Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 29.09.2009, Qupperneq 12
12 29. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR MENNING Umræðan hefur á und- anförnum árum æ meira færst af síðum blaðanna og yfir á internet- ið. Sagnfræðingum framtíðarinn- ar er því nokkur vandi á höndum, enda gömul saga og ný að erfitt er að stóla á heimildir á netinu fjölda ára aftur í tímann og sumar síður hafa lagt upp laupana. Í dag opnar almenningi hins vegar heimasíðan www.vefsafn.is en þar er að finna safn ísenskra vefsíðna frá árinu 2004. Vinna við verkefnið hófst árið 1998, að sögn Þorsteins Hallgríms- sonar, aðstoðarlandsbókavarðar. Verkefnið var nokkuð flókið og því var ákveðið að vinna tæknivinnu í samvinnu við erlenda aðila. Unnið er að svipaðri söfnun vefsíðna í Ástralíu, Svíþjóð og Bandaríkjun- um. Síðastnefnda verkefnið, sem unnið er á vegum Internet Archi- ve, er mjög metnaðarfullt; þar ætla menn að safna saman öllum vefsíðum heimsins. Í samvinnu við þá var unnið að tæknimálum, en vandamálið í þeim efnum er að vefurinn vex mun hraðar en tækn- in við að skrá hann, að sögn Krist- ins Sigurðssonar, fagstjóra upplýs- ingatæknihóps. En til hvers er verið að safna vefsíðum? Þorsteinn segir að til- koma vefsins hafi gjörbreytt öllum fyrri lögmálum um útgáfu, enda sé hann nýr og sjálfsæður mið- ill sem sé hluti af menningararfi þjóða. Flest lönd leitist við að varð- veita menningararf sinn og veita að gang að honum og það eigi einn- ig við um vefinn.Ef það efni sem aðeins finnst á vefnum sé ekki varðveitt, glatist hluti menningar- arfsins. Þá myndist gat í menning- arsögu þjóðarinnar. Vefsafnið er í dag um 14 tera- bæt og raunar tvöfalt það, þar sem það er varðveitt í tveimur eintök- um. Frá upphafi söfnunar hafa 850 milljónir slóða verið heimsótt, inni í því eru nokkrar sem heimsótt eru oftar en einu sinni. Kristinn segir að þrisvar sinnum á ári sé síðum safnað, hver uppfærsla er um 1,5 terabæt. Við síðustu söfnun voru 72 milljónir urla heimsótt. Tæknin gerir það að verkum að sjálfvirk söfnun nær eingöngu til síðna sem enda á þjóðarléninu; .is. Þar að auki eru 4-500 slóðir með aðra endingu heimsóttar hand- virkt. Ísland er fyrsta landið í heimin- um sem opnar almenningi aðgang að slíku vefsafni. Menntamálaráð- herra opnar vefinn við hátíðlega athöfn í dag klukkan 13. Almenn- ingur getur skoðað safnið á www. vefsafn.is. kolbeinn@frettabladid.is Fyrsta safn vefsíðna opið almenningi Vefsafn Þjóðarbókhlöðunnar verður opnað í dag. Geymir allar vefsíður sem safnað er af þjóðarléni. Fyrsta safnið sem opið verður almenningi af þess- um toga. Á að tryggja varðveislu samtímaheimilda. SKOÐA VEFINN Safn allra vefsíðna með þjóðarlénsendingunni .is verður opnað í dag. Sigurður tæknimaður (til vinstri) og Þorsteinn aðstoðarlandsbókavörður segja hið viðamikla safn munu fylla upp í gat í menningararfi þjóðarinnar, enda hafi æ meiri hluti umræðunnar flust yfir á vefinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PORTÚGAL, AP Jose Socrates, for- sætisráðherra Portúgals, ætlar hvergi að hvika frá áformum sínum um róttækar umbætur á samfélaginu. Hann tryggði sér í þingkosn- ingum um helgina umboð til að stjórna annað kjörtímabil, þrátt fyrir að margir óttist áform hans, þar á meðal margir félagar hans í Sósíalistaflokknum. „Ég mun ekki hika við að hrinda umbótum í framkvæmd, jafnvel þótt þær mæti skilnings- leysi, hindrunum og andstæðing- um,“ sagði hann í kosningabar- áttunni. Gagnrýnendur hans, meðal annars í verkalýðshreyfingu Portúgals, segja umbótahug- myndir hans líkjast frekar hug- myndum hægriflokka en sósíal- ista. - gb Kosningar í Portúgal: Socrates áfram við stjórnvölinn JOSE SOCRATES Ætlar hvergi að hvika frá umbótaáformum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Björgvin G. Sig- urðsson, fyrrverandi viðskipta- ráðherra, segist sjá eftir því að hafa ekki gengið miklu harðar fram í því að koma Icesave úr úti- búi Landsbankans á Íslandi yfir í erlend dótturfélög. Þetta kemur fram í grein sem Björgvin ritar í Morgunblaðið í gær. „Okkur mistókst yfirlýst markmið um að koma Icesave í dótturfélag úr útibúum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá Landsbankann til þess. Þar hefð- um við átt að ganga miklu harðar fram og því sé ég mest eftir af öllu á mánuðunum mínum í ráðu- neytinu,“ segir Björgvin. „Þá hefði fyrir löngu átt að vera búið að sameina bankamálin undir eitt ráðuneyti í stað þriggja og eftir- litið í eina sameinaða stofnun. Það hefði örugglega rofið víta- hring samráðsleysis og óljósra skila á milli ábyrgðar og hlut- verka í því viðkvæma viðfangs- efni að tryggja fjármálalegan stöðugleika í samfélaginu.“ Björgvin segir að íslenska stjórnmálastéttin skuldi þjóð- inni afsökunarbeiðni vegna þess að efnahagshrunið varð alvar- lega hér á landi en víðast annars staðar vegna aðgerða og aðgerða- leysis stjórnmálamanna. „Þar eru fáir undanskildir, hvorki þeir sem stýrðu samfélaginu frá miðjum tíunda áratugnum né aðrir sem börðust gegn því að skikki yrði komið á gjaldmiðilsmál þjóðar- innar,“ segir Björgvin. „Ég hef beðist afsökunar fyrir mitt leyti og undirstrika það hér.“ - pg Björgvin G. Sigurðsson um efnahagshrunið: Skulda þjóðinni afsökunarbeiðni BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Sér eftir því að hafa ekki komið Icesave í erlend dótturfélög. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL Á síðustu dögum hafa fimm greinst með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar illræmdu, samkvæmt upplýsing- um landlæknisembættisins. Sýk- ingarnar hafa verið staðfestar á sýkladeild Landspítala. Fólkið er á aldrinum eins árs til 36 ára. Um þrjá karla og tvær konur er að ræða. Fjórir þeirra sem greindust eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en einn á Suðurlandi. Líklegt þykir að rekja megi sýkinguna á Suðurlandi til höfuðborgarsvæðisins. Engin þekkt tengsl eru á milli fólksins og allir smituðust hér á landi. Upphaf einkenna var á tímabil- inu 17. til 23. september. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna sýkingarinnar en enginn hefur greinst með alvarlega fylgikvilla af völdum hennar. Ekki er búið að komast að uppruna smitsins, en sóttvarnalæknir vinnur að rann- sókn málsins. E. coli O157 er baktería sem berst með menguðu vatni og mat- vælum í menn, en smit manna á milli og úr dýrum í menn er einnig vel þekkt. Helstu einkenni sýking- ar í fólki eru niðurgangur, sem mjög oft er blóðugur, og slæmir kviðverkir eða uppköst. Bakterían framleiðir ákveðna tegund eitur- efnis sem getur leitt til skertrar nýrnastarfsemi og stundum til alvarlegra veikinda, einkum hjá börnum. - jss Sóttvarnalæknir rannsakar upptök E. coli-sýkinga sem komið hafa upp: Fimm með illræmda sýkingu HARALDUR BRIEM Sóttvarnalæknir vinnur að rannsókn á upptökum E.coli- sýkinganna. ALÞINGI Þrír alþingismenn sitja fund Evrópuráðsþingsins sem nú stendur í Strassborg. Það eru Lilja Mósesdóttir, formað- ur Íslandsdeildar Evrópuráðs- þingsins, Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir og Birkir Jón Jónsson. Á þinginu verður fram- kvæmdastjóri Evrópuráðsins kjörinn og rætt um átökin milli Rússlands og Georgíu, loftlags- mál og verndun einstaklinga sem gera viðvart um misferli, til dæmis, innan stofnana eða fyrirtækja. Þá á að ræða regl- ur um starfsemi og vinnubrögð þrýstihópa. - bþs Þrjú sitja Evrópuráðsþing: Þrýstihópar og átök á dagskrá LÍKNESKI BRENNUR Líkneski djöfla- konungsins Ravana stóð í ljósum logum á lóð hofs í borginni Amritsar á Indlandi í tilefni af trúarhátíð hind- úa. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.