Fréttablaðið - 29.09.2009, Qupperneq 6
6 29. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR
VIÐSKIPTI Íslandsbanki ætlar að
bjóða viðskiptavinum sínum að
breyta gengistryggðum húsnæðis-
lánum yfir í óverðtryggð lán í
íslenskum krónum. Byrjað verður
að taka við umsóknum eftir
mánuð.
Við breytinguna er miðað við
að færa höfuðstól lánanna þar til
septem ber í fyrra. Gert er ráð
fyrir að höfuðstóll þeirra geti
lækkað um allt að 25 prósent. Í boði
verða tvenns konar kjör fyrstu
þrjú árin: 7,5 prósenta breytilegir
vextir eða fastir níu prósenta
vextir. Viðskiptavinir geta greitt
lán sín upp innan þessara þriggja
ára án uppgreiðslugjalds ef um lán
á breytilegum kjörum er að ræða
eða endur fjármagnað að þremur
árum loknum.
Breytingarnar eru í undirbún-
ingi innan bankans. Gert er ráð
fyrir að þeim ljúki í byrjun nóvem-
ber.
Una Steinsdóttir, framkvæmda-
stjóri viðskiptabankasviðs Íslands-
banka, segir þetta einn þeirra val-
möguleika sem séu í skoðun innan
bankans. „Við höfum verið í góðu
sambandi við viðskiptavini okkar.
Við höfum hug á því að bjóða upp
á þetta samhliða þeim lausnum
sem við höfum verið að vinna náið
með stjórnvöldum og kynnt verður
í þessari viku”. - jab
Tölvuviðgerðir - 72 stundir - Verð: 110.000.-
Nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl á viðgerðarsviðinu.
Verklegur undirbúningur fyrir A+ gráðurnar frá Comptia.
Eftir námið eiga nemendur að vera í stakk búnir til að
uppfæra, bilanagreina og gera við tölvubúnað, ásamt
því að setja upp viðeigandi stýrikerfi og koma tölvum í
netsamband. Kennt í sérútbúinni tölvuviðgerðarstofu.
| Morgunnámskeið byrjar 6. okt. | Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 21. okt. |
MCITP (áður MCSA) - 185 stundir - Verð: 319.000.-
MCITP námið er fyrir þá sem vilja starfa sem sérfræðingar
við umsjón Microsoft netkerfa. Markmiðið með náminu er
að nemendur læri undirstöðuatriði við rekstur og hönnun
netkerfa byggðum á Windows stýrikerfinu og geti að
náminu loknu tekið þau þrjú alþjóðlegu próf sem þarf til
að verða: Microsoft Certified Server Administrator.
| Helgarnámskeið (lotunám) byrjar 3. okt. |
MCTS og Network+ - 108 stundir - Verð: 139.000.-
Markmiðið með þessu námskeiði er að nemendur öðlist
færni og kunnáttu til að setja upp og hafa umsjón með
tölvum sem keyra á Windows stýrikerfinu. Nemendur
öðlast einnig viðtækan skilning á netkerfum og geta leyst
vandamál sem að þeim snúa. Auk þess er kynntur fyrir
nemendum Windows 2008 Server. Að námskeiði loknu á
nemandi að geta séð um rekstur minni eða meðalstórra
tölvuneta.
| Morgunnámskeið byrjar 2. nóv. | Kvöldnámskeið byrjar 5. okt. |
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN
VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI
HLÍÐASMÁRA 9 : KÓPAVOGI : SÍMI 544 4500 : WWW.NTV.IS
Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is
NÁM SEM GETUR SKAPAÐ ÞÉR ATVINNU-
MÖGULEIKA HÉRLENDIS SEM ERLENDIS
SPENNANDI
TÆKNINÁM NTV
EFNAHAGSMÁL „Verðbólgutölurnar
eru í takt við væntingar. En verð-
hækkanir á fötum og skóm koma
okkur á óvart,“ segir Snorri Jakobs-
son, sérfræðingur hjá IFS Grein-
ingu.
Verðbólga mælist nú 10,8 prósent
samanborið við 10,9 prósent í ágúst.
Þetta er jafnframt þriðji mánuður-
inn í röð sem dregur úr verðbólgu
eftir uppskot í apríl og maí. Fyrir
ári stóð verðbólgan í fjórtán pró-
sentum en hæst fór hún í 18,6 pró-
sent í janúar á þessu ári. Hún hefur
ekki verið lægri síðan í apríl í fyrra
en um svipað leyti tók gengi krónu
að lækka hratt.
Verð á bens-
íni og dísilolíu
lækkaði um 2,7
prósent á milli
mánaða auk
þess sem verð á
flugfargjöldum
til útlanda fór
niður um 12,7
prósent. Hins
vegar hækk-
aði verð á mat-
og drykkjarvöru um 1,7 prósent.
Þetta er undir spá IFS Greiningar,
sem gerði ráð fyrir 2,5 prósenta
hækkun á mat- og drykkjarvöru-
verði vegna áhrifa sykurskattsins
og lagðist á ákveðna vöruflokka
um síðustu mánaðamót. Af þessum
sökum telur Snorri að jafnvel megi
gera ráð fyrir að verð á vörum sem
skatturinn nær ekki til, svo sem
kjötvörum, breytist lítið eða lækki
á næstu mánuðum.
Verð á fatnaði og skóm hækk-
aði um 6,2 prósent á milli mánaða.
Snorri segir að það hafi komið á
óvart og sýni að föt eru orðin veru-
lega dýrari en fyrir útsölur í sumar.
„Þetta helst líklega aðeins í hend-
ur við gengisþróun,“ segir hann og
bætir við að spár hljóði upp á að
hratt dragi úr verðbólgu á næstu
mánuðum. jonab@frettabladid.is
Hækkun á fötum og
skóm kemur á óvart
Greiðslubyrði tuttugu milljóna króna verðtryggðs fasteignaláns hefur hækkað
um 1,2 milljónir frá áramótum þrátt fyrir afborganir. Sérfræðingur segir hækk-
un á fötum og skóm koma á óvart.
SNORRI
JAKOBSSON
VERÐÞRÓUN FASTEIGNALÁNS*
Upphaflegt lán: 20 milljónir
Höfuðstóll í nóvember:* 21,2 milljónir króna.
Hækkun: 1,2 milljónir króna
Hækkun höfuðstóls á mánuði: 190 þúsund krónur
* Útreikningarnir miðast við afborganir á láninu sem greiðist inn á höfuðstól á
tímabilinu. Ekki er því teljandi munur á fasteignaláni með 4,9 prósenta vöxtum og
uppgreiðsluálagi og láni með 5,4 prósenta vöxtum án uppgreiðsluálags.
HEIMILD: ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR
250
200
150
20
15
10
okt. nóv. des. jan. feb. mars apr. maí júní júlí ágú. sept.
2008 2009
Kr
ón
ur
Pr
ós
en
t (
%
)
Gengi krónu
Verðbólga
Gengi krónu og verðbólgu í eitt ár
BREYTING Í KRÓNULÁN*
Höfuðstóll láns
Fyrir breytingu Eftir breytingu
20.000.000 15.000.000
Meðalgreiðslubyrði á mánuði
Fyrir breytingu Eftir breytingu
106.000 102.000
Eftir þrjú ár:
Án breytingar Með breytingu
17.000.000 14.000.000
* Allir útreikningar eru í krónum. Gert er
ráð fyrir óbreyttum vöxtum erlendis á
lánstímanum en hóflegri lækkun óverð-
tryggðra vaxta og gengisþróun hér.
Viðskiptavinir Íslandsbanka geta breytt myntkörfulánum í krónulán í nóvember:
Höfuðstóll niður um fjórðung
VIÐSKIPTI Alls hafa 22 þúsund
fyrirtæki ekki skilað ársreikn-
ingum til Ársreikningaskrár.
Ríkisskattstjóri hefur ákveðið
að framvegis verði aðgengilegir
listar á rsk.is yfir þá lögaðila
sem ekki hafa sinnt skyldu sinni
um að skila ársreikningum til
opinberrar birtingar hjá Árs-
reikningaskrá. Meðal þeirra
fyrirtækja sem þar er að finna
eru Atlantsolía, Baugur Group,
Fáfnir, Fengur eignarhaldsfélag
Pálma Haraldssonar, Eimskipafé-
lag Íslands og Straumur Burða-
rás.
Ársreikningaskrá er heimilt að
leggja sektir á félögin. - ghh
Listi yfir fyrirtæki birtur:
Trassa að skila
ársreikningum
FRIÐUR Til stendur að mynda mannlegt risavaxið
friðarmerki á Klambratúni á föstudaginn.
Þann dag, 2. október, er friðardagur Sameinuðu
þjóðanna haldinn hátíðlegur um allan heim, en 2.
október er einnig fæðingardagur friðarleiðtogans
indverska Mahatma Gandhi.
„Við ætlum að lyfta kyndlum á loft og mynda
friðar merki. Þetta er táknræn aðgerð um djúp-
stæða þrá eftir samfélagi án ofbeldis,“ segir
Helga R. Óskarsdóttir húmanisti.
Skipulagshópur Heimsgöng-
unnar, ásamt Rauða krossinum,
Sambandi íslenskra framhalds-
skólanema, Samtökum hernaðar-
andstæðinga, Öryrkjabandalag-
inu og fleiri fjöldasamtökum,
standa að göngunni.
Á degi friðar hefst
heimsganga frá Nýja-Sjálandi
og á að ganga heiminn þveran
og endilangan á þremur mán-
uðum, eða til 2. janúar, þegar
henni lýkur í Andesfjöllum
í Argentínu. Göngufólkið fer í gegnum hátt í
hundrað lönd og ræðir við stjórnmálamenn og
aðra leiðtoga í hverju landi. Helstu kröfur göngu-
fólksins eru að kjarnorkuvopnum verði útrýmt og
að innrásarherir hverfi frá herteknum svæðum.
Friðarmerkið á Klambratúni á að mynda klukk-
an 20 á föstudag, en um morguninn verður mín-
útuþögn í mörgum grunnskólum landsins.
- kóþ
Dagur án ofbeldis haldinn á föstudag þegar fjöldasamtök mætast á Klambratúni:
Mynda mannlegt friðarmerki
HELGA R.
ÓSKARSDÓTTIR
UNGVERSKUR FRIÐUR Um 3.500 manns hittust í Búdapest í
fyrra til að mynda þetta friðarmerki. Á föstudag á að endur-
taka leikinn, á Klambratúni. Kyndlar verða á staðnum.
MYND/HEIMSGANGA.IS
KJÖRKASSINN
Eiga stjórnvöld að breyta lögum
um Seðlabankann til að knýja
niður stýrivexti?
Já 76,9%
Nei 23,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ertu sátt(ur) við tillögur stjórn-
valda um lausnir við skulda-
vanda heimilanna?
Segðu skoðun þína á visir.is