Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1940, Side 15

Fálkinn - 12.01.1940, Side 15
M \ % FIIÁ LEMBERG. Elísarbetar-kirkjan í Lemberg eða Lwow, höfuðborg Galizíu. FIIÁ VESTUIÍ VÍGSTÖÐVUNUM. Myndin er af þýskri járnbrautar- stöð, milli Mosel og Rín, sem Frakk- ar hafa náð ó sitt vald. Gaddavírs- girðingar sjást fremst á myndirini. — Herra leikhússtjóri! sagði leik- arinn og njeri saraan höndunum í örvæntingu. Jeg veit ekki mitt rjúk- andi ráð — skuldir upp fyrir eyru. Nú getur ekkert hjálpað mjer nema slcot. — Hvaða bull, sagði forstjórinn. — Eins og þjer farið að skjóta yður. — Nei — eiginlega var það for- skot, sem jeg hafði i huga. RÁÐNING Á TEIKNIÞRAUT. Byrjaðu og endaðu við skákross- inn. — FáLKIN N 15 oon Dýrkun Japanskeisara ooo Blöðin hafa sagt frá því, að Roose- velt hafi krafist fyrirgefningarbón- ar af Japanskeisara sjálfum, þegar Japanar söktu túndurbátnum „Pa- nay“. Hal'i þessi fregn birst í jap- önskum blöðum munu japanskir les- endur bafa verið einliuga um, að fordæma Roosevell sem liinn arg- asta guðniðing. — Því að Japans- keisari er meiri maður en svo, að hann eigi að biðja fyrirgefningar. Hann er guð og getur ekki skjátl- ast. Það reyndist nú líka svo, að það var stjórnin en ekki keisarinn, sem Roos'evelt krafðist afsökunar af. Því vitanlega er Japanskeisari á- byrgðarlaus eins og konungur. Ameríski höfundurinn Sydney Breenoble, sem hefir átl heima á Kobe í Japan i mörg ár og hefir haldið fyrirlestra um Japan ó há- skólanum í Chicago hefir, í grein, er hann skrifaaði i „The Ameriean Mercury,“ sagt margt furðulegt af keisaradýrkuninni í Japan og skal sumt af því hermt hjer: í samanburði við þjóðhöfðingja Evrópu er Japanskeisari guð. Til- kall hans til krúnunnar er af guð- legum uppruna og ævarandi. Japön- um er kent frá barnæsku, að heilag- ur andi hafi tekið sjer bústað i lík- ama keisarans. Maður skyldi halda að þetta væri gömul og útdauð erfikenning, en hún lifir góðu lifi enn i dag, þrátt fyrir nútímamenn- ingu Japana. Bliið, sem láta sjer verða það á, að segja frjettir frá hirðinni án þess að nota stóra bók- stafi, eru þegar gerð upptæk. Enginn maður eða mannsmýnd má sjást á hærra stað en keisarinn þar sem liann fer framhjá. Þess- vegna eru gluggatjöld dregin niður i öllum húsum, þegar keisarinn fer hjá. Enginn má standa á veggs'völ- um eða í gluggum. Húsasmiðir verða að flýta sjer ofan á jafnsljettu þar sem von er á keisaranum og jafn- vel sporvagnarnir draga skýlur fyrir gluggana. Það bar við einu sinni í verkfalli, að verkamaður einn liafði sest upp á reykháf og var ómögulegt að fá hann til að koraa ofan. En þegar hann frjetti, að von væri á keisáran- um þarna lijá, flýtti hann sjer ofan — þvi að ekki mátti móðga guð- dóminn. í Japan er mynd keisarans aldrei höfð á frímerkjum eða seld á hrjef- spjöldum. Hún er of heilög til þess að almenningur megi góna á liana hvenær sem er. í öllum skólum er til mynd af keisaranum, en hún hangir ckki uppi á vegg. Hún er geymd niðri í kistu, s'em fóðruð er með flaueli og er kistan aðeins opn- uð við hátíðleg tækifæri. Einu sinni bar það við í Japan, að maður brann inni. Þegar hann sú, að honum varð ekki undarikomu auðið risti hann sig á kviðinn og stakk mynd af keisaranum inn í kviðarholið. Lik mannsins fanst síð- an mjög brunnið en keisaramynd- in var nokkurnveginn óskemd. Þetta þótti hin mesta hetjudáð. Lestarstjóri á járnbraut keisarans varð einu sinni fyrir þvi óhappi, að verða tveimur minútum á eftir áætlun, er keisarinn var í lestinni. Hann framdi kviðristu umsvifalaust. Og einu sinni sprakk hringur á bif- reið keisarans. Bílstjórinn framdi þegar sjálfsmorð. Nafn keisarans er svo heilagt, að Japanir nefna það aldrei. Þessvegna veit allur fjöldinn af japönskum al- múga ekki hvað liann heitir. Þeir nefna aðeins keisarann. — Aðeins einu sinni hefir það komið fyrir, að japanskt keisaraefni hefir komið út fyrir landsteinana. Núverandi keisari fór til Englands er hann var krónprins, til þess að endurgjalda heimsókn prinsins af Wales í Japan. Ýmsum gönilum mönnum í Japan þótti þetta svo óguðlegt athæfi, að þeir frömdu kviðristu útaf því. Keisarinn býr í Tsalyoda-höllinni i Tokíó. Eru Jjrennar múrgirðingar kringum höllina til þess að ekki komist óviðkomandi fólk þangað og heil herdeild stendur vörð í kring. Sjálf hirðin er mestmegnis kvenfólk og keisarinn hefir haft hirðmeyjar, konur og hjákonur svo hundruðum skifti, þó að einkvæni væri lögleitt 1889. Á hverjum degi fer „hreins- un“ fram á öllum þessum konum, og ef þeim verður á að snerta á sjer fyrir neðan mitti verður sam- stundis að lireinsa þær á ný. Þarna vappa þær eða skriða fram og aftur tun höllina, angandi af ilmvötnum og' steinþegjandi og altaf með silki- hanska á höndunum. Þær fara á fælur klukkan 6 á morgnana, en er ekki hleypt inn í keisarabústaðinn fyr en klukkan tiu. Klukan 11 er snæddur hádegisverður og klukkan 3 er hressing, en miðdegisverður klukkau 5. Síðan eru ýmsar skamt- anir liafðar til klukkan tíu. Þá fara allir að hátta. Þetta er hinn „insti hringur“ hirð- arinnar, og þar eru ýms nýtísku þægindi og mikið í alt borið. í höll- inni er sjerstakt pósthús, símastöð og rafstöð og þar er minna um scrímoníur en næst keisaranum. í „insta hringnum“ þarf kunnustu til að haga sjer rjettilega, þvi að þar er alt heilagt. Snikkarar og vegg- fóðrarar, sem fengnir eru lil l>ess að gera við það, sem aflaga fer, mega helst ekki snerta á neinu. Og enn óhugsanlegra er að menn megi snerta á keisaranum sjálfum. Læknirinn er ekki öfundsverður þegar keisarinn veikist. Hann má ekki snerta á sjúk- lingnum og á því erfitt með að á- kveða sjúkdóminn. Skraddarinn, sem sníður „nýju fötin keisarans“ má vitanlega ekki taka mál af honum — nema með augunum. Það bar við fyrir nokkrum árum, að vagni drotningarinnar hlektist á. Verkamaður einn, sem brá við til hjálpar, var svo óheppinn að snerta hönd drotningarinnar. Það kostaði hann margra ára fangelsi! — •— Uin einkalíf keisarans og sjálfan manninn vita menn næsta lítið. Það er sagt að liann hafi gaman af hljóð- færaslætti og skák og af ýmsum vís- indum. Drotningin hefir áhuga fyrir iþróttum. En í rauninni lifa hjónin innilokuð fyrir umheiminum og hvíl- ir dularhjúpur yfir höllinni og öllu því sem i henni er, enda er það nauð- synlegt til þess að halda við helgi- trúnni á manninum. Keisarinn ræð- ur litlu sjálfur um stjórn landsins og fyrirmæli þau, sem birt eru í hans nafni, hefir hann stundum alls ekki sjeð. Þessi dýrlingur japönsku þjóðar- innar hefir ekki neina fyrirlitning á jarðneskum auði, þó goðrænn sje tnlinn. Hann á jarðeignir, sem nema um 1300 miljónum króna og hús hans, gangandi fje og ýms áhöfn er talin um 120 miljón króna virði. Auk þess á hann stórfje í flestum meiriháttar eimskipafjelögum og bönkum landsins. HÖLLIN í VARSJAVA. Þetta er hin forna höll í liöfuð- borg Póllands, sem Moscicki forseti hafði aðsetur í. Nú er hún bústaður hins þýska landsstjóra. KIRKJAN í CZESTOKOVA. Hjer eru dyrnar á einni frægustu kirkju Pólverja, í Czestokova. — Var sagt að hún hefði verið skotin i rúst, en s'vo reyndist ekki. Kuldinn geymir vel. Eremitagesafnið í Leningrad hefir nýlega gcfið út skýrslu um merkar fornmenjar, sem fundist hafa austur í Altaifjöllum. Fundust þær í svo- nefndum Pazyryk-liaug, en undir honum voru fimm grafhýsi úr steini. Þarna er frost í jörðu alt árið, og höfðu menjarnar því geymst ótrú- lega vel. Hestar, sem látnir höfðu verið í liauginn, voru enn með liúð og liári, timbur var alveg eins og nýtt og ihnur af kvoðunni i þvi og vefnaður, leðurvörur og þvílíkt alveg ófúið. Þarna voru tvær grimur úr flóka og leðri, sem notaðar hafa verið á hestana, og var önnur með teikningu af hreindýrshornum, í gull- viravirki. Þykir þetta styðja þá til- gátu, að Rússar liafi notað hreindýr til reiðar, áður en þeir fóru að temja hesta. Grafirnar eru frá þriðju öld f. Kr. —

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.