Fálkinn


Fálkinn - 03.11.1939, Síða 6

Fálkinn - 03.11.1939, Síða 6
6 F Á L K I N N HEREU/flRD FY5DH: VERNDARGRIPURINN ETILLINN I Metzova gömlu sprakk með hvelli, sem alla ætl- aði að æra, og skipið sökk eins og síeinn. Þetta skifti engum togum. Á þessu augnablikinu var Hartley á gangi á brúnni, á þvi næsta busl- aði hann i ísköldum sjónum. Þuhg sjóstígvjelin lians voru i þann veg- inn að kaffæra hann, en loks gat hann spyrnt þeim af sjer með mestu erfiðismunum. Hann var dugandi sundmaður, en þó leið ekki á löngu þangað til liann var orðinn máttlaus í hönd- Lim og fótum og sjórinn var eins og iðandi martröð, sem reyndi að soga hann niður úr lífgjafanum — loftinu. Sundtökin urðu veikari og máttlausari og hann var kominn að köfnun, þegar kraftaverkið gerð- ist, sem bjargaði honum. Það var gripið í öxlina á honum, hann var dreginn upp úr sjónum og lagður ofan í kjalsog á bát. Yfir sjer sá hann dökkleitt andlit, sem brosti. „Það mátti ekki seinna vera, mist- er. Jeg held að þjer hafið verið að farast.“ Hartley staulaðist á fætur og starði tortrygginn á grátt sjávarrót- ið sem hafði gleypt Metzova. Loks sneri hann sjer hægt að lífgjafa sín- um. Hann þekti manninn; það var lcankvís en óábyggilegur kyndari, spansk-amerikanskur og hjet Lopez. „Komust nokkrir hinna af?“ stam- aði Hartley. Hinn hristi liöfuðið. „Nei, mister. Þessi björgunarbátur losnaði og jeg komst upp í hann. Jeg var svo hepp- inn að vera á þilfari þegar spreng- ingin varð. Hinir soguðust allir nið- ur með skipinu." Hartley tók á því, sem hann átti til að láta ekki liugfallast, og er hann fór að vinda mesta sjóinn úr föt- um sínum gengu staðreyndirnar smám saman upp fyrir honuni. Ó- sjálfrátt lauk hann upp vistabyrð- unni í bátnum og er hann liafði litið ofan í hana blístraði hann. Hún var tóml _ „Kant þú að setja upp segl? sagði liann við Lopez. Dökki hausinn kinkaði. Þeir settu upp sigluna og skömmu síðar höfðu þeir tjaldað svo miklum seglum, sem báturinn þoldi. Með skjálfandi fingrum rannsakaði Ilartley svo vatnskaggann. Hann var líka tómur! Hann beit á jaxlinn og rjetti úr sjer. — Hartley hafði þegar tekið ákvörðun. Einasta stefnan sem um gat verið að ræða, var til Kratura: smáeyju langt undan á hljeborða. Annað mál var það, hvort þeir kæmust þangað nokkurntíma. Það kom undir sjó- menskukunnáttu hans. Hann starði framundan og hann var vongóður. Hann hafði jafnan reynst góður stýrimaður, og nú hafði hann tækifæri til að reyna á það. Og það dró ekki úr kjarki hans, að eigi voru önnur tæki til stefnuá- kvörðunar innanborðs, en einn lítill vcsakompás. Hann greip stýrissveif- ina og stýrði eftir kompásáttinni vestur. „Mister!“ Lopez sat niðri í bátn- um og virtist vera ánæður. „Hvenær komumst við til lands“? Hartley hugsaði sig um og atliug- aði kjalrákina til þess að giska á hve hratt báturinn færi. í dag var miðvikudagur. Ef þeir hjeldu þessum hraða dag og nótt, þá.... „Snemma á laugardagsmorgun,“ svaraði hann loksins. „Það er að segja, ef þessi vindur lielst.“ Lopez brosti út undir eyru. „Ætli það takist elski, mister. Við höfum enga ástæðu til að vera áhyggjufullir. Lítið þjer á!“ Hann benti á ofurlítinn vaxdúks- poka, sem hann hafði í bandi um hálsinn. „Þetta er verndargripur, mister. Jeg keypti hann af presti í Santos. Hann sagði að það væri St. Chr.... Christofer, dýrlingurinn, sem verndar sjómenn. Og meðan jeg ber liann um hálsinn, þá getur ekkert ilt grandað mjer. Það eru sjö ár siðan jeg fjekk hann og jeg er bráð- lifandi enn.“ Hartley tautaði eitthvað í barm- inn, en sagði ekki neitt. Það var best að lofa manninum að lifa í trú sinni. Ef til vill gæti það orðið til þess að hann hjeldi viglórunni. Loks fjekk liann Lopez stýrið og lagðist dauð- þreyttur ofan í bátinn. „Stýrðu beint vestur," sagði hann, „og vektu mig, ef eitthvað kynni að koma fyrir.“ Lopez kinkaði kolli og settist í keng, með andlitið fast við áttavitann. En naumast hafði Ilartley lokað aug- Unum fyr en hann heyrði að kallað var með miklu óðagoti: „Mister, mister! Hann er að súnast á áttinni.“ Hartley bölvaði og snaraðist á fæt- ur til þess að lita á áttavitann. Það reyndist svo, að vindurinn hafði snú- ist alveg. Hartley Ijet Lopez gæta stýrisins, en hagaði nú seglum svo, að báturinn sigldi vestur, að kalla mátti beint upp í vindinn og óveðrið, sem fór vaxandi. í þrjá daga stefndu þeir beint i vestur og með hverjum deginum juk- ust þjáningar þeirra. Þung, grá ský grúfðu að staðaldri yfir þeim, svo að jjeir sáu hvorki sól eða stjörnur allan þennan tíma. Þeim var kalt og liungrið kvaldi j)á og innan skamms mundu þeir verða orðnir svo mátt- iarnir, að þeir gætu ekki gætt stýris cða segla. Verstur var þorstinn, sem kvaldi þá sí og æ. í afturelding á laugardagsmorgun fcrölti Hartley á fætur og studdist upp við sigluna og skimaði i kring. Vonbrigði hans voru bitur. Hvergi land að sjá. Sjóndeildarhringurinn var tómur, þegar frá voru skildir gráir öldukambarnir, sem földuðu hvítu. Honuna hafði ekki tekist stjórnin. Þeir hlutu að vera komnir framhjá eyjunni. Svo illa hafði honum tekist að halda stefnunni, að jafnvel háu tindarnir á Kratura höfðu ekki kom- ist í augsýn og nú vissu þeir ekkert hvar þeir voru — matarlausir úti á órahafinu. Undir kvöld var komin ládeyða og Hartley sneri sjer að Lopez. „Það er úti um okkur,“ sagði hann, og röddin var hás af þorsta. „Sjór- inn hefir sigrað okkur.“ „O, ætli við höfum l)að ekki af, mister. Það er engin ástæða ti! að kvíða neinu meðan jeg liefi þennan." Og hann greip um verndargripinn báðum höndum, eins og hanii vildi gæla við hann. Nokkrum stundum fyrir aftureld- ing, þegar alt var enn í svarta myrkri, spratt Hartley snögglega upp úr kjalsoginu, þar sem hann hafði legið. Eyru hans höfðu heyrt einhvern hávaða, sem mest líktist þrumu. Lopez, sem hafði dottað við stýrið, g'óndi út i myrkrið. Þetta voru eins og fallbyssuskot i fjarska. Hartley kinkaði kolli og nú biðu báðir þess með eftirvæntingu að birta tæki af degi. Annað var ekki að gera. Alt i einu hrópaði Lopez: „Mister! Sjáið þjer! Skip!“ Vörudallur, skjöldóttur af ryði, kom fram úr myrkrinu og stefndi á bátinn. Hartley teygði úr sjer og kallaði eins og óður maður. „Skipstjóri,“ sagði hann nokkrum klukkutímum síðar, er hann hafði jafnað sig svo að hann gat skreiðst upp á stjórnarpallinn til skipstjórans á fíoston Star. „Það mátti ekki seinna vera, að þjer finduð okkur. Jeg ætti skilið að missa skipstjóra- rjettindi mín úr því að jeg gat vilst svone herfilega á Kratura. Hvað er- u.m við komnir vestarlega núna?“ Skipstjórinn horfði forviða á hann. , Vestarlega? Sögðuð þjer vestarlega? Hvar sögðuð þjer að skipið yðar hefði sokkið?“ Hartley sagði honum staðarákvörð- unina og svo stefnuna, sem þeir höfðu haldið á björgunarbátnum. •— Skipstjórinn hlustaði á hann, alveg agndofa. „Við skulum koma okkur niður á þessu. Litið þjer á kortið hjerna. Stingið títuprjóni þar, sem skipið sökk.“ „Jæja,“ hjelt hann svo áfram. „Við vorum sjálfir á leið til Kratura og nú skal jeg stinga nál, þar sem við fundum ykkur. Jeg hefi verið skip- stjóri í tuttugu ár og skal veðja um, að jeg hefi siglt rjett og mælt rjett.“ Og um leið stakk liann niðúr nál, svo nærri hinni nálinni, að það lá við að þær snertust. „Þetta er ómögulegt!“ lirópaði Hartley. „Við höfum siglt í hávestur i fjóra daga.“ „Komið þjer með mjer aftur á þil- farið," sagði skipstjórinn og þeir fóru þangað, sem bátur Hartleys stóð. Skipstjórinn laut yfir borðstokkinn og leit á áttavitann. „Hm. hann virðist vera um það bil rjettur,“ sagði liann. Svo kallaði hann á Lopez, sem var að sníkja sigarettur af hásetunum. „Farið þjer upp í bátinn og takið á stýrinu.“ Og Lopez gerði það og beygði sig ósjálfrátt yfir kompásinn. „Þarna kom það!“ sagði skipstjór- inn. sigri hrósandi. „Var það ekki það, sem jeg hjelt? Lítið þjer á!“ Hartley rýndi á áttavitann. Nálin snerist í sífellu. „Það hlýtur að vera segulmagn frá skipinu,“ sagði hann. „Vitleysa. Fáðu mjer þetta, sem þú hefir um hálsinn, spanjóli!" Lopes rjetti St. Cristofer fram með semingi, og um leið snerist áttavita- Framh. á bls. 11 — Euð samííöarinnar: — Hermann Goríng. Þegar Hitler lýsti því yfir, að hann hjeldi til vigstöðvanna í Pól- landi og mundi verða með hern- um þangað til yfir lyki, setti hann Hermann Göring sem ráðsmann á þjóðarbúinu, og Ijet það fylgja, að hann ætti að taka við foringjátign- inni, ef Hitler sjálfur fjelli frá. Og Göring er orðinn vanur stjórn- arstörfum og framkvæmdum. Hann er ráðuneytisforseti Prússlands og hefir haft á hendi framkvæmd fjögra ára áætlunarinnar og annara helstu framkvæmda Þýskalands. Hinsveg- ar kemur hann ekki nærri stórpóli- tiskum framkvæmdum, nema þá sjaldan að Hitler kveður nánustu samverkamenn sína til skrafs og ráðagerða. Göring fæddist í Bayern 1893 og gekk í hermannaskóla í æsku, varð flugmaður og varð ann- álaður fyrir dirfsku sína í heims- styrjöldinni. Eftir stríðið var flugið helsta áhugamál hans. Árið 1919 tók hann þátt í flugmóti í Khöfn, en varð að neyðlenda vegna þess að máfur flaug í skrúfuna hjá honum. Árin 1919—21 var hann fram- kvæmdastjóri fyrir flugi Lufthansa í Svíþjóð, og var það fyrir óhapp i einni flugferðinni, að hann hitti j)á, sem síðar varð kona hans. Hún átti heima á óðalssetrinu, sem hann neyðlenti á. Þessa konu misti hann árið 1931 en kvæntist i annað sinn fyrir tveimur árum frægri leikkonu þýskri, Emilie Sonnemann. Eftir veruna í Svíþjóð fór hann til Múnchen til framhaldsnáms og kynl- ist þar Hitler og nasismanum. Varð hann foringi fyrstu S.A.-sveitarinnar og tók þátt í uppþotinu 1923 og særðist, en tókst að flýja undan landráðadómi til Ítalíu, fótgangandi suður yfir Alpafjöll. Þar kyntist hann Mussolini og hjelst vinátta með þeim síðan. Dvaldi hann land- flótta næstu fjögur árin í Ítalíu og Svíþjóð, en var leystur undan á- kærunni fyrir uppreistartilraunina 1927 og fór þá fil Þýskalands. Göring var kosinn á ríkisþingið 1928 og varð forseti þess 1932. •— Þegar Hitler fjekk völdin varð hann landstjóri í Prússlandi og jafnframt flugmálaráðherra, ennfremur innan- ríkisráðherra Prússlands og varð æðsti maður lögreglunnar. Hann hef- ir verið atkvæðamestur allra sam- verkamanna Hitlei-s og ákærur kommúnista hafa ekki síst beinst gegn honuni. T. d. báru þeir á hann, að hann hefði látið kveikja í ríkis- þinghúsinu hjerna um árið, til þess að fá tilefni til að' ofsækja konnn- únista. »

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.