Fálkinn - 18.08.1939, Síða 15
F A L K I N N
15
•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••
Tjöld og Sóltjöld
ávalt fyrirliggjandi.
GEYSIR
VEIÐARFÆRAVERSLUN.
harðlega og rjeði honum a'ð hæða
ekki nje svivirða aumingja eða guðs
vesalinga, þótt hann sjálfur findi sig
lieilan og hraustan. Er Guðmundur
hafði þetta mælt, spratt hesturinn úr
spori. Var því alment trúað, að
Guðmundur hefði hjer notað gjörn-
ingakunnáttu sína.
Guðmundur gerist búðarsveinn og
deilir í kvæðum sínum á ísl. kven-
búninginn.
Búðir sunnan Jökuls voru allstór
verslunarstaður í margar aldir. Stóðu
verslunarhúsin alla líð fyrir sunnan
ósinn, þar til i sjóflóðinu mikla
1798, að ])au tók af og voru reist á
ný, þar sem nú er bygðin á Búðum.
Á dögum Guðmundar versluðu
danskir kaupmenn á Búðum. Sagt er
að Guðmundur rjeðist sem búðar-
ritari til eins þeirra og væri hann
þar í tvö sumur. — Margar hillur
voru í búðinni og Ijet kaupmaður
smíða pall út úr þeim og stóð hann
svo hátt, að af honum mátti sjá
injög greinilega um alla búðina.
Uppi á þessum palli var Guðmund-
ur látinn sitja, í þar til gerðu sæti
og rita í verslunarbækurnar. Einnig
átti hann að veita náið athygli,
h.verju fram færi í búðinni. — Guð-
mundur kunni nokkur skil á dönsku
máli og skemti hann kaupmanns-
konunni þvi oft með þvi að segja
henni sögur. Gerði kaupmannskon-
an mjög vel til Guðmundar og Ijet
hann sitja við sama borð og snæða
sömu krásir og bónda sinn. Sagt er
að henni þætti einkennilegur bún-
ingur ísl. kvennanna, einkum fald-
arnir, er þá voru að ryðja sjer til
rúms. Mælt er að hún, ásamt nokkr-
um isl. konum, er ekki feldu sig við
tiskuna, hafi fengið Guðmund til að
yrkja skenskvæði um þennan klæðn-
að. Urðu þá til hin fyrstu Skauta-
Ijóð. En þau urðu mörg að lokum,
því að margir urðu til að svara Guð-
mundi. Hagyrðingar og skáld íslands
munu aldrei, livorki fyr nje siðar,
hafa deilt jafn einarðlega um klæðn-
að kvenna og þá var gert. En þrátt
fyrir öll Skautaljóð og breytingar
tímanna, ber það þó við enn í dag,
að konur sjást á skautbúningi.
Jón biskup Vídalín heimsækir Guð-
mund.
Það mun hafa verið sumarið 1099,
sem Jón biskup Vídalín var i vísi-
tatíuferð á Vesturlandi. Er hann
kom undir Jökul hafði hann orð á
því, að hann vildi koma heim að
Stapa og sjá Stapakryplinginn. Tók
hiskup þvi á sig krók og hitti Guð-
mund. Ræddust þeir lengi við og
sóttu báðir mál sitt all fast. Sagt er
að Guðmundur hafi í engu látið und-
an síga fyrir biskupi. Að lokum fól'
svo, að Vídalínn reiddist og stökk á
dyr. Er hann hafði jafnað sig kom
hann aftur inn og fór þá ágætlega á
með þeim. Fanst biskupi mikið til
um gáfur Guðmundar og ljet þess
getið, að ekkert hefði hann fram
yfir hann, nema það sem hann hefði
lært í skólum. Gerði biskup þá vísu
þessa:
Heiðarlegur hjörfagrjer,
hlaðinn ment og sóma,
yfir hann jeg ekkcrt ber
utan hempu tóma.
Að skilnaði gaf biskup svo Guð-
mundi álitlega gjöf.
Sagt er að Jón biskup Vídalín
gengist í því nokkru síðar við Frið-
rik konung IV., að Guðmundur yrði
fluttur til Kaupmannahafnar, og að
honum yrði veitt þar hús og fæði á
kostnað konungs. Guðmundur mun
hafa látið á sjer skilja, að honum
væri mjög nauðugt að flytja af landi
burt, og því liafi ráðstöfun biskups
ekki komið að neinum notum.
Ævilok Guðmundar.
Guðmundur dvaldi tvö siðustu
æviár sín, með ekkju nokkurri, er
bjó í Klettakoti á Búðum. Snemma
árs 1705 fór hann í ferðalag-út yfir
Fróðárheiði, að Mávahlíð. Er liann
kom heim aftur kendi hann lasleika.
Þann 20. mars orti hann sálminn:
Vakniff þjer guffs burn og vaktiff
upp á. Mun það vera það síðasta,
sem Guðmundur ljet frá sjer fara af
skáldskap. Fjóruin dögum siðar var
drotlinsdagur og ætlaði Guðmundui
þá að lesa húslestur að vanda, en
treysti sjer ekki til þess. Óskaði hann
l>á eftir að hann yrði borinn út. Var
það gert og dó hann þá skömmu
síðar úti við bæjarvegginn í Kletta-
koti.
Guðmundur var jarðaður á Búðum
og mun vera með þeim allra fyrstu,
sem grafinn er þar í kirkjugarðin-
um.
'0.-o-'na-o-'ii*-o--o^o-*iiK-o -'^-O-'O^ 0-^-0 -miw-o "iiv-o-^-o
. Drekkiö Egils-öl
^ O—O'VO^-O'lk-O'^ O-Ito^O-
§
SIEMENS
FR0TD5 RYKSUBRn
MIKIÐ SOGMAGN.
SIEMENS-MÓTOR.
Mörg hundruð harð-
ánægðir notendur á
íslandi.
ÞAÐ ER EINS MEÐ
HRAÐFERÐIR B, S. A.
og MORGUNBLAÐIÐ.
ALLA DAGA NEMA MANUDAGA.
Afgreiðsla í Reykjavík á
BIFREIÐASTÖÐ ÍSLANDS. — Sími 1540.
BIFREIÐASTÖÐ AKUREYRAR.
Nærgætin flóttakona.
Velma West, sem setið hefir í
fangelsinu í Marysville í Ohio fyrir
að drepa manninn sinn, og hefir nú
verið innilokuð í ellefu ár, en álti
að sitja alla æfi í fangelsinu, er
strokin úr fangelsinu. í tómum klefa
hennar fann fangavörðurinn svo-
liljóðandi orðsendingu einn morgun-
inn: Mig langar til að njóta lífsins
áður en jeg deyl En auk þess segir
hún í brjefinu til fangavarðarins,
að hún muni koma aftur og setjast
að í fangelsinu, ef gæslustúlka henn-
ar fái óþægindi fyrir að luin slapp.
- Velma West var á sínum tíma
í miklum metum í samkvæmislífinu,
og þótti Ijómandi falleg. Og það er
sagt, að hún haldi friðleikanum enn,
þrátt fyrir ellefu árin i fangelsinu.