Fálkinn


Fálkinn - 18.08.1939, Side 10

Fálkinn - 18.08.1939, Side 10
10 FÁLKINN Nr. 561. Fágæt veiði! S k r í 11 u r. Copyrighi P. I. B. Box 6 Copenhagen Forsjáli givðingariddarinn. Kennarinn: Hve mörg grömm eru í kílógramminu? Tómas: Það fer nú alt eftir ]jví viö livaða kaupmann maður verslar. Pjetur: Að hugsa sjer þetta ryk. Það er orðið fingiírþykt á húsgögn- unum hjá mjer. Jeg sje það, að jeg kemst ekki hjá því að gifta mig. Jón: Ilvaða vitleysa. Jeg veit ráð. Kauptu þjer ryksugu. Þú getur skrúf- að fyrir hana, þegar þjer sýnist, og auk þess er hún ódýrari. .— Þjónn! Hvað á þessi kaffikorg- ur að þýða'í — Hvernig œtti jeg að vita það. Ekki er jeg nein sgákerling. — Mamma sendir yður kjötið aft- ur, og bað mig að segja, að það vœri svo seigt, að það inætti sóla með þyí skó. — Hversvegna gerði hún það þá ekki? Naglarnir gengu ekki í gegn. Anton: Nú, til hamingju Bjarni minn. Jeg heyri sagt, að þú hafir siglt inn í hina friðsælu höfn hjóna- bandsins. Bjarni (dapur í bragði): Ó, nei, jeg hef nú komist að því, að þetta er stríðshöfn, þar sein stórskotin skella á manni öðru hverju. Fr.ú A.: Jeg mætti manninum þin- um á leiðinni hingað, góða mín. Mjer liefir aldrei sýnst hann jafn ellilegur og i dag. Frú B.: Auðvitað, hann hefir held- ur áldrei verið eins gamall og í dag. Presturinn: Það var skammarlegt hvað hann Þórður hraut hátt í kirkj- unni í dag. Bjarni: Víst var það skammarlegt, enda kvörtuðu margir um að hann hefði vakið sig. VHCS/fU fcg/SNblMtNIR Meö ílugujel að næíurlagi. (Framhaldssaga með myndum). 28) í varðstofunni á flugvellinum i Croyden voru menn orðnir mjög hræddir um flugvjelina hans Micks. Þrátt fyrir það.að haldið hafði verið fyrir spurnum um liana, hafði ekk- ei't frjettst um hana. Það var þegar orðið bjart af degi og hún ætti að vera lent fyrir löngu, ef all væri með feldu. Alt í einu hringdi sim- inn. 29) „Lögreglustjórinn í Exeter hjer! í hálftíma höfum við heyrt í stórri flugvjel, sem hlýtur að vera að sveima yfir hænum. En við get- um ekki sjeð neitt vegna þoku“. „Það hlýlur að vera næturpóstflug- vjelin frá Paris“, svaraði varðmað- urinn. „Þakka yður fyrir, við mun- um senda aðstoð.“ 30) „Setjið eina flugvjelina fljótt á stað“, hrópaði Hinge foringi. „Mun- ið að hafa fallhlífar með ykkur! Það var hringt áðan og sagt að næt- urpóstflugvjelin hefði vilst.‘ Skömmú siðar tók flugvjelin sig á loft og hvarf innan stundar inn i þokuna. Lesið í næsta blaði um það, hvernig björgunin tekst. ELDSTÓ í ÚTILEGU. Ef þið farið í útilegu og liggið við i tjaldi, er nauðsynlegt fyrir ykkur að hafa eldhús eða eldstó, svo að þið getið minsta kosti fengið ykk- ur heita máltíð einu sinni á dag. Hjer sjáið þið nokkrar gerðir af eldstóm, sem notaðar eru í útilegum. Á mynd A sjáið þið einföldustu gerðina, þar er eldstóin grafin beint niður í jörðina og höfð tvö eldunar- stæði. Þið komið prímusnum eða olíuvjelinni fyrir í holunum, sem mynd 1 sýnir og reykopið er látið vera í öfuga átt við vindinn, og það sjáið þið við 2. Auðvitað byggið þið svo reykháf úr torfi yfir reykopið. Á mynd B sjáið þið langskurð af slíkri eldstó. Á mynd C og I) sjáið þið reglu- . legar eldstór, sem notaðar eru ú annan hátt, en sú sem sagt var frá hjer áðan. Ef þið hafið eldivið og ! jarnplötu, þá grafið þið holu niður j í jörðina og á platan að geta náð , yfir % hluta hennar. Síðan byggið I þið reykháf úr torfi og á bálið und- ir plötunni og reykinn að leggja j eftir göngum, sem eru i samhandi I við hann. Þið sjóðið svo og steikið i ofan á sjóðheitri járnplötunni, en , hyggilegt er fyrir ykkur, að leggja : ^ tcrfur ofan á plötubrúnirnar, svo að þið brennið ykkur ekki á hnján-'; j um eða höndunum, ef þið komið Vi við þær. 5 Þið getið einnig soðið við opið Sk bál, ef þið aðeins hafið grind, sem heldur suðuáhaldinu mátulega hátt l'rá eldinum, sjá mynd E. Þið rekið mátulega digurt prik niður í jörð- ina, rjett hjá bálstæðinu. Síðan fáið þið ykkur gjarðajárn og beygið á það tvo hringi, annan sem er mátu- legur utan um prikið, svo að hann geti runnið upp og niður eftir þörf- um. Þið búið svo til göt á prikið, mismunandi hátt, og svo látið þið nagla í þau, eftir því í hvaða hæð þið viljið hafa eldunargrindina. — Hringurinn á hinum enda eldunar- grindarinnar, það er að segja sá, sem er hafður yfir eldinum, er miklu stærri, eins og þið sjáið á myndinni Þið búið siðan til rist úr girðinga- vir, sem þið leggið svo á hringinn undir pottinn eða ketilinn.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.