Fréttablaðið - 29.09.2009, Page 10

Fréttablaðið - 29.09.2009, Page 10
10 29. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Útfærsla endanlegra aðgerða til að koma til móts við þá sem eiga í mestum skuldavanda er á lokastigi. Er aðgerðunum ætlað að gilda um alla, sama hvar þeir skulda og sama hverrar tegundar lán þeirra eru. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á flokksstjórnarfundi Samfylkingar- innar á laugardag. Sagði hún aðgerðirnar tryggja bæði húsnæðisöryggi fólks og að skuldsett heimili verði ekki föst í skuldafjötrum um ókomna tíð. „Allar kannanir sýna að vandinn er viðráðanlegur og í raun séu það um tuttugu prósent heimila sem þurfi nú á róttækum aðgerðum að halda,“ sagði Jóhanna. Ríkisstjórnin stendur frammi fyrir að stoppa í 180 milljarða króna halla á fjórum árum. Sagði Jóhanna ráðgert að hallinn yrði tæpum 100 milljörðum minni í lok næsta árs. Því verði náð fram með niðurskurði, sparnaði, uppstokkun ríkiskerfisins og réttlátari skatta- stefnu en verið hafi. Í undirbúningi eru stórfram- kvæmdir í orkumálum, vegamálum og byggingariðnaði, meðal annars með aðkomu lífeyrissjóða. Jóhanna gat um ákvörðun ríkis stjórnar- innar frá því á föstudag um að greiða götu þess að nýr Landspít- ali risi. Við það skapast minnst 800 störf. Nefndi hún líka Búðarháls- virkjun, stækkun Straumsvíkur- álversins, byggingu álversins í Helguvík, Suðurlands veg, gagna- ver og virkjun jarðhita sem verk- efni til uppbyggingar atvinnulífs. Hún sagði líka margt í bígerð til að draga úr umsvifum hins opin- bera og nefndi sameiningu stofn- ana og embætta. Þá upplýsti Jóhanna að hún hefði farið fram á að skilanefndir bankanna greindu opinberlega frá störfum sínum. Sagði hún marga hafa áhyggjur af því hvernig stað- ið væri að endurskipulagningu á skuldum fyrirtækja, hver þeirra yrðu knúin í þrot og hverjum hjálpað með skuldbreytingum og afskriftum. Allt þyrfti að vera á hreinu í þessum efnum í nýju og betra samfélagi. bjorn@frettabladid.is Skuldavandi heim- ila er viðráðanlegur Aðgerðir til að mæta vanda þeirra sem eiga í mestum skuldavanda eru í loka- vinnslu. Stórframkvæmdir eru í undirbúningi. Allt er undir í uppstokkun ríkis- kerfisins. Forsætisráðherra vill að skilanefndir starfi fyrir opnum tjöldum. STOLT Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kveðst stolt af þeim árangri sem ríkisstjórn hennar hefur náð á átta mánaða starfstíma sínum. STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hefur ákveðið að ráðast í viðamiklar breytingar og endurskipulagningu á verkefnum ráðuneyta og stofn- ana. Markmið þeirra er meðal ann- ars að forgangsraða í ríkisrekstr- inum, auka skilvirkni og nýta fjármuni á sem árangursríkast- an hátt. Í tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu segir meðal annars að ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu að allir þeir sem nú vinni hjá ríkinu sinni sömu eða sams konar störfum eftir að endurskipulagn- ingin hefur farið fram. Enn fremur segir að breytingarnar séu komnar mislangt á veg en þær kalli á nýja hugsun, útsjónarsemi og samhent átak allra aðila. - bþs Viðamikil endurskipulagning á verkefnum ráðuneyta og stofnana áformuð: Breytingar kalla á nýja hugsun ■ Lögreglu- og sýslumannsembætt- um verður fækkað. ■ Héraðsdómstólar sameinaðir í einn. ■ Landið gert að einu skattum- dæmi. ■ Aðgerðaáætlun um samstarf heil- brigðisstofnana og breytt skipulag stjórnsýslustofnana heilbrigðisráðu- neytisins. ■ Sameining átta heilbrigðisstofn- ana á Vesturlandi og tveggja í Fjallabyggð. ■ Breytt verkaskipting stærri stofn- ana sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytisins. ■ Verkefni og stofnanir á sviði vinnu og velferðar endurskipulögð og starfsemin samþættuð félagsþjón- ustu sveitarfélaga. ■ Unnið er að flutningi málefna fatlaðra og aldraðra frá ríki til sveitar- félaga. ■ Sameining slysarannsókna- nefnda. Keflavíkurflugvöllur ohf. og Flugstoðir ohf. sameinuð. ■ Endurmat á háskólakerfinu, þar með talið á möguleikum til aukins samstarfs eða sameiningar háskóla. ■ Varnarmálastofnun lögð niður í núverandi mynd 2010 og verkefni hennar samþætt hlutverki annarra opinberra stofnana. MEÐAL ÞESS SEM STJÓRNVÖLD ÁFORMA REYKJAVÍK Kjartan Magnússon, formaður Íþrótta- og tómstunda- ráðs, kveðst reikna með að borg- in muni áfram styðja tómstunda- starf barna í gegnum frí- stundakortin svonefndu. Frístunda- kortunum var komið á lagg- irnar árið 2007 í tilraunaskyni til þriggja ára. Í ár átti styrkurinn að nema 40 þúsund krónum á hvert barn en fjárhæðin var lækkuð í 25 þúsund í kjölfar efnahags- hrunsins. Kjartan segir formlega ákvörðun um framhald frí- stundakortanna ótekna en að hann búist fastlega við að kerfið verði til frambúðar. - bþs Stuðningur vegna tómstunda: Frístundakortin líklega áfram KJARTAN MAGNÚSSON SVISS, AP Pólski kvikmyndaleik- stjórinn Roman Polanski er stað- ráðinn í að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna, en í gær hafði framsalskrafa ekki borist. Polanski, sem er einn fremsti leikstjóri heims, var handtekinn þegar hann kom til Sviss um helgina fyrir að hafa fyrir þrjá- tíu árum níðst kynferðislega á þrettán ára gamalli stúlku. Hann hefur verið eftirlýstur síðan og ekki getað farið til Bandaríkj- anna. Ráðamenn í Frakklandi sem og ýmsir framámenn í kvik- myndagerð hafa fordæmt hand- tökuna og hvatt Svisslendinga til að láta Polanski lausan. - gb Polanski í baráttuhug í Sviss: Berst gegn framsalskröfu BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Fangelsið í Zürich- Kloten, þar sem talið er að Polanski sé í haldi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Skuldastaða heimilanna Fundur um skuldastöðu heimil- anna verður haldinn á Grand hóteli í hádeginu í dag. Félag viðskipta- og hagfræðinga stendur fyrir fundinum. Á meðal frummælanda verður Árni Páll Árnason félags- málaráðherra. FUNDUR ÍRAN, AP Íranski herinn skaut upp í tilraunaskyni flugskeyti af nýrri og fullkominni gerð, sem dreg- ur nógu langt til að bæði Ísrael og bandarískar herstöðvar við Persaflóa eru í skotfæri. Alls gerðu Íranar tilraunir með flugskeyti í þremur lotum í gær og á sunnudag. Prófaðar voru nýjar og endurbættar útgáfur af flugskeytum af gerðinni Shahab- 3 og Sajjil. „Írönskum f lugskeytum er hægt að miða á alla staði, sem Íran stafar ógn af,“ sagði Abdollah Araqi, yfirmaður í íranska hernum. Tilraunirnar hófust aðeins tveimur dögum eftir að Banda- ríkin og fleiri ríki ljóstruðu upp að Íranar hafi með leynd reist aðra kjarnorkutilraunastöð þar sem úran er auðgað. Íranar voru harðlega gagn- rýndir og skorað á þá að leyfa alþjóðlegum kjarnorkueftirlits- mönnum að skoða nýju stöðina. Vaxandi spenna hefur verið vegna kjarnorkuáforma Írana. Javier Solana, utanríkismála- fulltrúi Evrópusambandsins, segir Írana verða án tafar að leysa úr deilum sínum við umheiminn. Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, segist ekki telja að Íranar geti sannfært aðra um að þeir ætli sér einungis að vinna kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. - gb Tilraun með flugskeyti endapunkturinn á tveggja daga heræfingum í Íran: Íranar sýna hvað þeir geta FLUGSKEYTI SKOTIÐ Á LOFT Nýja flug- skeytið kemst tvö þúsund kílómetra og getur borið allt að þúsund kílógramma þunga sprengihleðslu. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Forystumenn sveitar- félaga á Austurlandi ákváðu um helgina að fela starfshópi að kanna kosti þess að sameina öll sveitarfélög í fjórðungnum í eitt. Á starfshópurinn meðal annars að gera tillögur að stjórnkerfi nýs sameinaðs sveitarfélags, kanna vilja ríkisvaldsins til að stuðla að opinberum framkvæmdum í því og fjalla um þau áhrif sem tilkoma sveitarfélagsins hefði í för með sér fyrir austfirskt samfélag. Níu sveitarfélög eru á Austur- landi og hefur þeim fækkað nokkuð með sameiningum undan- gengin ár. - bþs Sameining sveitarfélaga: Eitt sveitarfélag á Austurlandi Jóhanna boðaði breytta skatta- stefnu. Hún vitnaði til óbirtrar skýrslu sem sýndi að þær skatt- breytingar sem gerðar voru í þágu atvinnulífsins, og áttu ekki síst að laða að erlenda fjárfestingu, hafi nánast engu skilað í þeim efnum. Áhugi erlendra aðila á fjárfestingum hér hafi nánast eingöngu átt við um stóriðju. Á sama tíma hafi Íslending- ar í stórum stíl fjárfest hér í gegnum erlend fjárfestingarfélög. Sagði hún ríkisstjórnina ætla að jafna hlutföll milli tekjuskatta og fjármagnstekju- skatta og innleiða orku-, umhverfis- og auðlindaskatta. Skattheimtan verði að sönnu aukin en varlega verði farið í breytingar á óbeinum sköttum og hvorki hreyft við eigna- né erfðafjársköttum. Úr fjórum prósentum í tuttugu Jóhanna tók dæmi um breytingar. Árið 1993 var 1 prósent ríkustu fjölskyldna landsins með um 4 prósenta hlutdeild í ráðstöfunartekj- um. Árið 2007 var hlutdeild sama hóps orðin um 20 prósent. Árið 2007 höfðu 10 prósent fjölskyldna um 40 prósent ráðstöfunartekna en 90 prósent fjölskyldna skiptu 60 prósentum teknanna á milli sín. BREYTINGAR SEM SKILUÐU NÁNAST ENGU UPPSTRÍLAÐUR HUNDUR Eigendurnir hafa sjálfsagt verið ákaflega ánægðir með múnderinguna, sem þeir voru búnir að troða hundinum sínum í á hundakeppni í Mumbaí á Indlandi. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.