Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1940, Síða 3

Fálkinn - 15.11.1940, Síða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. fíitstjórar: Skúli Skúlason, Ragnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka doga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötsgade 14. BlaðiS kemur út hvern föstudag. kr. 6.00 á ársfj. og 24 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglf/singaverð: 20 aura millim. HERBERTSprent, Skraðdaraþankar. „Sá er vinur, sem í raun reynist.“ Og þegar þ.jóðin er í raun, þá sjest það best, hvers virði einstaklingur- inn er fyrir hana, hvað hann vill og livað hann getur. Það er enginn vandi að þykjast þjóðrækinn, þeg- ar alt leikur í lyndi og þjóðfjelagið gerir litlar kröfur til manngildis, þols og fórnfýsi einstaklingsins. Við íslendingar höfum tiltölulega lítið af því að segja, hve miklu ná- grannaþjóðir okkar hafa orðið að fórna vegna vandræðatímanna, sem yfir standa. Áður en þær komust undir okið höfðu þær mist hundruð manna og tugi skipa í sjóinn. Og árum saman höfðu þær varið stórfje til hervarna, sem, þegar á reyndi, voru einskis nýtar. Reynsla norður- landaþjóðanna hefir sýnt, að her- varnirnar voru þeiin aðeins til bölv- unar og gerðu minna gagn en her- varnaleysi íslendinga. Islendingar hafa aldrei ætlað sjer þá dul að verja hlutleysi sitt — aðrar þjóðir hafa ætlað sjer það og orðið að gefast upp, og því var áfall þeirra verra en okkar. Það verður aldrei með vopnum, sem íslendingar og smáþjóðirnar yfirleitt auka frama sinn. Danir tóku sjer orðtakið: „Það, sem út á við tapast, skal inn á við vinnast“, er þeir höfðu mist hertogadæmin 1864 og þjóðin dafnað^ og óx. Hún þurfti ekki að leila á önnur lönd til þess að skapa sjer „lífsrúm" í sínu litla landi, en hún lærði að nota landið betur en áður. íslendingar eiga meira „lífsrúm" en flestar aðrar þjóðir, en þeir vilja nota liað. Og þar reynir á einstaklinginn, hvort hann er nógu hollur vinur þjóðar sinnar. Þrátt fyrir erfiðleikana alt í kring getur þjóðin haldið áfram að vaxa og bæta landið, ef hún vill. Hún deyr ekki, þó að hún verði að vera án margs þess, sem henni hefir þótt ómissandi, deyr ekki, þó að kven- fólkið verði að ganga silkisokkalaust eða þó að karlmennirnir verði tó- bakslausir. Og hún getur liaft nóg að starfa, hún á nóg íand að rækta, nógan bústofn að halda við, nógan fisk í sjónum. Ef einstaklingur reynist henni vin- ur i raun, lærist lienni betur en áð- ur að búa að sínu, sjá möguleikana, sem hún hefir, verða óháðari og sjálfstæðari en áður. Glíman við erfiðleikana er ekkert böl, heldur er hún þörf íþrótt, sem allir verða að kunna og ekki má gleymast. Is- Itndinga eru unglingar og vaxandi, þeir eru á þeim aldri, sem menn stælast við hverja pláguna. í margar vikur hafa forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum verið að- alumræðuefni veraldarinnar, jafn- framt stórviðburðunum, sem gerast i sambandi við stríðið. Menn hafa spáð og spáð og sutnir vildu jafnvel liallast að því, að Roosevelt forseti mundi bíða ósigur. Bandaríkin væru orðin þreytt á lionum og honum mundi ekki líðast sú frekja, að ætla sjer að brjóta óskrifuð lög Banda- ríkjanna um, að enginn mætti verða forseti nema tvö kjörtímabil — átta ár. í raun rjettri var engin ástæða til að efast um, að kosningarnar end- uðu með öðru en sigri Roosevelts, af þeirri ástæðu, að ef að hann hefði efast um sigurinn þá mundi liann aldrei hafa gefið kost á sjer. Þó að sigur hans núna yrði ekki eins glæsi- legur og fyrir fjórum árum, þegar Landon bauð sig fram á móti hon- um, þá var hann þó nógu mikill til þess að sýna, að hann hefir vitað sig vissan um endurkosningu. Og það vita bæði vinir lians og andstæðing- ar, að enginn maður getur samein- að Bandaríkjaþjóðina eins vel og hann, en sameining er þjóðinni nauð --------,-------------------- Aðfaranótt síðastliðins sunnudags andaðist sá maður, sem manna mest liefir komið við stjórnmálasögu Bret- lands og enda allrar Evrópu síðustu árin, Neville Chamberlain, áður for- sætisráðherra. Hafði heilsa lians far- ið mjög hrörnandi síðustu vikurnar og fyrir skömmu dró hann sig alger- lega i lilje frá opinberum málum. Ekki var þvi spáð við vöggu hans, að hann ætti að verða stjórnmála- maður. Það var Austen bróðir hans, synlegri nú en nokkru sinni fyr, sök- um afstöðu hennar til ástandsins, sem nú er í heiminum. Boðskapur Wendell Willkie mótherja hans, til þjóðarinnar, eftir að kosningin var um garð gengin, sýnir Ijóst hve þjóð- in leggur mikið upp úr sameiningu og samlyndi. „Hantt er minn forseti og hann er forseti okkar allra,“ seg- ir Willkie. Kosningabaráttan með öllum ólátunum og gauraganginum á að vera gleymd. Allir eiga að vera samhuga um að styðja forsetann. — Þetta eru orð sem sumar smærri þjóðir mættu festa sjer í minni, sjer að skaðlausu. Franklin Delano Roosevelt er nú 58 ára gamall. Hefir æfi lians verið rakin svo oft lijer i blaðinu, að þess gerist ekki þörf nú. Wendell Wilkie er lögfræðingur eins og Roosevelt, tók þátt i heimsstyrjöld- inni síðustu ár hennar, og er liann kom heim aftur gerðist hann starfs- n:aður hjá Firestone Rubber Com- pany í Akron fyrir 175 dollara kaup á mánuði og hófst þaðan stall af stalli í fjármála- og atvinnumála- lifinu. sem fyrirfram var ætlaður til þess af föður þeirra, Joe Chamberlain, hinum fræga forustumanni tolla- stefnunnar. En Neville átti að verða kaupsýslumaður og taka virkan þátt í bæjarmálefnum fæðingarborgar sinnar, Birmingham. Hann var þó ekki kosinn i ( horgarstjórnina þar fyr en árið 1911 og árin 1915—16 var hann borgarstjóri, og skifti sjer þá einkum af byggingar- og fjárhags- málum borgarinnar. Verk hans á þvi sviði urðu til þess, að Lloyd George fjekk hann til að taka að sjer for- ustu jijóðhjálparinnar ensku, en þó varð hann skammær í því starfi, því að tillögur hans fengu ekki byr lijá stjórninni og sagði hann því af sjer starfanum, árið 1917. Árið eftir koinst hann á þing, þá 49 ára gamall, og hefst þar hinn eiginlegi stjórnmálaferill hans. Þá var Austin bróðir hans einn af at- kvæðamestu mönnum enska þings- ins og fjármálaráðherra. Bar litið á Neville fyrstu árin, en 1922 verður hann póst- og simamálaráðherra og ári síðar heilbrigðismálaráðherra i nokkra mánuði. En árið 1923 gerði Stanley Baldwin hann að fjármála- ráðherra í stjórn sinni, en sú stjórn fjell áður en Neville gæti lagt fram fjálagafrumvarp sitt. Árið eftir varð Baldwin forsætisráðherra á ný og gerði nú Neville að heilbrigðismála- ráðherra, enda voru húsnæðismál jijóðarinnari styrkur til bágstaddra og fjelagsmál yfirleitt honum miklu hjartfólgnari en alt annað. í þessu embætti sat Cliamberlain til 1929 og kom fram ýmsum mikilvægum um- bótum, svo sem byggingu verka- mannabústaða, endurskipun heil- brigðismála o. fl. Nokkru síðar varð hann formaður flokksins og 1931 varð hann enn heilbrigðismálaráðherra i nokkra mánuði í liinni nýstofnuðu þjóð- stjórn MacDonalds. Eftir kosning- arnar 1931 verður hann fjármála- ráðherra og gegnir þeirri stöðu samfleytt til 1937. Vann hann þar stórkostlegt endurreinsnarstarf og gat hvað eftir annað glatt skattþegn- ana með því að lækka á þeim skatt- ana. Nú fyrst var hann orðinn svo kunnur, að skopleikararnir fóru að afmynda hann og smámsaman fór þjóðinni að verða hlýtt til Good Old Neville, sem gat lækkað skattana og látið þjóðarbúskapinn bera sig. Þegar Baldwin sagði af sjer vorið 1937 var ekki nema eðlilegt að Chamberlain tæki við forustu stjórn- arinnar eftir hann. Hlotnaðist hon- um -því sú vegsemd, sem bæði faðir hans og bróðir höfðu orðið að fara a mis við.Chamberlain tók við stjórn arforustunni 28. maí 1937 og hafði hana á hendi þangað til i fyrravor, að ráðuneytið var endurskipað og Winston Churshill tók við taumun- um. — ■—- Aldrei hefir meiri vandi fylgt veg- semd en sá, er fylgdi forsætisráð- herra starfinu er Chamberlain tók við því. Menn eru ekki á eitt sáttir um, hvort Chamberlain hafi verið fær um vegsemdina og það er of snemt að leggja nokkurn dóm á það ennþá. En hitt er víst, að einlægari friðarliug hefir enginn maður sýnt síðustu árin en Neville Chamberlain er hann fyrstur allra enskra for- sætisráðherra fór á fund andstæð- ings sins til Þýskalands til að af- stýra ófriðarbölinu. Hitt er annað 111711, hvort ekki hefði verið rjettara að láta það ógert. Það var úrslita- dagur í lífi hans, er hann kom upp i flugvjel í fyrsta sinni, 15. sept. 1938, er hann flaug til Þýskalands til þess að semja við Hitler og reyna að ná friðsamlegri lausn á þeim vandamálum Evrópu, sem nú hafa sieypt Norðurálfunni og enda öll- um heiminum út i bölvun styrjaldar- innar. Chamberlain varð 71 árs, fæddur 18. mars 1869. Það má vel vera að hann hafi verið orðinn of gamall til að standa í jieim stórræðum, sem á honum hvíldu. En víst er um hitt, að einlægari friðarvilja hefir eng- inn átt en hann, á undanförnum vandræðatímum þjóðanna. Frú Guðrún Sigurðardóttir frá Leynimýri verður 70 ára 19. þ.m. FORSETAKOSNINGIN í U. S. A. Neville Chamberlain látinn.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.