Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1941, Qupperneq 2

Fálkinn - 10.01.1941, Qupperneq 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - Næst sýnir Gamla Bíó kvikmynd frá Paramount, sem heitir Barátta upp á líf off danffa. Hún er búin furðu- legum dramatiskum krafti og fjaliar um átök vísindanna og heitrar ást- ar. Hún er gerð eflir stórfrægri skáld- sögu eftir Lloyd C. Douglas. Við heimsfrægan læknaháskóia starfar mesti sjerfræðingur heimsins i taugasjúkdómum, prófessor, dr. ,,Tnbby“ Forster. Hann er ómjúkur á manninn eins og margir læknar, og hann krefst mikils af nemendum sínum, hinum ungu læknum. Hann segir fullum fetum, að þeir megi einskis njóta af þeim nautnum, sem dauðlegir menn annars girnast og lifa fyrir sumir. Vinum sinum, skemt- unum og kvenfólki verða þeir misk- unnarlaust að hrinda frá sjer, segir dr. Forster. Duglegasti og hæfileikamesli nem- andi Forsters er John Wesley Bea- ven, ungur læknir með brennandi áhuga fyrir námsgrein sinni, lækna- visindunum. Hann uppfyllir öll þau skilyrði, sem Forster gerir um lækna og þykist nú sá gamli liafa himin liöndum lekið að hafa krækt í svo slyngan mann. Gengur nú alt vel um skeið. En sá gamli Adam í manninum er furðu lífseigur. Áður en langt um líður skýtur ástinni upp í sálu hins unga læknis. Stúlka nokkur, sem heitir Audrey Hilton vitjar hans og takast með þeim heitar ástir og þá hefjast átökin um mannssálina, milli Forsters og vísindanna og Audrey og ástarinnar. Audrey Hilton er leikin af Dorothy Lamour, en John Westley Beaven læknir af John Howard. En Foster gamla, þann járnharða prófessor, leik- ur rússneski leikarinn Akim Tamir- off, sem margir munu kannast við úr fjölmörgum kvikmyndum, sem hann liefir leikið í á siðari árum. Heiti myndarinnar er rjettnefni. Hjer sjest barátta, sem háð er upp á líf og <lauða. Þá söng við annan són. Það er enn í fersku minni, þó að þrjú ár sjeu liðin síðan, að ítalir börðu bumbur, eftir sigrana í Etiópíu og hrópuðu: Nissa, Tunis, Dijbuti — og jafnvel Gibraltar! Nú lirópa ítalir ekkert af þessu í bili, en hinsvegar mun Þjóðverjum leika hugur á, að fá Frakka í lið með sjer gegn Bret- um, m. a. til þess að fara suður á Spán og taka Gibraltar af Englend- ingum. En staður er til, sem einu sinni var kallaður „Litla Gibraltar“. Það er eyjan Capri í flóanum við Neapel. Einu sinni börðust Frakkar og Bret- ar um Capri, og voru Korsíkumenn í hvortveggja liðinu. Þetta var í októ- ber 1808. Bróðir Napoleons. var þá konungur í Neapel, en Englendingur- inn Hudson Love var landstjóri Breta á Capri, sem þá var á valdi Breta. Napoleon skipaði bróður sínum að taka Capri af Bretum og 4. okt. sigldi hann nokkrum skipum sínuin til Marina Grande, sem var aðalherstöð Breta á eyjunni. Love safnaði liði sínu þangað til varnar, en áttaði sig ekki á því fyr en um seinan, að hjer var um málamyndaárás að ræða. En meðan á þessu stóð skipuðu Frakkar aðalher sínum á land hinu megin á eyjunni. Varð viðureignin löng og Guðm. Helgason, Vitastíg 15, varð 70 ára 25. des. 19*10. Þórður Einarsson, bókhaldari, Týsg. 3, verðud 60 ára 12. þ. m. liörð en lauk með sigri Frakka, því að þeir liöfðu ofurefli liðs. Skömmu síðar urðu Bretar að láta Capri af hendi við Frakka. Verra en dauðinn. Fylkiss'tjórinn í Texas, Wilbert Lee O’Daniel ákvað eigi alls fyrir löngu, að fresta aftöku sveriingja eins er myrt liafði mann, um einn mánuð. Forsendur hans fyrir þessu voru þær, að það væri í sjálfu sjer engin refs- ing að vera tekinn af lífi. En liitt væri refsing, að láta menn bíða dauða síns, vitandi það, að engin von væri um náðun. Músagangur. Frönsku hárkollurnar stóru og háu, sem notaðar voru á 18. öld, höfðu þann galla, að mýs gerðu sjer ekki ósjaldan hreiður í þeim. Árið 1777 var heilið verðlaunum i Englandi fyrir bestu hármúsagildruná. Ritvillan kostaði fimtán miljónir. Whitaker Wright, sem drap sig árið 1904 er sannkölluð fyrirmynd allra stórtækustu fjeglæframanna þessarar aldar, svo sem Ivars Kreuger, Stav- isky, Mörthu Hanau Alberti og þeirra nóta. Ferill Wrights liófst með því, að hann fann gull í námu, sem hætt var að starfrækja, í Colorado. Hann seldi því næst námuna fyrir 250 þúsund krónur, fór til New York og tífaldaði þar aleigu sína á hluta- brjefabralli. 25 ára gamall var hann orðinn svo fjáður, að auðkýfingar Bandaríkjanna voru farnir að kúnna að nefna hann, en þrítugur hvarf liann heim til æi'tjarðarinnar, Eng- lands, og átti þá margar miljónir. Þá var gullþorsti i algleymingi og Wright stofnaði þegar í stað fjelag, sem átti að kaupa gullnámur í Ástra- líu. Eyddi hann rúmri miljón króna ’til þess að augíýsa hlulabrjef fjelags- ins og varð jafnframt formaður ýmsra fjelaga, sem samtals höfðu 250 miljón króna hlutafje. Síðan reisti hann sjer höll í Lea Park, með hengigörðum ef’tir fyrirmýninni frægu frá Baby- lon og stofnaði fjelag, sem lijet London & Globe Corporation. — Hlutabrjefin seldust upp á hálftíma — alls fyrir 5.000.000.000 krónur. Leikurinn með miljónirnar lijelt á- fram þangað til það fór að kvis- ast að þessar lilutafjelagastofnanir Wrights væru svikamylla og að liluta- fje nýjustu fjelaganna væri notað til þess að greiða arð af hlu'tabrjefum' liinna eldri — alveg sama aðferðin, sem Kreuger notaði. Nú var hafin rannsókn á bókum eins fjelagsins og vanlaði þar 15 miljónir til þess, að það ætti fyrir skuldum. Þegar ])etta var borið undir Wright, þá svaraði liann ekki öðru til en því, að þetta hlyti að vera ritvilla. Hann var dæmdur í 7 ára hegningarvinnu og banaði sjer á eitri,- er lionum var birtur dómurinn. - NÝJA BÍÓ - Steingrímur Magnússon, sjóm., Lokastíg 19, varð 50 ára 6. þ. m. Guðjón S. Magnússon, skósm., verður 60 ára 15. þ. m. Ameríka hefir löngum verið land spennandi æfintýra. Óteljandi bækur og langar sögur liafa verið skrifað- ar um æfintýrin og mannraunirnar, sem landnemarnir lentu í þarna í þessu ónurnda eða lítt numda land- flæmi. Lengi vel gerðu Indíánarnir landnemunum alt það ilt, sem í þeirra valdi stóð. Þeir fóru sem logi yfir akur grimmir og hraus'tir, brendu býli og drápu alt, sem þeir náðu í, þeir hörðust upp á líf og dauða gegn þessum hvítu aðskotadýrum, sem komu til að ræna landinu þeirra. En hvitu landnemarnir áttu siðar við aðra örðugleika að striða og þá engu betri. En þau vandræði konm innan frá, frá þeim sjálfum. Margt Ameríkufaranna og landnemanna úti á hinum víðu sljettum, var lausingja- lýður, æfintýramenn, sem voru o- vandir að meðulum og ófyrirleitnir. Þarna var tilvalin gróðrarstia fyrir stjórnleysi og lögbrot, enda notuðu glæframennirnir sjer það óspart. Lög- gæslan var veik, en tækifæri glæpa- mannanna mörg. Slíku ástandi lýsir kvikmyndin „Oklahoma Kid“ prýðilega. Hún verður sýnd í Nýja Bió næst. Hópur landnema keppir um bestu löndin, sem stjórnin úthlutar og heil borg ris upp í einni svipan. Meðal land- nemanna eru Hardwick dómari og Jane dóttir hans, ennfremur John Kincaid og Ned sonur hans. Þetta er alt saman heiðarlegt og gotl fólk. En það er þó ekki sú tegund manna, sem nær undirtökunum í þessum bæ. Hópur glæframanna tekur raunveru- lega stjórn bæjarins í sínar hendur og þeir stjórna með lögleysum og þorparahætli. Forsprakki þessara prakkara er Whip MvCord, alræmd- ur glæframaður. En ræningjar geta verið mismunandi. það sannast á Whip og Oklaroma Kid, sem kem- ur þarna 'til skjalanna og lætur margt gott af sjer leiða. Það er Humphrey Bogart, sem leikur Whip* Þennan leikara er un- un að sjá leika í glæpamannahlut- verkiun, svo vel fer hann með þau, og þó fer ekki hjá því, að oft fær maður sannið með persónum þeim, er liann leikur. Oklahoma Kid íeikur James Cogney, en Jane Hardwick Bosemary Lane. Sðlubörn komið 00 seljið FÁLHANN. Þessi mynd er þrungin að spenn- ingi hinna atburðaríku ára á land- námsskeiði Ameríku. Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.