Fréttablaðið - 29.09.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
ÞRIÐJUDAGUR
29. september 2009 — 230. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
KOJAK BARPAS
Kennir eina elstu bar-
dagaíþrótt í heimi
• heilsa
Í MIÐJU BLAÐSINS
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Þetta er ein besta leiðin til að kom-ast í feiknaform,“ segir einkaþjálf-arinn Kojak Barpas um bardaga-íþróttina thai-boxing, sem hann hefur kennt hérlendis um nokkurra ára skeið, meðal annars í Baðhús-inu.
Kojak er breskur Kýpurbúi sem kynntist thai-boxing á unga aldri á Englandi. „Þá var ég sextán ára og hafði æft kickboxing þer t
sérstakt tré þar í landi gefur af sér. Að svo búnu veltu þeir klístr-uðum útlimunum upp úr glerbrot-um og héldu út á stríðsvöllinn. Til-urð þessarar íþróttar er því blóði drifin, en hún er auðvitað alls ekki þannig í dag,“ segir hann. Kojak tók að leggja stund á thai-boxing og var innan skamms farinað æfa af k i
En hvað varð til að þessi afreks-maður flutti svo til Íslands? „Ástæðan var kona,“ segir hann og hlær við. „Er það ekki ein algeng-asta ástæða þess að útlendingar setjast hér að?“ spyr Kojak, sem hefur síðan 2005 verið búsettur álandinu og líkar l
Bardagaíþrótt sem ásér blóði drifna söguKojak Barpas hefur starfað sem einkaþjálfari á Íslandi síðan árið 2006. Nú kennir hann Íslendingum allt
um thai-boxing, eina elstu bardagaíþrótt í heimi, sem að hans sögn á sér ansi blóðuga sögu.
Kojak er þessa dagana að vinna að gerð myndbands um thai-boxing. Á heimasíðunni kojak.is er hægt að afla sér nánari upplýs-
inga um það og annað sem hann er að fást við.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
PAPRIKA, grænkál, spergilkál, hvítkál, blómkál og rósakál,
kíví og allir sítrusávextir eru góðir C-vítamíngjafar, en C-vítamín
þarf líkaminn meðal annars við ýmis efnahvörf. Vægur skortur á C-
vítamíni getur lýst sér í þreytu og blóðleysi.
Ertu með eitthvað gott á prjónunum?
Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna
og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn,
sem kallast Föt sem framlag , mun hittast næst og
prjóna í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð,
miðvikudaginn 30.september kl. 16-18. Á staðnum verða prjónar, garn og gott fólk sem hittist
reglulega og lætur gott af sér leiða. Velkomið er að
taka með sér eigið prjónadót. Þeir sem vilja gefa garn
í verkefnið vinsamlega hafið samband. Kaffi á könn-
unni og með því.
Allar nánari upplýsingar í síma 554 6626 .
Bjó til tölvu-
sálfræðing
Fjóla Dögg
Helgadóttir hlaut
virt verðlaun í
sálfræði.
TÍMAMÓT 16
verndar viðkvæma húð
Leynist
þvottavél frá
í þínum
pakka?
SVAVAR KNÚTUR KRISTINSSON
Líkt við
Jack Black
Ekki óalgengt að vera líkt við fræga menn
FÓLK 20
Fer eigin leiðir
Hugleikur Dagsson
stofnar eigin
bókaforlag.
FÓLK 26
FÓLK Aldrei hafa fleiri kisur
komið í Kattholt sem Kattavina-
félag Íslands rekur. Að sögn Sig-
ríðar Heiðberg, formanns félags-
ins, er hálfgert ófremdarástand
í Kattholti og allt útlit fyrir að
fjölda katta verði lógað ef ekkert
verður að gert. Um 160 kettir eru
þar nú. „Svo veikist taugakerfið
hjá köttunum þegar það er svona
mikið álag, þeir fá kvef og við
getum ekkert gert í því.“
- fgg / sjá síðu 19
Sigríður Heiðberg í Kattholti:
Útlit fyrir að
fjölda katta
verði lógað
FÓLK Fjölskyldumyndin Algjör
Sveppi og leitin að Villa sló í
gegn í kvikmyndahúsum borgar-
innar um helgina. Að sögn
Alfreðs Ásbergs Árnasonar,
framkvæmda stjóra Sambíóanna,
náði myndin þriðju bestu frum-
sýningarhelginni í íslenskri kvik-
myndasögu en alls sáu 8.500
manns Sveppa. Aðeins Mýrin
og Stella í framboði hafa fengið
fleiri áhorfendur sína fyrstu
helgi í sýningu. Framar öllum
vonum, segir Sveppi sem er
þakklátur. - fgg / sjá síðu 26
8.500 gestir á mynd Sveppa:
Barnamynd í
sögubækurnar
Ofbeldisvæðingin
„Hjá bifreiðastjóranum fannst ná-
kvæmt yfirlit yfir húsin í götunni,
fjarvistir og vinnutíma íbúa,“
skrifar Jónína Michaelsdóttir.
Í DAG 14
SJÁVARÚTVEGUR Yfirskuldsetningu
sjávarútvegsfyrirtækja má að stór-
um hluta rekja til annars en rekst-
urs fyrirtækjanna. Nálægt helm-
ingur skulda sjávarútvegsins er
til kominn vegna hlutabréfakaupa,
afleiðusamninga og skuldsettra
yfirtöku fyrirtækja.
Þetta kom fram í máli Ásmundar
Stefánssonar, bankastjóra Lands-
bankans (NBI), á aðalfundi Sam-
taka fiskvinnslustöðva. Um
helmingur íslenskra sjávarútvegs-
fyrirtækja er viðskiptavinir bank-
ans og því eru tölur NBI mark-
tækar fyrir stöðuna í íslenskum
sjávarútvegi í heild, að hans mati.
Þegar ástæður yfirskuldsetning-
ar fyrirtækjanna eru skoðaðar eru
54 prósent skulda þeirra tilkomin
vegna kaupa á skipum og kvóta. 28
prósent eru tilkomin vegna hluta-
bréfakaupa og fimmtán prósent
vegna afleiðusamninga. Skuld-
settar yfirtökur skýra þrjú prósent
skuldanna. „Það sem er áhugavert
er að kaup á skipum og kvóta eru
aðeins ástæðan fyrir um helmingi
yfirskuldsetningarinnar,“ sagði
Ásmundur. Með öðrum orðum
eigi um helmingur skuldsetningar-
innar rætur að rekja til ákvarðana
sem tengist ekki rekstri fyrirtækj-
anna.
Sjö af hverjum tíu fyrirtækjum
standa ágætlega þó að mörg þurfi
tímabundna aðstoð. Eftir stendur
að eitt af hverjum tíu fyrirtækjum
mun vart starfa undir óbreyttu
eignarhaldi. Ásmundur sagði að
staða fyrirtækja í vinnslu væri
hvað best en erfiðust hjá þeim sem
rækju minnstu bátana, og þá vegna
kvótakaupa. Hann telur það liggja
fyrir eftir um tvö ár hvernig spilist
úr skuldavanda fyrirtækjanna.
Heildarskuldir sjávarútvegsins
voru 550 milljarðar í júlí og er talið
að skuldir fyrirtækjanna hafi tvö-
faldast vegna veikingar krónunnar
á síðustu misserum. - shá
Gróðabrask ástæða
skulda í sjávarútvegi
Skuldastaða sjávarútvegsfyrirtækja er að stórum hluta tilkomin vegna lántöku
sem kom rekstri þeirra lítið við. Staða sjávarútvegsins er góð heilt yfir. Eitt af
hverjum tíu fyrirtækjum er í mjög erfiðri stöðu og þá oft vegna kvótakaupa.
BJART AUSTANLANDS Í dag
verða vestan eða suðvestan 5-10
m/s. Dálítil rigning eða slydda NV-
og V-til og stöku él norðanlands
síðdegis. Hiti víðast 2-10 stig að
deginum til, mildast SV-lands.
VEÐUR 4
6
4
4
7
8
Gullskórinn
kemur
síðar
Atli Viðar
Björnsson rétt
missti af marka-
kóngstitlinum.
ÍÞRÓTTIR 22
HEILSA Meirihluti Íslendinga á
aldrinum 18 til 79 ára telur að
hann þurfi að létta sig. Tæplega 43
prósent fólks eru ósátt við líkams-
þyngd sína og þá heldur fleiri
konur en karlar. Þetta er á meðal
niðurstaðna úr rannsókn Ernu
Matthíasdóttur sem hún kynnti í
gær á fundi um líkamsþyngd og
holdafar fullorðinna Íslendinga.
Á fundinum kom fram að árið
1990 voru rúm sjö prósent karla
of feit og um 9,5 prósent kvenna.
Árið 2007 taldi hins vegar fimmti
hver Íslendingur sig vera of feitan
og stór hluti yfir kjörþyngd.
Minni hreyfing og óhollt matar-
æði er meðal þess sem þyrfti að
breyta hjá þjóðinni, segja sérfræð-
ingar Lýðheilsustöðvar. Of mikil
áhersla sé lögð á þyngd í umræðu
um heilsufar, á kostnað almenns
heilbrigðis. Áhersla á þyngd leiði
til þess að fleiri fari í megrun,
en megrun skili sér ekki í bættu
heilsufari nema síður sé.
- sbt / sjá síðu 4
Fjöldi of feitra Íslendinga hefur ríflega tvöfaldast á sautján árum:
Fimmti hver Íslendingur of feitur
KISUR SEM VANTAR HEIMILI Sigríður
Heiðberg segir að 160 kettir dvelji nú í
Kattholti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MALBIKAÐ Í MYRKRINU Starfsmenn Loftorku unnu við lagfæringar á Miklubrautinni í gær þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti
leið hjá. Í nógu var að snúast enda mikið verk að dytta að fjölförnustu götu landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON