Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1940, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.05.1940, Blaðsíða 5
F A L K I N N hann kom aldrei meira frani. Hvort hann hefir verið myrtur eða hvað orðið liafði af honum var hreinasta ráðgáta. Þó hallast menn alment nú orðið að þvi, að keppinautar hans hafi komið lionum fyrir kattarnef. Það er merkilegt, ef kvikmyndirnar eiga ekki eftir að sýna einhverntim i þennan æsingaratburð. Þó að upp- fyndingin kæmi aldrei i dagsins ljós, vakti hún geysimikið umtal og ekki síst fyrir það, hvernig fór fyrir höl'- undi hennar, og það leið ekki á löngu þangað til tveimur samlönd- um hans tókst að finna upp nothæf tæki. Þessir menn voru bræðurnir Louis og August Lumiére, sem báðir vomi ljósmyndarar i París. Tæki þeirra er i grundvallaratriðum fyrirmyndin að þeim kvikmyndatækjum. sem notuð eru nú á dögum. Það er kan- ske rjett að geta þess, að á heims- sýningunni i Chicago árið 1893 eða Mary Plckford o</ lhiddy Rogers Iveim árum áður en þeir bræðurnir komu fram með sitt tæki, sýndi Edison tæki, sem gat sýnt lifandi myndir, en það var i sjálfu sjer ekk- ert kvikmyndatæki. Þetta var kassi, sem menn gátu kíkt i, einn í senn, og sjeð þá lifandi myndir af hnefa- leikamönnum og dansmeyjum. Þetta tæki varð siðar mjög útbreytt á skemtistöðum viða um heim. 28. mars 1895 sýndi Louis Lumiére lippfyndingu sina í París í fyrsta sinni í „Fjelaginu til eflingar þjóð- legum iðnaði“. Eftir þvi ætti Frakk- land, að vera föðurland kvikmynd- anna. En Amerikumenn halda því fram, að í mai þetta sama ár haii majór Woodwill Latham haft full- gert sýningartæki, og hafi hann sýnl myndir með því, sem margir áhorf- Cary Cooper Xufn Edisons er tengl viö kvikmyndirnar eins og margar aörar uppgötv- anir. Hjer sjest gamli maöurinn vera aö htusta á grammófóninn sinn. nougtas Fairbanks Robert Donat endiir gátu sjeð samtímis. Hinsveg- ar er það engum vafa bundið, að fyrsta kvikmyndaliúsið í heiminum var opnað i Paris 28. desember 1895. Framtakssamur maður, að nafni Clement Maurice efndi til kvik- ínyndasýningar í kaffihúsi sinu „Grand Café“ við Boulevard des Capucines með „kinematograf“; en en það nafn hlaut tæki Lumiére. Menn voru heldur tregir tit að trúa því, að það væri nokkuð sjerstakt við þessar kvikmyndir, sem lofað var að sýna, flestir bjuggust við einhverjum blekkingarkúnstum. 30 forvitnar sálir ljetu þó til leiðast að sækja þessa fyrstu kvikmyndasýn- ingu í heiminum. Eftir nokkrar vik- ur varð aðsóknin að kaffihúsi Clé- ments svo mikið, að hann græddi 2000 franka daglega á kvikmynda- sýningum sínum. Það er mjög auðvelt fyrir okkur að gera okkur i hugarlund, hvernig hinum fyrstu kvikmyndasýninga- gestum hefir verið innan brjósts undir sýningu myndanna. Það hlýt- ur að hafa verið mjög svipað og hjá fólki nú á dögum, sem kemur fyrsta sinni í kvikmyndahús. Það er yfir- leitt furðulegt, að þetta skuli vera liægt. Margur heldur, að at- burðirnir i myndunum sjeu raun- verulega að gerast. Það er því ekki nema eðlilegt, að fyrstu kvikmynda- gestirnir í Paris liafi orðið smeykir þegar járnbrautarlestin á hinu livíta Ijerefti kom brunandi beint í fangið á j)eim. Það leið yfir suma þeirra, aðrir beygðu sig felmtraðir í sætum sínum, en til allrar hamingju var hún komin framhjá þegar þeir rjettu úr sjer aftur. í fyrstu kvikmyndun- um, sem gerðar voru bar lika mjög á því, að hai'a eitthvað af þessu tagi, Danielle Darrieux sem bæði i senn gat vakið ótta og eftirvæntingu hjá áhorfendum, svo þeir fengu fljótt, að kynnast þeim hrikaleik, sem hægt er að sýna í kvikmyndum. Einn þeirra, sem heimsótti fyrstu kvikmyndahúsin í París, var rúss- neska skáldið Maxim Gorki. Hann eygði strax þá þýðingu, sem kvik- myndirnar gætu liaft fyrir listina og lífið i heild, en hann var hrædd- ur um, að þessi glæsilega uppfynd- ing ætti eftir að verða misnotuð, eða eins og hann orðaði ])að sjálfur: „Það er ekkert í þess- um heimi svo stórfenglegt og fagurt, að mennirnir geti ekki gert það ruddalegt og misnotað það“. Þetta Frh. á bls. l’i. Clark Gable

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.