Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1941, Blaðsíða 7

Fálkinn - 07.02.1941, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 M Zog Albaníukonungur situr enn i Enghtndi, þó að Haile Salassie sje kominn til Abessiníu. Hann biður þar úrslita styrjaldarinn- ar, en veit að þau eru ekki kom- in enn. Eftir að ítalir höfðu lagt undir sig Abessiníu, eða Etiopíu, sem landið heitir á stjórnarmáli (Victor Em- anuel ,var gerður að keisara Etiopíu eftir að Mussolini hafði lagt landið undir Italíu) gerði Mussolini gang- skör að því, að efla framfarir i hinu nýja keisaradæmi hinna nýju Róm- verja. Itölsku fólki voru boðin kostakjör, ef það vildi flytjast til Etiopíu og kenna landslýðnum þar nýtísku aðferðir við atvinnu þá, sem landið heutar best. Fluttist allmargt fólk suður þangað og tók að „kenna". En „þó náttúran sje lamin með lurk . ..." segir mál- tækið. Og svo mikið er víst, að þessi hálfmentaða frumþjóð, sem í land- inu býr, var tornæm. Hún vildi held ur notast við gömlu aðferðirnar. Við þetta bættist svo, að allur fjöldi þeirra ltala, sem fluttust til Abess- iníu, kunni fremur illa við sig, og gekk því illa að breyta landinu i þá gullnámu, sem Mussolini hafði ætlað sjer. Hjer á myndinni t. h. sjest sáðvjel, sem verið er að kenna Abessiníumönnum að nota. Okkur íslendingum er tamt að halda, að hvergi sjeu jafnmikil vetrarharðindi og hjer. En í fyrra vetur, þegar blíðan var sem mest hjer á landi, voru flestar hafnir í Suður-Noregi og Danmörku svo ísi fyltar, að ekki var hægt að sigla þar um nema ísbrjótar brytu fyrir, og dönsku sundin voru hrönnuð af lagís. í vikunni sem leið lieyrðist í dagblöðunum, að nú væru dönsku sundin full af ís á ný. En hvernig er þá á landi. Hjer til hægri er mynd af þjóðvegi í Dgnmörku, sem teptur er af snjó. Þegar Ameríkumenn eru að safna liði til hins aukna vigbúnaðar síns, gera þeir sandpokavirki á götum úti, lík þeim, sem við sjáum svo víða í bæjum hjer á landi, og hafa þar „skrifstofur" sínar. Þangað koma sjálfboðaliðarnir og táta skrásetja sig.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.