Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1940, Side 5

Fálkinn - 03.05.1940, Side 5
F A L K I N N ;> *> Ung brúðhjón. og hengir hana í trje fyrir utan kol'a stráksins til merkis um, að nú sje hann löggiltur bjarnarveiðiinaður og njóti fullra rjettinda seni slikur. Og siðan ráðast allir a‘ð sláturpottinuni eins og villidýr og veiða feitustu bit- ana upp með skítugum fingrununi. Sólin er hnigin, en stálgrá ský ber við kveldroðann. Fuglarnir eru þagn- aðir og skuggar breiðasl um dalinn. Á hlaðinu fyrir framan einn kofann brennur stórt ból og lýsir skurðgoð- unum, sem standá í kring, reykinn ieggur hlágráan upp úr kjarrinu og blandast holtaþokunni, sem iagst hef- ir eins og slæða yfir dalinn. Innan úr kofanum heyrist trumbusláttur, sem fer hækkandi og nú safnast flest- ir karlmenn í þorpinu saman á lilað- inu og allir eru í hátíðabúningi, með skotthúfur, sem skreýttar eru með íkornarófum, en í tilbærilegri fjar iægð situr kvenfólkið í hnapp og eru sumar með hvítvoðunga á handleggn um og á brjósti. Trumbuslátturinn þagnar og allir mæna á kofann, þvi að nú kemur særingamaður „Sagdi Samani“ — út. Hann er lítill og skorpinn, andlitið hrukkótt og bólugrafið. Hann er hvítur fyrir hær- um, en hárið og skeggið ótrúlega skít- ugt. Hann er með skotthúfu i mislitri skyrtu og víðum brókum, sem alsett- ar eru ikornaskottum og fjöðrum, en í beltinu að aftan er fjöldi af járnþynnum, sem þenjast út eins og htævængúr þegar hann fer að dansa. Snæri er fest í beltið og heldur son- ur hans í það, svo að særingamað- urinii verði ekki uppnuminn í dans- inum. Nú slær hann á trumhu og sparkar og stappar, setur sig í fá- ránlegar stellingar til þess að ná valdi á illu öndunum, reigir sig afl- ur. Nú er honum rjett skál með á- fengi, og hann þambar hana í botn og fleygir lienni frá sjer. Svo dans- ar liann og djöflast, eins og vitlaus maður. Att í einu neinur hann staðar, lít- ur til himins og nötrar eins og hrísla, veinar og vælir, en gul froða kemur út um bæði munnvikin og lekur niður á höku. Svo steypist hann á grúfu og liggur eins og dauð- ur. Við gengum þegjandi heim að kofa Gjalondika og Kimunka bjarna- bani varð samferða. Hann hafði lof- að að segja okkur söguna af upp- runa Udeli-manna. Það var komið niðamyrkur, en við settumsl við bát- ið og hlustuðum á söguna: Fyrir mörgum, mörgum árum átti maður lieiina lijerna í skógun- um, sem hjet Jegda, ásamt systur sinni. Annað fólk var ekki hjer um slóðir. Einn daginn sagði systirin við Jegda: „Farðu og fáðu þjer konu!“ Jegda fór, og' eftir mörg sól- artög kom liann loksins að kofa. í kofanum sat lcona, allsnakin en hún var alveg eins og systir hans. „Ert þú systir mín?“ spurði Jegda. „Nei“, svaraði hún. Þá fór Jegda heim og sagði systúr sinni hvað á dagana hefði drifið, en hún sagði, að þetta hefði verið ókunnug kona, því að allar konur væru eins. Jegda fór á nýján leik að leita konunnar, en systirin sagðist lika ætla í ferða- lag til að leita sjer að manni, en fór i mótstæða átt við hann. En hún sneri við og stytti sjer leið og komst i kofann, sem bróðir hennar hafði fundið. Þar fór hún úr fötunum og settist alsnakin á fletið. Jegda kom og tók hana sjer fyrir konu, og fljót- ið rann í heilt ár og þá fæddist þeim sonur og dóttir. Einn vetrardag er Jegda var á veiðum var drengurinn að leika sjer fyrir utan bæinn og særði /vua-fuglinn með ör sinni. Fuglinn spurði: „Hversv.egna særir þú mig?“ Drengurinn svaraði: ,,Af því að jeg er maður en þú f'ugl,“ en Kua svaraði: „Rangt er það, ef þú heldur þig mann, því að þú ert af- kvæmi bróður og systur og jiess- vegna dýr eins og jeg." Drengurinn sí gði móður sinni hvað fuglinn hafði sagt. Móðirin varð lirædd og lagði ríkt á við drenginn að minnast ekki á það við föður sinn, því að annars mundi hann fleygja þ’eim báðum i ána. Þegar Jegda kom heim fór dreng- urinn að spyrja föður sinn spjörun- um úr, en móðir hans ávítaði hann og sagði honum að þegja. Um nótt- ina spurði Jegda son sinn og sá nú, að systir hans hafði blekt hann. Morguninn eftir gekk hann út i skóg og fram á hengiflug. Þar helti hann vatni á snjóinn, svo að hann varð háll eins og is og kom ör fyrir í runnanum, þannig að hún hlaul að hitta hvern þann, sem snerti runn- ann. Svo fór hann heim og sagði við systur sína: „Jeg hefi felt dýr, far þú og rektu slóðá minn upp á kletta- Frh. á bls. l'i. Udeh-menn fyrir utan kóf.a sœringamannsins.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.