Fálkinn - 01.09.1939, Síða 11
F Á L K I N N
11
Barnasundbolur með treyju.
Efni:
150 gr. gult garn, 10 gr. grænt og
10 gr. ryðrautt. 2 prjónar nr. 2 og
5 sokkaprjónar.
PRJÓNAAÐFERÐ:
Lykkjufjöldinn, sem fitjaður er
upp, verður að vera deilanlegur
með 8 og því næst er 5 1. bætt við.
Prjónið sýnishorn, t. d. 21 1. og æf-
ið yður á munstrinu.
1. prj. 5 rj. + 2 br., 0 rj. + og á-
fram frá + til +. 2. prj. + 1 rj., 4 br..
1 rj., 2 br„ + áfram frá + til + og
endið á 1 rj., 4 br. 3.—4. prj. Sljett
prjón (annar prj. rjettur, hinn brugð-
inn). 5. prj. 1 rj., 2 br., + 6 rj., 2
br., + áfram frá + til + og endið
á 2. rj. 6. prj. 1 br., + 1 rj., 2 br.,
1 rj., 4 br., + áfram l'rá + til +.
og endið með 1 rj., 2 br., 1. rj. 7.—8.
prj. Sljett prjón.
Sundbolsf ramstykki:
Byrjið að neðan og fitjið 17 1.
upp og prjónið eftir áðurnefndi að-
ferð. Þegar búið er að prjóna 4
prjóna er aukið út beggja megin eins
og hjer segir:
Fyrst 1 1. á fimta hverjum prjóni
2 sinnum, svo 1 1. á þriðja hverjum
prjóni 5 sinnum, 2 1. á þriðja hverj-
um prjóni 1 sinni, 3 1. á þriðja hverj-
um prjóni 3 sinnum, 4 1. á þriðja
hverjum prjóni 2 sinnum og eiga þá
að vera 09 1. á prjóninum.
Þegar stykkið er orðið 22. cm. eru
prjónaðir 10 prjónar með einfaldri
brugðningu (1 rj. 1 br.). Á eftir
brugðningunni eru prjónaðar 3 1. rj.
í hverri hlið en hinar með sljettu
prjóni. Úrtökur byrja strax eftir þess-
ar fyrstu 3 rj. 1. þannig: Fyrst 1. I.
á hverjum prjóni næstu 8 prjóna,
svo á öðrurn hvorum prjóni næstu
24 prjóna. Þegar þannig er búið að
taka úr 20 1. í hvorri hlið, eru prjón-
aðir 10 prjónar garðaprjón og svo
eru feldar af 15 1. í miðjunni, en
haldið áfram og prjónaðir hlírar úr
þessum 7 1. hvoru megin. Þeir eiga
að vera 19 cm. langir og með
hnappagati á endanum.
Bakið
er prjónað eins og framstykkið,
l>angað til það er 22 cm. Þá eru
prjónaðir 10 prjónar einföld bruðn-
ing og svo felt af.
Samsetningin:
Saumið bolinn saman. Takið
tykkjur upp meðfram hverri skálm
að neðan og notið til þess sokka-
prjónana. Prjónið 1 umferð rj., 1
umf. br., 6 umferðir í alt. Feílið
laust af. Saumið 2 hnappa á bakið.
Vinstri treyjuboðangur:
Fitjið 40 1. upp og prjónið 6 prj.
garðaprjón, því næst 7 1. með aðal-
munstrinu, 16 1. sljett prjón (vas-
inn), 14 1. munstrið og 3 1. garða-
prjón. Það eru prjónaðir 32 prjón-
ar, og á 4 síðustu af þessum 32 prjón-
um eru vasalykkjurnar prjónaðar
með garðaprjóni, og svo eru þessar
16 vasalykkjur feldar af.
Fitjið 16 1. upp á aukaprjón og
prjónið sjálfan vasann, 30 prjóna.
Prjónið hann síðan fastan við þess-
ar 16 1. sem feldar voru af. Prjónið
áfram og hafið 3 rj. 1. sem kant. Þeg-
ar boðangurinn er orðinn 16 cm. er
byrjað að mynda handveginn. Það
eru feldar af 2 sinnum 2 1. á öðr-
um hvorum prjóni og 2 sinnum 1 1.
ó öðrum hvorum prjóni. Þegar boð-
angurinn er orðinn 23 cm. eru 10 1.
feldar af í einu fyrir hálsmálinu, og
því næst 1 1. á öðrum hvorum prjóni
þangað til eftir eru 18 1. Þegar boð-
angurinn er orðinn 26 cm. er felt
af i tvennu lagi.
Hægri boðangur
er prjónaður eins, með þeim mun,
sem altaf er á hægri og vinstri.
Bakið:
Fitjið 68 1. upp og prjónið 6 prj.
garðaprjón. Prjónið áfram með að-
álmunstrinu. Þegar bakið er orðið
16 cm. er handvegurinn myndaður
með þessum úrtökum: Tvisvar sinn
um feldar af 2 1. í hvorri hlið og
tvisvar 1 1. í hvorri hlið. Þegar hand-
vegurinn er orðinn 10 cm. eru feld-
ar af 18 1. hvoru megin í tvennu
lagi, en hólsmálslykkjurnar eru feld-
ar af i einu lagi.
Ermarnar:
Fitjið 48 1. upp og prjónið 6 pri.
garðaprjón. Prjónið því næst aðal-
munstrið og aukið 1 1. i hvoru megin
á fjórða hverjum prjóni, fimm sinn-
um. Þegar ermin er orðin 6 cm. er
tekið úr heggja megin, fyrst 6 sinn-
um 2 1. svo 4 sinnum 3 1. og afgang-
urinn í einu lagi.
Kraginn:
Saumið treyjuna saman á öxlunum
og takið upp lykkjur meðfram háls-
málinu. Prjónið aðalmunstið með 3
1. rj. hvoru megin. Á þriðja hverj-
um prjóni eru 4 1. auknar í. Þegar
kraginn er orðinn 6 cm. er endað
með 4 garðaprjónum. Því næst er
treyjan saumuð saman.
ísaumurinn:
Vasarnir og kraginn er ísaumað með
uppdrættinum, sem sýndur er á
myndinni V. Blómin eru saumuð með
löngum rauðum keðjusporum. Legg-
irnir, blöðin og miðja blómanna er
saumað með grænum kontursting.
BARNAKJÓLL.
Þegar börnin eru búin að leika
sjer allan daginn í ullarfötum er
mjög þægilegt að geta klætt þau í
eitthvað ljett. Hjerna sjest mjög lient-
ugur kjóll úr rauð- og bláköflóttu
bómullarefni.
Á síðastliðnum þrjátíu árum hefir
sjórinn milli Noregs og Svalbarða
hitnað um þrjú stig og loftslagið í
Norður-Noregi verið stórum lilýrra
en óður. Og meðalhitinn á Svalbarða
var 9 stigum hærri órin 1931—38 en
á árunum 1911—20. Nú er búist við
að hafið og veðráttan fari kólnandi
aftur á næsta áratug, en þó ekki fyr
en yfirstandandi ár er liðið.
Ameríkumenn eru frægir að end-
emum hvað veðmál snertir, en nýj-
asta veðmálssóttin, sem tekið hefir
ameríska stúdenta, tekur þó út yfh-
allan þjófabálk. Þeir veðja um, hver
geti jetið flesta gullfiska — lifandi.
Methafinn var þegar síðast frjettist
Donald Mulcahy stúdent frá Boslon,
sem gleypti 29 gullfiska, en næstur
honum var stúdent frá Pennsylvanía
háskólanum, sem innbyrti 25. Nú
hefir dýraverndunarfjelagið tekið i
taumana, svo að líklega verður Mul-
cahy methafi að þessari ógeðslegu
iþrótt til eilífðarnóns.