Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1940, Qupperneq 6

Fálkinn - 12.01.1940, Qupperneq 6
G F A L K I N N GERALD VERNER: MISSKILNINGUR honum. Og nú datt henni nokkuS í hug. Hú mundi, að luin hafði litið við, þegar hún var í bngðunni og þá hefði ókunni maðurinn verið að bogra yfir iíkinu. TóAJFRÚ GLISSOP horföi á hörm- ungina, sem blasti við henni á veginum. Vatnsblá augun liennar voru uppglent af skelfingunni bak við þykk gleraugun. Henni iá við að æpa þurrum hálsi, en tókst með erfiðismunum að stilla sig. — Maðurinn var dauður — það vissi hún. Enginn lifandi maður gat legið svona grafkyr. Og þarna var blóð á höfðinu á honum og dökkur blett- ur liafði komið á moldina. Hann var nærri því svartur, í rökkrinu. Pað fór hrollur um jómfrú Glissop, hún þvingaði sig til að líta af líkinu, sem lá þarna endilangt á veginum, og leit nú á málmgljáandi reiðhjólið, sem hjekk á brúninni á skurðinum, skamt frá. bað var nýtt reiðhjól, spánýtt og fægt og fágað — en hjólið og eigandi þess bærðu bæði jafn litið á sjer. Jómfrú Glissop þekti mótorhjólið. Síðasta hálfan mánuðinn hafði það þeyst fram og aftur framhjá húsinu hennar. Og af hjólinu gat hún sjeð, hver maðurinn var. Annars hefSi hún ekki getað vitað það, því að maðurinn lá á grúfu, svo að ekki var hægt að sjá í andlitiö á honum Og hana brast kjark til að lyfta lík- inu, til að sjá andlitið. „Hvað er um að vera hjer?“ var sagt bak við hana. Jómfrú GIissop hrökk í kuðung. Hún kingdi einhverju og leit við. Sólbrendur maður í ferðafötum stóð skamt frá henni. „Það hefir orðið — slys,“ stam- aði hún lágt. Maðurinn kom nær. Hún horfði á hann meðan hann slóð þarna og virti fyrir sjer líkið. Hún tók ósjálfrátt eftir bakpokanum, sem hann var með. Hann var framandi, hún hafði al- drei sjeð hann áður. En hún gerði ráð fyrir, að þetta væri göngumaður i skemtiferð. „Þetta er ljótt að sjá,“ sagði ó- kunni maðurinn. „Er hann dauður?“ „Jeg — jeg held það,“ sagði Jóm- frú Glissop. Hún vætti þurrar var- irnar. Henni varð alt í einu flök- urt. — Ókunni maðurinn lágði af sjer stafinn sinn, og lagðist á hnje hjá líkinu. Hann tók í annan handltgg- inn, lyfti honum og slepti svo aftur. Handleggurinn datt máttlaus niður. Hann hreyfði við höfðinu á líkinu og beygði sig til að sjá framan i andlitið. „Hann er steindauður,“ sagði ó- kunni maðurinn og rjetti úr sjer. „Vitið þjer, hver hann er?“ Jómfrú Glissop kinkaði kolli, — hrukkótt andlitið var snjóhvítt. „Já“, hvíslaði hún svo lágt, að varla heyrðist. „Það er hr. — herra Kinton." Ókunni maðurinn hrökk við. -— Hann kiptist til í öxlunum, eins og steini hefði verið kastað i bakið á honum. „Kinton....“ byrjaði hann og bætti svo við: „Ætti maður ekki að tilkynna lögreglunni þetta?“ „Það finst mjer sjálfsagt,“ sagði jómfrú Glissop hikandi. „Viljið þjer fara og gera það?“ sagði maðurinn. „Jeg skyldi fús- lega gera það sjálfur, en jeg er ó- kunnugur hjerna, og það er rjett- ara, að annað okkar verði hjerna eftir.“ „Já, já, nú fer jeg,“ sagði jóm- frú Glissop. Henni fanst það hræðileg tilhugs- un, að eiga að vera ein eftir hjá líkinu. „Náið þjer í lækni um leið,“ sagði ókunni maðurinn. Jómfrú GIissop kinkaði kolli og fór. Um leið og hún var í bugðunum á veginum leit hún við. Ókunni maðurinn var nú aftur á hnjánum yfir líkinu. Rugley fulltrúi klóraði sjcr uudir hökuna og kinkaði kolli hátíðlcga, „Það er svo sem auðsjeð, hvernig þetta hefir borið að höndum,“ sagði hann við litla manninn, sem var með honum. „Kipton hefir verið á fleygiferð — hjerna, alveg við bugðuna, hefir hann mist stjórn á hjólinu — hefir ekið út í skurðinn og í fallinu hefir hann rekið höf- tiðið í og rotast til bana.“ Hann áleit sjálfur, að hann hagaði orðum sinunt eins kirfilega og hanu væri staddur í rjettarsalnum, og nú leit hann til sólbrenda ntannsins ókunna, og til jómfrú Glissöp lil að sjá, hvort þau fjellust á álit hans. „Jamm, það virðist vera svo,“ sagði læknirinn. Hann laut niður og sneri dauða manninum á bakið. „Er ekki hægt að fá ljós. Það er kolamyrkur hjerna.“ - Rugley tók upp vasaljós og kveikti. Þegar hvítt ljósið lagði á andlit dauða niannsins, rak full- trúinn upp undrunaróp. „Þetta — þetta er ekki Kinton!“ sagði hann, og jómfrú Glissop æpti upp og greip í handlegginn á ó- kunna manninum. „Eklci Kinton?“ stamaði hún i öngum sínum. „En — en þetta er þó mótorhjólið hans.“ „Já, það er rjett,“ sagði Rugley fulltrúi, „en maðurinn, sem hefir verið á hjólinu er Lock, pilturinn, sem er á bensínstöðinni.“ „Bíðið þið ögn við — það er eitt- hvað bogið við þetta,“ sagði læknir- inn og jómfrú Glissop, sem studdist við unga manninn ókunna, fann hversu vöðvar hans stæltust. „Mest af blóðinu hefir komið úr nefinu á honum. Hann hefir fengið skrámu á ennið, en hún gerir hvorki til eða frá.“ „Haldið þjer þá, að fallið al' mót- orhjólinu hafi ekki drepið hann?“ spurði Rugley forviða. „Það er einmitt það, sem jeg held,“ svaraði læknirinn. „Höggið, sem hann fjekk á ennið, hefir máske svift hann meðvitundinni, en það hefði ekki átt að geta riðið honum að fullu.“ „En hvernig hefir hann þá dáið?“ spurði fulltrúinn. Læknirinn liirsti liöfuðið og þ'egar hann loksins svaraði, mátti heyra á rödd hans, að hann var i vand- ræðum. „Jeg veit ekki,“ sagði hann. „Ef til vill liefir liann vcrið veill fyrir hjartanu. En það er ekki hægt að segja um það, nema hann sje kruf- inn....“ Hann þagnaði og fór að blístra. „Hvað er að?“ spurði Rugley fnll- trúi. — „Það er dálítið alvarlegt," svaraði hinn. „Lítið ]>jer á!“ Hann benti á blett hak við hægra eyra dauða mannsins. Þegar Rugley gáði betur að, sá hann ofurlítið kringlótt gat þar, og rann blóð úr. „Lock hefir verið stunginn með einhverju oddhvössu, sem hefir farið inn í heila,“ sagði læknirinn. „Mjer er nær að halda, að hjer sje um morð að ræða, Rugley.“ Jómfrú Glissop heyrði að ókunni maðurinn dró djúpt andann og það var eins og suðaði í tönnunum á „Það er hann, sem hefir gert það!“ æpti liún og greip furðu fast um handlegginn á ókunna manninum. „Hann hefir gert það. Það hlýtur að vera hann .... hann var einn eftir hjá líkinu.“ „Hvaða þvættingur er þetla,“ sagði ókunni maðurinn með hikandi rödd. Hann hristi hana af sjer. „Hvað gengi mjer til að fara að drepa bráðökunnugan mann? Jeg þekki liann ekki einu sinni í sjón.“ „Það geta nú allir sagí,“ sagði fulltrúinn hvass. Tortrygnin skein út úr honum. „Það er eins og jómfrú Glissop segir — þjer höfðuð tæki- færi til þess.“ „Það hafði hún lika," sagði ó- kunni maðurinn rólega. „Og hún hafði áhaldið, sent til þess þurfti." Hann þreif vasaljósið af Rugley og lýsti hattinn á kcrlingtmni. Það voru tveir hattprjónar með svörtum hnöppum í hattinum. „Þarna sjáið þið,“ sagði ókunni maðurinn sigri hrósandi, þegar kerl- ingin hörfaði undan honum. Hann tók i handlegginn á henni og hjell henni. Svo dró hann annan hatt- prjóninn út. Það var þessi, sem luin notaði. Hún gleymdi bara að þurka af honum áður en lnin stakk hontim i hattinn aftur. Þið sjáið hlóðblett- inn á hattinum.“ Fulltrúinn gætti að og varð al- \arlegur á svipinn, |iegar hann sneri sjer að konunni. „Það er víst best, að þjer komið með mjer á stöðina, jómfrú Glis- sop,“ sagði hann, en hún vtirð hams- laus og hrópaði: „,Teg ætlaði alls ekki aö myrða hann. Jeg gat ekki .... jeg vissi ekki .... þegar jeg sá mótorhjólið hjelt jeg, að það væri Kinton .... jeg hefi borgað honum peninga í mörg ár .... hann hefir hirt hvern eyri, sem jeg hefi náð i .... hann vissi dálítið um hann son minn ... Hann ætlaði að fletta ofan af .... Þegar jeg sá hann liggja þarna datt mjer nokkuð í hug .... jeg vissi ekki, hvað það var .... en . .. .“ Siðustu orðin heyrðust ekki og nú kjökraði hún og kveinaði og hjelt báðum höndum fyrir andlitið. Sólbrendi maðurinn horfði á hana og það mátti lesa meðaumkvun úr augum hans. „Þetta var sorglegur misgáningur — að drepa vitlausan mann,“ sagði hann. „En það var blátt áfram flónska að ætla að reyna að varpa grun á mig.“ Hann hristi höfuðið og andvarp- aði. „Og ef hún hefði beðið, þá hefði öilum áhyggjum hennar verið lokið. Rugley horfði forvitnislega á manninn. „Hvað meinið þjer með þvi?“ spurði hann. „Hefði hún beðið þangað til á morgun hefði Kinton ekki ónáðað hana framar," sagði ókunni maður- inn. „Það á nefnilega að fara að taka hann fastan fyrir fjárþving- un. Jeg er hjerna i þeim erindum. Jeg heiti Driffield og er aðstoðar- maður í Scotland Yard.“ Útbreiðið Fálkann — Rdö samííöapinnar: — Edouard Daladíer. Þessi maður hefir gert meira en nokkur annar til þess að koma á fót vinstriflokkasamsteypunni frönsku, sem jafnvel taldi kommúnista innan vjebanda sinna. Margir óttuðust, að sú samsteypa yrði býsna rauð. En það varð ekki. Hvorki í Spánarmál- unum nje öðru gætti þess sjerstak- lega, að róttæk stjórn rjeði í Frakk- landi. Og eftir samning Þjóðverja við Rússa hafa vinstriflokkarnir frönsku hal'nað samvinnu við komm- únista. Daladier var flokksmaður Herriots en stjórnaði „ungtyrkja-fylkingu" fiokksins, sem tókst að hnekkja valdi Herriots í flokknum. Daladier er af alþýðuættum eins og Herriot, var kennari og síðar prófessor, en brátt snerist hann allur að stjórnmálun- um. Hann var aldrei eins vinsæll og Herriot og ekki nærri eins skemti- legur ræðumaður. Það var Herriot, sem ungaði hon- um út sem stjórnmálamanni og gerði hann að „rikiserfingja" í flokknum, Má segja að Daladier hali ekki launað ofeldið betur en kálf- arnir, því að liann kipti fótunum undan fóstra sínum. Herriot gerði hann að nýlendumálaráðherra i stjórn sinni 1924 og síðan liefir hann setið i fjökla af stjórnum. T. d. kvað mikið að honum sein hermálaráð- herra í stjórn Chautemps. Daladier á marga hatursmenn. Fasistarnir kalla hann „morðingja“ og eiga þar við ]iað að liann sigaði lögreglunni á þá, er þeir reyndu að gera byltingu í Frakklandi 1934. Hann var ódeigur og þótti vaxa í hverri raun til dæmis kvað mikið að honum meðan róstúrnar voru sem mestar í Frakklandi út af Stavisky- hneykslinu. Árið 1938 myndaði liann stjórn og enn heldur hann á stjórnar- taumum Frakklands. En „skjald- horgin“, sem hann varð til að skapa, er ekki burðug. Menn höfðu búist við |iví, að eftir að hún var komin ti! valda muiidu Frakkar láta til sin taka í Spánarmálunum og styðja stjórnina, en i stað þess tóku þeir upp „afskiftaleysisstefnuna" með Bretum og þessvegna sigraði Franco. Og menn höfðu búisl við því, nð Frakkar mundu efna gefin loforð og hjálpa Tjekkum, þegar Þjóðverjar höfðu í hótunum við ])á. En Tjekk- ar stóðu einir og franski bandamað- urinn, sem þeir liöfðu treyst, sveik.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.