Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1939, Page 4

Fálkinn - 01.09.1939, Page 4
4 FÁ.LKINJN TTMHVERFIÐ mótar manninn. Umhverfið getur skapað ör- lög lieilla þjóða og valdið sigrum þeirra og hruni, það skapar fram- tíðarmöguleika þeirra og innra sem ytra viðhorf þeirra til iífs- ins. Þannig mótast líf hvers ein- staklings í djúpu innra samræmi við Jandslag, staðháttu og lofts- lagið þar sem hann býr. En ná- kvæmlega eins og náttúran mót- ar þjóðarsálina, þannig mótar hún og sál hvers einstaks. Við vitum ofurvel, að sljettubúinn er jafnaðárlega öðruvísi skapi far- inn cn dalbúinn eða fjallabúinn. Og jeg hef þrásinnis veitt því eflirtekt, að fólk sem býr í fögru umhverfi hefir eitthvað glæsilegt er og livernig sem hún birtist. Það er skylda okkar gagnvart þjóðarheildinni það er skvlda gagnvart fegurð lífsins. í islensku landslagi eru til margir töfrandi fagrir staðir, sumir alkunnir, en aðrir litt eða ekkert þektir. Einn þeirra staða er Barnafoss í Hvítá hinni horg- firsku. En sá staður er minna þektur en skyldi og lielst fyrir þá sök, að hann er afvikinn og að þangað hefir til þessa ekki legið akfær vegur. Erlendur mentamaður og víð- f'örull ferðalangur, sagði fvrir fá- um árum siðan, að þeir staðir í íslensku landslagi, sem mest væru eftirsóttir af erlendum BARNAFOSS Barnafoss. i skapgerð sinni. Það hefir óaf- vitandi mólast af fegurðinni, sem uinhyerfis það er. Þess vegna hefir það djúp sálræn áhrif að njóta fegurðar, hvort lieldur er í formi, anda- gift, litum eða hljómum. Einn þáttur þessarar fegurðar er i náttúrunni sjálfri, en það er feg- urð landslagsins. Og þetta er ekki veigalítill þáttur i þjóðarsálinni, því sveitafólk mótast af engri fegurð meir, en einmitt af feg- urð landsins, enda þótt það geri sjer það ekki ljóst, eða viti alls ekki af því. Kaupstaðarbúinn nýt- ur landslagsfegurðarinnar meir i augnablikinu og gerir sjer fyllri grein fyrir henni, enda þótt hún móti ekki líf hans jafn varanlega og hún mótar líf sveitafólksins. En livað sem þessu líður, þá er það skylda okkar að vekja eftirtekt á fegurð, hvar sem liún ferðamönnum, ættu jafnoka sína í öðrum löndum. Þannig ■ væru Niagarafossarnir fegurri en Gull- foss eða Detlifoss, Geysir ætti volduga keppinauta í Yellowstone Park, Vesúvius væri frægara f jall en Hekla og Fingalshellirinn væri skemtilegri en Surtshellir. En þessi sami maður sagði að á ís- landi væri til ein perla, sem hvergi ætti sinn líka i heiminum, og það væriuppspretturnar við Barnafoss Hann sagði að þelta væri svo ein- stætt og undursamlegt fyrirbrigði að slikur staður yrði í öllum öðr- um menningarlöndum jarðarinn- ar notaður til að draga að ferða- mannastraum. Þangað sópuðúst ferðamenn i þúsundatali, þangað lægju járnbrautir og akbrautir, Þar risu upp veglegar gistihallir og staðurinn væri auglýstur á ferðaskrifstofum út um allan heim. En lijer uppi á íslandi vissu fáir af þessari sjerstæðu perlu, hún væri livergi auglýst og þang- að lægi ekki einu sinni akfær vegur1). Það væri hending ein ef maður rækist þangað. En þetta fálæti við fegurð Barnafoss væri átakanlegur vottur þess, að ís- lendingar kynnu enn ekki að notfæra sjer þá auðlind, sem ferðamannastraumurinn gæti veitt liinni íslensku þjóð. Og hjer er annað dæmi: Fyrir 2—3 árum sendu Hollendingar kvikmyndaleiðangur til íslands til að taka menningarkvikmynd af landi og þjóð. Að áliðnu sumri þegar þeir voru búnir að fara yfir meginhluta landsins, benti jeg þeim á að fara að Barnafossi, því að þar sæju þeir stað, sem væri einstakur í sinni röð i ís- lensku landslagi. En þeir voru tregir að fara þangað. Þegar þeir heyrðu nefndan „foss“ hristu þeir höfuðið, því þeir sögðust vera búnir að sjá alla fegurstu fossana á landinu. Saml fóru þeir þangað, og þeir urðu svo hrifnir af fegurðinni við Barna- foss, að þeir sögðust engan blett á íslandi hafa sjeð fegurri og að dagurinn væri skemtilegasti dag- ur ferðalagsins. Þetta eru aðeins tvö dæmi af ótal mörgum, sem öll hljóða á einn veg, enda búa stórfeldar andstæður og fjölþætlir litir i landinu umhverfis Barnafoss. Þar er í senn voldug hamslaus tign og óviðjafnanlega mjúkur og ljóðrænn yndisleiki, sem lilýt- ur að heilla hverja einustu feg- urðarnæma mannssál. Fari maður upp á lágan skógivaxinn ás, sunnanmegin Hvítár, og sem Hraunsás heitir, sjest best hvernig Jandi er hátt- að í kringum Barnafoss. Or a) Nú er kominn vegur frá Reyk- holti um Barnafoss, að Húsafelli. norðaustri teygist hraunfláki all- mikill milli Hvítár og Síðufjalls og nær spöl niður fyrir Gils- bakka. Þetta er sá hluti Hall- mundarhrauns, sem lengst nær niður í bygðina, og það er í þess- ari hraunálmu, sem hinir víð- frægu hellar, Surtsliellir, Víð- gelmir og Stefánshellir eru. Það er ósljett yfirferðar, en víða vax- ið grámosa og lyngi, og sumstað- ar jafnvel kjarri eða skógi. í norðri er Síðuf jallið, en undir því Hvítársíðan og sjest öll bæjar- röðin frá austri til veslurs, að einum bæ undanteknum — Kal- manstungu. í vesturátt ber mest á Hvítá, þar sem hún liðast eins og silfurrönd eftir rennisljettum eyrum og grundum á mótum Mýra- og Borgarfjarðarsýslna. Skáneyjarbungan, Skarðsheiðin og fjallahringur' langt vestur i Mýrasýslu loka sjóndeildar- hringnum til vesturs. En vestan í sjálfum Hraunsásnum er lítið en djúpt dalverpi, sem Skolla- dalur heitir. Það líkist einna mest þröngum farvegi, það er stórgrýtt skógivaxið og mjög fallegt. Átti Hvítá að liafa runnið þar á land- námsöld og að sunnanverðu við Kraunsásbæinn, en bóndinn, sem átti þá í illdeilum við Illuga svarta á Gilsbakka, var hræddur um líf sitt fyrir honum og átti að hafa veitt ánni norður fyrir ásinn, sjer til verndar. Til suðurs ber mest á fannbreiðum Oksins, til Reyðarfells og Reyðarfells- skógar, en hyldjúp hamragil skerast niður fjallshlíðarnar og sumstaðar sjást háir og tíguleg- ir fossar falla fram af slútandi bergsnösum. Fegurst er útsýn til austurs, og er það svo undursam- lega fagurt, að vart mun annars- staðar úr borgfirskri bygð vera fegurra nje stórfeldara útsýn að sjá. Þaðan blasir við Hvítá í stríðum strengjum og úðamikl- Barnafoss (efri fossinn).

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.