Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1940, Síða 9

Fálkinn - 01.03.1940, Síða 9
I FÁLKINN . . . . mú jeg svo biðja uin skýringu á þessu? sagði stýrimaðurinn með blá og tær augu, eins og í sak- lausu barni. „Gerið þjer svo vel að fá yður sæti, ungfrú Low,“ sagði skipstjóri., „Þakka yður fyrir.“ Lulu settist.j „í fyrsta lagi, ungfrú . . . hm . . . Low,“ sagði Pearce majór, „vil jeg biðja yður að segja mjer yðar rjetta nafn.“ „Það er Lulu Low,“ svaraði hún. Þjer verðið að gefa l'oreldrum inin- um sök á því, en ekki mjer, ef þjer kunnið illa við nafnið.“ „Hm — nú jæja —viljið þjer svo segja okkur hvernig þessi sorglegi viðburður atvikaðist?“ „Það er stutt mal og einfalt,“ sagði hún með mjúkri rödd. „Ofurstinn hafði elt mig á röndum og angrað mig si og æ síðan við fórum frá Bom- bay. Jeg veit ekki, livort yður er það kunnugt, en liann drakk eins og svín og brúkaði nautnaeitur líka. Jeg hafði ekkert saman við hann að sælda. Að því alveg sleptu, að hann hafði einskonar eiginkonu með sjer um borð . .. . “ „Einskonar eiginkonu ....?“ „Nú jæja, jeg á við hættulausa dömu, en heldur grannvitra,“ sagði Lulu. „Eins og jeg sagði. Að því al- veg sleptu, að hann hafði konuna sína með sjer, var ofurstinn ekki þesskonar maður, að jeg kærði mig um návist hans. Jeg hafði andstygð á honum og fanst kvöl að því að hann hjekk altaf í mjer." „Sögðuð þjer lionuni það?“ „Hvað eftir annað. Og svo í nótt — eða rjettara sagt snemma i morg- un — þegar jeg ætlaði að fara að hátta ....“ „Klukkan þrjú i morgun ....?“ „Það var svo heitt, að flestir voru á fótum langt fram eftir nóttunni. Eins og jeg sagði — þegar jeg loks- ins um þrjúleytið fór niður i klef- ann minn og ætlaði að fara að hátta, kom Douglas ofursti inn í klefann í náttklæðum og slobrokk og fór að ofsækja mig. Hann var ölvaður og hafði tekið morfín líka og var ekki með rjettu ráði. Jeg skipaði lionum þegar í stað að fara út. Enþá varð hann uppvægur og ságðist mundu skjóta kúhi í haus- inn á sjer ef jeg ekki flýði með hon- um undir eins og við kænnim í næstu liöfn. Jeg hló að honum og sagði,'að liann skyldi sofna og sofa úr sjer vírnuna. En þá þreif liann skammbyssuna og skaut, án þess að jeg gæti hindrað það. Hann dntt dauður á gólfið, og þegar hvellur- inn heyrðist kom þjónn hlaupandi. „Hm, jeg skil,“ sagði Pearce og sat hugsandi um stund. Svo leit hann upp. „Sjálfsmorð?" Luhi kinkaði kolli. „En getið þjer þá gefið okkur skýr ingu á, hversvegna hörundið var ekki sviðið kringum skotsárið, eins og vanl er þegar skotið er á örstuttu fsei-x — þjer sáuð víst engin merki þess, Iæknir?“ „Nei,“ svaraði skipslæknirinn. „Og það er venjan. Maður, sem fremur sjálfsmorð heldur altaf byssulilaup- inu fast að höfðinu þegar hann hleypir af.“ Nú þurfti Lulu að taka sjer um- hugsunarfrest áður en hún svaraði. Kanske hikaði lnin sekúndu of lengi. Svo livarf skugginn, sem allra snöggvast hafði komið á andlitið. „Ekki altaf, læknir,“ svaraði hún rólega. „Þjer gleymið, að þetta var „leiklnissýning" ef jeg svo má segja ofurstinn var i uppnámi og þótt- ist vera að leika dramatiskt hlutverk. Hann hjelt byssunni svona — í i'ullri armlengd frá höfðinu." Hún sýndi þeim hvernig hann hefði gert Jiað. „Þetta var einmitt ein aðalástæðan til, að mjer skildist of seint, livað um var að vera. Það var sjálfs- morð,“ sagði hún rólega. „Vafalaust -— vafalausl! En segið þjer fnjer ungfrú Low — livernig getur staðið á Jiví, að ofurstinn hafði byssuna í liægri liendinni?“ Lulu sá ekki gildruna. „Þvi ekki það?“ „Því að ofurstinn var örfhentur," sagði majórinn. „Þjónninn, sem bar á borð fyrir hann liafði tekið eftir Jiví, og konan hans hefir slaðfest það.“ Lulu horfði fast framan í Pearce majór. „Ef J)jer hefðuð mína reynslu á Douglas er hann var að reyna að ná í mig, J)á munduð Jijer vera mjer sammála um, að liann var jafnvíg- ur á báðar hendur, Jiegar hann var æstur,“ svaraði hún rólega. „Hum!“ sagði Pearce majór. Hann leit á læknirinn: „Álítið J)jer J)etta mögulegt, læknir?“ spurði liann. „Jeg l)ori ekki að fortaka það,“ sagði læknirinn. Karlmennirnir J)rír sátu um stund og liorfðu á hana. Hún sat með hend urnar krosslagðar í fanginu. Enginn þeirra J)óttist vita, hvað nú ætti til bragðs að taka. Þá rauf Lulu þögn- ina. Hún stóð upp og strauk hrukk- urnar úr pilsinu. „Herrar minir,“ sagði liún með skýrri rödd. „Þið eruð glámskygnir. Þið hafið lieyrt sannleikánn, en trúið lionum ekki. Hversvegna? Jeg skal segja ykkur J)að. Vegna l)ess að jeg er með platínugult hár og heiti Lulu Low. En J)iS megið ekki kenna mjer um Jiað. Jeg hefi bæði nafnið og liárið frá foreldrum mín- um. Hvorttveggja er arfur, sem hefir vafasamt verðmæti. Og svo hætir J)að gráu ofan á svart, að jeg er leik- kona. Jeg viðurkenni, að J)að óhapp er mjer að kenna. En Jiað gerir mig víst ennjiá grunsamlegri í ykkar augum. Er ekki svo?“ Hún J)agnaði, eins og hún byggist við svari, en karlmennirnir þrír sátu þegjandi og istörðu á hana. „Ef jeg hefði heitið Jane Smith", sagði hún, „og verið venjuleg og leiðinleg skolhærð stúlka og máske kenslukona I Jiokkahót, hefði jeg getað framið morð, án þess að ykk- ur hefði komið til hugar að gruna mig um það. Er J)etta ekki rjett? Nei, þið þurfið ekki að liafa fyrir því að svara. Þetta sem jeg hefi sagt er svo augljóst. Eruð þið mjer ekki sammála?“ Hún lirosti til Jieirra. „Hm!“ sagði Pearce majór og rendi vonarauguin til whiskyflösk- unnar. Honum veitti ekki af hjarta- styrkingu núna, þó að hann væri ekki vanur að neyta áfengis fyrri liluta dags. „Jæja, en J)egar jeg liefi hrakið það eina, sem ef til vill gæti skoðast sem sönnun gegn mjer,“ sagði Lulu róleg, „þá leyfist mjer kanske að minnast á annað líka. Haldið J)ið, herrar mínir, að reyml leikkona, eins og jeg er, mundi lokka mann niður í klefa til mín klukkan þrjú um nótt og skjóta hann þar — vit- andi það vel, að minst lnindrað manns mundu heyra skotið og koma hlaupandi eftir nokkrar sekúndur? Hahlið þið ekki, að leikkonu liefði luigkvæmst hetra ráð? Hvað segið |)ið til dæmis um Jiilfarið i myrkrinu?" „Hm,“ sagði Pearce majór. ,,Hm!“ muldraði skipstjórinn. „Hefir ykkur yfirleitt dottið i hug að spyrja ykkur um, hvað hún mundi vinna við slikt morð — kæna, platínuljósa leikkonan?“ hjelt Lulu áfram í kaldhæðnitón. „Ekki getur verið um afbrýðissemi að ræða af hennar hálfu. Og getið Jiið að lokum skýrt fyrir mjer, herrar mínir, hvernig hún hafði komist yfir skammbyssuna ofurstans — því að þetta sje hans byssa? Hafði hún hana ekki viðbúna, ef ske kynni. að hann kæmi inn í klefann hennar lil J)ess að láta skjóta sig? Viljið þið nú ekki tala saman um J)essi atriði, sem jeg liefi drepið á? Þið viljið víst helst vera einir á meðan? Ef þið þurfið að tala við mig aftur, þá verð jeg i klefanum minum. Verið þið sælir, herrar mínir!“ Hún gekk út úr skipstjóraklefan- um róleg og virðuleg, og lirosti um leið og liún fór út, því að hún var ánægð með frammistöðuna. Mennirnir J)rir fóru að tala saman um málið, eins og hún hafði lagt til að þeir gerðu. En Lulu fór ekki beint inn í klef- ann sinn. Hún gekk bein í baki og upplitsdjörf aftur Jiilfarið og áhorf- endurnir urðu svo forviða á dirfsku hennar og rólyndi, að Jieir lileyptu henni framhjá, án þess að sýna henni andúð. En flestir göptu þeir af undrun. Lulu virtist ekki taka eftir þvi — enda var lnin leikkona. „Nei, aldrei hefi jeg nú vitað. . . .“ byrjuðu kynsystur hennar. Digur karl brýndi raustina: „Hún er huguð, stúlkukindin.“ „Albert!“ sagði konan hans. Þegar Lulu kom ofan, gekk liún framhjá klefanum sínum. Það var ekki nokkur sál í göngunum og ekki heldur fyrir ulan dyrnar hjá frú Douglas. Lulu tók i handfangið. Hurðin var læst að innanverðu. „Það er jeg,“ hvislaði Lulu. „Opn- ið þjer!“ Hurðin opnaðist; ekkja ofurstans og unga stúlkan, sem var grunuð um að liafa myrt hann, stóðu aug- liti til auglitis. „Komið þjer inn!“ sagði ekkjan kjökrandi. „Hvað hefir gerst? Hvað ætla þeir að gera við yður?“ Frú Douglas var föl og tekin. Hún var þreytuleg — þreytt augu og l>reytt sál. Hún settist grátandi á rúmstokkinn og horfði óttaslegin á gestinn. „Alt hefir gengið að óskum,“ sagði Lulu. „Jeg verð beðin fyrirgefning- ar og skipstjórinn lætur mig sitja hjá sjer við miðdegisverðinn, ti! l>ess að hreinsa mig af grun í augum hinna farþeganna. Þjer skuluð vera viss um það!“ „Guði sje lof — ó, guði sje lof!" sagði frú Douglas, eins og þungri byrði væri Ijett af henni. „Þetta fer alt vel! Þjer hafið líf- tryggingaruppliæðina og eftirlaunin hans. Og J>að birtir aftur yfir æfi yðar. Ó, að vera giftur dýri eins og honum i svona mörg ár! Jeg skil ekki hvernig þjer gátuð afborið það! Það hlýtur að vera undursamleg tilfinn- ing að vita sig vera lausan við hann.“ „Já, Jiað er það — það er það!“ sagði frú Douglas. „Þjer hafið verið mjer svo óumræðilega góð — þjer eruð ósíngjarnasta og elskulegasta manneskjan, sem jeg liefi nokkurn- tima hitt á æfi minni. Og liugsið þjer yður — jeg gerði mjer alveg gagn- stæða hugmynd um yður — aðeins af l>ví, að þjer voruð falleg og Ijós- hærð — og svo leikkona! „Já, það er nú þetta, sem stendur mjer fyrir vinsældum hjá kvenfólk- inu,“ sagði Lulu og ypti öxlum. „Að mjer skyldi geta komið það til hugar, að þjer væruð naðra,“ lijelt frú Douglas áfram. „En jeg var viti minu fjær — hann var að gera mig brjálaða. Annars skifti mig l>að ininstu — jafnvel þó að þjer hefðuð verið sú, sem jeg hjelt, þá liefði jeg undir öllum kringumstæðum reynt að losna við hann — hvað sem það kostaði.“ „En það var nú best að losna við hann þannig, að þjer hefðuð hag af því,“ sagði Lulu. „Já, já, jeg veit það,“ sagði frú Douglas og strauk grátt hárið frá Framh. á bls.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.