Fréttablaðið - 29.09.2009, Qupperneq 2
2 29. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Sigurður, ætlarðu að leik-stýra
fluginu?
„Nei, ég mun ekki leikstýra fluginu.
Enda ekkert að leika sér með.“
Sigurður Hrannar Hjaltason hefur getið
sér gott orð sem leikari en ætlar nú að
ljúka flugumferðarstjórnarnámi. Hann
hefur sagt að reynsla hans af leiklist
muni hjálpa til við að þola álagið við
flugumferðarstjórnina.
DÓMSMÁL Jónas Ingi Ragnarsson og
Tindur Jónsson voru í gær í Héraðs-
dómi Reykjaness dæmdir í tíu ára og
átta ára fangelsi fyrir að hafa staðið
saman að framleiðslu amfetamíns
í Hafnarfirði. Jónas Ingi var jafn-
framt dæmdur fyrir vörslu á ríflega
átján kílóum af kannabis og tæp-
lega 700 grömmum af amfetamíni.
Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi
en Tindur í átta ára fangelsi. Báðum
dómunum verður áfrýjað.
Lögregla hafði fylgst með mönn-
unum tveimur um hríð, áður en
þeir voru handteknir, á grundvelli
upplýsinga sem henni höfðu bor-
ist. Um miðjan október á síðasta
ári voru mennirnir svo handteknir,
Jónas Ingi í verksmiðjuhúsnæðinu í
Hafnar firði en Tindur skömmu síðar
skammt frá heimili sínu. Í húsnæð-
inu var afar fullkominn búnaður og
efnaframleiðsla í gangi. Þar fund-
ust rúm 38 kíló af efninu P-2-NP
og rúmlega 3,5 lítrar af P-2-P. Við
greiningu þessara efna kom fram að
úr þeim hefði mátt framleiða fjórtán
kíló af hreinu amfetamíni sem hefði
gefið 353 kíló eftir íblöndun í sölu
á götunni. Einnig hefði mátt fram-
leiða úr þeim metamfetamín.
Jónas Ingi neitaði því að til hefði
staðið að framleiða amfetamín eða
metamfetamín. Þarna hefði átt að
framleiða eldvarnarefni. Tindur
kvaðst hafa aðstoðað Jónas Inga
við framleiðslu eldvarnarefnisins.
Hefðu þeir talið að um „ábatasama
framleiðslu gæti orðið að ræða ef vel
tækist til“. Hefði hann talið verkefn-
ið svo vænlegt til árangurs að hann
hefði tekið þátt í frumkvöðlakeppni
hjá Innovit, nýsköpunar- og frum-
kvöðlasetri. Þáttur hans hefði verið
að aðstoða Jónas Inga við fram-
leiðslu efnanna enda hefði honum
sem efnafræðinema fundist það
ögrandi verkefni.
Lögreglumenn sem fluttu Jónas
Inga á lögreglustöðina við Hverfis-
götu eftir að hann hafði verið hand-
tekinn í Hafnarfirði kváðu hann
hafa farið að tala um málið að fyrra
bragði og sagst hafa verið tekinn
„með höndina í kökukrúsinni“ og
væri nú á leiðinni „austur“ í lang-
an tíma.
Brot mannanna er stórfellt og
verður að teljast enn alvarlegra en
innflutningur eða varsla fíkniefna,
segir í dómi héraðsdóms. Þá hafi
ásetningur þeirra verið einbeittu og
þeir eigi sér engar málsbætur.
jss@frettabladid.is
Amfetamínmenn
fengu tíu og átta ár
Jónas Ingi Ragnarsson var dæmdur í tíu ára fangelsi í gær og Tindur Jónsson í
átta ára fangelsi. Dómana fengu þeir fyrir framleiðslu á amfetamíni, sem hefði
getað orðið yfir þrjú hundruð kíló, komið á götuna, svo og vörslu fíkniefna.
JÓNAS INGI RAGNARSSON
9. nóvember 2004 Tveggja og hálfs
árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot, brot
gegn lífi og líkama og ósæmilega
meðferð á líki. (Líkfundarmálið í
Neskaupstað.)
28. september 2009 Tíu ára fang-
elsi fyrir framleiðslu á miklu magni
af amfetamíni, svo og vörslu á átján
kílóum af kannabis og um 700
grömmum af amfetamíni.
TINDUR JÓNSSON
17. maí 2004 Þriggja mánaða fang-
elsi, skilorðsbundið, fyrir eignaspjöll
og líkamsárásir.
12. apríl 2006 Sex ára fangelsi
fyrir tilraun til manndráps, fjórar
líkamsárásir, brot á vopnalögum og
fíkniefnabrot.
6. janúar 2009 Sektargreiðsla og
svipting ökuréttinda.
28. september 2009 Átta ára fang-
elsi fyrir framleiðslu á miklu magni
af amfetamíni.
SAKAFERILL TVÍMENNINGANNA
AMFETAMÍNMENNIRNIR Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson á leið í dóms-
sal undir eftirliti lögreglumanns. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGREGLUMÁL Konan sem handtekin
var í Keflavík á sunnudag fyrir að
stinga fimm ára stúlku í brjóstið
hefur játað brotið. Hún var hvorki
undir áhrifum áfengis né vímu-
efna þegar árásin var gerð, sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Henni hefur verið gert að gangast
undir geðrannsókn.
Stúlkan sem ráðist var á er á
batavegi en er enn á Barnaspítala
Hringsins. Litlu mátti muna að
verr færi fyrir henni, en hnífur-
inn var einungis nokkrum milli-
metrum frá því að fara í hjarta
hennar.
Konan var í gær úrskurðuð í
fimm daga gæsluvarðhald á grund-
velli rannsóknarhagsmuna. Hún
kærði ekki úrskurðinn til Hæsta-
réttar.
Konan, sem er 22 ára gamall
íslenskur ríkisborgari, bankaði
á útidyrnar á heimili stúlkunnar
við Suðurgötu í Keflavík á hádegi
á sunnudag, og stakk stúlkuna
síðan í brjóstið með stórum eldhús-
hníf þegar hún kom til dyra. Ellefu
ára systir stúlkunnar varð vitni að
árásinni.
Leiddar hafa verið getur að því
að konan hafi með árásinni viljað
hefna sín á foreldrum stúlkunnar,
en þeir höfðu kært hana fyrir
skemmdarverk og hótanir.
Að því er fram kom í fréttum
RÚV í gær hefur konan áður hlotið
dóm fyrir líkamsárás og hafa
barnaverndaryfirvöld fylgst með
henni lengi. - sh
Fimm ára stúlka sem stungin var í brjóstið á sunnudag er á batavegi:
Árásarkonan í Keflavík var allsgáð
AF VETTVANGI Konan bankaði upp á í
þessu húsi og stakk stúlkuna í brjóstið
þegar hún kom til dyra. Hún var hand-
tekin skömmu síðar á heimili sínu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STÓRIÐJA Rannsóknir á fjárhags-
legri hagkvæmni álvers á Bakka
halda áfram þó að ríkisstjórnin
hafi ákveðið að framlengja ekki
sérstaka viljayfirlýsingu þar um.
Tómas Már Sigurðsson, for-
stjóri Alcoa á Íslandi, segir verk-
efninu haldið áfram með orku-
fyrirtækjunum og sveitarstjórn
Norðurþings. Það snýst nú um hið
sameiginlega mat á umhverfis-
áhrifum sem umhverfisráðherra
ákvað í fyrrasumar. Tillögu að
matsáætlun var skilað til Skipu-
lagsstofnunar í síðustu viku og
gangi allt að óskum býst Tómas
við að niðurstaða stofnunarinnar
liggi fyrir næsta vor.
Aðspurður kveðst Tómas ekki
vilja tjá sig um hvort hann telji
líkur á að álver rísi á Bakka á
meðan VG fái einhverju um ráðið.
Hann tjái sig ekki um pólitík. Hins
vegar segir hann álver Alcoa í
Fjarðabyggð hafa haft góð áhrif
á byggðirnar og afkomu íbúa. Sér-
kennilegt sé ef stjórnvöld vilji ekki
sporna við fólksflótta úr Þingeyjar-
sýslum með því að nýta þau tæki-
færi sem bjóðist.
Að sögn Tómasar hefur Alcoa
lagt meira en milljarð króna til
Bakkaverkefnisins. Heildarkostn-
aðurinn sé hins vegar ótalinn en
íslenskir vísindamenn hafi átt í
margvíslegu og umfangsmiklu
samstarfi við vísindamenn Alcoa
í útlöndum um þróun tækni til að
knýja álver með jarðvarmaorku.
- bþs
Forstjóri Alcoa lýsir vonbrigðum með að stjórnvöld framlengi ekki viljayfirlýsingu:
Halda samt áfram að meta Bakka
TÓMAS MÁR SIGURÐSSON Forstjóri
Alcoa á Íslandi segir fyrirtækið ætla að
halda áfram rannsóknum á fjárhagslegri
hagkvæmni álvers á Bakka.
BANDARÍKIN Sheila Blair, yfir-
maður tryggingarsjóðs inni-
stæðueigenda í Bandaríkjunum,
hefur viðrað hugmyndir um að
bankar verði skikkaðir til að
setja þak á kostnað viðskiptavina
vegna óheimils yfirdráttar (FIT-
kostnað).
Að sögn bandaríska dagblaðs-
ins USA Today hefur bandaríski
seðlabankinn í hyggju að setja
fjármálafyrirtækjum nýjar regl-
ur um innheimtuna. Það hefur
sömuleiðis eftir fjármálasér-
fræðingum ytra að bankar hafi
fram til þessa haft góðar tekjur
af innheimtunni.
Ætla megi að tekjur bankanna
á þessu ári af kostnaði vegna
óheimils yfirdráttar nemi 38,5
milljörðum dala, jafnvirði 4.800
milljarða króna. Það er tæp-
lega tvöfalt meira en Banda-
ríkjamenn greiða fyrir vanskil á
kreditkortareikningum. - jab
Bankar hagnast á FIT-kostnaði:
Bandaríkjamenn
vilja þak á gjöld
SVÍÞJÓÐ, AP Lögreglan í Serbíu
hafði fengið veður af áformum
um ránið mikla í Stokkhólmi í
síðustu viku og segist hafa látið
sænsku lögregluna vita fyrir
mánuði, bæði um nöfn ræn-
ingjanna og ránsstaðinn.
„Við létum þeim allt í té sem
hefði þurft til að koma í veg
fyrir ránið,“ hefur sænska dag-
blaðið Aftonbladet eftir Milorad
Veljovic, lögreglustjóra í Serbíu.
„Við gerðum virkilega allt sem í
okkar valdi stóð, nema að stöðva
sjálfir ránið.“
Aftonbladet segir sænska lög-
reglan að frásögn serbnesku lög-
reglunnar standist ekki að öllu
leyti. Sex hafa verið handteknir í
Svíþjóð vegna ránsins. - gb
Þyrluránið í Svíþjóð:
Sex hafa verið
handteknir
ÞYRLAN SKILIN EFTIR Einn ræningjanna
hafði verið í sænskum þyrluskóla.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EFNAHAGSMÁL Íslendingar eru í
betri stöðu en Írar til að vinna sig
fljótt út úr kreppunni. Þetta er
mat sérfræðinga Deutsche Bank,
sem fram kemur í minnisblaði frá
bankanum um kreppuna.
Að mati sérfræðinganna getur
fljótandi gengi krónunnar gagn-
ast Íslendingum við endurreisn-
ina. Vegna þess að samkeppnis-
hæfni landsins hafi aukist með
gengishruni krónunnar eigi
Íslendingar möguleika á að vinna
sig út úr kreppunni á tveimur
árum. Hins vegar séu Írar fastir
með evruna og geti því ekki fellt
gengi gjaldmiðilsins eins og
margir telja að þurfi. - sh
Mat Deutsche Bank:
Krónan hjálpar
við endurreisn
LÖGREGLUMÁL Öryggisvörður hjá
Securitas, sem fenginn var til
að vakta hús forstjóra nokkurs
sem óttaðist skemmdarverk,
varð uppvís að því að hafa hótað
og áreitt forstjórann að nóttu til,
á meðan hann vaktaði hús hans
í bíl fyrir utan. Málið er nú í
rannsókn hjá lögreglu.
Þetta kom fram í Kastljósi í
gær.
Í umfjölluninni kom fram að
símskilaboð sem forstjóranum
bárust hefðu verið rakin til síma
sem týnst hefði í verslun 10-11
og tölvu úr sömu verslun. Maður-
inn starfaði einnig í versluninni.
Hann er pólskur og eftirlýstur
þar ytra fyrir stórfelld fjársvik.
- sh
Öryggisvörður Securitas:
Hótaði kúnna
um miðja nótt
Lét 13 ára son sinn keyra
Lögregla á Selfossi stöðvaði í fyrradag
þrettán ára dreng undir stýri bifreiðar.
Faðir hans var með í bílnum og kom
í ljós að sá hafði leyft stráknum að
spreyta sig á akstrinum. Faðirinn var
kærður fyrir vikið.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Eftirlit árangursríkt
Í kjölfar skyndiskoðana varðskipsins
Ægis á fiskimiðunum við landið í
sumar hafa verið gefnar út fjórtán
kærur á skipstjóra og 28 skipstjórar
verið áminntir, að því er fram kemur
í frétt á vef Landhelgisgæslunnar. Á
tímabilinu frá 1. júní til 18. september
var varðskipið gert út í 57 daga og fór
til eftirlits í 87 skip og báta.
LANDHELGISGÆSLAN
SPURNING DAGSINS