Fálkinn


Fálkinn - 18.08.1939, Síða 12

Fálkinn - 18.08.1939, Síða 12
12 F Á L K I N N STANLEY SYKES: Týndi veðlánarinn.18 huga sjer, og fór í fjölleikahús, og skemli sjer ágætlega við að horfa á gamanleikara og fimleikamenn. X. kapítuli. RJETTARHALDIÐ. Charles Domville Esq. logfræðingur var dómari í lijeraðinu, sem Southbourne taldisl til. Hann var maður í meðallagi vel gefinn, sem hafði aldrei komist inn í starf sitt með Jífi og sál og hafði lagt ýmislegt fyrir sig um æfina. Hann hafði verið blaðamaður, á ófriðarárunum var hann skeytaskoðari, kosn- ingasmali og frambjóðandi til þingsins, og fyrir þau afskifti sín af stjórnmálum hafði honum tekist að ná í dómaraembætti (sem er æfilangt starf) fyrir atbeina flokks síns. Af einbverri ástæðu, máske af meðfæddu yf- irlæti eða máske af því að hann fann i hjarta sínu til þess, að liann var ekki nema miðl- ungsmaður, gerði hann sjer mjög far um, að láta á því bera hve embætti hans væri virðu- legt. Það er alveg satt, að konunglegir dómar- ar eru mjög þarfar persónur. Starf þeirra er að varðveita óskaddaða hina rótgrónu virðingu fyrir mannhelginni, sem er máske enn rótgrónari [í Englandi en í nokkru öðru landi veraldar, og dómarinn hefir í hundruð ára og er enn þann dag í dag máttkasti vörður þessarar mannhelgi. 1 því tilefni hefir honum verið gefið allmikið vald. Hann getur kallað saman kviðdóm og neytt vitni til að mæta og látið þau vinna eið að framburði sínum, hann getur úrskurðað fólk í Varðhald og dregið það fyrir lög og dóm. Því mætti bæta við, að dómarinn beitir nærri því altaf valdi sínu með prúðmensku og nærfærni. Það var því ekki úr vegi, að Domville teldi starf sitt virðingarstöðu, en það er hætt við, að það hafi verið persónulegar hvatir sem þar rjeðu, og meðvitundin um, að því meira sem fólk virti dómstólinn því meira virti það sjálfan hann. Honum var illa við sparnaðarráðstafanir þær, sem gerðar höfðu verið á stríðsárunum, að afnema kviðdóma nema í sumum mál- um. Honum fanst ekkert varið í að sitja í dómi, þar sem hann var ekki sjálfur i full- um skrúða og umkringdur af kviðdómend- um. Þessvegna líkaði honum þetta mál: það varð að sjálfsögðu að koma fyrir kviðdóm, þar sem það var sakamál, sem bæði Scot- land Yard og innanríkisráðuneytið höfðu fjallað um. Og þetta mál hafði vakið athygli og mundi vekja enn meiri athygli; blöðin voru farin að nota þriggja dálka fyrirsagn- ir á það, og þarna voru komnir fleiri blaðamenn, en stúkan þeirra í dómssalnum rúmaði. Mr. Sliaw, blaðamaður frá „The Gazette“ og mr. Blake, blaðamaður, ritstjóri og eig- andi „The Reporter“, sem í mörg ár liöfðu verið einu ábúendur blaðamannastúkunnar (tveir stólar) í dómsalnum í Southbourne, voru nú ekki einir um liituna, lieldur voru þeir að kafna í hóp ungra og ákafra manna, sem vopnaðir voru með minnisbókum og blýöntum. Tóku þeir sjer sæti i fremstu á- heyrendabekkjunum í salnum. Á bekkjun- um fyrir aftan var orðið fult af áliorfendmn hálftíma áður en rjettarhaldið liófst. Charles Domville Esq., pefvislegur maður með skolóttar augnabrúnir og sköllóttan haus, sem hann reyndi að hylja með nokkr- um gisnum og löngum liárum, var á eintali við Drury og var ekki í sem bestu skapi. Hann tugði pennaskaftið og ygldi sig framan i rólega manninn, sem stóð fyrir framan hann. Minnugur virðingar sinnar sat liann meðan á samtalinu stóð, en bauð ekki hin- um manninum sæti. Það er oftast svo, að lítilsmegandi menn leggja mikla áherslu á ytri siði, en hinir ekki, sem betur mega. Naiioleon var eins og grátitlingur i páfa- gaukahóp, þegar hann var innan um mar- skálka sína — en aðeins á yfirborðinu. „Þjer viljið ekki láta minnast meira en nauðsynlegt er á Derrington eða Laidláw? Hversvegna ekki?“ spurði Domville önugur. „Yegna þess að inálið er engan veginn út- kljáð ennþá. Það verður vitanlega ekki hjá því komist að minnast á liann, en við meg- um fyrir hvern mun ekki láta vitnast, að liann hafi verið settur í fangelsi." „Hvað var nafnið? Hvorn þeirra? Er þetta einn maður eða tveir?“ „Aðeins einn, að því er við besl vitum. Laidlaw er rjetta nafnið en Derrington er gerfinafn. Hann er í gæsluvarðhaldi núna, grunaður um innbrotsþjófnað hjá Levinsky, sem jeg býst við að við getuni sannað á hann. Hann ljet eftir sig fingraför á hurðar- húninum á peningaskápnum." „Gerði liann það? Er það satt? Jeg hjelt að glæpamenn væru altaf með hanska.“ „Þeir eru það — þeir útförnu. En þetta var fvrsta tilraun þessa manns, og liann var kunnáttulaus. Og svo var aðalviðfangsefni hans annað, innbrotið var aðeins aukaatriði. Við höfum líka kært hann og konuna hans fyrir liftryggingarsvik, og við vitum að við getum sannað þau, jafnvel þótt hitt bregðist. En við teljum vist, að liann liafi verið riðinn við dauða og livarf Levinskys, en vitum ekki, hve margir liafa verið í vitorði með honum. Konan hans. hefir áreiðanlega verið það, vegna þess að hún lijálpaði honum að falsa heila jarðarför og tók sjálf út líftryggingar- fjeð. Hitt vitum við ekki, hvort hann hefir haft fleiri sjer lil aðstoðar. En hafi svo ver- ið, þá viljum við lielst ekki að þeir frjetti of mikið. Gallinn er, að við höfum ekki sannanir í þessu máli ennþá, og þessvegna getum við ekki beðið yður um úrskurð eins og um morðmál væri að ræða.“ „Þegar jeg þarf upplýsingar um, livort jeg eigi að gefa út morðmálsúrskurð, þá læt jeg vita, fulltrúi,“ sagði dómarinn fokvond- ur. „Jeg geri ráð fyrir að jeg yfirheyri um dauða þessa manns á venjulegan hátt, og ef lögreglan heldur sjer aðeins við það sem sannað er, í framburði sínum, þá geri jeg ekki ráð fyrir að þurfa að minnast einu orði á handtöku Derringtons. Innbrot og vá- tryggingasvilc snerta ekki þetta rjettarhald á nokkurn hátt.“ „Þá er okkur nóg. Jeg var ekki að gefa i skyn, að það yrði farið út í aukaatriði i rjettarhöldunum, en sumum kviðdómendum hættir við að halda sjer ekki við efnið.“ „Jeg liefi tíu ára reynslu af kviðdómend- um,“ tók Domville fram í, „og jeg skal á- reiðanlega halda þeim við efnið.“ Ivlukkan í turninum á móti sló liólftíma- slag og dómarinn, sem var stundvís maður stóð upp og opnaði dyrnar fram í rjettar- salinn. i „Tildurasni!“ hugsaði Drury með sjer og fór út úr stofunni um óæðri dyrnar og gang- inn, sem lá inn í rjettarsalinn framhjá bið- stofu vitnanna. Þrótt fyrir ýmsar veikar hliðar, var Dom- ville í mörgu tilliti dugandi dómari. Hann liafði fengið lipran talanda meðan liann var blaðamaður og kosningasmali, og lionum var lagið, að greina sundur flókið efni og lýsa því á óljósan hátt. Og þeim dómara, sem það kann, má margt fyrirgefa. Hann byrjaði á- valt athöfnina með dálitlum ræðustúf til kviðdómendanna og lýsti skyldu þeirra og starfsaðferð. „Herrar mínir,“ byrjaði liann þegar hann hafði sest og kviðdómendurnir líka, „þið er- uð kvaddir liingað til að gefa vitnisburð um dauða manns eins, sem grafinn hefir verið undir nal'ninu Laidlaw. Eins og þið vitið, þá var líkið, snn þið hafið liaft tækifæri til að skoða, tekið upp úr gröfinni, að undangegn- um rannsóknum, sem gerðar liafa verið al' lögreglunni hjer á staðnum ásarnt fulltrúa frá Scotland Yard. Þið munuð fá að vita, af skýrslu lögreglunnar, hversvegna þessar ráð- stafanir hafa verið gerðar. Og af skýrslu læknisins frá innanrikisráðuneytinu munuð þið sjá, af hvaða sjúkdómi eða ástæðu þessi dáni maður hefir andast. Þegar þið hafið heyrt þessar skýrslur er það ykkar að dæma um hver maðurinn var — og það eru líkur lil, að það sje ekki sá maður, sem gefið var i skyn — og hver ber ábyrgð á dauða lians, svo framarlega, sem liann hefir ekki orðið af eðlilegum orsökum. Kallið á fvrsta vitnið, gerið þjer svo vel!“ Rosenbaum var leiddur upp í vitnastólinn og eiðfestur, við gamla testamentið að liætti Gyðinga. Hann sagði frá þvi, er hann sakn- aði húsbónda síns og leitaði á náðir lögregl- unnar. „Vill nokkur spyrja?“ sagði dómarinn við kviðdómendurna. „Já, dómari,“ svaraði formaður kviðsins. „Mig langar að spyrja vitnið, hversvegna það hafi óttasl svona fljótt, að hvarfið væri grunsamlegt.“ Rosenbaum lýsti vanafestu og venjum hús- bónda síns itarlega þangað til formaðurinn kvaðst vera ánægður með skýringuna, og nú vjek vitnið frá. Ridley, sem kom næstur, hvíslaði að honum, að liann skyldi ekki fara langt, því að bann mundi bráðlega verða að mæta aftur. Settist skrifarinn þá niður en Ridley steig upp í vitnastólinn. Hann vann eiðinn með svoddan leikni, að það var eins og liann hefði verið sisverjandi alla sína æfi og síðan gaf liann ágrip af byrjunarrannsókn unum. Hann skýrði frá hvernig grunur lians liefði beinsl að liúsinu í Castle Road, hvern- ig honum liefði brugðist brjef frú Laidlaw, og að hann liefði beðið um hjálp, eftir að honum varð ekkert ágengt sjálfum. Áheyrendur sátu hljóðir eins og steinar og þegar hann vjek frá heyrðist lágur klið- ur í salnum. Nú var Drury næstur. Blaða- mennirnir njeru þreytta úlfliðina og brutu heilann um undirfyrirsagnirnar.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.