Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1940, Side 5

Fálkinn - 12.01.1940, Side 5
F Á L K I N N 5 T. v.: Saga Gyðinga fram að fæðingu Krists var undir hrútsmerkinu. Að ofan: Fiskaskeiðið nær gfir timabilið frá Krists fæðingu til ársins 1ÍI60. T. h.:Myndin táknar tímaskeið nautsins, sem samkvæmt kenningu stjörnu- þýðenda var blómaskeið Egyptalands hins forna. Apisnautið var hið helga dýr þ'éirra. í þessu hóróskópi stóð jarðskjátftin n i San Fransisco, ÍO.-IÍ. mars 1033. t ti) vegs í þjóðfjelaginu, njóta lífs- gleðinnar og kúga aðra. Hinn verð- ur iðinn og friðsamur pennans niað- ur, sem vill helst lifa í sinum eig- in draumaheimi. Hann lætur sjer nægja, að njóta lifsgleðinnar i hug- anum og skrifa skáldsögur um það, sem hinn fyrri vildi upplifa. Þvi að á þessum sex stundum, sem liðu milli fæðingar drengjanna höfðu stjörn- urnar breytt afstöðu. Drengurinn með bandið fæddist seinna, Og þá var steingeitarmerki sjálfselskunnar og eigingirninnar í sjóndeildarliringn- um og sólin, Mars og Saturnus rjett undir, en hinn var fæddur í mcrki vogarskálanna, en þeim fylgir mildi og Htillæti og áðurnefndar stjörnur voru lægst i hóroskópinu, eða stjörnu sjánni. Og með þvi að athuga flciri stjörnur, finnur býðandinn ýms önn- ur einkenni á börnunum. Mars veld- ur þvi, að á öðru barninu verður stórt og bogið nef, en Venus því, að á hinu verður uppbrett nef. Annar drengurinn giftist þrisvar sinnum, hvað eftir annað, en hinn ekki nema einu sinni og giftist seint. Og sjálf dagsetning fæðingarstundarinnar gefur líka upplýsingar. Annar dreng- urinn er fæddur 10. jan 1934 kl. 1.45 að morgni, og þessvegna giftist hann 3. júni 1969, eftir langa trúlofun, og hefir skrifast mikið á við unn- ustuna sína! Nú mundu ýmsir geta hugsað sjer, að stjörnuafstöðurnar hefðu álirif á útlit mannsins’ og einkenni, en ekki á lífsferil hans. Hver er sinnar gæfu smiður, segir máitækið, og örlögum sinum ráða menn sjálfir. Maður ræð- ur þvi t. d. sjálfur, hvaða dag maður giftir sig. Jeg ætla að giftast 7. mars, og það kemur engum stjörnum við. En stjörnuþýðandinn brosir að svona staðhæfingum og spyr, hvort hann megi ekki skrifa upp hóro- skópið þitt. Svo gerir hann það, rýnir á það dálitla stund og segir svo: Nei, þjer giftið yður ekki fyr en 15. október. Það koma óvæntar liindranir fyrir. Já, jeg get sagt yður það eins og það er: það er botn- langaþólga. Uppskurður í mesta hasti og svo seinn bati á eftir. Þjer hafið ekkert að ótlast, því að þetta gengur all vel, en það seinkar giftingunni. Og svo bætir stjörnuþýðandinn niáske við: Annars skal jeg segja yður það, að þjer giftist nógu snennna. Þjer hafið stríðsplánetuna í 7. húsi í stjörnusjánni, og það hefir áhrif á hjúskapinn. Þjer megið ekki búast við friðsömu hjónabandi! Nú mun lesandinn segja: Ef spá stjörnuþýðandans rætist, þá er það sjerstök tilviljun. Sjúkdómana getur einstaklingurinn ekki ráðið við. En yfirleitt er maðurinn sinn eiginn herra og ákveður, hvað liann gerir og hvenær liann gerir það. Og hvað er eftir af manninum, ef alt, sem hann tekur sjer fyrir hendur, er á- kveðið fyrirfram frá fæðingu hans, af máttarvöldum, sem liann ræður ekkert við'? Hvað þetta mál snertir skiftast stjörnuþýðendur i tvo flokka. Annar telur, að maðurinn hafi frjálsan vilja og að stjörnurnar gefi hónum aðeins hvöt og bendingar, sem hann ræður, hvort hann fylgir eða ekki. Þess- vegna sje hóróskópið honum aðeins til leiðbeiningar uin, hvað liann eigi að gera, og hvenær liann eigi að gera það. — En hinn flokkurinn — og hann er miklu fjölmennari — heldur því fram, að frjáls vilji mannsins, sje aðeins hugarburður. Viljinn er ekki frjálsari en skaplyndi manns- ins leyfir honum að vera. Og nú er liægt að sjá skaplyndi hvers ein- staklings í stjörnusjánni og ráða svo af því, hvernig maðurinn bregst við hverju þvi, sem fyrir hann kemur. Viljinn er ekki annað en þáttur úr skaplyndinu. Og hvað eru „örlög“ mannsins, ef larið er út í þá sálma? Þeim má skifta í þrent: það sem orsakast al' Iians verkum og það sem kemur fram án þess, að nokkur virðist eiga or- sökina til þess Það sem maðurinn hefst að, „af eigin vilja“, stafar af skaplyndi hans og líkamlegu atgjörfi. Örkvisinn hefir sig ekki í að verða járnsmiður eða hnefakappi. Og lifsglaður órabelgur lærir ekki til prests, ef liann fær að vera sjálfráður. Heiðarlegur mað- ur t'alsar ekki víxla og dryggjuræf- illinn verður ekki bindindispostuli. Það sem maðurinn tekur sjer fyrir hendur stafar af löngun hans, en ekki vilja. Og þó sagt sje um maiin, að hann hafi komist áfrant i hcim- inunt, af því að hann hafi vilja til liess, þá getur stjörnuþýðandinn sagt - er hann hefir sjeð hóróskóp mannsins — að metorðagirndin sjc ríkasti þátturinn í skaplyndi ltessa manns, og þar liggi ástæðan. Stjörnuþýðandanum er áríðandi að vita fæðingarstund þess manns ná- kvæmlega, er þeir búa til hóróskóp fyrir. Þeir telja sjer mestu erfið- leikana af þvi, að fæst fólk viti fæð- ingarstund sína. Þvi að þegar um tímaákvarðanir er að ræða, getur fjögra minútna skekkja á fæðingar- stundinni valdið eins árs tímaskekkju á því, sem sagt er fyrir. Og ef skekkj- an á fæðingarstundinni er klukku- tími, þá veldur það 15 ára tíma- skekkju. Þetta veldur stjörnuþýðend- unum afar mikilla erfiðleika, sem þeir hafa ekki enn getað unnið bug á. Stundum hafa þeir reiknað út fæðingarstundina með því, að reilcna frá ákveðnum viðburði í lifi manns- ins, sem þeir gátu lesið í stjörnu- sjánni, og sanna svo, að þessi fundni fæðingartími sje rjettur, með þvi að reikna á ný frá honum, viðburði, sem síðar koma fram á tilsettum tíma. En það er ekki nema sjaldan, sem þetta er liægt. í flestum tilfell- um verður stjörnuþýðandinn að láta sjer nægja, að lýsa nokkurnvegiun skapferli og lífsferli mannsins, sém hann spáir fyrir — gefa rauða jiráð- inn úr æfi hans. Stjörnuspárnar eru ekki fullkomn- ar og verða það aldrei. En hvaða vís- indi eru fullkomin? spyrja fylgis- menn þeirra. Er læknisfræðin full- komin? Eða sagnfræðivísindin? Altaf koma fram ný sannindi i öllum vís- indum, en aldrei koma öll sannind- in fram.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.