Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1939, Blaðsíða 10

Fálkinn - 01.09.1939, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Copyrighl P. I. B. Bo* 6 Copenhoq*n Nr. 563 Övæntui' fengur! S k r í 11 u r. .... en þá sagði jeg við hann. Annaðhvort tátgið þjer blýantana yðar yfir pappírskörfunni, eða þjer verðið að fá yðnr annan samverka- mann. Læknirinn: Jæja, vinur minn, þú verður nú alveg að hætta að drekka. Sjúklingurinn: En, herra læknir, jeg smakka aldrei áfengi. Læknirinn: Þá verður þú að hætta við að reykja. Sjúklingurinn: Já, en jeg reyki aldrei. Læknirinn: Þá veit jeg ekki hvern fjandann jeg á að ráðleggja þjer, fyrst ekki er hægt að láta þig hætta við neitt. Maðurinn: Er það mögulegt, ehi:- an mín, að útiit sje fyrir að við eign- umst bráðum erfingja? En jeg skil það ekki aimennilega; jeg sem hefi verið á stöðugu ferðalagi í heilt ár. Konan: Já, en elsku vinur, þetta átti að koma þjer alveg óvænt. Hann: Ætlar þú ávalt að ve :a mjer trú, ástin mín? Hún: Trú eins og gullið. Hann: Það er nú svo, en það hef- ir nú aldrei verið mjer trútt, og sjaidan unað lengi hjá rnjer. — Nú hefirðu gleymi að fara i nærskyrtuna þína, Jútius. Kennarinn: Sjerhvert barn á að eiska kennara sinn, og af hverju? Siggi: Af því að skrifað stendur: Elskið óvini yðar. Móðirin: Hefir þú nú verið i sunnudagaskólanum í dag, Bjössi? Bjössi: Já, mamma. Móðirin: Hvernig stendur á því að það er slorlykt af höndunum á þjer? Bjössi: Það kemur sjálfsagt til af þvi, að jeg kom með sunnudags- skólabiaðið heim, en á allri fyrstu síðunni er sagan af Jónasi og hval- fiskinum. Eiginkonan: Manstu eftir því, Björn, að við þessa myndastyttu beiðst þú ávalt effir mjer, þegar við vorum trúlofuð? Eiginmaðurinn: Jú, jeg held nú það. En sjerðu ekki að þarna stend- ur nú annar heimskingi og biður. Hreppstjórinn: Jeg hefi heyrt að Jón á Holti hafi stolið frá þjer svartri gimbur í haust. Ætlarðu ekki að kæra hann? Þórður gamli: Jú, það hef jeg nú hugsað mjer, en ekki fyrr en skját- an er orðin veturgömul. VMCS/W LE/&NMIRNIR SVONA Á AÐ FLJETTA BELTI. Þú færð þjer leðurreim, sem er Vs Iengri, en þú ert digur um mittið. Reimin á að vera 4 cm. á breidd og áttu að skera hana niður í 10 ræmur og á hver þeirra að vera 4 mm. breið. Þú byrjar með því að fljetta rænm 1. — síðan ræmu 2, 3, 4 o. s. frv. Hvernig á að fara að því að fljetta getur þú best sjeð á númer 1. Þegar þú hefir lokið við að fljetfa beltið, þá saumarðu skinnpjötlu fyr- ir endana sín hvoru megin, eins og þú sjerð á nr. 2. Að lokum seturðu spennuna á (mynd 3) og til þess notarðu leð- urpjötlu 12 cm. langa, 4 cm. breiða (mynd 4). Þegar þú hefir sett hana á. ertu búinn með beltið. BLÓMAPOTTAHLAUP. Til þess að maður geti tekið þátt í þessu skemtilega kapphlaupi verð- ur maður að hafa blómapotta og er mjóum kaðalspotta stungið i gegn um gatið á botninum og hnútur settur á endann, svo að kaðallinn dragist ekki upp úr. Hver þátttak- andi verður að hafa 2 blómapotta Meö íIugujEl aö næturlagi. (Framhaldssaga með myndum). 34) „Heyrið þjer ungi maður, hvað hefir komið fyrir,“ spurði Hinge for- ingi, þegar hann með mestu erfiðis- munum hafði skriðið inn í flugvjel Jóns, þar sem hann fann fjórk menn liggjandi á gólfinu og dreng við stýrið. Hann fjekk ekkert svar. Jón fjell í yfirlið. 35) Hinge foringi gat með aðstoð leitarvjelarinnar lent eftir nokkra stund á flugvellinum i Croýdon. Það var undir eins ekið með Jón og Mick á næsta spitala, en Jögreglan tók Zagoczy og Jönsson fasta, því að hún hafði lengi haldið spúrn fyrir um þá. 36) Nokkrum dögum síðar heim- sótti Jón og faðir hans Mick á spít- alanum. Hann var nú kominn úr allri hættu, og læknirinn gaf vomr um, að hann mundi ná sjer mjög fljótt aftur. Þegar Jón og faðir hans gengu út úr sjúkrastofunni, hrópaði Mick: „Sjáumst i veislunni!“ með kaðli í —■ og er um að gera að hlaupa svo liart á pottunum, eins og mögulegt er.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.