Fréttablaðið - 29.09.2009, Page 8
8 29. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR
1. Með hvaða flokki hyggst
Angela Merkel mynda nýja
ríkisstjórn Þýskalands?
2. Hvaða þekkti leikstjóri var
nýlega tekinn höndum í Sviss?
3. Hverjar urðu markadrottn-
ingar Pepsi-deildar kvenna í
knattspyrnu í sumar?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
4
72
85
0
9/
09
* Innifalið: Flug ásamt flugvallarsköttum, gisting í 3 nætur með morgunverði, rútuferðir til og frá flugvelli erlendis, einnig í Jónshús og í „Fisketorvet“.
Skoðunarferð um Kaupmannahöfn, kvöldverður á Copenhagen Corner, aðgöngumiði í Tívolí og “julefrokost” á Restaurant Kronborg og fararstjórn.
Uppgefið verð getur breyst til samræmis við hækkun á eldsneytisgjaldi og álögðum sköttum og gjöldum. Verðið m.v. gengi 27. ágúst 2009.
KAUPMANNAHÖFN
AÐVENTUFERÐIR
FYRIR ELDRI BORGARA
VERÐ 99.200 KR.*
Á MANN Í TVÍBÝLI
(AUKAGJALD FYRIR
EINBÝLI: 17.700 KR.
Ferðadagar: 15.–18. og 22.–25. nóvember.
Íslenskir fararstjórar: Erla Guðmundsdóttir / Emil Guðmundsson
+ Bókanir á www.icelandair.is/hopar. (Númer hópa er 1207).
Nánari upplýsingar hjá Hópadeild Icelandair í síma 50 50 406
eða með tölvupósti á hopar@icelandair.is
ÞÝSKALAND, AP Angela Merkel og
Guido Westerwelle ætla að vera
snögg að mynda nýja ríkisstjórn
Kristilegra (CDU) og Frjálsra
demókrata (FDP) í Þýskalandi.
Flokkarnir tveir fengu samtals 326
þingmenn í kosningum á sunnudag,
sem er öruggur meirihluti á 622
manna sambandsþingi landsins.
„Þýskaland á skilið að fá nýja
stjórn fljótt,“ sagði Merkel, sem er
leiðtogi Kristilegra demókrata, og
lofar því að stjórnarmyndun verði
lokið fyrir 9. nóvember, þegar hún
tekur á móti erlendum þjóðarleið-
togum í tilefni þess að þá verða
tuttugu ár liðin frá því að Berlínar-
múrinn féll.
Sósíaldemókratar (SPD), sem
hafa verið í stjórn með Kristi legum
undanfarið kjörtímabil, hröpuðu
niður í 23 prósent atkvæða úr 34
prósentum, sem flokkurinn fékk
fyrir fjórum árum.
Sigurvegari kosninganna er
Guido Westerwelle, leiðtogi Frjálsra
demókrata, en sigur sinn getur
hann væntanlega að stórum hluta
þakkað Merkel kanslara, því hún
hamraði á því í kosninga baráttunni
að hún vildi frekar mynda stjórn
með Frjálsum demókrötum en
halda áfram stjórnarsamstarfinu
með Sósíaldemókrötum.
Sósíaldemókratar geta hugsan-
lega einnig kennt Merkel um sitt
tap, því hún hefur óspart kennt
samstarfsflokknum um að hafa
ekki getað hrint í framkvæmd þeim
umbótum sem hún hefur viljað gera
í Þýskalandi.
Merkel hefur notið vinsælda
almennings, en gæti átt erfitt
með að halda þeim í stjórn með
Westerwelle, sem kemur ferskur
inn í stjórnarsamstarfið með
skýrar hægriáherslur.
Westerwelle vill ganga mun
lengra en Merkel í frjálshyggjuátt,
meðal annars í skattamálum.
Kristilegir og Frjálsir demó-
kratar hafa oft starfað saman í
stjórn áður, en veruleg breyting
hefur orðið á vinstrivæng þýskra
stjórnmálaflokka.
Sósíaldemókratar hafa lengst af
haft þar yfirburðastöðu, með minni
flokk Græningja við hlið sér, en nú
eru vinstriflokkarnir þrír.
Sósíaldemókratar eru áfram
stærstir, en Vinstriflokkurinn, arf-
taki gamla austurþýska Kommún-
istaflokksins, hefur bætt við sig
miklu fylgi með Gregor Gysi og
Oskar Lafontaine í fararbroddi, og
er nú orðinn stærri en Græningja-
flokkurinn.
„Vinstri hefur breytt flokka-
kerfinu,“ segir Lafontaine stoltur
og lofar harðri stjórnarandstöðu.
gudsteinn@frettabladid.is
Westerwelle
gengur til liðs
við Merkel
Merkel lofar nýrri stjórn fyrir 9. nóvember. Sigur-
vegari kosninganna, Guido Westerwelle, getur að
verulegu leyti þakkað Merkel og félögum sigurinn.
MERKEL OG WESTERWELLE Þau Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata,
og Guido Westerwelle, leiðtogi Frjálsra demókrata, hittust í gær og ætla að ljúka
stjórnar myndun á næstu vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI „Þetta er mjög ánægju-
legt og átti sér stuttan aðdraganda,
nokkra daga,“ segir Árni Oddur
Þórðarson, stjórnarformaður
Marel Food Systems. „Með þessum
kaupum eru stjórnendur Columbia
Management að sýna Marel mikið
traust og eru greinilega sáttir við
stefnu og horfur.“
Sjóðir á vegum bandaríska
eignastýringafyrirtækisins Col-
umbia Wanger Asset Management,
dóttur fyrirtækis Bank of America,
keyptu á föstudag 5,2 prósenta hlut
í Marel Food Systems fyrir 1,9
milljarða króna.
Félagið er með 330 milljarða
Bandaríkjadala í eignastýringu,
sem jafngildir rúmum 41 þúsund
milljörðum króna.
Erlendir aðilar eiga nú sextán
prósent í Marel Food Systems og
hefur hlutfallið aldrei verið hærra.
Félagið verður eftirleiðis fjórði
umsvifamesti hluthafi Marel Food
Systems.
Árni Oddur segir bandaríska
félagið hafa átt frumkvæðið að
viðskiptunum. Forsvarsmenn þess
þekki vel til Marel Food Systems
enda hafi þeir um allangt skeið
verið hluthafar í hollensku iðnsam-
steypunni Stork sem er fyrrverandi
eigandi Stork Food Systems. Mikil
viðskipti voru með hlutabréf Marel
Food Systems í Kauphöll Íslands
eftir að tilkynnt var um viðskipt-
in og hækkaði gengi bréfa þess um
sex prósent í gær. - jab
Bandarískur risasjóður orðinn fjórði stærsti hluthafi Marel Food Systems:
Keyptu fyrir 1,9 milljarða
ÁRNI ODDUR ÞÓRÐARSON Bandarískur
sjóður hefur keypt rúm fimm prósent
í Marel Food Systems. Erlendir aðilar
hafa aldrei átt jafn stóran hlut í félaginu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
CDU/CSU 239
FDP 93 SPD 146
Vinstir 76
Grænir 68
Alls 622
sæti
Skipting þingsæta
HEIMILD: YFIRKJÖRSTJÓRI ÞÝSKALANDS © GN
BRETLAND Sérfræðingar Háskól-
ans í Hull hafa hleypt af stokk-
unum viðamikilli rannsókn á
hugsanlegum aukaverkunum
sætuefnisins Aspartam. Mat-
vælaeftirlit Bretlands og
Evrópu hafa hingað til lagt
blessun sína yfir notkun efnis-
ins og er það notað í matvælum
um allan heim, meðal annars
hér á landi.
Ástæða rannsóknarinnar er
umkvartanir fólks síðastliðin
ár sem stendur í þeirri mein-
ingu að það hafi fundið til höfuð-
verks, svima og þreytu eftir
að hafa innbyrt efnið í mat eða
drykk. Hundrað manns munu
taka þátt í rannsókninni, sem
stendur yfir í átján mánuði.
- jma
Ný rannsókn á sætuefni:
Rannsaka auka-
verkanir af Asp-
artam-sætuefni
ÁLFTANES Þrír fulltrúar Sjálf-
stæðis flokks og Margrét Jóns-
dóttir hafa myndað „starfhæfa
bæjarstjórn“, samkvæmt tilkynn-
ingu frá þeim í gær.
Þar segir að þjónusta við íbúa
eigi að skerðast sem minnst og að
bæjarstjórnin muni „einbeita sér
að því að rétta af fjárhag bæjar-
ins“.
Með góðri sátt meirihlutans
megi við því búast að það sjáist,
þegar á næstu vikum, „áherslu-
breytingar Álftnesingum til
heilla“.
Margrét Jónsdóttir er formaður
bæjarráðs en Kristinn Guðlaugs-
son er forseti bæjarstjórnar. - kóþ
Nýr meirihluti myndaður:
Bæjarstjórn á
Álftanesi kynnt
SJÁVARÚTVEGSMÁL Hvalveiði-
vertíðinni er að ljúka en hrefnu-
veiðimenn stunda enn veiðar frá
Vestfjörðum. Rúmlega 200 dýr
hafa verið veidd sem er langt frá
útgefnum kvóta.
Hvalur 9 og Hvalur 8 hættu
veiðum fyrir nokkru og komu 125
langreyðar á land.
Þau 25 dýr sem óveidd eru af
útgefnum kvóta verða veidd á
sumri komanda. Vertíðarlok voru
fyrir viku, á sama tíma og venja
var til á fyrri tíð.
Hrefnuveiðimenn veiða út
septem ber frá Vestfjörðum og
Konráð Eggertsson, skipstjóri á
Halldóri Sigurðssyni ÍS, tók sína
fyrstu hrefnu þetta árið nýlega.
Alls hafa veiðst um áttatíu hrefn-
ur í sumar, flestar í Faxaflóa.
- shá
Hvalveiðivertíðinni lýkur um mánaðamótin:
Yfir tvö hundruð
hvalir komu á land
KONRÁÐ EGGERTSSON Vertíðinni er að
ljúka.
VEISTU SVARIÐ?