Fálkinn - 01.09.1939, Blaðsíða 2
2
F Á L K I N N
GAMLA BIO
Gamla Bíó sýnir nú á nœstunni
Metro-Goldwyn-Meyer kvikmyndina
Ástmey ræningjans. ASalhlutverkin
Jeika Jeanette MacDonald, Netson
Eddy og Walter Pidgeon.
Jeanette er glæsileg söngkona, sem
alstaðar hefir getið sjer frægð, hvar
sem hún hefir sungið. Hún leikur
aðalhlutverkið í þessari mynd, og
töfrar alla með söng sínum. Myndin
sýnir hið marglita líf frá miðri 19.
öld, þegar gullgrafaratímabilið stóð
sem hæst í Ameríku, þegar feikna-
legir fólksflutningar áttu sjer stað
um j)vera álfuna, frá austri til vest-
urs. Lif þessa fólks er með sjer-
kennilegum blæ og fjölbreytileikinn
mætir því hvarvetna. — Ferða-
mannahóparnir eru á leið til Kali-
forníu — fyrirheitna landsins. I
einum af þessum hópum er stúlkan
með röddina fögru, sem syngur að
lokinni dagsleið og töfrar samferða-
fólkið, sem situr við tjöld sín og
nýtur kvölddýrðarinnar. í hópnum
er fólk af öllum sauðahúsum, hinn
liúaði prestur Sienne, ræningjafor-
inginn Ramarez og litli snáðinn
Gringo, er varð eftirmaður hans.
Indíánar, kúrekar og allskoar fólki
ægir þarna saman í þjóðbúningum
og sýnir kappreiðar og þjóðdansa.
Stúlkan með fögru röddina kemst
í lítið gullgrafaraþorp og þar rekur
hún Polka-veitingahúsið. — Margir
koma til hennar og reyna að vinna
ástir hennar, en það verður sífeid
sneypuför. — Ramarez yngri, ræn-
ingjaforinginn, sem hafði verið
henni samferða forðum daga, kemur
einnig til hennar og hún töfrar
hann með söng sínum. Æðsti maður
þorpsins er einnig á biðilsbuxum
og milli hans og ræningjaforingjans
verður hörð barátta. í þeirri bar-
áltu reynir mjög á heillyndi stúlk-
unnar með fögru röddina og þá
kynnumst við henni í nýju ljósi.
Þetta er atburðarík, fræðandi og
skemtileg mynd og er söngurinn
laðandi og hrifandi.
Ekkjan Sesselja tíuðmundsd. frá
Hraunakróki varð90 ára 28. f.m.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Skúli Skúlason.
Lúðvík Kristjánsson.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Aðalskrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjötsgade 14.
Blaðið kemur út hvern föstudag.
Askriftarverð er kr. 1.50 á mán.,
kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millim.
HERBERTSpren/.
SkTadðaraþankar
Fyrsti Vestur-íslendingadagur
var haldinn á Þingvelli um leið
og fimtugasti íslendingadagur
var haldinn vestanhafs. Hálfa
öld var heimaþjóðin að hugsa
sig um, hvort hún ætti að taka
undir kveðju að vestan. En nú
tókst loksins að manna sig upp
í þessa kurteisi og er þá senni-
legt að nokkurt framhald verði
á, og að framvegis inegi gera
ráð fyrir, að frændum og vinum
Vestanhafs verði helgaður einn
dagur á ári i hinni önnum
köfnu meðvitund heimaþjóðar-
innar.
Það er betra en ekki neitt.
En þó getur íslensk þjóð ekki
litið blygðunarlaust yfir hafið
fyr en hún hefir gert betur.
Það er gott að vísu, að minnast
frænda erlendis einn dag á ári,
en þeir eiga ekki að vera
gleymdir hina 304 dagana. Með-
vitundin um þá á að vera sí-
vakandi í hug allrar þjóðarinn-
ar, á sama hátt og móðirin,
faðirinn, bróðirinn eða systir-
in man ættingjann fyrir handan
haf. —
Þvi hefir oft verið hreyft,
að þjóðin ætti að eiga sterkan
fjelagsskap til þess að halda
tengslunum óslitnum við ætt-
ingjann erlendis. Það hefir jafn-
vel verið reynt að halda uppi
slikum fjelagsskap, en ráða-
menn hans gátu ekki haldið
honum Iifandi. Fjelagsskapur
Vestur-íslendinga i Reykjavík
mun lengstum hafa verið mjög
atkvæðalítill og nánast til þess
að gefa heimkomnum Vestur-
íslendingum tækifæri til að
hittast.
En íslendingasambandið, fje-
lagið, sem safnar öllum íslend-
ingum, hvar sem þeir eru í heim-
inum, saman til kynningar og
starfs, er ókomið enn. Það hefði
ekki verið fjarri lagi, að nota
fyrsta Vestur-íslendingadaginn á
Þingvöllum til þess að stofna
þennan fjelagsskap, en annað-
hvort hefir engum dottið það
i hug, eða enginn liaft uppburði
til að ympra á því í kuldanum
og rokinu, sem var þennan dag.
Hefði það verið stórum nýti-
legra, en að klæða upp fjall-
konur og miss Canada og U.S.A.
og „stilla þeim út“ upp á fer-
legum sykurkassa. — En nú
mun vera orðin til föst „nefnd“
vegna undirbúnings Vestur-ís-
lendingadagsins og má því
vænta, að hún sjái sóma sinn
i því, að hefjast handa um
stofnun íslendingasambandsins i
samráði við fulltrúa íslendinga
vestan hafs og í Kaupmanna-
höfn.
Verkefni liess sambands eru
stærri en svo, að rúm sje til að
tæpa á þeim hjer. Þess gerist
heldur ekki þörf, þvi að allir,
sem vilja hugsa um þau mál-
efni, finna sjálfir hver verkefn-
in eru.
I NÆSTA BLAÐI FÁLKANS:
Grein um útilegur. — Tvær sögur. — Grein um Nuf-
field lávarð. — Frjettamyndir. — Barnadálkur. — Skrítl-
ur. — Litli og Stóri. — Sagnir af gömlum förukörlum,
eftir Sigurð Þorsteinsson o. m. fl.
______________________________________________________i
Best auglýsa í Fálkanum !S9B8iÍK
Frú Marsibel Ólafsdóttir, tíorg-
arnesi, verður 70 ára h. sept-
ember.
Eggert St. Melstað, stökkviliðs-
stjóri og byggingarmeistari á
Akureyri varð 60 ára 29. ágúst.
NVJA BIO
Um næstu lielgi sýnir Nýja Bíó
myndina Victoría mikla Englands-
drottning.
í síðasta blaði var minst á leik-
ara og efni myndarinnar.
Um þessar mundir flýgur mörgum
í hug nafn Victoríu drottningar, því
að i stjórnartíð hennar jókst Brel-
land stórlega að nýlendum og varð
þá í raun og veru það heimsveldi,
sem jiað er enn i dag.. Þessvegna er
nafn Victoríu greipt gullnum stöf-
um á söguspjöld Breta, og þessvegna
kemur liún mörgum í liug nú, þeg-
ar við Brellandi blasa jafn alvarlegir
hlutir og eru á vörum allra um gjör-
vallan heim. Hvað bíður ríki Vict-
oríu drottningar? Því munu fáir
geta svarað.
Victoría var slíkur persónuleiki,
að það er vel þess vert að kynna
sjer hina merkilegu og fjölbreyti-
legu ævi hennar, stjórnsemi liennar
og stjórnvisku, einkalíf hennar og
ástir, gleði og sorgir. í þessari mynd
er reynt að túlka þetta á minnisstæð-
an hátt, reynt að skilgreina skapþætti
liennar og leiða hana stig af stigi
fram fyrir sjónir vorar, alt frá þvi
að hún varð drottning og til þess
tíma að hún gat haldið 60 ára af-
mæli sitt sem stjórnandi Englands.
— Heimilislíf hennar er einnig greitt
í sundur og þar kynnumst við henm
á alt öðru sviði, en sem stjórnanda
ríkisins, þar rætast fegurstu draum-
ar hennar og í því riki unir hún
sjer best, en þar kemur einnig sorg-
in í skjáinn og veikir lund hennar.
En hún er styrk og einbeitt og stend-
ur eins og klettur í hafinu og ver
sig fyrir aðsvífandi öldum.
Stjórnartímabil Victoríu drottn-
ingar í sögu Bretlands nær yfir
fjölda mörg ár og er ærið viðburða-
ríkt. Það er því mjög fróðlegt að
sjá mynd þá, er Nýja Bíó sýnir nú
um helgina, en um leið og hún er
fræðandi er lhin jafnframt skemtileg
og birtir manni einhverja dásamleg-
ustu ástarsögu heimsins.
Ólafur Einarsson vjelfræðinyur
og skoðunarm. skipa og vjela,
verður 50 ára h sept.
}