Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1940, Page 2

Fálkinn - 12.01.1940, Page 2
2 F Á L K I N N GAMLA BIO Wallace Becry er ekki fríður mað- ur, stórskorinn er hann og trölls- legur. En þeir eru líklega ekki marg- ir, kvikmyndaleikararnir, sem al- mennari vinsœlda njóta. Og vinsæld- ir hans eru ekki mestar hjá ungu stúlkunum eða ungu mönnunum, þær eru lijá öllum jafnar. í myndinni, sem Gamla Bíó sýnir hráðlega og heitir „Bófinn frá Brim- stone", leikur Wallace Beery kald- geðjaðan bófa, en þó er ekki langt, þar til maður sjer, að ekki er hug- arfarið að öllu forhert, hjá þeim bófa. Hjartað er gott, þrátt fyrir alt. Þessi hrotti, sem Beery leikur, Trigger Bill, ræðst á son sinn á förnum vegi og rænir hann, án þess að vita, hver liann er. En þegar hann kemst að því, að ungi maðurinn er sonur hans, þá segja tilfinningarnar til sín. Ást hans á piltinum er svo sterk, að hann hjálpar honum í starfi hans, þegar sonurinn gerist löggæslumaður, og er ])að starf þó ekki beinlínis í samræmi við hags- muni föðurins, sem er bófi að at- vinnu! Upp frá þvi verður þessi mynd frá „vilta vestrinu" undarlega samsett. Hún fjallar um harðskeytta bófa, rán, skothrið, morð og fanta- skap, og þó jafnframt um heita föð- urást og rjettlætiskend. Og leikur Wallace Beery er meistaralegur. Það hefir verið sagt um hann í þessari mynd, að hann skjóti mann til bana eins rólegur og hann stingi út úr wiskýglasi, sem hann lika ger- ir óspart. En hann sýnir líka hlýtt og gotl innræti. Og attaf er skapið jafn-skínandi gott og svipbrigði hans og tilburðir vekja óblandna ánægju, eins og aðdáendur hans þekkja. Son hans leikur Dennis O’Keefe, ástmeyju sonarins Virginia Bruce. Ekki má heldur gleyma því, að Lewis Stone hefir hjer líka hlut- verk. Myndin er full af hreyfingu, spenningi og skemtilegum persón- um. Kirkja og bíó. í franska bænum Villebon-sur- Yvette er samkomuhús, sem fullnæg- ir mjög ólíkum kröfum. Þarna er nefnilega bæði kirkja og kvikmynda- hús, og fyrirhafnarlitið að „skifia um leiktjöld“. Maður þrýstir á hnapp og þá fellur hvítt tjald niður, fyrir framan kórinn og kvikmyndasýning- in getur byrjað. Hús þetta var upp- runalega bygt sem kvikmyndahús, með 300 sætum. En svo keypti trú- málaflokkur einn húsið. Og síðan er það notað sem kirkja fyrripart dags- ins, en sem kvikmyndahús seinni partinn. — Kirkjan borgaði sig nefnilega ekki, sagði presturinn, — en með þessu móti kemst maður vel af. K vikmy ndaf r j et tir NÝR PYGMALION. í leikritinu „Pygmalion" liefir hefir Bernhard Shaw stuðst við gamla gríska sögn um myndhöggvarann Pygmalion, sem varð svo ástfanginn af myndastyttunni, sem hann hafði gert af Galateu, að hann fjekk Afro- dite til að blása í liana lífsanda. í Hollywood gengur ný Pygmalion- saga í tilefni af kvikmyiidinni, sem nú hefir verið gerð af leikritinu. Gloria Dickson, sem sjest hjer á myndinni, var nýkomin til Holly- wood til þess að láta reyna sig í leik. Tilraunin gekk illa, þótti von- laust um að hún yrði ráðin. f ör- væntingu sinni fór liún til fegrunar- snillingsins Perc Westmore og hann lofaði að hjálpa henni. Hann grand- skoðaði andlitið á lienni og gerði rnargar teikningar, til að sjá, hvort nokkuð væri hægt að gera. Loks kom að því, að hann var orðinn ánægð- ur með fegrunarverkið og nú reyndi Gloria sig á nýjan leik og var ráðin. En Perc Westmore varð ástfanginn af hinni nýju og endurbættu útgáfu af Gloriu og nú eru þau gift. «f» Alll með islenskum skrpunt1 »fi Byrjaði í bílskúrnum. f Englandi hafa fundist frumritin að fyrslu tveimur teiknimyndum Walt Disneys og heita þær „Rauð- lietta" og „Alice og birnirnir þrír“. Áður en Disney byrjaði á „Mickey Mouse“, sem gerði hann lieimsfrægan, vann hann sem augtýsingateiknan, en i tómstundum sinum sat hann úti i bilskúr föður sins og teiknaði mynd af „Rauðhettu“. Það var þessari mynd að þakka, að hann var ráðinn til að teikna myndaflokkinn „Oswald“, en sá flokkur gerði hann kunnan. Enska kvikmyndasafnið hefir eign- ast 300 kvikmyndir síðustu mánuðina og á nú rúmlega þúsund myndir, samtals 700 kilómetra á lengd. FORTÍÐ LOUISE RAINER. Nýlega hefir það vitnast, að hinni ágætu teikkonu Louise Rainer var fyrir mörgum árum vísað á burt frá leikhúsinu í Dússeldorff. Varð þetta kunnugt, er hún var að leika í síð- ustu mynd sinni, sem heitir „The Dramatic Scool“. Þar leikur hún fá- tæka stúlku, sem þráir að verða leik- kona, en verður að vinna verksmiðju- vinnu á nóttinni til þess að liafa of- an af fyrir sjer. Efni myndarinnar svipar í mörgu til æfi leikkonunnar sjálfrar. Þegar Louise var kornung komst hún á leikskóla og tók svo gott burt- fararpróf, að hún fjekk þegar fasta stöðu við leikhúsið í Dússeldorff. Þá bar það við, að einn aðalleikarinn fjekk afar slæmt kvef, en varð að Ieika eigi að síður. Hann var altaf að snýta sjer og þegar komið var í síðasta þátt rann úr augunum á hon- um og nefið var eldrautt, svo að Louise Rainer fór að lilæja á leik- sviðinu. Og fyrir það var lnin rekin. — Hjer á myndinni sjest bún (sitj- andi) ásamt Alan Marshall og Paul- ette Goddard. 380 km. á klukkutíma. Condor-flugvjelarnar, sem Danir eru farnir að nota í áætlunarferð- um, eru taldar með futlkomnustu vjelum, sem nú eru í notkun. Ein 24 manna flugvjel af þessari gerð fiaug nýlega með nítján farþega milli Kaupmannahafnar og Berlín og var rjettan klukkutíma á leið- inni. En loftlína milli borganna er 380 km. Þetta er met á þessari leið. Venjulega fer vjelin ekki nema með 320 km. hraða og þykir sæmilegt. Hákarlinn át króko-díla. Þeir urðu býsna forviða, karlarn- ir, sem fyrir nokkru voru að gera til hákarl, sem veiddist suður i Durban. í maganum á honum fundu þeir m. a. haus, framhreyfa og tann- garð úr stórum krókodíl. En króko- dílakjöt er seigl og býsna einhæfur matur, og þessvegna var það engin furða, þó að þarna i hákarlsmagan- um væru líka þrjár dósir af græn- um baunum, dós með sígarettum og meiriparturinn af ’sauð, með ull og öllu. Tvær baunadósirnar voru heil- ar — enda var enginn dósalykill með þeim. NYJA BI0 Fyrir rúmlega 10 áruiu, það var á dögum þöglu kvikmyndanna, var aineriska myndin Ramona sýnd í Nýja Bíó og hlaut hjer sem allstað- ar annarsstaðar feikna hrifningu altra kvikmyndahússgesta. Þá söng Stefán Guðmundsson (Stefano Is- landi) Ramonasönginn með hljóm- sveitinni og ])ótti ])að mikil nýjung og Ramona varð vinsælasta mynd þeirra tíma, og enn í dag minnast ýmsir hennar sem bestu skemt- unar, er þeir liafi hlotið í kvik- myndahúsi. Nú hefir Fox-fjelagið látið taka nýja, glæsilega litmynd eftir Ramonasögunni og enn á ný fer Ramona sigurför um lieiminn og vekur sist minni hrifningu en sú eldri. Saga ])essi gerist á þeim dögum, er æfintýnamenn leituðu gulls í fjöllum og dölum Californiu, fólk af voldugum aðalsættum átti þá enn stærstu jarðeignirnar í rík- inu. Þetta er saga um ást og hatur, gleði og sorgir, frábærlega vel túlk- uð í meðferð frægustu leikara Am- eríku. Með aðalhlutyerkið. Ramonu, fer leikkonan alþekta Loretta Young. Alessandro, leikur Don Ameche, sem leikið hefir i mörgum stórmynd- uni, sem hjer hafa verið sýndar und- anfarið. Felipe, uppeldisbróður Ram- onu, leikur Kent Taylor, og Senoru Moreno Pauline Frederich. Þegar menn eiga nú kost á að sjá Ramonu aftur í nýrri og ennþá glæsilegri mynd, má gera ráð fyrir, að niörgum fari svo ósjálfrátt, að þeir fari að raula Ramona-sönginn fyrir inunni sjer, en hann kann svo að segja livert mannsbarn á landinu. Svo vinsælt varð söngurinn og mynd- in fyrir meira en tíu árum, og ekki verður það siður nú. Árrii Einarsson, verslunarm., Vesturg. 45, verður fimtugur 12. J>. m. Betlarinn var Búri. í mörg herrans ár hefir blindur betlari lialdið sig við dyrnar á St. German de Pres- kirkjunni i París, og svo brjóstumkennanlegur var þessi vesalingur, að prestarnir lán- uðu honum stól til að sitja á. — En hann var ekki eins vel þokkaður í almenningsvagninum, sem hann fór heim með á kvöldin, þvi að þar var hann altaf fokvondur og hafði alt á liornum sjer. Eitt kvöldið fann vagnstjórinn ástæðu tit þess að setja ofan í við hann, en þá flaug betlar- inn á hann og beit hann í lcinnina. Vagnstjórinn náði i lögregluna og þeir voru báðir yfirlieyrðir. Blindi betlarinn fjekk 4 franka sekt, en sagðist ekki geta borgað. Leitaði lögreglan á honum og fann litinn ljereftspoka með 250.000 frönkum. Og nú fær betlarinn elcki lengur, að stunda sína blómlegu atvinnu við kirkjudyrnar.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.