Fálkinn


Fálkinn - 03.11.1939, Blaðsíða 3

Fálkinn - 03.11.1939, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VILHJÁLMUR STEFÁNSSON sextugur VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. l-'ramkv.stjÓTÍ: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Aiuilfisingaverö: 20 aura millim. HERBERTS prent. Skraddaraþankar. Magnús heitinn Einarsson dýra- læknir hefir sigrað. Hann lilaut lasl og ámæli manna, sem nú verða að lieita skammsýnir flanarar, fyrir hina föstu andstöðu sína gegn innflutningi erlendra alidýra og neitaði ákveðið að gefa meðmæli sín til slíks, hvort heldur áttu í lilut einstakir menn eða Búnaðarfjelag íslands. Fyrir þetta var hann kallaður þrár og sjervitur og þó umfram alt afturhaldssamur — en það er skammaryrði á íslandi. Enginn neitaði því, að Magnús heitinn væri ágætlega mentaður dýra- læknir. En það er ekki verið að líta á slíkt Jjegar um málefnin er að ræða. Það er algeng tíska á voru landi, að fá sjerfræðinga til liess að gera álit um málefni, og svo koma lnngmenn og aðrir til sögunnar á eftir — sem að jafnaði liafa ekki sjer- vit á neinu — og hundsa alt sem sjer- fræðingarnir hafa gert, því að þeir þykjast hafa betra vit. Það er Jjessi óvirðing á sjermentuninni, sem er á- berandi einkenni íslendinga, svo áber- andi að með nokkrum rjetti má kalla |.að þjóðárlöst. Hjer þykjast allir liafa vit á öllu og Jjað svo freklega, að i rauninni er lrað óskiljanlegt, hvers- vegna verið er að krefjast sjerment- unar af fólki. Hversvegna er verið ■að ala uþp lækna, lögfræðinga, bú- fræðinga og verkfræðinga úr því að Jjingmenn og hómopatar hafa eins gott vit á þeim málum. Og Jnngmanns- prófi geta allir náð. Þingmenska er eina trúnaðarstaðan í mannfjelaginu, sem ekkert Jjarf til að takast á hend- ur — nema kjaftinn. Það er ekki nægilegt, að menn liafi sjerþekkinguna að engu heldur gera menn reynsluna lika dauða og ó- merka eins og hvern annan falsspá- mann. Þeir sem í óðagotinu hafa bar- ist fyrir innflutningi alidýra vita vel, að íslendingar hafa fengið hingað fjárkláðaplágur, sem kostuðu landið margar miljónir króna. En samt fluttu þeir hingað karakúlfje, sem kostar landið nokkrar miljónir á ári. íslend- ingar hafa haft refinn hjer í landi i mörg hundruð ár og vissu að hann drepur fugla og fje. Þessvegna voru gerðar samþyktir um að útrýma hon- i:m með skotum og eitri. En samt flytja þeir inn í landið marðartegund, sem er stórum hættulegri en refurinn og geyma hana svo gálauslega, að liún sleppur, eykur kyn sitt og drepur fisk, fugl og fje. Alt stafar þetta af óvirðingunni á sjerþekkingunni. Hún liefir altaf ver- ið dýr og er þó sjerstaklega dýr þeg- ar um svona málefni er að ræða. í dag eru 60 ár liðin síðan Vilhjálm- ui Stefánsson landkönnuður fæddist vestur í Canada. Hjet fæðingarstað- ur hans Hulduárlivammur i Árnes- hygð i Nýja íslandi. Foreldrar lians höfðu flutst vestur Jiremur árum áð- ur en Vilhjálmur fæddist, árið 1876. Jóhannes Stefánsson faðir hans og Ingibjörg Jóhannesdóttir móðir hans lijuggu á Kroppi í Eyjafirði áður en Jiau fluttust vestur; var hann Eyfirð- ingur en hún skagfirsk. Þannig fæddist sá íslendingur, sem mestri frægð hefir náð á vorum tím- um, býsna fjarri íslandi, en sterk bönd tengdu hann við ísland þegar í æsku, og þó að Vilhjálmur Stefáns- son hugsi djarfar fram en margir merkir samtíðarmenn hans, liá hefir liann þó verið íhaldsmaður í Jiví, að telja sig jafnan íslending, þó fæddur væri harin af foreldrum, sem búsett voru í öðru landi og eigi ætluðu að hverfa heim - á saina hátt og hann er ennþá breskur eða canadiskur Jiegn, Jjó að langmestan liluta æfi sinnar liafi hann dvalið i Bandaríkjunum. Þvi að foreldrar hans dvöldu að- eins stutt í Árnesbygð í Manitoba. Þegar Vilhjálmur var á öðru ári flutt- ust þau til Norður-Dakota, U. S. A, og settust að í Víkurbygð skamt frá Mountain. Hjet þar í Tungu, og þar ólst Vilhjálmur upp og gekk á sinn fyrsta skóla, hjelt áfram námi í Grand Forks og Iowa-háskóla og lauk þar háskólaprófi á örstuttum tíma, en stundaði siðan nám i Harvard-há- skólanum og stundaði þar einkum mannfræði. — Sjálfur hefir Vilhjálm- ur lýst uppvaxtarárum sinum i bók sinni „Hunters of the Great North“ — voru það erfiðleikar frumbyggj- anna, sem ruddu sljettur Norður- Ameríku er hann lýsir Jjar. Föður sinn misti Vilhjálmur 17 ára og varð eftir Jjað, að sjá fyrir sjer sjálfur. — Frægð Vilhjálms hófst með norður- förum hans. Alá heita, að hann hafi verið á stöðugu ferðalagi norður i liöf og um óbygðirnar norðan við Ganada á árunum 1906 til 1918. Þar komst hann oft í krappan dans, eins og sjá má af bókum lians, en nýstár- legastar þóttu bækur Jiær um Jiessar ferðir fyrir það, að hann tók upp alveg nýjar aðferðir til að ferðast. Hann hirti lítt um mikla vistaflutn- inga, þar sem nokkura fæðu var að fá, en samdi sig mest að háttum Eski- móa norður þar, át samskonar mat og þeir og notfærði sjer ýmsa aðra háttu Jjeirra í ferðalögum. Af Jiessu komst hann í nánari kynni við Jjess- ar frumstæðu Jjjóðir, en aðrir hvitir menn, sem ferðasl liöfðu Jiarna á undan lionum, enda varð árangur hans af söfnun þjóðmenja og drögum til menningarsögu Eskimóa stórum meiri en annara eldri leiðangra, eins og mannfræði og þjóðfræðisöfn vestra bera vott um. Hjer er eigi rúm til að rekja þessi ferðalög, enda hefir liað áður verið gert i stuttu máli i Jjessu blaði, og svo eiga íslendingar nú kost á, að lesa fcrðabækur Vilhjálms sjálfs í hinni ágætu útgáfu Ársæls Árna- sonar bóksala. Síðan Vilhjálmur hætti norðurferð- tim hefir hann að vísu ferðast uni aðrar áttir veraldar, svo að liann nmn vera víðförlastur allra núlifandi íslendinga. En jafnframt liefir hann unnið að vísindastörfum bæði fyrir sjálfan sig og ýmsar stofnanir, sem til hans leita. Því að Vilhjálmur er „autoritet" eigi síst hvað snertir ferðalög og mannfræði. Hefir oft verið æskt álits hans og ráða, ekki HVER ER MABURINN Nr. 5. Maðurinn er: síst við undirbúning heimskautaferða, t. d. suðurferða Byrds. Hjer á landi hefir Vilhjálms oftast verið getið á síðari árum í sambandi við flugáform Bandaríkjamanna á ,hinum nyrðri leiðum“ — leiðunum yfir ísland og jafnvel sjálft heiin- skautið, milli hins nýja og gamla lieims. Varð hann fyrstur til að benda á Jjessar leiðir og berst enn fyrir Ijví með oddi og egg, að flugleið milli Norður-Ameriku annarsvegar og norð anverðrar Evrópu og Rússlands legg- ist yfir ísland. Er eigi enn sjeð hver örlög það mál hlýtur. En í því, sem öðrum málum flestum lýsir sjer sívak- andi áhugi hans fyrir islenskum mál- efnum. Enginn hefir gert meira en hann í Vesturheimi til læss að reyna að koma fólki í skilning um, að á íslandi búi menningarþjóð, sem Am- eríkumenn eigi margt upp að inna. Og aldrei hefir jafnmikið áunnist i því rnáli og nú í sumar, með tilhjálp Islandssýningarinnar í New York. Frægi maðurinn, sem nú dvelur lengstum í New York og hefir lengst- um dvalið í Bandarikjunum, er bresk- ur ríkisborgari. En hann er fyrst og fremst íslendingur og liann er meira: íslensknr œtljarðarvimir. Yarið ykkur á fallegu stúlkunum! Bandaríkjastjórninni er kunnugl um, að allmikið kveður nú að njósn- unum fyrir aðrar Jjjóðir í ríkjunum, og að liað eru einkum stúlkurnar, sem við Jiær fást. Hafa verið valdar til njósnanna ungar og lokkandi stúlkur, sem draga sig eftir liðsfor- ingjunum, trúlofast þeim og svikja svo út úr Jieim hernaðarleyndarmál, sem þeir kynnu að vita. Einnig liefir kveðið mikið að njósnum við skiþa- smíðastöðvar flotans, svo að sjer- slakur vörður er nú kominn á allar Jiessar stöðvar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.