-
maður hjer um skeið glímdi að
þessu sinni, mörgum til ánægju.
Hann var að visu ekki eins
sigursæll og oft áður, en stóð
sig þó vel, m. a. í þvi að fella
fyrverandi glímukong, Skúla
Þoxdeifsson.
Úrslit glímunnar urðu ann-
ars þau, að Lárus Salómonsson
vann Gi-ettisbeltið með öllum
vinningum, og glímukonungs-
titilinn fyrir árið 1938. Lái’us
var rnjög vel að sigrinum kom-
inn. Það er vafamál livort Lárus
hefir uokkru sinni staðið sig
hetur. Lárusi liefir stundum
verið fundið það til foráttu að
hann glímdi illa, en að þessu
sinni glímdi hann rnjög vel.
Næstur Lárusi varð Ágúst Krist-
jánsson með 10 vinninga. Ilann
hlaut glímusnillingsnafnbótina
svo sem oft áður, enda afbragðs
glímumaður. Að þessu sinni gat
það að vísu veiiið álitamál,
livort honum eða Lárusi hæri
hún fremur. Næstir Ágústi voru
Skúli Þorleifsson og Sigurður
Guðjónsson með 8 vinninga
hvor.
Áffúst Kristjánsson.
Skúla Þorleifssyni, er var
glímukonungur Islands i fyrra,
mistókst í þessari glímu. Hann
glímdi ekki vel. — Eftir fram-
komu lians að dæma mátti ætla
að hann hafi verið illa undir
glímuna huinn.
1 heild var gliman skemtileg.
Meiri fjölbreytni í brögðum en
vanalega er á kappglímum.
Áhorfendur að glímunni voi’u
með allra flesta móti, enda ágætt
veður. — Þessi Islandsglima
hendir til vaxandi áhuga fyrir
glimunni, enda þess full þörf,
þar sem að glíman hefir mjög
verið vanrækl síðustu ixrin.
Sjerhver þjóð, sem á slika þjóð-
aríþrótt, sem glíman er, verður
að leggja metnað sinn í, ekki
aðeins að halda glímunni við,
heldur að efla liana. — Vest-
mannevingar eiga miklar þakk-
SJÖMANNADAGURINN.
Frcunh. frá 3. síffu.
manna liafði sungið: „Þrútið
var loft“, hjeldu þeir Ólafur
Tlioi’s alþingismaður og at-
vinnumálaráðherra ræður og
mæltist báðum mjög vel. Ólafur
afhendi fyrir hönd íslenskra
hotnvörpuskipaeiganda sjómönn-
um að gjöf vandaðan hikar til
þess að keppa um í björgunar-
sundi.
Næstu liðir á dagskrá sjó-
mannadagsins fóru fram niður
við liöfn. Fyrst var kappróður.
Tóku þátt í honum ellefu skips-
hafnir. I þessari kepni var hlut-
skarpastur „Hilmir“ næstur
„Egiil Skallagrimsson" og þá
„Garðar“. Síðan var kept í
stakkasundi. Sigurvegari varð
Jóliann Guðmundsson af tog-
aranum „Hilmir“.
Seint um daginn var safnast
saman á íþróttavellinum. Sýndi
K. R. leikfimi karla og kvenna.
Því næst fór fram reipdráttur
milli sjómanna frá Reykjavík
og Hafnarfirði. Voru það engin
væskilmenni, er þarna áttust
við. Var atgangur harður, en
endaði með sigri Reykvíkinga.
Loks keptu hafnfirskir og reyk-
vískir sjómenn í knattspyrnu.
Skoruðu Reykvíkingar 2 mörk,
en Hafnfirðingar 1.
Um kvöldið var lialdið lióf
að Hótel Borg. Fór það fram
með prýði. Margar ræður voru
haldnar, en sungið og spilað
milli þeirra. Að lokum var stig-
in dans alllengi nætur.
Engum skugga hrá á þenna
fyrsta hátíðisdag íslenskra sjó-
manna. Eigi hann á komandi
timum marga sína líka, þá þari'
ekki 'að efast um, að liagsmuna-
málum sjómanna verður veitt
meiri athygli en áður og þeirra
störf metin að fullum verðleik-
um.
General Motors {<reiðir forstjór-
um sínum hærri laun en nokkurt
annað fjelag í. Bandaríkjunum.
Stjórnarformaðurinn, Al'fred P.
Sloan hafði síðasta ár 561.311 doll-
ara en forstjórinn, Daninil William
S. Knudsen 459.878 dollara. Allir
hæstsettu starfsmenn jiessa i'yrir-
tækrs hafa yfir 300,000 dollara árs-
laun. Walther P. Crysler, æðsti
maður Crysler-bifreiðafjelagsins
liafði „ekki nema“ 200.000 dollara
og Edsel Ford 137.564 dollara. Stál-
kongur Bandaríkjanna, Charles M.
Schap, forstjóri Betlehem Steel
Works, var lengi hæstlaunaði fram-
kvæmdarstjóri í Bandaríkjunum,
með miljón doliara Iaun en fær nú
150.000.Alfred Smith, andstæðingur
Boosevelts fær 43.000 dollara fyrir
að stjórna stærstu byggingu lieims-
ins, Empire State Building, sem
undanfarin ár hefir verið kölluð
„The Empty (tóma) State Building"
en er nú bráðum útleigð.
ir skilið fyrir að seuda meira
en helming þátttakenda til ís-
landsglímunnar.
Hvað líðnr glímunni á Norð-
urlandi, Vestfjörðum og Aust-
fjörðum? Hversvegna sjest al-
drei neinn þátttakandi þaðan?
•S’. G.