Fálkinn - 10.01.1941, Síða 5
F Á L K I N N
5
]
ur að vináttu Frakka og Englendinga.
En hann stóð einn uppi meS þessa
skoSun, og því hlaut svo að fara,
að ófriður byrjaði á ný við Eng-
lendinga. Talleyrand sá rjett. Og
fjórtán mánuðum eftir friðargerðina
í Amíens hófst ófriðurinn aftur milli
Frakka og Englendinga.
Madame de Rémusant, sem líka
var heilluð af hrifningunni yfir
vopnagœfu Napoleons, gat ekki skilið,
hve Talleyrand var ósnortinn af
sigurfögnuði þjóðarinnar. „Það sló
mig undir eins,“ skrifar hún, „hve
gjörsamlega hann var ómóttækilegur
fyrir hrifninguna, sein allsstaðar var
kringum okkur. Jeg skildi ekki þessa
ró og sinnuleysi í manninum.“
Starf Talleyrands í stjórnartíð
Napoleons er starf hins hyggna
þjóns. Hann missir aldrei sjónar á
húsbóndanum, sem í sigurvímunni
veldur hverjum óskundanum eftir
annan. Og Talleyrand reynir eftir
bestu getu að bæta fyrir verstu mis-
fellurnar, reynir að koma því í lag,
sem aflagað hefir verið, svo að á-
standið verði eigi bölvaðra en þörf
er þá, þegar kemur að skuldadögun-
um. Þegar Austurríki hafði gert
Frökkum úrslitakosti, skrifaði prúss-
neski sendiherrann í París stjórn
sinni þetta: „Monsieur de Talleyrand
er i örvæntingu. Ef hann gæti liindr-
að friðslit eða stöðvað ófriðinn áður
en sigurinn lætur ágirndina blossa
upp, eða ósigurinn knýr sómatilfinn-
inguna til að halda áfram, mundi
hann telja þetta verk virðingarverð-
asta verkið, sem liann liefði unnið í
stjórnmálatíð sinni.“ — En Napoleon
tók úrslitakostunum fegins hendi.
Stríð við Austurriki var skemtileg
tilbreyting frá vonláusu hugmyndinni
um, að ráðast á England, — nýtt
spennandi æfintýri lianda óseðjandi
herkonungi. Austurríki beið ósigur.
Keisarinn fór sigrandi orustu úr or-
ustu, knúður áfram af valdaþorsta
sinum og eldmóði hermanna sinna.
Talleyrand reyndi árangurslaust að
fá hann til að stilla í hóf og sýndi
honum fram á, að auðmýkt Austur-
ríki yrði ætíð svarinn óvinur, en
með liptlrð og nærgætni mætti gera
örugga bandamenn úr Austurríkis-
mönnum. En það var eigi farið að
ráðum Talleyrands fremur en fyr
og honum var skipað, að undirrita
friðarsamningana eins og Napoleon
vildi hafa þá. Frantz keisari misti
þrjár miljónir þegna, sjötta hluta af
tekjum sinum og varð auk þess að
greiða 40 miljónir franka i skaða-
bætur. Napoleon var óánægður og
sakaði Talleyrand um, að hafa verið
of eftirlátssamur við Austurríki. En
samt gaf Napoleon honum fursta-
dæmið Beneventuin, hjerað í kon-
ungsrikinu Neapel, að launmn fyrir
verkið. Það er sagt, að Talleyrand
hafi aldrei komið í þetta riki sitt
sjálfur, en han'n stjórnaði landsetum
sínum vel og viturlega, ljetti á þeim
sköttum og bjargaði þeim undan her-
skyldu.
Þegar fram líða stunair sannfærist
Talleyrand um, að það stoðar ekk-
ert að reyna að koma vitinu fyrir
keisarann með góðu og þessvegna
gerist hann nú opinber andstæðingur
hans. Samt gegnir hann ráðherra-
embættinu áfram. Napoleon getur
ekki án hans verið, og Talleyrand
er ljóst, að ef hann eigi að geta af-
stýrt verstu afglöpum keisarans, þá
verði hann að halda embættinu. Og
það breytti litlu þó að Napoleon
spyrnti honum úr utanrikisráðherra-
sesli eftir friðargerðina í Tilsit, því
að um leið gerði hann hann að stór-
kanslara.
Napoleon hafði það til að tala eins
og dóni við ráðunauta sína. Einu
sinni sagði hann við Talleyrand, í
viðurvist margra hirðmanna: „Hvers-
vegna sögðuð þjer mjer ekki, að her-
toginn af San Carlos væri í þingum
við konuna yðar?“
Talleyrand svar-
aði, án þess að
bregða svip, að
því minna sem
hann talaði mn
það, því hollara
mundi það vera
mannorði hans
sjálfs og keisar-
ans. Keisarinn
reiddist, en þó
graindist honum
enn meir, er Tall-
eyrand líkti af-
skiftum Napole-
ons af Spáni við
að hafa rangt í
spilum.Talleyrand
var ekki orðmarg-
ur, en það sveið
ol't undan þvi, sem
liann sagði.
Talleyrand vildi
bjarga friðnum í
Evrópu, en sá, að
það var ómögu-
legt nema með því ||
að steypa Napole-
on. Napoleon vissi
um þetta, en of-
metnaðist svo og trúði svo á gæi'u
sina, að liann taldi sjer ekki neina
hættu stafa iif Talleyrand. Við friðar-
samningana i Erfurt sagði Talleyrand
berum orðum við Alexander Rússa-
keisara, að hann yrði að bjarga
Evrópu og það væri aðeins hægt með
því að dasa Napoleon. Og þeir ræddu
í einlægni um, hvernig ætti að fara
að þvi.
Eftir samningana í Erfurt fór
Napoleon í herferð til Spánar. Þar
misti hann nokkur liundruð þúsund
inanns. En á meðan rjeðu óvinir
bans ráðum sínum heima fyri.r. Þeg-
ar Napoleon frjetti, að Talleyrand
hefði haft Fouché, hinn alræmda lög-
reglustjóra Parísar i boði sínu, brá
hann við skjótt og hjelt til Parísar.
Honum hefði ekki orðið meira um
að heyra, að allar þjóðir Evrópu
hefðu sagt honum stríð á hendur.
Kvaddi hann virðingamenn ríkisins
'til sín í Tuileriehöllina og jós þar
fúkyrðum yfir Talleyrand, kallaði
hann þjóf, svikara og landráðamann.
Talleyrand stóð þegjandi og glotti, en
við það espaðist Napoleon enn meir,
og svaraði honmn um, að hann væri
tialtur og kallaði hann „drít í silki-
sokkum“. Talleyrand þagði, en um
leið og hann gekk út sagði hann
loks: „Það er leitt, að jafn mikill
maður skuli ekki hafa fengið betra
uppéldi en þetta.“
Þegar Napoleon hafði sigrað Aust-
urriki á ný fór hann í herferðina til
Rússlands, sem Talleyrand hafði sagt
um, að verða mundi byrjun niður-
lægingar lians. Eftir ósigurinn þurfti
Napoleon góðra ráða og vildi nú gera
Talleyrand að utanrikisráðherra á
ný, en stórkanslarinn þvertók fyrir.
Veturinn 1813—’14 átti Napoleon
land sitt að verja gegn Rússum, Aust-
urríkismönnum og Prússum og þó
að Napoleon hafi aldrei sýnt meiri
lierkænsku en þá, gat hann ekki stað-
ist ofureflið. En áður en hann flýði
til Elbu eftir ósigurinn, höfðu and-
stæðingar hans afráðið, að setja
Lúðvik 18. í hásætið.
Þrotabúi Napoleons var skift á
Wienarþinginu, sem stóð liálft ár.
Þar komu flestir þjóðhöfðingjar Ev-
rópu, og þó mikið væri dansað þar
þá var alvarlegu störfunum sint nokk-
uð líka. Þangað fór Talleyrand sem
uinboðsmaður Lúðviks 18. og hafði
með sjer liertogafrúna Edmond de
Perigord, konu frænda síns, sem sið-
ar varð hertogafrú de Dino, forkunn-
arfagra konu, en átti að hafa áhrif
á hina fjandsamlegu stjórnmálamenn.
En aðallega mun Talleyrand hafa
haft hana með sjer sjálfs sin vegna.
Að ofan: Farstafj'ú Tall-
eyrand. Að ofon t. h.:
Liíðvik fS. Frakkakon,-
ungur. Hertogafrúin af
Dino.
Hann hafði verið i vin-
fengi við móður hennar
og hún var gift bróður-
syni lians. En samt tók-
ust ástir milli hennar og
Talleyrands — hún var 21
árs, en liann 60.
Talleyrand hefir orðið
frægari af Wienarfundin-
um en nokkru öðru, alls-
staðar nema í Frakklandi.
Hann stóð aleinn uppi gegn
sigurvegurunum, og þeir vildu ekki við
hann tala. En honum tókst að ná eyra
smáþjóðafulltrúanna á fundinum og
fleyga sundur samdi’ægni sigurveg-
aranna og brátt varð hann leiðandi
maður í samningunum. Hann undir-
skrifaði fyrst leynisamning við Eng-
land og Austurríki, og var sá samn-
ingur meistaraverk, sem bjargaði hag
Frakklands. Það var ekki ný hug-
mynd, sem bar þann samning uppi,
heldur sami hugurinn á sátt milli
þjóðanna, sem ávalt hafði mótað
stjórnmálaskoðanir Talleyrands, löngu
áður en Napoleon koin til sögunnar.
Frakkar urðu að skila þvi, sem þeir
höfðu tekið, en mistu ekkert af sínu
eigin landi. En samt vakti þetta
gremju og halur til Talleyrands í
Frakklandi, og mönnum þótti Tall-
eyrand hafa staðið illa i ístaðinu.
Konungurinn sjálfur hafði ekki
traust á honum og sendi njósnara
til Wien til að hafa gát á honum.
Um sama leyti sem Talleyrand
hafði bjargð landi sínu í Wien með
hófseind og lipurð flýði Napoleon frá
Elba í þeim tilgangi að ónýta verk
hans. En Talleyrand fjekk fundinn
til að lýsa yfir því, að það sem þjóð-
höfðingjarnir gerðu lijer eftir, skyldi
ekki beint gegn Frakklandi heldur
keisaranum einum.
Lúðvík 18. launaði Talleyrand
frammistöðuna í Wien með því að
setja hann af, og næstu árin kom
liann ekki nærri opinberum málum
en hafði fulla fyrirlitningu flestra
og var talinn landráðamaður. En
1830 var hann loks gerður sendiherra
i London, nær áttræður, „af því að
enginn var til skárri.“
Síðustu æfiár sin dvaldi hann ým-
ist i húsi sinu i París eða höll, sem
hann átti í Valency. Þar liafði hann
fyrrum . gert ýmislegt til kjarabóta
fyrir landseta sína, stofnað elliheim-
ili, telpnaskóla og sett upp lyfjabúð,
þar sem fátækir fengu lyf ókeypis.
Og dyr hans stóðu öllum opnar. Her-
togafrú de Dino og dóttir liennar
dvöldu lengstum hjú honum í ell-
inni og hjúkruðu honum.
Síðasta daginn sem hann lifði var
fult af gestum að spyrja eftir líðan
hans. Honum var sagt, að erkibisk-
upinn liefði sagt, að hann vildi fús-
lega gefa sitt líf til þess að lengja
lif Talleyrands, en hann svaraðiiró-
lega: „Segið þið honum, að liann hafi
miklu ineira við það að gera en jeg.“
Þetta voru siðustu orðin sem hann
sagði.
-----Þegar arfleiðsluskrá hans var
opnuð kom það á daginn, að hann
Ijet eftir sig 18 miljónir franka, og
skyldi liertogafrú Dino erfa alla þá
upphæð. Ýmislegt var um það skraf-
að, að þetta l'je mundi ekki alt vel
fengið. Talleyrand mótmælti því al-
drei, að liann hefði þegið stórfje al'
ýmsum furstum fyrir ráðleggingar.
Hann hafði sömu regluna og læknar
hafa >— hann setti upp þóknun eftir
efnum og ástæðum. En hann seldi al-
drei sannfæringu sína og ágjarn var
hann ekki. Hann lánaði of't kunn-
ingjum sinum fje, og ef þeir borguðu
ekki þá ljet liann það gott heita.
Meðan Napoleon var ungur herfor-
ingi fjekk liann einu sinni 100.000
franka að láni hjá Talleyrand. Hann
fjekk það vitanlega tífalt aftur, og
Talleyrand sagði1 berum orðum, að
hahn ætti keisaranum mest af fjár-
niunum sínum að þakka.
Á næstu árum ágerðist ljóminn um
nafn Napoleons si og æ, en dust
gleymskunnar fjell á nafn Talleyr-
ands. Almenningur man altaf hern-
aðarafrekin best. Þvi að það er ekki
mannvitið heldur vitfirringin, sem
skapar veraldarsöguna,