Fálkinn - 10.01.1941, Síða 10
10
F Á L K I N N
VMG/ftf
LEttHbURHIft
Nagan af apanum
Þarna hjekk hcuw uppi á ioftsbitanum, en feitin af sleikinni draup of-
an á gestina.
Apinn, sem eg ætla að segja ykkur
frá, lenti í gildru hjá útlendum fyr-
irliða. Hann var ekki nema ofurlítiS
krili þá. Jeg skal segja ykkur hve lít-
ill hann var: Hann var svo lítill, að
fyrirliðinn tók hann og stakk honum
ofan í sokk af sjer og labbaði svo
með hann heim.
Kona fyrirliðans og strákurinn
hans ráku upp stór augu þegar þau
sáu hvað kom úr sokknum. En svo,
þegar þau höfðu áttað sig á hvað
þetta var, skírðu þau apann Jakob.
Og þess varð skamt að bíða, að hann
yrði uppáhald allra á Jjeimilinu.
En áður en langt um leið upp-
götvuðu hjónin, að það var ekki að-
eins apinn, sem þau höfðu lekið í
fóstur, heldur lika ótrúlega mikinn
aragrúa af flóm, sem áttu heima i
lubbanum á litla apanum. Og þess-
vegna tóku þau sig til, hjónin, einn
góðan veðurdag, og mökuðu allan
bjórinn á honum með einhverjum
smyrslum, sem þeim þótti sæmilega
góð lykt af og sem þau hjeldu að
mundu drepa öll óþrifin í þessari
iitlu skepnu, sem þau höfðu tekið í
fóstur.
En þið hefðuð bara átt að sjá hve
fokvondur Jakob litli varð, þegar
hann fann að búið var að maka hann
allan út i einhverri feiti. Hinsvegar
urðu flærnar glaðar við að fá alt
þetta blessað feitmeti að jeta og
ljeku á alsoddi meðan þær voru að
sleikja i sig fitusmyrslin af þessum
litla fábjána. Enda gengu þær nú
svo nærri honmn, að lian nvarð fár-
veikur daginn eftir. Hann hafði sem
sje verið vanur að jeta af sjer flærn-
ar, sem á hann leituðu að jafnaði,
en hann var ekki vanur að jeta þær
i þessari „sósu“, sem þær voru i
núna, eftir að apinn hafði verið
smurður. Og þessvegna varð honum
svo skelfing ilt i maganum, veslings
grey apakettinum. Það fór svo, að í
marga daga var Jakob milli lifs og
dauða, en þó slampaðist hann undan
bananum og hefði líklega orðið feg-
inn, ef ekki hefði annað verra tekið
við. Nú var hann nefnilega baðaður
á hverum einasta degi! Að vísu þótti
honum ágætt að koma í vatn, en
hann hafði megnustu óbeit á sápu,
svo að hann spýtti, sparkaði og ó-
notaðist meðan á þvottinum stóð, al-
veg eins og ójiægir krakkar gera
stundum.
Loks hafði hjónunum tekist að
ganga á milli bols og höfuðs á flón-
um hans Jakobs, en eiginlega var
honum þetta vorkunn, því að öpmn
þykir alveg eins gaman að veiða
flærnar á sjer eins og strákurn þykir
gaman að safna frimerkjum.
Jakob vanáist smámsaman á ineiri
og meiri þrifnað og að lokum varð
hann svo kröfufrekur, að hann vildi
Adamson verður æstur.
S k r í 11 u r.
— Hefir bróðir yðar ekki lokið
prófi í iæknisfræði ennþá?
— Nei, hann hætti við læknisfræð-
ina af því að hann þolir ekki að sjá
blóð. Nú er hann kominn á her-
mannaskóla.
Hreppstjórinn í litlu þorpi úti á
landi var að semja skýrslu uin liunda-
eign í umdæminu. Hún byrjar svona:
— Skólastjórinn 1 hundur, læknir-
inn 1 hundur, presturinn 1 hundur,
jeg sjálfur 1 hundur. Við allir saman
— fjórir hundar.
— Hún er ljómandi falleg og dável
efnuð, en jeg er ekki viss um, að
hún sje greind.
— Það geturðu gengið úr skugga
um með þvi að biðja hennar. Segi
hún já, þá geturðu treyst þvi, að
hún er nautheimsk.
— Er konan þín forvitin?
— Forvitin? Já, þetta líka litla,
hún fæddist í þennan heim af cin-
tómri forvitni.
l'á hrein lök i rúmið sitt á hverju
kvöldi. Ef ekki var skift þá vöðlaði
hann saman sœngurfötunum og þeytti
þeim langt fram á gólf, og jagaðist
og skammaðist hástöfum á sínu ó-
skiljanlega apamáli. Það var líkast
því og hann segði ljótt.
Enginn matur þótti Jakob eins góð-
ur og steik, en af þvi að hjónin ál'tu
heima í hitabeltinu, var þessi rjettur
sjaldan á borðum. En einu sinni voru
gestir hjá þeim. Og þegar allir voru
sestir að borðum var borið inn fat
með stórri steik á, og sett á mitt
borðið.
í sama bili og húsfreyjan ætlaði
að fara að sneiða niður steikina vatt
Jakob litli sjer ofan af loftsbitanum,
greip steikina og hvarf eins og ör-
skot. Sjálfur Hrói höttur hefði ekki
getað verið snarari í snúningunum.
Jeg ætla að vona, að húsbóndinn
hafi ekki lamið hann mjög mikið
fyrir þetta, jafnvel þó að svo illa
færi, að feitin úr steikinni lak niður
á sjálfan hann.
N'lðurl. i næsta blaði.
— Eins og þið sjálð, dömur og
herrar, hefi jeg ekki falið neitt i
ermimum.
Tengdamamma: — Þú ert svo
mikill smekkmaður, að mig langar
til að heyra hvaða föt þjer finst að
fari mjer best.
Tengdasonur: — Ferðafötin.
í leikhúsi einu í Bruxelles kvört-
uðu karlmenn sáran yfir því, að
þeir gætu ekki sjeð, hvað gerðist
á leiksviðinu, fyrir höttum kven-
fólksins í leikhúsinu. Stjórn leik-
hússins festi þá upp auglýsingu við
innganginn, þess efnis, að eingöngu
öldfuðum konum væri ieyft að sitja
ineð hattana. — Eftir það sat alt
kvenfólk berhöfðað.
Unnustinn: — Mikil ósvifni að
dirfast að biðja þín, trúlofaðrar
stúlkunnar! Hverju svaraðir þú
honum?
— Jeg sagði bara, að mjer þætti
mjög leiðinlegt, að hann skyldi hafa
komið of seint.
Presturinn: — llvað er þetta,
Katrin, jeg sje ekki betur en að
mannsefnið yðar sje dauðádrukkinn.
Katrín brúður: — Jeg held, að það
sje auðsjeð, En jeg hefði aldrei getað
fengið hann hingað með mjer ó-
fullan.