Fálkinn


Fálkinn - 18.08.1939, Síða 7

Fálkinn - 18.08.1939, Síða 7
F Á L K I N N RRUNASTIGAR, SEM MUNAR UM. Myndin er frá brunaliðsæfingu í Montreuil í Frakklandi, skamt frá París. Var prófuð þar ný gerð af sjálfheldustiguni, sem slökkviliðið hal'ði fengið, og er sá lengsti þeirra 37 metra hár. UNGUR TONSNILLINGUR. Drengur þessi er fjórtán ára og heitir Heimo Haitto, og er finskur. Þykir liann svo efnilegur tónlistar- maður, að hann hefir fengið verð- laun British Council fyrir árið 1939, en þau eru fólgin í þriggja ára ó- keypis vist og kenslu í Englandi. STRAUMLÍNU-REIÐHJÓL. Franskur hjólreiðamaður hefir bú- ið til straumlínuhettu yfir reiðhjólið ið sitt og fullyrðir, að sjer miði miklu betur áfram á því en áður, sjerstaklega þó, þegar hann hjólar á móti vindi. 7 í TURKEST’AN er kvenfólkið afar myndarlegt tit handanna, og útsaumurinn þar stend- ur á mjög háu stigi. Stúlkan hjer á myndinni er í útsaumuðum þjóð- búningi, sem móðir hennar hefir gefið henni. TIL ÁSTRALÍU. Tetpan hjerna á myndinni heitir Diana Ogilvie og er átta ára gömul. Hún er að stíga upp í flugvjel á Croydonflugvellinum í London og flaug ein síns liðs til Ástralíu, til þess að heimsækja afa sinn og ömmu. FLJÚGANDI MILJÓNAMÆR. Mona Friedlander heitir 24 ára gömul miljónamæringsdóttir í Lon- don, sem eigi aðeins stundar flug sjer til skemtunar, heldur hefir hún tekið próf í áætlunarflugi, og ætlar að því búnu að ganga í flugherinn. JOAN CRAWFORD RITHÖFUNDUR. Joan Crawford og Franchot Tone eru nú skilin eftir þriggja ára „ham- ingjusamt" hjónaband. Og nú kepp- ast blaðamennirnir við að finna nýj- an mann handa Joan. Það er sagt að James Stewart lítist skrambi vel á hana, og það gerir víst fleirum. Þau leika saman í myndinni „Ice Fotlies of 1939“ en þar leikur Joan „ísdrotningu nr. 2“. Það er orðin tíska hjá Hollywood- leikendum upp á síðkastið, að skrifa æfisögu sína og Joan hefir nú gert Jmtta. Kvað bókin vera greindarleg og hnyttin. Enda h.efir lengi farið orð af gáfum hennar í filmbænum og hún verið kjörin í ýmsar trúnað- arstöður. T. d. er hún forseti í fje- lagi leikaranna. Bókin segir ítarlega frá fátækt hennar í æsku. En nú er luin með kauphæstu konum í Holly- wood. Hjer er hún ásamt James Stewart. FRELSIÐ LIFI! Nýjustu myndir að vestan leyna því ekki, að þjóðernismeðvitundin fer vaxandi í Bandaríkjunum, og myndirnar eru óspart auglýsing og hvatning tit frelsis og lýðræðis. Við sýningu á myndinni „Lifi frelsið“ (Let Freedom Ring) vestra, bar það við að allir áhorfendurnir stóðu upp, er Nelson Eddy Söng „My Country ’tis og thee — Sweet Land of Liber- ty“, svo að fólkinu líkar vel, að myndirnar sjeu með þjóðlegum ætt- ræknisblæ. Hjer á myndinni sjest Eddy vera að tala við Victor Mc. Langlen. „GOOD BYE, MR. CHIPS '. Hin alkunna saga James Hiltons, með ])essu nafni, hefir verið kvik- mynduð í Englandi af Metro-fjelag- inu. Chips er kennari í enskum heimavistarskóla og lýsir sagan æfi hans í skólanum, frá unga aldri. Honum tekst að vinna traust drengj- anna, og jafnvel eftir að hann lætur af störfum koma þeir til hans að leita ráða. Robert Donat, sem nýlega hefir fengið feiknalof fyrir leik sinn i „The Citadel“ leikur mr. Chips. Hlutverkið nær yfir 00 ár, svo að leikarinn verður að breyta sjer all- mikið, frá unglingi til öldungs. Ekki aðeins i útliti heldur Iíka í röddinni. Kvað ge.rfi hans í myndinni vera meistaralegt. Hjer á myndinni sjest hann miðaldra, ásaml Green Carson sem leikur frú Chips. FEGURÐ OG ÓFRAMFÆRNI. Merle Oberon komst til vegs fyrst og fremst vegna þess, hve sjcrkenni- leg hún var i útliti. En ljegar liún kom fyrst til Hollywood og byrjaði þar sem statisti, reyndi hún á allan hátt að leyna útliti sínu, vegna þess að hún hjelt, að það stæði henni fyrir viðgangi. Þessvegna var hún altaf með þykt farðalag á andlitinu. En svo vildi það til, að einu sinni þegar hún var „ómáluð“, hitti hún sjálfan Goldwyn forsljóra, og hann varð svo hrifinn af „nýja andlitinu" á henni, að hann bauð henni þeg- ar aðallilutverk í myndinni „Dark Angel“. Sjálf hefir hún lýst því, live illa henni leið, þegar hún stóð ó- máluð frammi fyrir ljósmyndavjel- inni, og hve forviða hún varð, er hún las blaðadómana um frammi- stöðuna. Myndin er af Merle Ober- on og Lawrence Oliver.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.