Fréttablaðið - 29.09.2009, Síða 23
ÞRIÐJUDAGUR 29. september 2009 19
> EKKI AÐDÁANDI
Poppgoðið Michael Jack-
son var ekki aðdáandi
söngkonunnar Madonnu.
Í gömlum upptökum
sem búið er að opin-
bera má heyra Jackson
ræða um Madonnu.
„Ég held hún hafi verið
ástfangin af mér en ég
elskaði hana ekki á
móti. Hún er alls ekki
kynþokkafull. Kyn-
þokki er eitthvað sem
kemur frá hjartanu.“
folk@frettabladid.is
Leikkonan Megan Fox ræddi
við grínistann Jimmy Fallon í
þætti hans Late Night á fimmtu-
daginn var. Í þættinum viður-
kenndi hún að henni þætti ónota-
legt að snerta þurran pappír og
þyrfti því ávallt að bleyta fingur
sína áður en hún kæmi við blað.
„Á mjög slæmum dögum sit ég
með litla vatnsskál við hliðina
á mér og bleyti fingurna upp úr
vatni áður en ég flétti blaðsíð-
unni. Sumum finnst óþægilegt
hljóðið sem kemur þegar
skólatafla er klóruð,
mér finnst óþægi-
legt að koma við
pappír,“ sagði
leikkonan. Hún
sagðist jafn-
framt fá öll
kvikmyndahand-
rit í tölvutæku
formi.
Fox þolir
ekki pappír
UNDARLEG
Megan
Fox kemur
stanslaust á
óvart með
skrítnum
yfirlýsingum
sínum.
Bandaríski listamaðurinn Rob
Bliss framkvæmdi óvenjulegan
gjörning á sunnudag þegar
hundrað þúsund pappaflug-
vélar voru settar á flug undir
ómþýðum tónum Sigur Rósar. Um
fimmtíu sjálfboðaliðar hjálpuðu
Bliss að búa til flugvélarnar, sem
voru í ýmsum litum. Einum lit í
einu var hleypt á flug samtímis
frá þaki nokkurra bygginga í
bænum Grand Rapids í Michigan
og undir hljómaði lagið Ólsen
Ólsen. Áhorfendur voru hvattir
til að syngja með laginu eða spila
með því á hljóðfæri. Hinn tvítugi
Bliss var í hálft ár að skipuleggja
gjörninginn.
Sigur Rós
í gjörningi
SIGUR RÓS Lagið Ólsen Ólsen með
Sigur Rós hljómaði í listgjörningi í
Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ELDAR ÁSTÞÓRSSON Eldar er einn af skipuleggjendum tónleikaraðarinnar Rétta.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Ófremdarástand er að skap-
ast í Kattholti sem Katta-
vinafélag Íslands rekur í
Stangarhyl. Fólk virðist
vera að losa sig við kisurn-
ar í kreppunni.
„Frá upphafi, í þau átján ár sem
Kattholt hefur verið starfrækt,
hafa aldrei fleiri kisur verið
hérna hjá okkur,“ segir Sigríður
Heiðberg, formaður Kattavinafé-
lags Íslands sem rekur Kattholt í
Stangar hyl. Henni telst til að yfir
160 kisur dveljist nú í Kattholti og
telur að kreppan sé fyrir alvöru
farin að hafa áhrif á örlög katta um
þessar mundir. „Fólk er hreinlega
að losa sig við kettina þannig að
þetta er bara skelfilegt ástand.“
Kettirnir eiga sér sumir ein-
hverja von; stundum finnast eig-
endurnir og stundum fá þeir ný
heimili. Í sumum tilvikum er þó
ekkert annað í stöðunni en að
aflífa þá. „Svo er það þannig að
þegar þeir koma hingað inn verð-
ur svo mikið álag á taugakerfið,
varnarkerfið brotnar niður og
þeir fá kvef en það er vandamál
sem við ráðum hreinlega ekk-
ert við eins og staðan er í dag,“
útskýrir Sigríður og því ljóst að
sannkallað ófremdarástand er
að skapast í Kattholti um þessar
mundir.
Sigríður segir Kattavinafélagið
skuldbundið til að taka móti þess-
um heimilislausu dýrum. „Regla
númer eitt er að koma þeim heim,
númer tvö er að finna fyrir þá ný
heimili,“ útskýrir Sigríður, sem
kallar eftir harðari reglum um
kattarhald. „Oft eru þessi dýr
örmerkt en eigendurnir koma
ekki til að vitja þeirra.“ - fgg
Aldrei fleiri kettir í Kattholti
ÓFREMDARÁSTAND Í KATTHOLTI Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélags Íslands,
segir ófremdarástand ríkja í Kattholti. Þangað hafi aldrei komið jafnmargar kisur og á
undanförnum vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MÖRGUM LÓGAÐ Sumar kisurnar fá ekki
ný heimili og eigendur þeirra finnast
ekki. Þá er lítið annað að gera en að
lóga þeim.
Ný tónleikaplata hljómsveitarinnar Lady &
Bird, La ballade of Lady and Bird, er komin
út hér á landi. Skífan kom út í Frakklandi
fyrir viku og hefur fengið mjög góðar við-
tökur. Dúettinn er skipaður Barða Jóhanns-
syni og hinni frönsk/ísraelsku Keren Ann
Ziedel.
Í júní á síðasta ári héldu Barði og
Keren Ann tónleika ásamt Sinfóníu-
hljómsveit Íslands í samvinnu við
Listahátíð Reykjavíkur. Mikil ánægja
var með tónleikana, sem Ríkisútvarp-
ið hljóðritaði. Í framhaldinu falaðist
plötufyrirtækið EMI í Frakklandi
eftir réttinum til að gefa þá út um
allan heim og eru þeir nú komnir út.
Nýtt plötufyrirtæki Senu að nafni
Kölski sér um útgáfu þessarar tónleika-
plötu á Íslandi.
Nýtt frá Lady & Bird
LADY AND BIRD Ný plata dúettsins er komin í
verslanir hér á landi.
Randy Taraborelli, sem
ritar ævisögu söngkonunnar
Madonnu, segir í viðtali við
tímaritið Hello! að söngkonan
standi í ströngu við að skipu-
leggja brúðkaup sitt og brasil-
ísku fyrirsætunnar Jesus.
„Hann er svo sætur. Hann er
stanslaust að hringja í mig,“ á
Madonna að hafa sagt við sína
nánustu.
Rætist úr þessum orðrómi mun
þetta vera þriðja hjónaband Mad-
onnu. Hún giftist leikaranum
Sean Penn árið 1985 en skildi við
hann fjórum árum síðar. Hún
giftist leikstjóranum Guy Ritchie
árið 2000 en þau skildu í fyrra.
Giftist í
þriðja sinn
Tónleikaröðin Réttir sem var hald-
in um síðustu helgi verður aftur í
Reykjavík á næsta ári, að sögn
Eldars Ástþórssonar, eins af skipu-
leggjendum viðburðarins. „Þetta
fór fram úr okkar björtustu vonum
og gekk ótrúlega vel. Þetta voru
yfir hundrað tónleikar og það var
fullt út úr dyrum á vel flestum. Ég
held að það sé ljóst af viðbrögðum
hátíðarinnar í ár að við munum
endurtaka leikinn,“ segir Eldar.
„Við ætluðum fyrst að hafa þetta
lítið í sniðum en svo vatt þetta upp
á sig og það bættust við fleiri stað-
ir og fleiri vildu vera með. Þrátt
fyrir lítinn fyrirvara og enga
styrki sem við gátum reitt okkur
á tókst þetta feikivel.“
Iceland Airwaves-tónlistar-
hátíðin verður haldin 14. til 18.
október og því er afar stutt á milli
þessara tveggja svipuðu hátíða.
Eldar vill ekki meina að þær
skarist enda hafi miðasala á Airwa-
ves gengið sérlega vel. „Það virðist
vera bæði markaður og stemning
fyrir því að hafa fyrirbæri eins
og Réttir í september. Eini mínus-
inn er að það er stutt á milli hátíð-
anna en við sem stöndum að Rétt-
um höfðum aldrei áhyggjur af því
að þetta myndi bitna á öðrum við-
burðum haustsins eða vetrarins,
til að mynda Airwaves-hátíðinni.
Við vonuðumst til að þetta myndi
ganga vel upp bæði fyrir okkur
sem höldum Réttir og þá sem halda
Airwaves og það tókst.“
Vegna takmarkaðs fjármagns
fengu erlendu hljómsveitirnar sem
komu fram á Réttum lítið greitt.
„Við vorum að hjálpa þeim með
gistingu en greiddum ekki mikil
laun. Það hefði aldrei gengið upp.“
- fb
Réttir verða endur-
teknar á næsta ári
alltaf í leiðinni!
5 Goða pylsur
og 5 Líf
pylsubrauð
ÓDÝRT
ALLA DAGA!
299kr.