Fréttablaðið - 29.09.2009, Qupperneq 14
14 29. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Fimm ára stúlka var stungin með eggvopni af ungri konu í
Keflavík, og liggur þungt haldin á
Landspítalanum. Grunur leikur á
að konan hafi verið að hefna sín á
foreldrum, samkvæmt fjölmiðlum
gærdagsins, en ekki er ljóst þegar
þetta er skrifað, fyrir hvað. Í gær
var líka viðtal við lögreglustjóra
Suðurnesja, sem segir skipulagða
glæpastarfsemi finnast í umdæm-
inu. Þar séu bæði innlendir og
erlendir hópar sem fylgst sé vel
með. Hættumat greiningardeildar
þjóni embættinu og hún mæli með
að fleiri umdæmi verði greind
með sambærilegum hætti.
Í ljósi aðstæðna hlýtur það að
teljast sjálfsagður hlutur, þó að
napurt sé að þurfa að horfast í
augu við að að fámenn en upplýst
þjóð á eyju í Atlantshafi, þar sem
slíkt ætti ekki að geta dulist, skuli
ekki eiga ráð til að uppræta inn-
lenda glæpahópa og vísa hinum
úr landi.
Þó að illskiljanlegur örvænt-
ingarglæpur sé ekki það sama og
skipulagðir hópar innbrotsþjófa
og fíkniefnaþjóna er ofbeldi beitt í
báðum tilvikum til að ná sér niðri
á, eða ná sínu fram. Það er þjóðar-
smán að handrukkarar skuli vera
starfandi hér á landi, í þeirri vissu
að fórnarlömbin geta ekki kært
þá nema stofna lífi og heilsu sinna
nánustu í hættu. Vantar ekki eitt-
hvað í lagabálkinn?
Að koma eins og þjófur á nóttu,
er ekki lengur bara líkingarmál.
Fólk leggst ekki lengur rólegt og
öruggt til svefns á eigin heimilum.
Árvökull maður veitti athygli
bifreið sem lengi vel ók fram og
aftur í götunni hans, og gerði
viðvart. Hjá bifreiðastjóranum
fannst nákvæmt yfirlit yfir húsin
í götunni, fjarvistir og vinnutíma
íbúa. Merkt var með bláu við hús
með öryggiskerfi en rauðu hjá
þeim sem áttu hunda.
Þó að erlendir og þrautþjálfaðir
fagmenn í þjófnaði hafi verið stór-
tækir hér á landi og vafalítið skop-
ast að andvaraleysinu hérlendis er
eins víst að að Íslendingar á sömu
braut eru námfúsir. Og þess utan
er engu að kvíða. Fari svo að þeir
náist er ekki pláss fyrir þá í fang-
elsum, svo að þeir geta notað bið-
tímann vel. Eða þeir eru settir inn
í fangelsi sem eru eins og hótel,
miðað við það sem tíðkast víða
erlendis. Gott frí. Hvernig er með
heimavistarskóla á landsbyggð-
inni, sem ekki eru lengur í notk-
un? Er ekki húsnæði úti um allt
sem hægt væri að laga að þessari
starfsemi?
Vald yfir lífi annarra
Heimilisofbeldi hefur smám
saman komið upp á yfirborðið á
síðustu árum. Fólk veit um úrræði,
veit hvert það getur farið og fengið
skilning og stuðning. Það er ekki
lengur skömm að segja frá því að
maður hafi sætt ofbeldi og lifað
við það, ekki frekar en að vera
samkynhneigður. Ofbeldið getur
átt greiða leið upp á yfirborðið
þegar áfengi og fíkniefni eru undir
stýri hjá manneskjunni, til dæmis
á úti hátíðum, en oft þarf ofbeldið
enga örvun. Óhugnanlegar fréttir
af fyrirbærinu í Austur ríki, sem
gerði dóttur sína að fanga og kyn-
lífsþræli í kjallaranum heima hjá
sér, voru á þann veg, að manni
þóttu þær nánast handan við hug-
myndaflugið. Síðan kemur annar
slíkur ofbeldis maður í ljós vest-
anhafs. Hvort tveggja vitnar um
öðrum þræði um þá ónáttúru að
sækjast eftir og njóta þess að hafa
algjört vald yfir lífi annarrar
manneskju. Þetta endurspeglast í
frábærum leik Þrastar Leós, Dav-
íðs, Jörundar og Dóru í leikritinu,
Heima er best, í Borgarleikhúsinu.
Birtingarmynd þess er líka með-
ferðin á föngunum í Guantanamo,
sem og víðar.
Á vaktinni
Vald og valdagræðgi er jafnan
tengd stjórnmálum og fjármála-
starfsemi, en valdagræðgi er
algeng inni á heimilum, á skóla-
lóðum og vinnustöðum. Þessi
hneigð til að ráða yfir öðrum.
Sýna vald sitt með því að niður-
lægja einhvern, gera hann hlægi-
legan og niðurbrotinn, til að hinir
sjái hvers viðkomandi er megn-
ugur. Þetta er náttúrlega birting-
armynd vanmetakenndar. Sá sem
er öruggur og sáttur innra með
sér þarf ekki á fylgispekt á kostn-
að annarra að halda.
En valdið og ofbeldið er líka
vinsælasta afþreyingarefni sam-
tímans. Vinsælustu bíómyndir og
bækur á Vesturlöndum eru saka-
málasögur með hugvitsamlegum
hörmungum innan um skemmti-
lega spennufrásögn.
Eflaust blundar einhvers konar
valdafíkn í hverjum manni. Hjá
sumum rumskar hún kannski,
en vaknar aldrei. Aðrir eiga sína
takta í vinahópi, en reynslan
kennir að þessi kennd glaðvaknar
oft þegar menn fá mannaforráð.
Þá þurfa þeir að vera á vaktinni
gagnvart sjálfum sér. Reyndar
þurfum við öll að standa slíka
vakt, allar stundir.
Ofbeldisvæðingin
JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR
Í DAG | Ofbeldi og vald
Vefarinn mikli
Ein margra smárra hliðarverkana
bankahrunsins var sú að Björgvin G.
Sigurðssyni viðskiptaráðherra, sem
örskömmu eftir hrunið lokaði vefsíðu
sinni, gafst ekki tóm til að lagfæra
hana eins og til stóð. Hann hefur líkast
til verið of upptekinn. Síðan í októb-
erbyrjun í fyrra hefur orðsendingin
„Verið er að endurskoða og breyta
vefsvæðinu bjorgvin.is“ því mætt
gestum. Margir hafa sýtt það að
komast ekki í skrifin og jafn-
vel sakað Björgvin
um að reyna að
hylja slóð óheppi-
legra ummæla. En
þótt viðgerðin á
vefsvæðinu sækist
hægt skyldu hvorki
Björgvin né áhugamenn um hann
örvænta, því nú gefst á ný færi á að
drekka í sig skrif hans með aðstoð
Vefsafnsins, splunkunýrrar íslenskrar
veftímavélar á vegum Landsbókasafns.
Týnda ávarpið
Vefsafnið veitir aðgang að ýmsum
skemmtilegum skrifum eftir ráðherr-
ann fyrrverandi, sem annars hefðu
fallið í gleymskunnar dá. Til dæmis
ávarp sem hann flutti á ársfundi
Fjármálaeftirlitsins í nóvember
árið 2007, en er af einhverjum
ástæðum hvorki að finna á vef
FME né viðskiparáðuneytisins.
Þar sagði Björgvin meðal
annars þetta: „Íslensku
fjármálafyrirtækin
hafa notið
þess
meðbyrs sem verið hefur á alþjóðleg-
um fjármálamörkuðum undanfarin
ár og nýtt vel þau tækifæri sem gefist
hafa á mörkuðum með fyrirtækja-
kaupum og stofnun útibúa erlendis.“
Umræðuóróinn
Björgvin bætti þessu síðan við um störf
Jónasar Fr. Jónssonar og undir manna
hjá FME: „Á undanförnum tveimur
árum hefur eftirlitið staðið frammi
fyrir þeirri miklu áskorun að fylgja eftir
og halda í við framrás íslenskra fjár-
málafyrirtækja auk þess að takast
á við umræðuóróann vorið 2006.
Að mínum dómi hefur stofnuninni
tekist vel til í þeim efnum.“
Lesþyrstum er bent á síðuna
vefsafn.is, vilji þeir kynna sér
skrifin betur.
stigur@frettabladid.is
Auglýsingasími
– Mest lesið
UMRÆÐAN
Þorkell Helgason skrifar um
greiðslujöfnun
Joseph Stiglitz, nóbelsverð-launahafi, hefur lagt til að
verðtrygging lána miðist fremur
við laun en neysluverð. Þannig
tengist greiðslubyrðin beint við
afkomu lángreiðenda. Hængur-
inn er sá að til lengdar litið hafa
laun hækkað meira en verðlag og svo verður von-
andi í framtíðinni. Í frétt á forsíðu Fréttablaðsins
í gær er t.d. bent á að launavísitala hafi hækkað
um 29% umfram vísitölu neysluverðs síðan 1991.
Því er hæpið að lántakendum sé greiði gerður með
tengingu höfuðstóls við laun.
En til er svipuð en betri lausn. Hún felst í
árs gamalli lagasetningu um greiðslujöfnun á
verðtryggðum fasteignaveðlánum. Lánin eru
samkvæmt þessu fyrirkomulagi verðtryggð miðað
við neysluverð en greiðslubyrðin aðlöguð breytingu
á launum frá ársbyrjun 2008. Þannig er byrðin
léttari nú en ella væri, og gott betur því einnig er
tekið tillit til lækkandi atvinnustigs. Aftur á móti
mun höfuðstóllinn ekki hækka meira en svarar til
hækkunar neysluverðs þegar hagur þjóðarinnar
fer að vænkast og kaupmáttur að vaxa á ný. Undar-
legt er að bjargráðið sem felst í greiðslujöfnunar-
lögunum hefur lítt borist almenningi til eyrna og
fáir nýtt sér möguleikann. Lækkun á greiðslubyrði
er vissuleg keypt því verði að lánin lengjast. Dágóð
von er samt til þess að þeir sem nýta sér greiðslu-
jöfnun séu á endanum betur settir en með verð-
tryggingu að hætti Stiglitz. Engu að síður kann
kúfurinn sem bætist við lánin að vera ástæða þess
að lausnin er vannýtt.
Nú hefur kvisast út að félagsmálaráðherra hygg-
ist dusta nýfallið ryk af greiðslujöfnunarlögunum
og gera tillögur um endurbætur og útvíkkun á
þeim í ljósi reynslunnar. M.a. mun hugað að viðlaga-
ákvæði sem taki með samfélagslegum hætti á eftir-
hreytum greiðslujafnaðra lána verði þær óeðlilega
miklar. Tillögur ráðherrans virðast því bæði sneiða
hjá þeim galla sem felst í tengingu höfuðstóls við
laun og jafnframt stemma stigu við löngum skulda-
hala ef efnahagsbati lætur á sér standa. Gagnrýni
er samt þegar komin á kreik, t.d. í fyrrgreindri
frétt blaðsins. Þjóðmálaumræða á Íslandi er einatt
þannig að byrjað er að gagnrýna áður en ljóst er að
hverju hún beinist. Hvernig væri að sjá tillögur ráð-
herrans áður en gripið er til vopna?
Höfundur sat á sínum tíma í vinnuhópi um
greiðslujöfnun.
Hvers konar verðtrygging?
ÞORKELL
HELGASON
Ó
vissan hefur verið heldur leiður förunautur
þjóðarinnar undanfarið ár. Hún hefur lagst eins og
mara yfir öll svið hins daglega lífs. Óvissan snýr bæði
að því hvernig samfélagið verður hér á næstu árum
og áratugum en ekki síður um fjárhagslega afkomu
hvers og eins heimilis í samfélagi þar sem atvinna er orðin ótrygg
og skuldirnar eru óræð stærð, svo ekki sé meira sagt.
Fyrir liggur að almenningur mun á næstu misserum þurfa að
bera þungar sameiginlegar byrðar. Draga þarf úr útgjöldum hins
opinbera á sama tíma og ríkið verður að auka tekjur sínar. Það
blasir því við að Ísland verður ekki lengur meðal þeirra vestrænu
þjóða sem lægsta hafa skattana heldur verður skattheimta hér
meira í átt við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Óvissa
ríkir þó enn um það hvernig skattabreytingar muni hitta hvern
og einn fyrir.
Fréttir af þeim niðurskurði og sparnaði ríkisútgjalda sem fram
undan er hafa birst í brotum. Listi ríkisstjórnarinnar yfir viða-
miklar breytingar á stofnunum ríkisins sem birtur var í gær er
því fagnaðarefni, ekki endilega vegna allra þeirra efnisþátta sem
á honum eru heldur hins að með birtingu hans er létt á óvissu um
hvar eigi að bera niður í niðurskurðinum og dregin upp mynd af
þeim breytingum sem fram undan eru og lúta allar að því að draga
úr kostnaði. Sömuleiðis er ljóst þegar listinn er skoðaður að um
verulegar kerfisbreytingar er að ræða, sem eru líklegar til þess
að skila umtalsvert meiri sparnaði til lengri tíma en hægt yrði að
ná með minna róttækum aðgerðum.
Sú óvissa sem áreiðanlega hvílir hvað þyngst á íslenskum
almenningi er þó óvissan um fjárhagslega afkomu heimilanna.
Boðað hefur verið að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart skuld-
settum heimilum verði kynntar nú í vikunni, en um helgina var
sýnt á einhver spil sem eru á þeirri hendi. Þessara aðgerða hefur
verið beðið meira en nokkurra annarra.
Ljóst er að aðgerðir sem þessar eru ekki hristar fram úr erm-
inni. Það er vandaverk að finna sanngjarna leið til þess að létta á
skuldavanda heimilanna. Í slíkum aðgerðum mega þeir til dæmis
ekki fara halloka sem ábyrgastir hafa verið í fjármálum sínum.
Forsætisráðherra hefur sagt að aðgerðirnar eigi að gilda um
alla, sama hvað þeir skulda og hverrar tegundar lán þeirra eru. Svo
virðist þó sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar taki fyrsta kastið aðeins
til afborgana lánanna, að ekki sé um niðurfærslu höfuðstóls að
ræða. Þetta hlýtur að þýða að ákveðnum vanda er skotið á frest.
Slíkar aðgerðir létta vissulega á ákveðinni spennu og munu
leysa úr bráðavanda margra heimila. Hins vegar verður óvissan
til lengri framtíðar söm ef hagsmunir lánveitenda verða áfram
teknir fram yfir hagsmuni lántakenda.
Vonandi verða langþráðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar farsælar
skuldsettum heimilum bæði í bráð og lengd. Þau þurfa þess
með.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar
til handa skuldsettum heimilum:
Verða að duga
í bráð og lengd
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR