Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1938, Side 14

Fálkinn - 03.09.1938, Side 14
14 F Á L K I N N Hovde ofnrstl stjórnar ársþlngi Hjálpræðishersins. Ársl)ing HjálpræSishersins hefsl að þessu sinni 5. september og stend- ur átta daga og verða þá samkom- ur daglega. Stjórnandi þingsins verS- ur aS J^essu sinni O. Hovde, ofursti, sem nú er aSalritari HjálpræSis- hersins í Noregi. Hovde er Norð- maSur, en hefir þó dvalið mikinn hluta manndómsára sinna utan ætt- jarðarinnar. Hann er fæddur í Viker- sund austanfjalls í Noregi og ekki langt frá Oslo og fyrsta starf hans fyrir Hjálpræðisherinn var bundið við þá bygð. Síðan dvaldist hann í Englandi nokkur ár en fluttist þá aftur til Noregs og starfaði með ýmsum deildum Hjálpræðishersins jiar. Næsl var hann kvaddur til Finnlands og var þar á fimta ár, sem næst æðsti yfirboðari Hersins þar í landi, en hvarf svo aftur til Noregs á siðastliðnu vori og tók við aðalritarastarfi Hjálpræðishersins lsar i Iandi. Hovde ofursti hefir getið sjer mik- inn orðstír, utan Hjálpræðishersins og innan, sem ágætur stjórnandi og mikill ræðumaður. Mun mörgum verða ánægja að l)ví, að hlýða á hann þau fáu kvöld, sem hanri dvel- ur hjer. Viðstaðan verður nefnilega ekki nema stutt, því að ofurstinn er væntanlegur með ,,Lyru“ á mánu- daginn — sama daginn sem ársþing- ið hefst — og hverfur hjeðan aftur með sama skipi, á fimtudagskvöld. Frægustu nálitandi Gyðingar. Fjelag háskólanemenda í Chicago, sem eru Gyðingar, hefir látið fara fram atkvæðagreiðslu í flestum lörid- um um hverjir 120 sjeu frægastir af þeim Gyðingum, sem voru lifandi* á nýársdag árið 5697 eftir tímatali Gyðinga, en það var 26. sept 1936, eftir okkar tímabili. En þessi nöfn á að skrá í svonefndri Frægðarhöll Gyðinga, til eftirbreytni fyrir þá, sem yngri eru. Meðal jíeirra, sem menn telja vist að hafi náð kosn- ingu eru náttúrufræðingurinn frægi Albert Einstein, höfundur viðmið- unarkenningarlnnar, leikarinn Paul Muni, Henry Morgénthau yngri, sem er fjármálaráðherra í Bandaríkjunum Louis Brandeis og Benjamín Card- oso, sem báðir eru dómarar í hæsta- rjetti Bandaríkjanna, Adolf Ochs, blaðaútgefandi í New York, Percy S. Strauss, fyrrum sendiherra Banda- ríkjanna í Frakklandi, Meyer Dizen- goff borgarstjóri í nýju Gyðinga- borginni Tel Aviv við Miðjarðarhaf, Leon Blum, fyrrum forsætisráðherra Frakka, Maxim Litvinoff utanríkis- málaráðherra Bússa, rithöfundarnir Jacob de Ilaas, Leori Feuchtwanger, Emil Ludwig, Arnold og Stefan Zweig og tónskáldin O. Gabrielo- witch, Jascha Heifetz, Maurice Ravel og Oscar Strauss. Fjelagið sem gekst fyrir atkvæða- greiðslunni fjekk svar við jjriðja- hverju brjefi er það seridi. Svör lcomu úr öllum löndum sem sent var til, nema frá Þýskalandi. Á enskri rannsólcnarstofu hefir tek- ist að búa lil rafmagnslampa, vatns- kældan kvikasilfurslampa, sem er aðeins örlílið stærri en eldspýta, en framleiðir 3000 kerta birtu. Er það sterkasta „vasaljós,“ sem menn þekkja. ÞJÓÐVERJAR FÁ EKKI HELIUM. Þjóðverjar hafa farið lsess á leit að fá keypt í Bandaríkjunum tíu miljón rúmmetra af helium handa loftskipinu, sem þeir hafa í smíðum núna. En það hefir strandað á því tvennu, að sjerfræðingar Bandaríkj- anna hafa ráðið frá að selja svo inikið af þessu dýrmæta lofti og svo hinu, að Þjóðverjar hafa ekki viljað skuldbinda sig til þess, að nota það ekki til hernaðarþarfa. Stendur að visu ennþá í samningajiófi um þetta, en eins og nú horfir við, er ekki búist við að Þjóðverjar fái þetta óeldfima efni í nýja loftskipið sitt og verði jiví að nota vatnsefni, þó ilt sje, vegna brunaliættunnar. Þorlákur 0. Johnsen Aldartninning. JARÐARFÖRIN FRÁ ÁSI. Framh. af bls. 3. gerði og sírá Friðrik Friðriks- son, og töluðu þeir í þessari röð. Milli ræðanna voru sungnir sálmar. Aliar ræðurnar er haldnar voru, bæði í Ási og í kirkjunni voru lilýjar að hugg- un og þrungnar af trúarkrafti og trúaralvöru. Það er talið að mannfjöld- inn, sem fylgdi suður í kirkju- garð liafi skift mörgum þús- undum. Þegar komið var þang- að spilaði Lúðrasveit Revkja- vikur sorgarlag. Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason talar við gröfina. Er kisturnar allar fjórar liöfðu verið lagðar í söniu gröf flutti eiginmaður Guðrúnar sál. Sigurlrjörn Ástvaldur Gislason cand. theol. ræðu. Dáðust allir að karlmensku hans og trúar- styrk, er liann lijelt ræðuna við hina opnu gröf. Mun eldri of- mælt, þó að sagt sje að hátíð- leiki jarðarfararinnar hafi á þessu augnabliki náð hámarki. Með frú Guðrúnu Lárusdótt- ur er i val linigin óvenju fjöl- hæf, gáfuð, kraftmikil og kær- leiksrík kona, sem öll þjóðin stendur í þakkarskuld við, og mun slrarð liennar iengi „opit ok ófult standa“. Síðastliðinn miðvikudag voru lnindrað ár liðhr l'rá því hinn merki verslunarfrömuður Þor- lákur Ó. Johnsen fæddist. Hann var fæddur á Breiðabólstað á Skógarströnd, sonur liins þjöð- kunna manns síra Ólafs Einars- sonar. Ungur að aldri rjeðst bann i utanför og dvaldi all lengi í Englandi, þar sem hann kyntist nýjum verslunarháttum og vaknaði hjá honum við það brennandi löngun tii þess að bæta eittlivað úr því aumlega verslunarástandi, er þá ríkti hjer á landi. Versiun lands- manna liafði að vísu verið gefin frjáls 1854, en það var bún að- eins að nafni til, því að fjötr- um langvarandi áþjánar verður ekki eytt nema á löngum tíma. Hjer er ekki rúm til að ræða um það nytjastarf, er Þorlákur vann í þágu íslenskrar verslun- ar, en verslunarsaga Islands mun geyma nafn lians lengi og það að verðieikum. Þoriákur dó 25. júlí 1917. — BRITANNIASTYTTAN í BOULOIGNE, sem reist var til minningar um land- göngu fyrstu ensku hermannanna |>ar, i heimsstyrjöldinni er nú full- gerð. Afhjúpun líkneskisins var einn liður hátíSahaldanna, sein fóru fram meSan á heimsókn ensku konungs- hjónanna í Frakklandi stóS. Alll með Islenskum skrpnm1 »fi

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.