Fálkinn - 18.08.1939, Síða 5
F Á L K I N N
5
trúi ísl. ríkisstjórnarinnar á Ling-
iaden. Er til Stokkhólms kom var
ínikill mannfjöldi á járnbrautarstöS-
inn til þess að taka á móti Ármenn-
ingunum. MeSal annara, er þar voru
staddir, var fimleikaflokkur K. F.
U. M., íslendingar, sem dvelja í
Stpkkhólrni og margir íslandsvinir.
Jan Ottoson, rektor á Lillsved, bauS
Ármenningana velkomna meS
snjallri ræSu, en Sigurjón Pjetursson
þakkaSi fyrir þeirra lrönd. Fram-
kvæmdastjóri leikfimisflokks K. F.
U. M., Erik Ljung, var einnig stadd-
ur þarna, en hann greiddi veg flokk-
anna, meSan lreir dvöldu í Stokk-
hólmi, meS miklum ágætum, og hafa
Ármenningar ekki nógu sterk orS
yfir þaS, í hve mikilti þakkarskuld
þeir standi viS hann.
Fimtudagsmorguninn 20. júlí hófu
flokkarnir þegar að æfa sig, en þá
um kvöldiS átti þetta stórkostlega
alheimsmót á Lingiaden aS hefjast.
— Kl. 7 um kvöldiS gekk alt leik-
fimisfólkiS, hátt á áttunda þúsund
manns, inn á Stokkhólms Stadion
(leiksviSiS). í fararbroddi voru hin-
ir 36 þjóSfánar þeirra landa, er
þátt tóku í mótinu, en á eftir gengu
svo þjóSirnar í stafrofsröð. Þegar
allir flokkarnir höfðu fylkt liði á
leiksvæðinu, ók Gustav Svíakonung-
ur meS föruneyti sínu inn á leik-
vanginn. Er konungur hafði verið
liyltur, gekk hann í ræðustólinn og
lýsti jjví yfir, að þessi alheims liá-
tíð fimleikamanna væri hafin og
um leið kváðu við ótal fallbyssu-
skot. Síðan var spiluð og sungin
kantata, er gerð hafði verið í til-
el'ni þessara hátíðahalda. Per Albin
Hanson, forsætisráðherra, flutti því
næst ræðu og siðan Hans Edgarth,
formaður framkvæmdarnefndarinn-
ar. Að lokum var afhjúpað minnis-
merki af Per Henrik Ling, og síðan
gengu allir flokkarnir fyrir konung
á ný, og að því búnu út af sýningar-
svæðinu. — Þannig lauk fyrsta degi
hátíðahaldanna.
Ármenningar halda þvi mjög á
lofti, sein og öll blaðaummæli, að
það muni iógleymanlegt öllum, er á
horfðu, að sjá þarna um 8000 vel þjálf
að leikfimisfólk frá fjöldamörgum
löndum í ýmiskonar búningum. En
áhorfendasvæðið var fullsetið, en það
tekur um 30—35 þúsund.
Næstu þrjá daga fóru fram sýn-
ingar. — Hópsýningarnar voru allar
haldnar á 'Stadion og voru í flestum
þeirra um 500 manns. Innanhúss-
sýningarnar fóru fram i fjórum
stærstu samkomuhúsum Stokkhólms-
borgar. Ármenningarnir sýndu i
stærsta sýningarhúsinu, er heitir
Alvikshallen og tekur 3—4 þúsund
áhorfendur. Flokkarnir liöfðu báðir
tvær sýningar — morgunsýningu og
síðdegissýningu. Fyrri sýningin var
á laugardagsmorguninn 22. júlí kl.
Svíþjóðarfarar Á rmanns.
lnnganga íþróttamanna ú Stadion.
10%, en sú seinni á sunnudagskv.
kl. 8. BáSar sýningarnar voru mjög
vel sóttar, sjerstaklega sú síðari, er
fór fram fyrir troðfullu liúsi. Þegar
háðir flokkarnir gen(gu út, að lokinn.
seinni sýningunni, ætlaði fagnaðar-
látunum aldrei að linna. — Auk
ljessara sýninga var kvennaflokkn-
um boðið að halda sýningu á
„Skansinum“ — aðalskemtislað
Stokkhólmshúa — og voru áhorf
endur jjar um 10 þúsund.
Öll blöðin í Stokkhólmi skrifuðu
mjög lofsamlega um sýningar Ár-
menninganna. í Svenska Dagbladet
segir svo: „Menn biðu með tals-
verðri eftirvæntingu eftir sýningu
íslendinganna. Eftir tvær mínútur
voru sýningargestirnir orðnir hrifn-
ir af hinni frumlegu og fögru leik-
fimi íslensku stúlknanna sautjún.
Það var leikfimi, sem enginn þurfti
að efast um að væri Lings-kerfið,
en var þó „útfært“ á annan hátt, en
nokkru sinni áður mun hafa sjesl
í Svíþjóð. Það var ekki mikið um
„temperament“ í meðförunum, en
þeim mun meira af þægilegri mýkt
og yndisþokka. Sýningin var öll
„eðlileg“, við höfum ekki annað orð,
er betur lýsir henni. Þær gerðu æf-
ingar sinar á hárri slá, eins og á
gólfi væri, með fullu valdi yfir
hverri hreyfingu og með mikilli
mýkt.“
— í Dagens Nyheter segir og á
þessa leið: „Karlaflokkurinn ó einnig
hið mesta lof skilið. Hann var ekki
fjölmennur, en mjög góður og verð-
skuldaði fyllilega hið dúndrandi
lófaklapp óhorfendanna, er voru
svo margir, að húsið var fullskipað.
Og Jón Þorsteinsson á sjerstakt
þakklæti og hrós skilið fyrir að lofa
okkur að sjá sína ágætu stjórnleikni."
Fimtudaginn 20. júlí bauð fim-
leikaflokkur K. F. U. M. Ármenning-
unum til Lillsved, en þar er glæsi-
legur fimleikaskóli. Ottoson rektor
tók jjar ó móti þeim með mikilli
rausn. — Mánudaginn 24. júlí bauð
fjelagið Sverrige-ísland flokkunum út
til Saltsjöbaden. Var það hinn á-
gæti íslandsvinur lektor Jansson,
sem sá um það, en hann er mörg-
um að góðu kunnur síðan hann var
hjer við háskólann sem sendikenn-
ari Svía. — Þar tóku 16 Ármenning-
ar sænska sundmerkið. Þ. e. a. s.
syntu það, sem áskilið er til þess að
hljóta sundmerki Svia.
— Sunnudagskvöldið hjelt Stokk-
hólmsbær boð fyrir alla þátttakend-
ur i Lingmótinu, og var það haft í
14 stærstu hótelum bæjarins. Flest
var leikfimisfólkið i Stads-húsinu,
en þar mun hafa verið um 1200. Þar
var afhjúpað minnismerki um Ling,
sem Stokkhólmur gaf. Við þá athöfn
voru viðstaddir fánaberarnir með þá
fóna, er voru á Lingiaden. Um leið
Framh. á bls. lk.
Ármenningar i Tivoli.
Ármenningsstúlkur á slá.