Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1940, Síða 5

Fálkinn - 15.11.1940, Síða 5
F Á L K I N N 5 kirkjunnar svo mikið, að stjóm- in hafði ekki olbogarúm. En að að lokum urðu örlög Toledo söm og annara sigraðra borga, sem fyrrum höfðu verið ríkar. Hún visnaði upp. Á dögum Araba voru borgarbúar um 250.000, en nú eru aðeins 22.000 manns í Toledo. I Cordova og Granada voru milli hálf og heil miljón íbúa, en nú er þar ekki nema lítið brot af þeim mannfjölda. En arabisk menning, siðir og byggingalist lifði áfram öldum saman, og þessvegna finnur mað- ur máriska stílinn í þessum borgum enn i dag og dáist að. Maður er þarna í austurlanda- umhverfi. Og márisku áhrifin eru rikari í Toledo en i Cordova og Granada, sem þó voru nokkr- um öldum lengur undir yfirráð- um Araba. Fram á daga Karls V. (mikla) — var Toledo hin volduga og ríka dómkirkjuborg, en jafn- framt var hún lceisaraborgin, „Cludad imperial“. En Filippusi II, syni Karls, fanst prestaveldið i borginni bera sig ofurliði. Hann setti merki á Spánaruppdráttinn — í miðju landinu — og merkið hitti lítið þorp, með 2500 sál- um. Það hjet Madrid! Þangað flutti hann þingið, ljet byggja hús fyrir hirðina og byrjaði á konungshöllinni miklu, sem enn gnæfir yfir borgina — ennfrem- ur gerði hann áætlun að Escorial og byrjaði á höllinni þar, og þar lifði hann síðustu árin. Við ökum frá Toledostöðinni, sem liggur fyrir handan Tajo og borgina, í stórum skröltbíl upp hæðirnar að borginni, sem er eins og miðaldaborg þarna á granítbjarginu. Yið skrönglumst yfir nýtísku steinsteypubrú yfir Tajo, sem liðast kringum borg- ina nærri þvi eins og hringur. Gamla rómversk-máriska brúin við hliðina á þeirri nýju, er orðin of þröng fyrir bílaumferðina. Hún er með strýtuturnum við báða enda og þar fara engir um nema essrekar. Þetta er Alcan- tarabrúin. Tollverðir eru við brúna og flýta sjer ekkert að at- huga varninginn, sem að berst. Hinum megin borgarinnar er San Martin-brúin. Þaðan er fal- legt að líta yfir borgina, þar gnæfir mjór dómkirkjuturninn við himin, en á efstu hæðinni stendur Alcazar, konungshöllin gamla. En utan um þessar bygg- ingar eru liáir múrveggir með turnum og hliðum. Hjer er mið- öld enn í algleymingi. Innan múranna eru 88 kirkjur og yfir 40 munka- og nunnuklaustur, og þó hefir fjölda af kirkjum og klaustrum verið breytt í skóla og söfn og jafnvel í verksmiðjur, bílageymslur og íbúðarhús. Svo að einhverju hefir verið af að taka! Göturnar eru þröngar og húsin há, svo að lítið sjer til himins. Dirfist maður að taka dyraliam- arinn og herja á einhverja stóru liurðina, fær maður að líta inn Hús greifans af Toledo. Málverlc eftir El Greco. , Gamalt samkunduhús í Toledo. i flísalagt anddyri með gosbrunn- um og súlnagöngum — austur- lensk húsaskipun. Marmarasúl- ur og súlnaliöfuð frá tímum Rómverja. Glæsileg járnsmíði, útskorin loft og veggirnir flúr- aðir með teikningum og grein- um úr kóraninum. Og hafi mað- ur augun hjá sjer fær maður að sjá margt, sem leiðarlýsingin minnist ekkert á. Jeg rakst inn í eitt af þessum víggirtu húsum — hvert hús er í raun og veru virki fyrir sig —. Það var eign „E1 conde de Toledo“ (greifans af Toledo), sem dvelur lengstum i Madríd og París. Yarðmaðurinn hleypti mjer inn. Húsið eða höll- in er að öllu leyti í máriskum stíl, en þó bygð eftir að veldi Araba lauk. Þar er dýrð mikil og iburður. í hátíðasalnum var einu sinni samkomustaður „inkvis- tionarinnar“ og i kjallaranum minnir margt á þá döpru daga, pislartækin gætu sagt margar ljótar sögur, ef þær hefðu málið og brunnurinn í kjallaragólfinu liefir verið mörgum manninum inngönguhlið inn í eilifðina. — Skamt frá er hús, sem þau Fer- dinand og ísabella ljetu byggja handa „inkvisitioninni", en það hefir lækkað í tigninni og er nú múlasnaliús. Þau hygðu líka kirkjuna „catedral de los Reyes“ ásamt klaustri. Þar eru ennþá járn og, hlekkir í veggjum, því að kirkjan var notuð til fanga- geymslu. í mörgum af þessum gömlu kirkjum eru miklir fjársjóðir fornaldar — og renaisancelistar, málverk og höggmyndir og mun- ir úr silfri og gulli. Því að forð- um var öll list háð klerkum og kirkju. Það voru völdin og pen- ingarnir og — listvitið. Þessvegna varð dómkirkjan í Toledo öld- um saman merkilegasta lista- safn Spánar. Sjálf er hún merk- ur minnisvarði liúsgerðarlistar, kapellurnar og sakristiurnar kringum fimmskifta aðalkirkj- una, eru samanhangandi lista- saga langs tímabils og saga kon- unga og kirkjuhöfðingja. Var kirkjan sjálf í smíðum í 300 ár, og var byrjað á henni árið 1226 á dögum Ferdínands III. Og hún sýnir margskonar „siðaskifti“ í byggingarlist, eins og dómkirkj- an i Sevilla, en er þó öll i sam- anhangandi, gotnesku samræmi. Þar er skuggsýnt eins og í flest- um kirkjum með gluggamynd- um og þar ægir saman listsmíði úr járni, bronsi, silfri og gulli, standmyndir eru í hverjum krók og kima og málverk og flísa- myndir á veggjum og gólfum. Þar er stór kapella með málverk- um eftir ítölsku meistarana Ti- zian, Tintoretti, Giordano og auð- vitað spönsk list líka. Fyrst og fremst eftir El Greco. Þar eru heilög ker og kaleikar úr gulli, alsett gimsteinum, þriggja metra há „costodia" úr skiru silfri og með krossmarki úr gulli, sein Columbus liafði með sjer frá Ameríku. Meðal klukknanna í Frh. á bls. Vt.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.