Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1938, Blaðsíða 10

Fálkinn - 12.11.1938, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N UÓSALITUR BLÚNDUDRAUMUR. Aðeins á pilsinu eru 79 raðir af örmjóum blúndum, sem eru settar sanian af mestu list i breiðum bekk neðst og breinur milliverkum. - Sömuleiðis er blúsan þjett þakin blúndum, og takið eftir hönskunum sem eru úr „Tulle“ ineð blúndu- mansiettum. HEIMSMEISTARI f KAJAKRÓÐRI. í sumar fundust margir bestu ká- jakræðarar i heimi i smábænum Vaxholm utan við Stokkholm til þess að keppa um heimsmeistaratign í þessari iþróttagrein. TVÍLIT GÖ.VGUDRAGT. Svarl ullarpils og sandlitaður ská- ofinn jakki með áberandi svörtum bryddingum, þrír mjög stórir vasar og sjalskragi, sem nýjung og til- breytni frá herrakrögunum, sem sem hal'a svo lengi verið í tísku. SNOTUR ALPADRAGT. Piisið er úr hvítu vaðmáli með grænum leðurræmum saumuðum i hliðarsaumana. Blúsan er handprjón- uð — sömuleiðis hvít með grænu punti, en jakkinn er aftur á móti grænn með skemtilega ísaumuðu munstri á börmunum. Breiða dökk- græna beltið á mjög vel við, jafn- framl þvi, sem það hylur sam- skeytin milli pilsisins og blúsunnar. NÝTT VIÐ GÖNGUKJÓLINN. Ef þið eigið ullarkjól, sem ekki er alveg nýr, þá getið þið dubbað upp á hann með því að fá ykkur kraga og belti úr rúskinni í skraut- legum litum eins og sýnt er hjer á myndinni og hanska í stíl við, þá hafið þið fengið finasta göngukjól. RÍKASTI MAÐUR í HEIMI. Rikasti maður heimsins er ind- verski fursinn Mir Osman Ali Iíhan, Nizam af Haiderabad og Brar. Eign- ir hans eru metnar á hálfan fimta miljard króna, sem litur þannig út skrifað í tölum 4,500,000,000. Ríki hans í Indlandi er álika stórt og Stóra Bretland. í fyrra helt hatin 25 ára ríkisstjórnarafmæli silt, og þá aumkuðust þegnar hans yfir hann og skutu saman handa honum 10 miljónum króna. Hann á hinn fræga Nizamdemant 277 karata. Eignir hans í gimsteinum og perlum eru metnar á miljarð krónur. Furstinn lifir mjög óbrotnu lifi. Hann hefur aldrei farið út fyrir tak- mörk ríkis sins og nýjasti bíllinn FAWZIA PRINSESSA i Egiftalandi er nú trúlofuð Shalipur Möhammed Riza ríkiserfingja í Iran. Á hjónaband þeirra að fara fram með mikilli viðhöfn á næsta ári. Fawzia prinsessa er 1 (> ára'og þykir mjög fögur kona. hans er 1911 model, þ. e. a. s. 27 ára gamall. Fötum sínum slítur hann út Ii 1 hins ítrasta, og þá gefur hann ættingjum sínum þau. Neiti þeir að klæðast þeim komast þeir í ónáð hjá stóra frænda. Nautn hans i mat og drykk er mjög i lióf stilt, og þegar synir lians tveir fóru 1 i 1 Englands fyrir skömmu til að „studera," fengu þeir háðir einar 0 hundruð krónur, sem þeir áttu að lifa á í þrjá mánuði. Furst- inn hef.ur brennandi áhuga fyrir ræktun lands síns og fjármálum. Hann hefúr og gainan af skáldskap og yrkir sjálfur á móðurmáli sínu. Tankvagnar, sem hafðir eru li! þess að flytja helium, — efni, sem loftskipin nota vega miklu minna þegar þeir eru fullhlaðnir, en þegar þeir eru tómir. Nýlega var mældur þungamunurinn á tómum flutninga- vagni og sama vagni sem var fermd- ur ca. 8500 teningsmetrum af helium og niðurstaðan varð sú, að hann var 40 tonn, en tómi vagninn var 104 tonn. STÍLFAGUR SUMARFRAKKI. Fallegur svartur „georgette“-frakki mátulega opinn að framan til þess að vatnsblái kjóllinn geti notið sin með sínum tjómandi lit. Draperaða axla- og hálslínan, sem endar með tveimur samanbundnum lykkjum er mjög klæðileg. NÝJUSTU SKARTGRIPIR. í gamla daga þektust aðeins skart- gripir, sem voru verðmiklir og gengu í arf innan ættarinnar. Nú eru skarl- gripirnir háðir dutlungum tísk- unnar og notaðir sem „grín“. Að grínið geti orðið nokkuð dýrt, gleym ist fljótt, því hver sjerstakur skart- gripur er mjög ódýr, eins og t. d. þetta breiða „gull“-armband svo skrautlegt og fallegt sem það lítur út, en þó er ekki hægt að reikna með að það geti lifað nema cina árstið. 4

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.