Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1940, Blaðsíða 15

Fálkinn - 07.06.1940, Blaðsíða 15
F Á L K I N N lö TJttLD OG SÓLSKÝLI — Fyrirligg-jandi fjöldi tegunda og margar stærðir. — Saumum einnig allar stærðir og gerðir, eftir því, sem um er beðið. Fyrirliggjandi: Svefnpokar Madressur Bakpokar Vattteppi Ullarteppi Prímusar i Sportfatnaður Ferðafatnaður allsk. Lax- og Silungaveiðarfæri. — Allar tjaldaviðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. — »QEYSIR« h.f. Veiðarfæraverslun. Úlafur uið Faxafen: Nýr landnemi á íslandi. PJETUR Á. ÓLAFSSON. Frh. af bls. 3. beiðni Bjarnar Jónssonar ráðherra, á síðasta valda-tímabili hans, að ger- ast konungkjörinn þingmaður, en til koni þó ekki, þvi að þau umboð fjellu þá niður, og losnaði jeg þar liieð við þann vandann, enda hafði jeg nógu öðru að sinna. 1905 dró I. H. F. saman seglin og fól mjer með General-umboði að selja eignir sinar hjer, og tóksl mjer l>að næstu árin. 1901) keypti jeg Patreksfjörð af fjel. og hófst þar með nýtt timal)il í atvinnulifi mínu. Ekki bljes byrlega fyrir mjer fyrsta árið, því að harðir og öflugir keppináutar voru alt í kring. En brátt náði jeg mjer þó á strik. Jeg rak allmikla útgerð og svo líka verslun, og á næstu árum gerði jeg ýmsar endurbætur á staðnum. 1911 keypti jeg togarann „Eggerl Ólafsson“ frá Englandi. Hann mun hafa verið fjórði af fyrstu togurun- um á íslandi, og sá fyrsti utan Reykjavíkur. Var tilætlun mín fyrst að gera hann út frá Patreksfirði, en á þvi voru ýmis vandkvæði og gerði jeg skipið þvi ekki út þaðan nema til 1913, þá seldi jeg það til Reykjavikur." __ Gerðuð þjer ekki einhverntíma úl á selveiðar? ,,Jú, þegar Norðmenn urðu að hætla hjer hvalveiðum, keypti jeg hvalveiðastöð þeirra á Suðureyri í Tálknafirði, ætlaði jeg að nota stöð- ina fyrir selveiðar. 1916 keypti jeg gufuskipið „Axla“ frá Aalesund. í fyrstu ferð þess í austurísinn gekk veiðin sæmilega, fengust um 1160 selir, og var spikið 220 tunnur bræll á Suðureyri. Gengu þessar veiðar vel og salan góð. En ekki varð skip þetta langlíft, því að árið eftir, er það var á leið til Grindavíkur frá Rvík, kom að þvi leki, út af Krísu- vík og var það sokkið eftir hálftíma. Við rjettarhöldin upplýstist aldrei, hver órsökin var, en haldið var, að skilið hefði verið eftir opið kýrauga í vjelarúmi, eða liitt þó fremur, að það hefði rekist á sprengidufl, sem þá voru víða á reki. Eftir þetta var selveiðaáforminu slegið á frest, vegna ýmissa erfiðleika. í september 1916 flutti jeg og fjöl- skylda mín til Reykjavikur og sett- umst við að í húsi, er jeg hafði ný- lega lálið reisa og kallaði „Valhöll“. En verslun mína í Patreksfirði rak jeg þó áfram til 1931. A Reykjavíkurárum mínum tók jeg l)átt i að reka ýmis útgerðar- fyrirtæki og vildi misjafnlega ganga með ágóðann af þeim mörgum liverj- um á þeim árum. Einnig hlóðust á mig störf í ýmsum nefndum og fje- lögum. Jeg var í stjórn Eimskipafje- lags íslands í samfleytt 8 ár og for- maður stjórnar helming þesstíma.“ Hvenær gerðust þjer forstjóri Síldareinkasölunnar? „Það var ekki fyr en 1928. Starf- aði jeg við einkasöluna meðan lnin tórði.“ Þjer hafið ferðast víða, m. a. á vegum ríkisstjórnar íslands, „Jú. 1917 vann jeg, ásamt fleirum, að versluriarsamningum við Breta í London fyrir stjórnina, og árið 1922 fór jeg för til Suður- og Norður-Ameríku og til Eystrasalt- landanna, Póllands og Tjekkoslovakiu til að rannsaka markaðshorfur fyrir íslenskar afurðir, og athuga mögu- leika verslunarviðskifta. 1924 tók jeg þátt í samningum við norsku stjórnina í Osló, um kjöt- tollsmálið. Með mjer i þeirri samn- ingagerð voru af hálfu íslands þeir Jón Árnason og Sveinn Björnsson.“ — Og livar hefir yður litist best á yður á öllum þesum langferðum? „í Suður-Ameriku, t. d. í Ríó de Janeiro. Þar er ógleymanleg náttúru- fegurð og svo virðist, sem fólki ætti að geta liðið þar vel.“ 1. Það eru liðug þúsund ár siðan forfeður okkar fóru að byggja þetta land, og bendir flest til, að loftslag hafi þá verið líkt því, sem það er nú. En jarðfræðingarnir geta auðveld- lega sannað, að fyrir svona tíu til tólf sinnum lengri tíma, — það er fyrir svona 10 til 12 þúsund árum, — hafi loftslag verið gerólikt þvi sem það er nú. Þá var álíka kalt lijer og nú er í Austur- eða Norður-Grænlandi, og huldi samfeld jökulbreiða mestan hluta landsins. Það voru ekki nema skæklar á útkjálkum, og fjallatindar nálægt þeim, sem stóðu upp úr hjarnbreiðunni. Þetta var hin svo- nefnda ísöld. II. Fuglalíf hefir því verið hjer mjög fábrotið. Af landfuglum ef til vill aðeins sólskríkja, kanske þó einnig Þórshanar, rauðbrystingar, hrafnar og rjúpur. Af sjófuglum hafa hjer líka verið fáar tegundir, en vafalaust helst þær er nú verpa lengst norður eftir Grænlandi, svo haftyrðill og liávella. Hávellan er andategund, er heldur sig á sjónum á vetrin, en verpir við ósalt vatn á sumrin. Hún kann enn vel við sig lijer, og er /*//*Jr+/r+/t*/r»//*/r>rr*it*tr*/t*//*/f+S/+/r+/f+/r*//+s/^//+s/+s/*//*s — Þjer hafið verið konsúll fyrir erlend ríki? „Já, jeg hefi verið norskur og brasilianskur konsúll hjer.“ Þvi miður var þess ekki kostur að tala meira við Pjetur A. Ólafsson að þessu sinni. En það er áreiðanlegt, að liann liefir frá mörgu að segja, svo athafnamikill og víðförull sem hann hefir verið úm dagana. mik'ið af henni hjer ennþá. Haftyrðill inn er lítill fugl, skyldur svartfugli, sem ekki kann meira en svo vel við sig hjer nú, því ekki er vitað með vissu, að liann verpi hjer nema i Grimsey. Þegar ísinn þvarr, við að loltslag breyttist, gátu fleiri fuglategundir farið að liafast lijer við, og því hef- ir þeim smátt og smátt fjölgað. Fugl- ar, sem viltust hingað, eða hrakti hingað, settust lijer að og juku hjer kyn sitt. Hve langan tíma hefir þurft til þess, að hinar margvíslegu teg- undir næinu hjer land, er ekki gott að vita, en flestar þeirra hafa verið komnar löngu áður en forfeður okk- ar komu liingað. Um eina tegund fugla, er' var hjer á landnámstíð, er kunnugt, að lienni hefir verið útrýmt, en það er geir- fuglinn. Hann var einskonar geysi- stór svartfugl, sem var með svo litla vængi, að hann gat ekki flogið. Hann gat því ekki orpið nema þar, sem hann gat skriðið á land, og hefir því átt erfitt að bjarga sjer eftir að landið byggðist. III. En þó að langflestar fuglategund- irnar, sem hjer eru nú, muni liafa verið komnar hingað á landnáms- tíð, þá er vitað, að nokkrar liafa bæst við síðan. Meðal þeirra tegunda, er við hafa bæst á síðari árum, er starinn (Sturnus vulgaris). Sá fugl er á slærð við skógarþröst, enda kalla menn alment stara, þá skógarþresti, er lijer má sjá á vetrin. Þeir eru þó ekki líkir að vaxtarlagi, og þó báðir sjeu dökkleitir að lit, sjeð langt að, þá er liturinn ólikur, þegar nær kemur. Starinn er langtum skraut- legri, þvi að það slær grænni, purp- uralitri eða blárri málmslikju á hann. Sennilega eru 2 til 3 áratugir sið- an starinn fluttist hingað, en það hefir ekki farið að bera á honum neitt að ráði, fyr en á síðustu 2—3 árunum. Siðari hluta vetrar 1937 tók jeg eftir starahóp, er hjelt sig á svæð- inu milli gróðrarstöðvarinnar, Grænu borgar og Pólanna. Sátu þeir oft í trjánum í gróðrarstöðinni, og mátti þar iðulega heyra mikinn söng, ef sólin skein, þó að norðanátt væri og kalt. Höguðu þeir sjer mjög ólikt því, sem þrestir gera, t. d. sátu þeir oftast allir í hnapp i sama trjenu, og flugu venjulega allir upp í einu. Jeg spurði oft vegfarendur, hvaða fuglar þetta væru, og var svarið jafnan, að þetta væru þrestir. Þessi sami stofn mun hafa haldið sig í nágrenni Reykjavíkur síðan. Dreyfist hann yfir sumarið, en held- ur sig i þjettum hóp yfir veturinn. Hefir aldrei borið eins mikið á stör- unum eins og í vetur, og taldi jeg þá oft i vor. Eru þeir nú orðnir 24. Mátti mjög oft sjá þá sitja á þráðum er liggja yfir veginn sunnan við Pólana, og oft voru þeir nálægt Grænuborg. Starinn á heima um vestur-, mið- og norðurhluta Evrópu, og er þar alstaðar farfugl. Hann er í Færeyj- um, og vilja sumir kalla það sjer- staka tegund, sem þar er, enda hefir hann er þar alt árið. Virðist það atriði benda til, að þessi starastofn, sem hjer hefir numið land, sje það- an kominn. Geta má, að starar voru fluttir til Bandarikjanna fyrir eitthvað tveim mannsöldrum. Bar lítið á þeim í fyrstu, en nú eru orðin ógrynni af þeim þar, og færist bygð þeirra ár- lega lengra og lengra vestur eftir ríkjunum. Þó að þeir sjeu afkom- endur stara, sem voru farfuglar, liafa þeir ekki þann sið í Bandaríkjunum, og halda þeir sig alt árið á svipuð- um slóðum, en hnappast á vetrin saman i geysistóra hópa. IV. Starinn þykir sjerlega skemtilegur fugl, og hæna menn hann að hús- um sínum með hreiðurstokkum handa honum að verpa í; eru oft þúsundir slíkra hreiðurstokka i borg- um erlendis. Danski náttúrufræðing- urinn Mortensen bjó til slikan hreið- urstokk við rúðu á herbergi, sem að öðru leyti var dimt, og gat þannig athugað alt heimilislif staranna, sem þarna settust að. Er afar fróðleg og skemlileg ritgerð sú, er hann licfir gert um þær athuganir. Nýlega hefir Bandaríkjamaður einn gerl þessa sömu tilraun og bætt við ýmsu fróð- legu, er menn ekki vissu áður, um lifnaðarhætti staranna. Starinn liefir þann sið, að herma eftir öðrum fuglum, og getur tekið upp eftir þeim söng þeirra og önn- ur liljóð. Mortensen segist meira að segja hafa heyrt hann herma eftir hjólbörum, er skrækti í, og notaðar voru i nokkra daga nálægt, þar sem hreiður starans var. Bandaríkjamaður einn lagði fyrir sig að rannsaka eftirhermur amer- íska fuglsins, sem frægastur er fyrir það (háðfuglsins, sem nefndur liefir verið) og starans. Segir hann, að þó að hin fyrnefndi hafi langtum hærra, þá hermi starinn eftir fleiri fuglum, og virðist hann geta hermt eftir öllum fuglum. Mörgum mun ráðgáta, hvað star- inn hefir sjer til viðurværis hjer á vetrin, því að hann er aðallega orma og skordýraæta. Reynt hefir verið að gefa þeim grjón, en þeir virðast ekki vilja þau. En það má sjá, að þeir eru á vetrin oft hjer á túnum, en halda sig eingöngu á þeim blettum, sem eru grænir. Virð- ist svo sem það sje þetta græna gras, sem sje aðalfæða þeirra hjer á vetrin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.