Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1940, Side 11

Fálkinn - 01.03.1940, Side 11
F Á L K I N N 11 KÓSRAUÐ NÁTTTREYJA. HLÝ VETRARDRAGT. Óvenjulega falleg dragt sell saman L,r indversku lambaskinni og gráu klæði. Hún er aö vísu nokkuð dýr, en þetta er þó ágæt húgmynd fyrir þá, sem vilja breyta gömlu loðkáp- u.nni sinni. Fallegar nátttreyjur eru sjaldgæfar, og þessvegna á þessi sjerlega fallega treyja það skiiiö, að henni sje veitt athygli. Hún er prjónuð eins og jakki í sniðinu, og er haldið saman með Jjandið um mittið. Um hálsinn er lagJegur drengjakragi, ermarnar eru sloppermar, en þó ekki viðari en hentugt er. STRÍÐSDRAGT. Striðið liefir jafnvel áhrif á tísk- una. Hjer sjest stríðsdragt, ein af mörgum. Hún er hentug og hlý, svipuð flugmannafötunum, sem börn in liafa gengið í undanfarin ár, og sem fullorðna fólkið liefir stundunr öfundað þau af. NÝ SMOKINGDRAGT. Hvita lireysikattaskinnið fer mjög vel, og utan um það eru sett gljáandi flauelsbönd. Dragtin er mjög ein- föld, en falleg og er sjerstaklega hentug, þegar jafnframt henni er notað hlýtt ,,slá“ eða swagger. Otbreiðið Fálkann! □scar Clausen: Frá liðnum dögum. Bóndakona með úr og hring. Kona Einars gainla, seni var liafnsögumaður í Flatey fvrstu áratugi síðustu aldar, lijet Guð- rún og var mesta myndár- og skartkona. Einar var vel efnum búinn, þegar hann var á besta skeiði, þó að habn að lokum yrði gustukamaður madömu Guð- rúnar Magnúsdóttur á Ballará, þegar bann var orðinn ellihrum- ur einstæðingur. Það voru ekki nema ríkustu liefðarfrúr og prestsmadömur, sem i þá daga liöfðu liring á bendi og úr í vasa, en þetta hvorttveggja bafði bafn- sögumaðurinn í Flatey tillagt Guðrúnu konu sinni. Þessi einstaki „luxus" hefir hneykslað aJmenningi, og var því þessi visu kveðin: Mjer líst Guðrún inesta þing, mikið er sagt af lienni, á sjer ber hún úr og hring, en á þó bóndamenni. Síra Guðlaugur yrkir í hrakningum. Síra Guðlaugur Guðmundsson, faðir Jónasar skálds, Kristjáns ritstjóra og þeirra systkina, var prýðilega gáfaður maður og vel skáldmæltur. Hann var af fá- tæku foreldri og áður en bann fór í skóla, rjeri hann undir Jökli og var þá farinn að yrkja. Eitt sinn var hann liáseti hjá Arna nokkrum formanni í Keflavík og hrakti þá yfir þver- an Breiðafjörð, vestur á Rauða- sand. — Aftakaveður var og ekki sjáanlegt annað, en að þeir færust þá og þegar. í þessum brakningi kvað síra Guðlaugur þetta: Við erum frá, þá fölnar brá, fellur strá sem rósin. Glampa sjá, má öldum á, cftir dáin ljósin. Hrognakaup fyrir 100 árum. Fjtíi- tæpum 100 árum var mönnum vist ekki ljóst, bversu tnikið fóðurgildi var í fiskhrogn- um, handa skepnum. Getið er um mann, sem Sigurður bjet og var í innanverðum Breiða- firði, liklega í Revkhólasveit. Það þótti nýlunda, að hann kevpti hjfogn af sjómönnum, saltaði þau og gaf skepnum á vorin. - Sigurður þessi var hag- mæltur og orti bæjarvisur, en þær þóttu nokkuð skömmóttar og nærgöngular mönnum. Einn þeirra, sem fyrtist af vísnakveð- skap Sigurðar, var Ari Jochums- son, bróðir Matthíasar skálds og þessvegna kvað hann þessa vísu: Yfir þveitir, urð og mó orðstír sveita spillir, með silfurfægða svarta skó Sigurður brognakyllir. Sigurður mun, eins og vísan bendir til að liafa verið mikill i lofti, og má m. a. sjá það á því, að bann gekk á „silfurfægðum svörtum skóm“, en slikt gátu þá ekki veitt sjer aðrir en belstu böfðingjar og ríkismenn. Það mun bafa fokið í Sigurð, þegar bann bevrði vísu Ara, því að þá svaraði hann svona: Þá sinnulevsis sultarlogn sækir að og horinn, yrði feginn ef að hrogn, ætti þá á vorin. Kaþóiska sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Guðmundur Gunnarsson frá Nýp á Skarðströnd er nú bók- bindari í Stykkishólmi. Hann er vel hagmæltur maður. Þegar ákveðið bafði verið að bvggja kaþólska sjúkrahúsið á hæð cinni í Stykkishólmi, kvað Guð- mundur þessa visu: Bráðum rís bygging á liólnum, brosir hin heilaga mær. Þar verður klerkur á kjólnum. kaþólskur ofan í tær. Harða vorið 1882. I harðindunum og hungrinu 1882, þegar flestir hjer á landi urðu að svelta lieilu lningrinu, var eins og ljetti vfir fólkinu og það gæfi mönnum nýja lífsvon. þegar frjettist, að gjafakornið væri í uppsiglingu. Jón bóndi í Hólkoti í Staðar- sveit kvað ]iá Jiessa vísu við Her- uisi dóttur sina, sem imin liafa verið að kvarta um svengd sina: Má ei skrafa um matverk fremur, mjólkur- svalar biandan grá. Þegar gjafakornið kemur, köku skal hún Dísa fá. er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. Enska leikaranurú Alfred Lester hugkvæmdist einu sinni að koma fjelaga sínum i bobba á leiksviðinu. I.ester átti að rjetta honum brjef, sem hann átti að lesa upphátt. En af því að Lester vissi, að hinn leik- arinn kunni ekki utanað, jrað sem í brjefinu stóð, rjetti hann honum óskrifaða paþpirsörk, í staðinn fyrir brjefið. En leikarinn ljet ekki að sjer hæða og sagði rólegur: — Jeg gleymdi gleraugunum mínum, svo að jeg verð að biðja yður að lesa þetta fyrir mig.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.