Fálkinn - 20.01.1939, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
YNGSW
L&f&NbURNIR
Skemmtileg budda.
Það er auðvelt að búa til þessa
buddu úr skinnafgöngum, og það
góða við hana er, að það er eklci
gott fyrir alla að komast í hana —
maður verður nefnilega að þekkja
á hana. Stærðahlutföllin getið þið
mælt út eftir mynd 1. Þið skuluð
nota þúnt skinn eða leðurbút ABCD
og annan bút CDEF og tvo búta
EFGH. Nú eigið þið að rista stærsta
bútinn sundur í mjóar ræmur, en
tveggja cm. bit á að vera frá kant-
inum AB, og skorurnar eiga að ná
einum cm. niður fyrir línuna EF
(horfið vel á mynd 1).
Nú eru bútarnir lagðir hver ofan
á annan, eins og mynd 2 sýnir, sem
er þverskurður. Saumið svo budd-
una saman, en munið að gera það
á rjettan hátt. Peningahólfið mynd-
ast með því að sauma saman eftir
linunum EDCF, og nú byrjar sjálfur
galdurinn. Minstu bútarnir eru fest-
ir við með þvi að sauma frá E til F,
en á þann hátt, að sporin ganga inn
á milli hinna mjóu ræma, sem ekki
mega saumast saman. Hafið nú gát
á að saumið sje örugt, og nú getið
þið prófað að opna. Buddan opnast
með því móti að maður heldur i
fremstu lokuna og togar í sjálfa
budduna. Við þetta renna ræmurnar
gegn um sporin niður að hinum
enda lokunnar, og þar getur maður
svo opnað budduna með þvi að
draga ræmurnar í sundur, sjáið
mynd 3.
Reynið þetta fyrst með óvandaðri
tusku.
Nýr 00 skemmtilegur
skriftarleikur.
Þátttakendur fá hver sinn blýant
og pappírsblað, sem á er ritað eitt-
hvað orð, ekki mjög langt, eins og
t.d. einhver landafræðiorð. Þetta orð
er skrifað lóðrjett vinstra megin á
blaðið. Lengst til hægri er sama orð
Konnngbornir
kanpsýslnmenn.
„Einu sinni var konungur og
drotning í ríki sínu.“ Þau sátu í há-
sæti með kórónu á liöfði og veldis-
sprota í hendi og alt í kring voru
hirðmennirnir klæddir í purpura og
buktandi sig og beygjandi .... Svo-
leiðis var það fyrrum. En í dag er
öðru máli að gegna.
Konungur nútímans liefir skrit-
stofu með síma og útvarpi, diktafón
og ýmsu öðru. Flann ræðir stjórnar-
málefni við ráðlierra sína og iðju-
höldana, tekur á móti sendinefndum
og talar við kauphallabraskara í
símanum.
Ivonungarnir hafa á síðari áratug-
um verið sviftir ýmsum þeim tekj-
um og hlunnindum, sem áður var á
þá lilaðið af liálfblinduðum þegn-
um, sem tignuðu þá eins og guði.
Afleiðing þessa hefir orðið sú, að
konungarnir hafa farið að braska
og gerast hluthafar ýmsra fyrirtækja
til þess að græða fje, alveg eins og
aðrir braskarar. Þeir fylgjast með
skráningunum á kauphöllinni og
leggja fyrir sig ýmsar sjergreinar
gróðabrallsins. Sumir braska í nám-
um, aðrir stunda landbúnað en ekki
er það vitað, að neinn konungur
liafi sett peninga i trollara. Hvernig
gengur þeim brasltið?
í Jugoslaviu situr konungur, sem
aldrei er kallaður annað af almenn-
ingi en aumingja litli ríki Pjetur“.
Þessi litli Pjetur, sem ekki er kom-
inn af fermingaraldri, getur eytt
4000 dollurum á dag ef honum sýn-
ist svo, án þes's að efni lians gangi
skrifað en á liöfði. Nú er um að
gera fyrir þátttakendur, án þess að
gægjast á lrver hjá öðrum, að útfylla
punktalínurnar milli þessara tveggja
orða með landafræðiorðum, sem
byrja og enda á sörnu bókstöfum )g
hver lína byrjar og endar á. Nú er
gefinn þriggja til fjögra mínútna
frestur, og sá sem hefir útfylt flest-
ar línurnar hefir unnið. Hjer höfum
við t. d. gefið upp nafnið París.
Eins og þið sjáið er þegar búið að
finna tvö landfræðinöfn, París (aft-
ur) og Ruhr. Þetta er ágætur inni-
leikur fyrir ykkur þegar eitthvað
er að veðri.
1 baráttu fyrir rjettlætinu.
37) Bobby hafði hætt að taka ná-
kvæmlega eftir leiðinni, sem þeir
fóru, frá því augnabliki, er Rauði-
Hjörtur byrjað að skríða áfram —
nú varð hann þess vís, að Indíáninn
hafði farið í dálítinn boga þaðan
sem þeir lögðu upp. Rjett um augna-
blik lágu þeir alveg lireyfingarlausir,
því nú fór gamanið að kárna. Skamt
framundan þeim, milli klettanna bar
skugga af barðastórum hatti — O’-
Connor liðsforingi var þarna á ferð.
38) Liðsforinginn leit með var-
kárni kring um sig, rjetti úr sjer og
gekk liægum skrefum í áttina til
skútans. Þegar hann var kominn
hálfa leið yfir bersvæðið, heyrði
hann hljóð innan úr skútanum. Eld-
snögt hvarf hann bak við klettinn
— og liðsforinginn og Bobby og
Rauði-Hjörtur biðu nú fullir eftir-
væntingar í fylgsnum sínum um
hvað gerast myndi.
39) Einhver mannvera kom út úr
skútanum með kassa í höndunum.
Það var — Svarti-Ulfur! O’Connor
þreif til byssunnar á augabragði og
miðaði: „Stattu grafkyr, Svarti-Ulf-
ur“, lirópaði hann með þrumandi
raust. Svarti Ulfur rak upp óp af
hræðslu, þegar hann sá að komist
hafði upp um hann — hann misti
kassann úr höndum sjer. Kassinn
skall á grýtta jörðina og það mátti
heyra glamrið í flöskunum, seni
mölbrotnuðu.
Er sögunni nú lokið — eða skeð-
ur eitthvað óvænt á þessu augna •
bliki? Við lesum um það næsí.
til þurðar. Helmingurinn af þessum
tekjum er í dínörum en helmingur-
inn i svissneskum frönkum. Auð
þennan á hann því að þakka, hve
mikill kaupsýslumaður Alexander
faðir hans var.
Þegar Alexander tók ríki var hann
kallaður efnalítill maður. En kon-
ungsmatan var rífleg, um 1)4 miljón
dollara á ári. Alexander eyddi ekki
peningunum i óþarfa, það var að-
eins einn óþarfi sem hann eyddi í
og það voru bilar. Þegar liann var
drepinn átti hann 25 Packard-bíla,
en þetta óhóf hjó ekki nema lítið
skarð í tekjurnar. Hann gerði annað:
hann keypti búgarða og fór að rækta
vinvið, í stórum stíl, og enginn gest-
gjafi gat verið þektur fyrir að hafa
ekki „konungsvín" á boðstólum, svo
að markaðurinn varð góður og kon-
ungurinn græddi. Þetta ýtti undir
konung og nú rjeðst hann í önnur
fyrirtæki. Hann keypti námur í
Jugoslavíu, en fór siðan að eignast
hlutabrjef í erlendum fyrirtækjum
og græddi á öllu. Þegar kreppan
dundi á í landinu afsalaði hann sjer
miklum hluta konungsmötunnar -
hann græddi svo mikið á fyrirtækj-
um sínum, að hann þurfti liennar
ekki með. Og þegar hann dó erfði
Pjetur litli 20 miljónir dollara eftir
liann.
Wilhelmina Hollandsdrotning er
meðal aðalhluthafanna í „Dutch
Trading Company“, og þegar Juíi-
ana dóttir hennar giftist keypti
drotningin alt í búið handa henni
fyrir arð af hlutabrjefum sínum. —
Zogu Albanakonungur hefir lagt alt
sitt fje — 1% miljón dollara — í
svissnesk fyrirlæki. Honum þykir
það vissara, ef ske kynni að hann
yrði að liröklast úr landi einn góð-
an veðurdag.
Þeir konungar og prinsar, sem
hafa afsalað sjer ríkiserfðum hafa
l>ó oftast verið hepnastir i braski
sínu.
Þegar enginn Primo de Rivera var
lengur á Spáni til að halda hlifi-
skildi yfir Alfons konungi og hann
var rekinn frá, gat hann fyrst gefið
sig allan að olíubraski sinu, sem
liann liafði verið viðriðinn lengi.
Alfonso varð olíukongur og likar
lífið vel. — Þann tima sem Georg fyr-
verandi og núverandi Grikkjakon-
ungur var landlaus græddi hann of
fjár á kaupsýslu.
Ekki verður þetta þó sagt um her-
togann af Windsor. Bróðir háns
borgar honum 125.000 dollara á án
úr eigin vasa, en auk þess hefir
hann 300.000 dollara árstekjur af
eignurn sínum. Hertoginn á því ekki
á hættu að komast á sveitina, jaf’i-
vel þó að liann fáist ekki við stór-
gróðafyrirtæki, en það mun honum
ekki lagið. Þau ár, sem hann vur
prins af Wales eyddi hann 27 miljón
krónum til ýmsra líknarráðstafana.
Boris Búlgarakonungur er talinn
meðal fátækustu konunga vcraldar
og hefir hann 120.000 dollara árs-
laun. Hann er afar sparsamur. —
Gustaf Svíakonungur er talinn ríkur
konungur, en þó er Englandskon-
ungur honum miklu ríkari, enda rík-
asti þjóðliöfðingi Evrópu. Hann hef'-
ir 2 miljón dollara konungsmötu,
auk allskonar annara tekna af eign-
um krúnunnar og af arfi forfeðra
sinna, þar á meðal af þeim niu
miljón dollurum, sem Victoria drotn-
ing Ijet eftir sig, og ekki hefir verið
hreyft við síðan lnin dó.
Fjörutiu þúsund manns fórust af
bifreiðaslysum í Bandaríkjunum á
siðasta ári, en 1.040.000 meiddust
meira og minna.