Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1940, Side 10

Fálkinn - 01.03.1940, Side 10
10 F A L K I N N HEIMAGERÐ HENGIREKKJA. Við búum eigi aðeins til hengi- rekkjuna sjálf, heldar líka áhöidin, sem þarf til að gera hana. Skyttan eða nálin, er gerð úr trjebút, sem einn cm. á livorn veg, en lengdin eins og rnynd a segir til um. 1 netið er notað sterkt hampgarn, ein rjúpa af bindigarni eða sterkt umbúðasegl- garn. Ef garnið er í rjúpum, er rak- inn endinn innan úr og skyttan fylt. Möskvamálið — mynd b — er notað til að binda möskvana á, svo að þeir verði jafnstórir. Lykkju er brugðið á snæri, og hún fest á krók eða dyra- handfang, eins og sýnt er á c, við L. A þeirri mynd sjáið þið líka, livernig fyrsti möskvinn er hnýttur. E. er fyrsti endinn á garninu. Þegar hert er á garninu um möskvamálið eða riðilinn, kemur löng rennilykkja og fyrsti möskvinn, m, sem þið sjáið við d. Við e sjáið þið, hvernig net- nálinni er brugðið undir möskvamál- ið, stungið gegnum lykkjuna, L, og nýi möskvinn hnýttur; eins og sá fyrri, sjá mynd f. Gætið þess, að möskvamálið sje jafnan lárjett og hornrjett við lykkjuna. Við g sjest enn nýr möskvi. Nú liefir möskva- málið verið dregið úr, svo að þið sjáið, hvernig möskvarnir líta út, þegar þeir eru lausir. Þarna á mynd- inni eru aðeins sýndir fáeinir möskv- ar, svo að þeir sjáist greinilegar, en í sæmilega breiða hengirekkju þarf 40 möskva á breiddina. Þegar röðin er búin, er möskvamálið eða riðillinn tekinn úr, og svo byrjum við nýja röð við h. — Takið eftir, að nú er fyrri endinn — E kominn til hægri. í hvert sinn,' sem ný umfcrð eða röð byrjar, er lykkjan tekin af króknum eða handfanginu, og net- inu snúið við, svo að maður geti á- valt byrjað frá vinstri. Við i er sýnt, hvernig næsti möskvinn er hnýttur, eftir að ný umferð byrjar. Við k sjest hert að honum um riðilinn. Við 1 sjest nýja umferðin, þegar henni er lokið, og þá er byrjuð næsta um- ferð. Þegar hengirekkjan er orðin hæfilega löng, er gerð umferð með löngum lykkjum eða möskvum, eins og við fyrstu umferðina. Loks er þrætt gegnum allar löngu lykkjurn- ar og gengið frá þeim, eins og sýnt er á m. Enda-snúrurnar þurfa að vera úr sterku snæri og augun á endunum, sem rekkjan er liengd upp á, verða að vera rambyggileg. Rekkjan er stöðugri og veltur minna, ef þverslár eru seltar í hana til endanna, eins og sýnt er á mynd a. Þyktin á listunum er 1% sinnuni 2 cm. og lengdin svarandi til breidd- ar rekkjtinnar. Sýling er gerð inn i endana á listunum. Þegar húið er að linýta 30—40 cm. af rekkjunni, er annar listinn notaður til þess að hnýta eina umferð um. Svo er iistinn tekinn út og aftur hnýtt um möskva- málið. Þegar 30—40 cm. vantar á lengdina, er aftur hnýtt ein umferð utan um listann. Þegar rekkjunetið er fullhnýtt, er listunum smeygt inn í möskvana, sem hnýttir höfðu verið um þá, og útjaðrarnir á rekkjunni látnir falla inn i sýlinguna á lista- endunum. Ef rekkjunetið er gegndrepið með kreosótvökva eða öðru, sem ver fúa, og síðan þurkað vel og viðrað, gelur það enst í mörg ár, jafnvel þó að það sje látið hanga úti alt sumarið. — Hversvegna stingurðu altaf hatt- inum þínum undir stólinn þegar þú kemur á veitingahús. Ertu hræddur um að lionum verði —stolið. — Nei. En jeg er hræddur um að hann þekkist. S k r í 11 u r. Nr. 588. Hatturinn, scm aarð lifandi. \ — Það er leiðinlegt, að þjer skul- ið ekki geta sjeð sjálfur, hve þessi hattur fer yður vel. . . .! — Ha? Þegar þjer komuð hingað fyrir sex vikum, sögðust þjer vera blindur, en nú þykist þjer vera heyrnarlaus og mátllaus. Þjer fáið aldrei ölmusu hjá mjer framar. Betlarinn: — Góða frú! Ef þjer hefðuð verið blind og svo fengið sjónina aftur, er jeg viss um að þjer hefðuð lika orðið mállaus af undrun. Shaw og dansmærin. Ameríkönsk dansmær skrifaði Bernhard Shaw, að hún hefði heyrt, að heilinn í honum væri alfullkom- inn. En að álili fróðra manna væri líkami hennar alfullkonnnn. Þess- vegna væri það ráð, að þau gift- ust, svo að fuílkomleikar þeirra beggja sameinuðust i börnunum. Shaw svaraði: — En setjum nú svo, að börnin erfðu kroppinn á mjer og heilann úr yður! Vegna þess að þetta gæti komið fyrir, þori jeg ckki að ganga að hinu ágæta til- boði yðar. Gestur stendur upp frá kaffiborði á veitingahúsi og fer í frakka, en þá kemur maður til hans og spyr kurteislega: — Eruð j)jer Sighvatur Eyvinds- son frá Vestmannaeyjum? — Nei, svarar maðurinn hvumsa. — Dátt mjer ekki í hug! En þetta er frakkinn hans Sighvats. Jeg er nefnilega Sighvatur Eyvindsson frá Vestmannaeyjum. ó Drp.kkiö Egils-öl — Heyrðu, pabbi, hversvegna ertu svona rauður á nefinu? — Það kemur af austangjólunni, drengur minn. — Farðu inn og sæktu flöskuna, sem er í skápnum. Drengurinn sinnir því ekki, en þá segir móðir hans: — Heyrirðu ekki. Þú áll að sækja austangjóluna hans, sem er í skápn- um. »f« Allt með Islenskum skrpum' — Mjer finst þessir stólar alls ekki vera nógu háir.... /

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.