Fálkinn


Fálkinn - 18.08.1939, Page 9

Fálkinn - 18.08.1939, Page 9
F Á L Iv I N N y ,,Jey vissi að þjer muncluð koma, ogeiginlega heffii je</ átt að flýja.“ oi’ðið árangurslaus. Stúlkan liafði alls ekki úrið, og þó liafði hún verið f;erð úr hverri spjör. Og Peggy hafði hrósað sigri, sem ekki var furða. Svo hafði hann ákveðið, að gera eitthvað fyrir hana, í sárabætur — - hvað það var, fjekk jeg elcki að. vita, og jeg gleymdi stúlkunni alveg þang- að til einn góðan veðurdá’g, að jeg frjetti að Clark Lawrence væri and- aður. — Þegar arfleiðsluskrá haús var opn- nð, rakst jeg á nafnið Peggy Lone meðal þeirra, sem hann liafði ánafn- að dánargjalir. Hún átti, að því er arfleiðsluskráin sagði, heima í heima- vistarskóla ungra stúlkna, skamt frá Philadelphia. Þar átti hún að verða þangað til hún yrði 24 ára, og fá ákveðna fjárupphæð af eignum Law- rence á hverju ári, þangað til hún giftist. Jeg get ekki neitað því, að jeg rak upp stór augu, þegar jeg las þetta, en Clark Lawrence var i mörgu til- liti einkennilegur maður, og þegar hann rjetti öðrum hjálparhönd, þá gerði hann það svo um munaði. En nú langaði mig til að sjá Peggy aftur, og af þvi að jeg þurfti að fara til Philadelphia hvort sem var, vegna arfsins, fór jeg einn daginn út í þennan kvennaskóla, sem lá spöl- korn fyrir utan borgina, einn sjer, í stórum gömlum trjágarði. Forstöðukonan var einstaklega al- úðleg kerling, sem lók á móti mjer opnum örmum, og fór með mig inn í einskonar móttökustofu, en þangað kom Peggy svo að vörmu spori. Hún hafði ekki breyst nokkra vitund. Andlitið var alveg jafn galgöpa- iegt og daginn sæla í New York forðum, en liún var bara miklu bei- ur klædd, að maður ekki segi ijóm- andi vel. Þegar hún sá hver gesturinn var, brá glettnisvip fyrir í andlitinu. Svo rjetti hún mjer hendina með tigu- legu látbragði, svo að hefðarfrú í New York hefði ekki getað gert betur. „Það gleður mig að sjá yður, herra P.iggins. Yður líður vel? Það hef'r víst margt drifið á dagana i New áork síðan jeg fór — en maður neyðist lil að gefa sjer tínia til að mentast." Jeg var mállaus af undrun. Gat þetta verið sama stúlkan, sem við höfðum lagt hendur á fyrir einu missiri á bryggjunni í New York, og borið þjófnað uþp á? Hún sá undir eins hvað jeg hugs- aði, og undir eins varð alt andlitið eitt bros. Og brosið breyttist svo í skellihlátur, sem smilaði svo, að jeg varð að hlæja lika. „Tókst mjer ekki vel?“ sagði hún loksins, er hún hafði hlegið út. „Það er ’alls ekki erfitt að verða fín frök- en — svona utan á. En að öðru leyti - hvað það er erfitt! Hugsið þjer yður, svona verð jeg að vera allan daginn, annars fæ jeg ákúrur. En þjer getið reitt yður á, að jeg nýt mín betur, þegar jeg er komin upp í herbergið mitt á kvöldin." „Langar yður þá ekki lil að verða eins og hinar ungu stúlkurnar hjerna í skólanum?“ „Nei, mr. Riggins, það getið þjer bölvað yður upp á. Jeg vil gjarnan læra að koma fram sem siðuð mann- eskja og tala eins og þjer og mr. Lawrence, en fyrir alla muni vil jeá ekki verða eins og flestar skóla- syslur mínar, því að þær hugsa ekki um annað en tildur og dans og þesskonar, sem auðvitað getur verið skrambi gaman, en verður lmndleið- inlegt, þegar til lengdar lætur. Sann- ast að segja, við stúlkurnar í New York.......Jæja, við látum það liggja milli hluta. „Svo að yður leiðist þá lijerna?“ „Ne-ei — mr. Lawrence sagði, að jeg gæli aldrei orðið að manneskju, ef jeg lærði aldrei neilt — og þess- vegna læri jeg auðvitað. En — viljið þjer ekki hjóða mjer til New York i sumarleyfinu, eða á jeg að hýrasl hjerna, þegar allar hinar stelpurnar eru farnar?“ Innan um alla gletnina kom nú angurblíða fram í augun á Peggy — það var eins og þau væru biðjandi! „Jú, auðvitað megið þjer koma og heimsækja mig í sumar," flýtti jeg mjer að segja. Og áður en jeg fór aftur, hafði jeg ráðstafað þessu við forstöðukonuna. TYTESTtJ árin kom Peggy til mín á ^ hverju sumri og í hvert skifti, sem hún kom, sýndist mjer hún hafa fríkkað síðan seinast. New York-hrognamálið hvarf smá- saman og hreyfingarnar urðu eðli- legri, án jjess að hin tölrandi glelni, sem Peggy var eiginleg, hyrfi um leið. Það er best að meðganga jmð: Þeg- ar svona voru liðin sex ár, var jeg orðinn svo skotinn i Peggy, að eng- inn maður getur orðið skotnari í nokkrum kvenmanni, og þessvegna má nærri geta, hvernig mjer var inr.anbrjósts einn daginn, meðan jeg beið þess að hún kæmi. Hún var nú að ljúka við skólann, og jeg hafði beðið systur mína að sækja hana til Philadelphia. Aldrei á æfi minni hefi jeg verið jafn viðkvæmur á taugunum og jeg var þeiinan dag. Jeg hafði nefnilega afráðið að biðja Peggy — biðja hana að verða konuna mina — en skratta korninu ef jeg vissi, hvernig jeg álti að koma orðum að þvi. Jeg hafði ótal sinnum sagt frá því i smásögunum minum, hvernig mað- ur fer að því að biðja sjer stúlku — teygt þennan lopa og undið liann og spunnið í ótal útgáfum, en þegar jeg átti að gera þetta i verunni, þá olli mjer það kvala og vandræða, sem mjer virtust óviðráðanleg. Svo rann lestin úpp að hlaðinu. — Hún var ennþá fallegri en í fyrra, og það gerði mjer ennþá erf- iðara lyrir. Sjálf var lnin látlaus og hispurslaus eins og hún átti að sjer. Þegar við komum heim, og henni hafði verið sýnt herbergið, sem hún álli að hafa, kom jeg henni fyrir í stórum stól inni hjá mjer, og svo fórum við að tala um framtíðina. „Hvað hafið þjer nú hugsað yður að taka fyrir,Peggy?“ spurði jeg. Peggy horfði á mig stóru fallegu augunum, og jafnframt því sem blóð- rásin örvaðist hjá mjer við augnatil- litið, þá fór hrollur um mig um leið, því að jeg var hræddur um, að hún niundi hlæja að mjer, þegar jeg hafði sagl henni það, sem mjer var niðri fyrir. „Jeg ætla að ferðast, Jack. Fara út í heiminn og líta kringum mig.“ „En — Peggy. Ekki getið þjer farið ein?“ „Hversvegna? Haldið þjer að nokk- ur geri mjer mein?“ „Nei, en það gæti verið að ein- hver saknaði yðar?“ Hún leit á mig aftur, þessum aug- um, sem mjer var ómögulegt að ráða, og jeg fór alveg út af laginu. Þessvegna gat jeg ekki sagt neitt við hana þann daginn, og þegar jeg kvaddi hana á brautarstöðinni nokkr um dögum siðar, hvíslaði hún að mjer: „Jeg veit vel livað þjer ætluðuð að segja við mig um daginn, en það sloðar ekkert, Jack. Jeg get aldrei gifst yður.“ TAFNVEL þó að Peggy væri nú J komin í svo mikla fjarlægð frá mjer, að jeg gæti haft hugann við annað en hana — líka við annað kvenfólk — þá hafði jeg samt ekki gleymt henni. Henni skaut oft upp í huga mínum og jeg sá augu hennar greinilega fyrir innri sjónum mín- um. Jeg skildi bara ekki, hversvegna hún hafði sagt þetta við mig — og á jjennan hátl. Jeg var á lerðalagi um Evrópu, lil þess að tala við ýmsa forleggjara og var kominn lil London í heimleið. Þar fjekk jeg boð, að taka þátt i dansleik hjá einum af ættingjum Clark Lawrence. Af þvi að viðskifti min höfðu dregist á langinn þann daginn, kom jeg nokkuð seint. Jeg gladdist þegar jeg sá ýmsa amerik- anska kunningja í gestáhópnum. Jeg gat haldið mig að þeim, því að jeg hata siðvendni Englendinga. Kunningjarnir kyntu mig ungri skáldkonu franskri, sem jeg hafði tekið eftir undir eins og jeg kom inn í salinn, fyrir það hve hún var suðræn og fögur. Það fjell mætavel á með okkur, því að við áttum mörg sameiginleg áhugamál, og jeg er ekki lrá því, að við höfum dansað fullmikið saman i— meira en enskt siðalögmál leyfir. En þá kom jeg aít i einu auga á Peggy. Húu sat ein dálitið afsiðis og jeg gat sjeð, að hún hafði á mjer augun meðan jeg var að dansa við frönsku stúlkuna. Þegar dansinn var úti, flýtti jeg mjer inn í hliðarstofuna lil að heilsa henni — en hún var horfin. Allar gömlu tilfinningarnar vökn- uðu á ný og jeg fór að leita að lienni. Hún gat ekki verið farin. Loks fann jeg hana i krók i vetrar- garðinum. Hún leit ekki einu sinni við þeg- ar jeg kom inn, en sagði með und- arlegri ókunnuglegri rödd, sem var ólík hinni kátu Peggy: „Jeg vissi að þjer munduð koma, og eiginlega hefði jeg átt að flýja, en jeg gat það ekki, Jack. Nú verð- um við að tala út.“ Hún tók málhvild og jeg setlist á móti henni. „Sjáið j)jer, Jack,“ hjelt hún á- fram. „Mjer hefir þóll vænt um yður síðan þjer komuð og heimsóttuð mig á skólanum í fyrsta skifti, og hins- vegar eruð þjer eini maðurinn, sem jeg get ekki gefið jáyrði þó þjer bæðuð mín. Þessvegna fór jeg í ferðalag til þess að reyna að gleyma yður. En mjer er það ómögulegt, og þegar jeg sá að þjer voruð að draga yður eftir þessari frönsku fugla- hræðu, sem hefir hundrað sinnum meira á samviskunni en jeg, ])á á- kvað jeg að segja yður sannleikann. — Jack, hjer með bið jeg yðar — ef þjer viljið taka á móti, sem brúðgumagjöf frá mjer, gullúrinu, sem liggur aftan við sætið i bifreið- inni, sem við ókum saman í fyrir tíu árum.“ Líttu á, lesandi góður. Jeg fyrir- gaf Peggy af því að jeg elskaði hana. Og ef þú getur ekki fyrirgefið henni, þá er það af þvi, að jeg hefi ekki lýst henni nógu vel. Enginn sem þekkir hana niundi geta stilt sig um að fyrirgefa henni. RADIO-HUNDURINN. Lögreglan i Ástralíu hefir verið að gera ýmiskonar tilraunir með húnda í sambandi við loftskeyta sendingar. Víðtækið er fest á hund- inn og hann siðan sendur eitthvað út í buskann, en síðan er honum skipað fyrir á þann hátt, að það er kallað til hans í útvarpinu. Það hefir komið á daginn, að hundarnir hlýða fyrirskipununum, sem þeir fá þessa leið. — En þetta er ekkert nýtt. Það eru mörg ár síðan að maður einn lijer á landi talaði við hundinn sinn i sima, er hann hafði lent í slangri í annari sveit, og skipaði honum að koma heim. Og luindurinn gegndi undir eins! Hver veit nema sveita- menn geti sparað sjer að fara i göngur framvegis, en sent hundana á afrjett með viðtæki á bakinu, en beðið þulinn um að siga og segja „sæktu það“, meðan á göngunum stendur!

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.