Fálkinn


Fálkinn - 03.11.1939, Page 2

Fálkinn - 03.11.1939, Page 2
2 F Á L K I N N GAMLA BIO Þá næturmyrkrið færist yfir.. Læknavísindin og refsivöldin hafa margar sögur að segja af ástríðu- glæpamönnunum, sem vegna sjúk- dóms myrða saklast fólk, með köldu blóði. Þessir geðveiku glæpamenn eru sifeld hætta fyrir mannfjelagið og hafa sumir þeirra orðið alræmdir i sögunni, svo sem kvennamorðinginn Landru. Þeir hafa enga samvisku og telja sjálfa sig vinna þarft verk með því að fremja ódæðisverk sín. Og þó að þetta sjeu geðveikir menn þá fremja þeir oft ódæðisverk sín með svo mikilli iævísi, að rjettvísin er stundum mörg ár, að hafa upp á þeim. Það er einn slíkur morðingi, sem er aðalpersónan i myndinni „Þá næturmyrkrið færist yfir“. Morðing- inginn, sem lreitir Danny, er leikinn af hinum frábæra ieikara Robert Montgomery. Hann er liið ytra að sjó mesta glæsimenni, og lengi vel getur engum dottið í hug, að hann hafi morð á samviskunni eða sje í morð- hugleiðingum. Hann hefir alls enga samvisku, en er sama um alt og hugsar sem svo, að ef ódæðisverk hans komist upp þá sje hægur nærri að stytta sjer aldur. Kvikmynd þessi er talin ágæt sól- fræðileg lýsing ó hinni liættulegustu tegund glæpamanna og hefir hvar- vetna verið veitt óskift athygli. Sál- sýkislæknar víða um heim Hafa skrif- að um þessa mynd og telja hana hár- rjetta lýsingu á lífi glæpamanna, enda er liún tekin í samvinnu við sálsýkislækna. Það er því miður svo, að slik til- felli, sem myndin segir frá, gerast alt of oft. Þau eru ægileg, en mein- semdir, eins og glæpasýkin, fara si- vaxandi á öld hraðans. Myndin er tekin af Metro-Goldwyn- Mayer, eftir leikritinu „Night must fall“. Aðalhlutverkið á móti Mont- gomery er leikið af Rosalind Russel. Frú Jóhanna Árnadóttir, Berg- xtraðastr. 45, verður 60 ára 5. þ. m. ■ S ■ ■ s I riFE5Tfl BLfiÐI FfiLKnn5 Leynifjelagið Ku-Kiux-Klan hið dulræna fjelag svo- nefndra 100% Ameríkmanna. Ljúfmennið hann Rex, stutt saga eftir hinn heimsfræga regfarahöfund Edgar Wallace. Bölvaður hrottinn heitir smásaga í þessu sama tölu- hlaði, eftir Mark Hellinger. Nýustu stríðsmyndir verða betri og skgrari í Fálkan- um, en nokkru öðru blaði. Hafið þjer lesið þgrjunina á nýju framaldssögunni? Látið senda Fálkann heim! — Gerist áskrifendur! ■ 1 Ásgeir Gunnlaugsson, kaupm., Ránarg. 28, verður 60 ára 7. þ. m. M.A.-KVARTETTINN. Þessir ungu menn lijer á myndinni eru orðin góðkunningjar allra þeirra, er yndi hafa af skemtilegum söng. Pegar þeir byrjuðu að syngja saman fyrir mörgum árum, sem skólapiltar á Akureyri, mun víst engan liafa grunað, að M.A.-kvartettinn mundi verða svo langlífur, sem raun er á orðin. Og margir áheyrendur þeirra og aðdáendur eru líklega búnir að gleyma því, að M.A er skammstöfun á: Mentaskóla Akureyrar. M.A.-kvartettinn hefir látið til sín heyra nýlega — auðvitað fyrir troð- fullu húsi. Á sunnudaginn syngur liann enn, í Gámla Bíó. Það verður skemtun, sem enginn iðrast eftir að sækja. Alll með islenskum skrpum1 ‘fi Jón Erlendsson og Þórunn Hannesdóttir Kollslæk í fíorg arfirði, áttu gullbrúðkaup 2. þ. m. NVJA BIO Alt snýst um ástina. Þegar þess er getið, að aðalpersón- urnar í þessari mynd eru leiknar af Mörthu Eggert og Leo Slezak, má geta þess nærri, að lijer er eigi um alvörumynd að ræða. Þvi hæði eru þessi þjóðfrægu lijú fulltrúar hinnar ósviknu gamanlistar. Og bæði syngja þau. Martlia Eggert syngur töfrandi en Slezak „gerir grín að sjálfmn sjer“ — þessi fyrverandi stórsöngvari, sem nú er genginn í þjónustu kvikmynd- anna og þykir þar jafnsnjall og hann var áður ó söngleikaliúsunum. Þarna á myndinni leikur hann gamlan óðalseiganda, sem heitir Ad- albert von Waldenau. Og konan hans er leikin af hinni stórsniðugu Idu Wúst, sem oft hefir sjest á kvikmynd- um með honum áður. Þar eru einnig á heimilinu Pjetur sonur þeirra (Rolf Wanka) og þjónninn Anton (Hans Moser). Leikhússtjóri einn kemur þar og við sögu og hjálparkona leikhúss- ins við klæðaskifti. En stærsta hlut- verkið, sem alt snýst um, er söng- konan Ilona Ratkey, sem leikin er af Mörthu Eggert. Hún er „ástin“ i leiknum. Það er hvorki meira nje minna en sjálíur Franz Lehar, sem hefir lagt til hljómlistina i leiknum, en Willy Schmidt-Gentner liefir stjórnað hljóm sveitinni. Myndin er tekin af þýska fjelaginu Standard Film undir stjórn W. Tourjansky og verður sýnd á næstunni í Nýja Bíó................ Hreinn Kristjánsson, bóndi, Símonarhúsi, Stokkseyri, verður 60 ára 4. þ. m. íslenskar leðurvörnr. Hver er útlenska taskan í Hljóð- færahúsglugganum? hefir fólk spurt um undanfarna daga. Það hefir staðið i hópum við gluggann og spurt hvað annað, en enginn hefir þóst viss um að geta rjett. Þetta er talsvert eftirtektarvert atriði. Fyrir tíu árum hefði það þótt ótrúleg spá, að innan tíu ára væri komin á fót hjer í höfuðstaðnum leðurvörugerð, sem í engu stæði að baki bestu erlendri iðju í sömu gr.ein. En Atson-vörurnar gera það ekki. Kventöskurnar, skjalamöppurnar og aðrar vörutegundir frá leðurvörugerð Atla Ólafssonar er svo fallegur og smekklegur iðnaður, að það er þjóð- arsómi að liann skuli vera innlendur. í fyrradag var dregið í getrauna- samkeppni þeirri, sem undanfarið hefir farið fram í sambandi við sýn- inguna í Hljóðfærahúsglugganum. Um 1500 manns lóku þótt í getrauninni, en af þeim töldu 1281 íslensku dömu- Frh. á bls. 15,

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.