Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1940, Blaðsíða 3

Fálkinn - 01.03.1940, Blaðsíða 3
F ALKIN N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Iíagnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested A ðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa i Oslo: A n l o n S c li j ö t s g a (1 e 14. Blaðið kemur út livern föstudag. kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSpre/i/. Skraddaraþankar. Vandlætingargremjan er sjerstök hneigð til j/ess að reiðast eða gremj- ast yfir viðburðum lífsins og fyrir- bærum. Þetta er sjerstök tilfinning, sem skipa verður á bekk með hin- um svonefndu samsettu tilfinning- um, vegna þess að í henni er jafn- an þreföld uppistaða: reiði, hrygð og blygðun. Þessi þrefaldi hljómur kemur skýrt fram i kvæði Ibseris: ..Bróðir í neyð.“ Hæfileikinn til uð reiðast og vandlæta er manninum þýðingar- mikill. Það var gremjan yfir mis- beitingu páfavaldsins, sem knuði Lúter til uppreisnar, það var gremj- an, sem rjeð niðurlögum Bastilhinar í Paris. En gremjan hefir eigi að- eins valdið uppreisn og byltingum, heldur hefir hún líka orðið lil að kæfa þær. Og á sama hátt og hún hefir hlúð að þróun og framför hef- ir lnin gengið á mála lijá kyrstöð- unni og afturhaldinu. — Það var gremja borgaranna í Aþenu, sem dæmdu Sókrates til að drekka eitrið. Maðurinn getur fylst gr'emju og vandlætingu á tvennan hátt. Hann fær þetta stundum frá eigin brjósti, en stundum lærir hann það af öðr- um, og það er algengara. Vandlæl- ingin er eldur, sem læsir sig mann frá manni. Vandlætingin virðist vera mann- inum þægileg, jafnvel nautnarkend. Ilonum líður vel, er hann vandlœtir — sjerstaklega, ef aðrir geta hlýtt á vandlætinguna, því að annars er hún lítils virði. Þessvegna eru þeir margir, sem iðka vandlætingu, ekki sln vegna, heldur vegna vandlæting- arinnar sjálfrar. Menn hafa ekki veitt þessu athygli sem skyldi, en það er auðvelt að fá sannanir fyrir því. Lítum á mann, sem hefir lítið fyrir stafni og ekkert til að tala um, en fær svo atburð upp í hendurnar, sem gefur honum tilefni til vand- lætingar. Hann riettist undir eins í bakinu, vilji kemur í augnaráðið, hreimur í röddina, og orðin streyma eins og árflóð. Þegar mikið er um að vera, tekur vandlætarinn blátt áfram andköf af eintómri vandlæt- ingu. En þetta á ekki skylt við þá siðfræðilegu vandlætingu, sem hefir erindi út á við. Þetta er ekki heilög vandlæting, heldur útblásin vand- læting, og lnin er afar skaðleg vegna þess, að hún veldur oft ofbeldis- verkuin og hermdarverkum á sak- lausu fólki . eða tiltölulega sak- lausu, þegar hún hefir farið eins og logi yfir akur frá upphafsmann- inum til múgsins, sem hcfir marg- faldað hana og gefið henni mátt. Slík vandlæting hefir valdið umbrot- um og byltingum, sem oftast hafa þó fallið um sig sjálfar, vegna þéss að vandlætingin var fölsk. Fjelag íslenskra símamanna — — =Z5 ára gamall Snúa skífunni fjórum sinnum. — Nr. 1000, falleg tala í síma- skránni, enda er það Landsíminn sjálfur, sem á það. Halló! Er Andrés Þormar við? — Augnablik, jeg skal athuga. Þægileg kvenrödd. — Ein af þessum 180 meðlimum Símamanna- fjelagsins, hugsa jeg með sjálfum mjer. Og sem snöggvast hvarllar að mjer söknuður eltir J/á gömlu, góðu daga, þegar símastöðin var regluleg miðstöð og hvellar raddir simameyjanna svöruðu. Stundum var reyndar sagt, að J/ær gætu verið slyggar og hvatorðar, en nær er mjer að halda, að oftast hafi það verið viðskiftamönnunum að kenna, að svo var. Þeim lilýtur lika að hafa brugðið við, sumum fýhipokunum hjerna í höfuðstaðnum, þegar sjálf- virka stöðin kom, og þeir höfði- ekki lengur tækifæri til að skeyta skapi sínu á símameyjunum. En svo að jég hverfi aftur þar að, sem fyr var frá horfið, jeg hringdi hr. Andrés G. Þormar upp, vegna Jiess, að hann er núverandi for- maður Fjelags íslenskra símamanna, sem varð aldarfjórðungs gamalt, s.l. þriðjudag, 27. febrúar. F. í. S. minn- ist þessa afmælis með hófi annað kvöld. Að því er formaður fjelagsins segir, eru fjelagsmenn nú uiii 180 að tölu. En rjett til inngöngu í fje- lagið hafa allir þeir, sem slarfa við 1. flokks símastöðvar, hvar á land- inu sem er. Eru 120 af J/eim hjer í Reykjavik. En auðvitað hefir fjelagatalan ekki altaf verið svona há. A fyrsttt árunum var hún kringum 20—30. Iín bæði er J>að, að símakerfið hefir aukist, og svo hitt, að nú er fjelagið orðið J/að öflugt, að 1/að býður fjelögum sinum svo mikil hlunnindi, að allir, sem færi liafa á og rjettindi, ganga umsvifalaust i það. Fyrsti formaður fjeiagsins og frumkvöðull var Otto Arnar, sem þá var símaverkfræðingur. Auk hans voru í fyrstu stjórn fjelagsins J)au Kristjana Blöndahl og Adolf Guð- mundsson. Viðfangsefni fjclagsins á liðnum 25 árum hafa auðvitað verið Jiau, fyrst og fremst, að auka rjettindi stárfsmanna símans og varðveita þau, og bæla kjör J/eirra, sem verða má. Og l>að verður náttúrlega höf- uðhlutverk þess Iíka í framtíðinni. Eigi verður annað sagt en að F. í. S. hafi góðum árangri náð í þessum málum, bæði um bætt launa- kjör símiamanna, og fleira, sem þeirri stjett má að haldi koma. Má t d. benda á styrktarsjóð J/ess til hjálpar sjúkum fjelagsmönnum. — Lánsjóði hefir fjelagið einnig komið á fót, og hefir sá sjóður mörgum að góðu haldi komið, t. d. þegar menn Jnirftu að reisa sjer hús o. J/. u. 1. T. v.: Frá sima- mnnnahúsinu við Vatnsenda. T. h.: Xýreistur sumar- skáli seyðfirskra simamanna í Eg- ilsslaðaskógi. Andrés G. Þormar, formaður F. í. S. En áreiðanlega er það ekki ó- merkasta hliðin á starfsemi fjelags- ins, sem snýr að sumarbústaðo- byggingum þess. Hafa fjelagar þess gengið ótrauðlega að 1/essu starli, með þeim myndarlega árangri, að símamenn og meyjar eiga nú sum- arbústaði í ölluni fjórðungum lands- ins. Hús þeirra hjerna við Vatns- er.da er raunar bæði sumarhús og veturhús, þvi að það er dvalar- staður á öllum árstíðum. — Veitir starfsfóTki slikra stofnana sem sím- ans sannarlega ekki af því að eiga góð afdrep til þess að liressa upp á taugarnar í tómstundum sinum, eft- ir alt arg og þvarg liversdagslifs- ins. — Núverandi stjórn F. í. S. skipa auk formannsins, Andrésar G. Þor- mar, gjaldkera, þeir Magnús Magn- ússon, verkfræðingur, Ágúst Sæ- mundsson, verkstjóri, Kristj. Snorra- son, verkstjóri og Theodór Lillien- dahl, símstjóri. Vafalaust eru þeir margir, sem óska starfsfólki simans til hamingju með afmælisbarnið. Fálkinn vill gjarnan vera i þeirra hóp. 9 ■ Hver er madurinn Nr. 20 Maðurinn er SKIPSTIÓRNARAFMÆLI. Um þessi mánaðamót á Júl- iníus Júliusson skipstjóri á Brú- arfossi þrjátiu ára skipstjórnar- afmæli. Hann rjeðist fyrst sem skipstjóri til Thore-fjelagsins, tók 1. mars, 1910 við strand- ferðaskipinu „Austra“, og stýrði honum í þrjú ár. Síðan var hann með önnur skip hjá Thore. en 1915 rjeðist hann til Eim- skipafjelags íslands sem skip- stjóri á ,,Goðafossi“ og hafði hann og fleiri skip til 1927, er hann fór á „Brúarfoss" og hefir hann verið skipstjóri á honum síðan. _____ 30 ÁRA »-U.. 0«IIn ©-««•. ©■*». • -**©■"•»• O^fc. O-^O-** • «%*••*«••• ••'«•' DREKKIÐ EQILS- O ‘«Or o -^o • ***+ •

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.