Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1940, Síða 14

Fálkinn - 01.03.1940, Síða 14
14 FÁLKINN Franco, núverandi einrœðisherra á Spáni. FRANCO Á FLÓTTA. Frh. af bls. 5. sínum íyrir borð oí> klæddist ar- abiskum fötum. burnus og tur- ban. Nú var það Arabaliöfðingi, sem sat í flugvjelinni, þegar hún lenti í Cacablanca að taka ben- sin. Þeim tókst með naumindum að sleppa frá frönsku lögregl- unni, sem kom á vettvang til að athuga farþegana í þessari einka- flugvjel. Lögreglunni höfðu þeg- ar borist- fregnir um uppreisn- ina í Marokko og var því vel á verði. Síðla dags lenti flugvjelin í Tetuan og nú breyltist „Araba- höfðinginn" i uppreisnarforingj- ann Franco hershöfðingja, sem hrinti nú spænsku borgarstyrj- öldinni af stað. Blaðamaðurinn, sem fjekk þessa ferðasögu hjá Pollard maj- ór sjálfum gat ekki að sjer gerl að spyrja hann, hvers vegna hann hefði nú eiginlega lagt út i þelta ævintýr og þar með lagt líf sitt og stúlknanna i hættu. Jeg kæri mig ekkert um að vinir mínir sjeu ráðnir af dögum, svaraði majórinn og tæmdi whiskvglasið sitt í mestu rólegheitum og leiddi algerlega hjá sjer hina sögulegu þýðingu frásagnar sinnar. Það var þannig breskur ævin- týramaður, sem olli því, að Franco tókst að hrínda af stað hinni blóðugu borgarstyrjöld á Spáni. Það var sisl að furða, þótt Franco byði honum til Spánar lil að vera viðstaddur viðhöfnina og alla dýrðina við valdatöku fascista. Þessi enski majór er engan veginn þýðingarlaus mað- ur i sögu spænska^ hlóðbaðsins. Fangavörðurinn (við Etla sífulla): — Ertu nú koniinn aftur, ræfillinn? Elli: — Já, það held jeg. Hefir komið nokkur póstur til mín síðan seinast? TRÖPPUGÖTUR. Frh. af bls. 5. sjer klæðaburð Vesturlandabua, og konurnar liafa látið slæðurn- ar og síðkyrtilinn falla, en tekið upp stutta kjólinn og nýtísku- hattinn. Rn svona tröppur eru víðar en í Austurlöndum. í Nea- pel eru aðrar litlu lakari. Og þær hafa það fram yfir tyrk- nesku tröppurnar, að þarna „spássjera“ vegfarendur undir þvottasnúrum strætisbúa, því að jiað er algengur siður suður þar að hengja þvotl sinn til þerris yfir götunum. — Og meira að segja í hinni sljettlendu Danmörku eru til tröppugötur. Hver skyldi trúa því! ? Én þótt svona tröppur í göt- um sjeu aðallega í gömlum borg- um, eru þær uka til í nýtisku bæjum, því að það er ekki alls staðar, sem bægt er að laga und- irstöðurnar til eftir geðþótta sin- urn. En þar eru líka tröppur með nýtísku sniði og ekki jafn ævin- lýralegar og þær gömlu. Hreyfitröppur i New York. Latinercjuden í Álaborg. Skákin stóð fimm ár. Líklega hefir engin skák verið eins lengi á döfinni og sú, sem tveir menn tefldu hjer á árunum. Átti ann- ar þeirra heima í Ameríku, en hinn í Ástralíu og tefidu þeir brjefleiði.s. Ástralíumaðurinn sendi sína leiki með pósti austur yfir Kyrrahaf og yfir til Californíu, en brjef Ameríku- mannsins fóru yfir Atlantshaf og austur um Súes-skurð, þannig að hver leikur og mótleikur fór sam- tals alla leið kringum jörðina. Og j)á er skiljanlegt, að skákinni væri ekki lokið fyr en eftir fimm ár. Elsta grasafræði heimsins er krotuð á veggi kiefa eins í must- erinu við Kranak. Eru jietta myndir af ýmsum jurtum, sem einn af höfð- ingjum Egyptalands hafði heim með sjer úr lierferð, er hann gerði til Arabíu. Myndirnar sýna ekki aðeins jurtirnar í heilu iíki, heldur eru þarna líka sjermyndir af blöðum þeirra, blómum, duftberum og á- vöxtum eða kjörnum. Ernir í skjaldarmerkjum. Það er æfargamall siður að nota arnarmynd í skjaldarmerkjum. Höfðingjarnir í Persíu hinni fornu og í Babýlon notuðu örninn sem táknmynd og síðar var hann notað- Ur sem hersveitarmerki í her Róni- verja. En Konstantin keisari mikli notaði fyrstur manna tvöfaldan örn í skjaldarmerki sínu, og skyldi það tákna, að hann væri höfðingi tveggja ríkja. Samskonar örn var í skjald- armerki Austurrikis meðan ]iað var keisaradæmi. HNEYKSLIÐ Á HAFINU. Frh. af bls. 9. enninu. „En hann gerði mig hrjál- aða. Jeg var viti mínu fjær. Þegar liann slagaði dauðadrukkinn af stað tii klefans yðar, vissi jeg ekki, livað jeg gerði. Ef jeg hefði vitað það, þá hefði jeg látið hann fara -— og það því fremur sein jeg var svo heimsk, að jeg grunaði yður um græsku. . . . en jeg var ekki með öllum mjalla. Það er dagsatt, kæra ungfrú Lulu — þegar jeg tók skammbyssuna upp úr töskunni hans og elti hann, þá vissi jeg ekkert, hvað jeg gerði. — Ilugsið þjer yður, að þegar jeg hafði skotið hann, ætlaði jeg að skjóta yður líka — og svo mig sjálfa þar á eftir, svo að málið væri ]>ar með búið.“ ,,Nú skuluð þjer vera rólegar," sagði Lulu hughreystandi og klapp- aði á öxlina á henni. „Svona, reyií- ið þjer að jafna yður. Þetta hefir verið hræðileg martröð. Þjer verðið að hugsa yður ]iað sem vondan draum, og þá gleymist það um síðir.“ „Já,“ svaraði frú Douglas grál- andi. „Þjer voruð svo undursamlega hugsunarsamar, að fela mig í skápn- um. Þá var það sem jeg rankaði við mjer aftur og skildi, hvað jeg ælti að gera.“ „Það tókst ágætlega," sagði Luiu. „Þjer hiðuð þangað til allir aðrir voru farnir.“ „En hversvegna sýnduð þjer mjer þessa nærgætni og samúð?“ „Jeg þóttist vita, livílíkt helvíti líf yðar mundi liafa verið í þessi tuttugu ár, sem þjer liöfðuð verið gift öðrum eins manni og Douglas. Trúið mjer til, cf nokkur þarf á samúð að halda vegna manndýrs eins og Douglas, þá skal hún koma til platínuljósrar meðsystur eins og jeg er. Jeg veit hvílíkar skepnur ])essháttar menn eru stundum — það megið þjer vera viss um. Og jeg hata þá! Þegar jeg hitti slíka menn, tek jeg altaf málstað konunnar. Altaf! En frú Douglas var sú eina af öll- um farþegum skipsins — körlum sem konum — sem nokkurntíma fjekk að vita það. örugt varnartæki. Þegar Svíar sátu um þýska bæinn Kissinge árið 1032 sóttu þeir svo fast á, að hæjarhúar voru í þann veginn að gefast upp. Én ])á kom manni einum í bænum snjallræði i hug. Hann hafi mikla bíflugnarækt eins og bæjarbúar yfirleitt, og nú safnaði hann saman fjölda af hi- flugnabúunum og raðaði þeim á borgarmúrana. Þegar Sviarnir sóttu á, var bíflugnabúunum velt ofan af múrunum og nú rjeðust flugurnar á Svíana og bitu þá svo, að þeir flýðu undan i ofboði. Þannig bjargaði þessi bíflugnakongur, Peter Heim hjet hann, bænum. Stærsta drifreim heimsins er í rafstöð í New Orleans í Amer- iku. Hún er að vísu ekki nema 46 metra löng, en 2.15 metra breið og 24 millimetrar á þykt. í reimina voru notaðar 450 sútaðar nautsliúð- ir og voru þær valdar úr 5000 lnið- um. Hjólið, sem reimin snýst á, er átta metrár í þvermál og reimin er 1400 kg. á þyngd. „Mikið er alt hjá mjer“, segja þeir í Ameríku. Hann var heiðursmeðlimur! Lögreglan handsamaði nýlega írsk- an ræningjaflokk, en i hópnum var maður, sem ekki sagðist hafa tekið ])átl i ráninu og krafðist því að verða látinn laus. Bófaforinginn var spurður um, hvort þetta væri satt sagt frá, og hvort liann væri ekki í flokknum. — Eiginlega er hann það ekki. Hann er bara heiðursmeðlimur! var svarið. Handsprengjurnar hafa, svo vist sje, verið notaðar í meira en tvö þúsund ár. Það eru sem sje áreiðanlegar heimildir fyrir því, að Kínverjar notuðu þær í ófriði um 300 árum f. Kr. þegar þeir voru að berja á villimönnum í Suður-Kína. Þessar „sprengjur“ voru bambus- reyr, sem fyltur var með púðri og járnarusli.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.